Morgunblaðið - 19.05.2002, Síða 1
MORGUNBLAÐIÐ 19. MAÍ 2002
116. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Ekki
aumingjaskapur
18
Morgunblaðið/Jim Smart
Tólf tónleikar á tíu dögum í þremur löndum verður leið Mezzoforte til að fagna
aldarfjórðungsafmæli sínu. Síðast spilaði hljómsveitin saman í Moskvu árið 1997.
En það hangir meira á spýtunni, eins og kemur fram í viðtali
Guðjóns Guðmundssonar við þá félaga, sem hafa fullan hug á að
sveitina á ný til vegs og virðingar. 14
Nýtt líf
Mezzoforte
ferðalögBad MergentheimbílarDaewoo TacumabörnFlugdrekarbíóDavid Lynch
Sælkerar á sunnudegi
Gómsæt klettakálspítsa
Kaffibrúsa-
karlarnir
vakna til
lífsins á ný
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
19.maí 2002
B
Barist
um
borgina
10 – 11 12 – 13
árið 1975 og stjórnaði þar með harðri
hendi fram til ársins 1999 og því þótti
það tíðindum sæta að Sukarnoputri
skyldi ætla að mæta til athafnarinnar
í dag. Herskipin í höfninni hafa hins
vegar vakið sterkar tilfinningar með-
al A-Tímora, sem engan hlýhug bera
til Indónesíustjórnar.
Ramos Horta sagði í gær að skipin
sex hefðu farið inn í landhelgi Austur-
Tímor á föstudag án þess að hafa
fengið til þess heimild. Sagði hann að
þegar hefðu verið borin upp mótmæli
við fulltrúa SÞ og Indónesíustjórn.
„Við kröfðumst þess að herskipin yf-
irgæfu landhelgi okkar undireins og
það gerðu þau, ef frá eru talin tvö skip
sem dvöldust í mynni Dili-borgar yfir
nóttina,“ sagði Ramos Horta.
Sagði hann að Austur-Tímorar
LEIÐTOGAR Austur-Tímor mót-
mæltu því í gær harðlega að indónes-
ísk stjórnvöld skyldu hafa sent sex
herskip inn í landhelgi Austur-Tímor
í fyrradag en vera þeirra í hafnar-
mynni Dili þykir varpa skugga á há-
tíðahöld í dag í tilefni þess að Austur-
Tímor verður lýst sjálfstætt ríki. Jose
Ramos Horta, utanríkisráðherra
Austur-Tímor, sagði að einungis hefði
verið veitt heimild fyrir einu herskipi.
Koma herskipanna sex til Austur-
Tímor er hluti af umfangsmiklum að-
gerðum Indónesíuhers vegna ferðar
Megawatis Sukarnoputris, forseta
Indónesíu, til Dili. Hún verður við-
stödd í dag þegar Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
lýsir Austur-Tímor frjálst og fullvalda
og afhendir Xanana Gusmao, frelsis-
hetju Austur-Tímora, völdin í landinu,
en SÞ hafa farið með stjórn mála til
bráðabirgða frá því í september 1999.
Indónesía réðst inn í Austur-Tímor
hefðu aðeins gefið samþykki sitt við
hæfilegri öryggisgæslu Indónesíu-
manna vegna komu Sukarnoputris en
viðbúnaður Indónesíuhers þegar til
kastanna kom hefði verið mun meiri
en hægt væri að fallast á.
Kenna Indónesíuher
um vargöldina 1999
Talsverður hópur Austur-Tím-
orbúa safnaðist saman í Dili til að lýsa
reiði sinni vegna aðgerða Indónesíu-
hers en hernum er kennt um mikla
öldu ofbeldis sem reið yfir A-Tímor í
kjölfar þess að íbúarnir kusu sjálf-
stæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæða-
greiðslu í ágúst 1999. Talið er að um
eitt þúsund manns hafi fallið þegar
ribbaldar, hlynntir yfirráðum Indó-
nesa, gengu berserksgang og saka
Austur-Tímorar indónesíska herinn
um að hafa aðstoðað vígamennina.
