Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 19. MAÍ 2002 116. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Ekki aumingjaskapur 18 Morgunblaðið/Jim Smart Tólf tónleikar á tíu dögum í þremur löndum verður leið Mezzoforte til að fagna aldarfjórðungsafmæli sínu. Síðast spilaði hljómsveitin saman í Moskvu árið 1997. En það hangir meira á spýtunni, eins og kemur fram í viðtali Guðjóns Guðmundssonar við þá félaga, sem hafa fullan hug á að sveitina á ný til vegs og virðingar.  14 Nýtt líf Mezzoforte ferðalögBad MergentheimbílarDaewoo TacumabörnFlugdrekarbíóDavid Lynch Sælkerar á sunnudegi Gómsæt klettakálspítsa Kaffibrúsa- karlarnir vakna til lífsins á ný Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 19.maí 2