Reuters
Ungur drengur heldur á þjóðfána Austur-Tímor en um miðjan dag í dag að íslenskum tíma rætist langþráður draumur íbúa landsins um sjálfstæði.
Mótmæltu komu
sex herskipa til Dili
Dili. AFP.
Fáni/14
Austur-Tímor fær
sjálfstæði í dag
LÖGREGLAN í Suður-Kóreu hand-
tók í gær Kim Hong-gul, yngsta son
Kims Dae-jungs, forseta landsins,
en Hong-gul er sakaður um mútu-
þægni. Málið þykir hið vandræða-
legasta fyrir Kim Dae-jung en hann
lofaði því á sínum tíma að beita sér
gegn spillingu í suður-kóreskum
stjórnmálum.
Kim Hong-gul, sem er 39 ára
gamall, er til hægri á myndinni en
maðurinn við hlið hans er lög-
reglumaður, sem fylgdi honum í
fangaklefa.
Hong-gul er grunaður um að
hafa tekið við sem samsvarar eitt
hundrað milljónum ísl. króna frá
Choi Kyu-sun, viðskiptajöfri sem nú
situr í fangelsi. Er því haldið fram
að Kyu-sun hafi mútað Hong-gul í
því skyni að tryggja tilteknu fyr-
irtæki rekstrarleyfi vegna happ-
drættis.
Hong-gul býr í Los Angeles í
Bandaríkjunum en sneri í vikunni
heim til Suður-Kóreu til að svara
ásökunum í sinn garð. Hann var yf-
irheyrður af fulltrúum saksóknara í
gær og handtekinn í kjölfarið. Gæti
hann átt yfir höfði sér fimm ára
fangelsi ef hann verður fundinn
sekur.
Kim Hong-up, elsti sonur forseta
Suður-Kóreu, er einnig grunaður
um mútuþægni en lögreglan hefur
enn ekki yfirheyrt hann.
Kim Dae-jung, sem er handhafi
friðarverðlauna Nóbels, hefur ekki
verið tengdur hneykslismálum sona
sinna, en þau hafa engu að síður
dregið mjög úr vinsældum hans
heima fyrir. Fimm ára kjörtímabili
forsetans lýkur í febrúar á næsta
ári og heimila lög honum ekki að
bjóða sig fram til endurkjörs. For-
setakosningar eru áætlaðar í des-
ember.
Sonur forseta Suður-
Kóreu handtekinn
Reuters
INDVERJAR vísuðu í gær sendi-
herra Pakistans úr landi en mikil
spenna hefur verið í samskiptum
ríkjanna frá því 34 Indverjar létust í
árás herskárra múslíma á herstöð
Indverja í Jammu-Kashmír-héraði á
þriðjudag. Þá hafa hermenn þjóð-
anna nær linnulaust skipst á skotum
yfir landamæri ríkjanna í Kashmír
undanfarna daga.
Jaswant Singh, utanríkisráðherra
Indlands, sagði í yfirlýsingu um mál-
ið í gærmorgun að ákvörðunin hefði
verið tekin til að viðhalda jafnvægi í
samskiptum ríkjanna, en Indverjar
kölluðu sendiherra sinn í Pakistan
heim í desember sl. eftir að músl-
ímskir öfgamenn höfðu ráðist á þing-
húsið í Nýju-Delhí.
Hafa indversk stjórnvöld neitað að
hitta sendiherra Pakistans allar göt-
ur síðan en þau kenndu pakistönsk-
um öfgahópum um árásina.
Indverjar segja Pakistana bera
beina ábyrgð á árásinni í Jammu-
Kashmír á þriðjudag en flestir hinna
látnu voru eiginkonur og börn ind-
verskra hermanna. Pakistönsk yfir-
völd hafa fordæmt árásina en sagt að
þau styðji kröfu múslíma um aðskiln-
að Jammu-Kashmírs frá Indlandi.
Sendiherra
Pakistans
vísað frá
Indlandi
Nýju-Delhí. AFP.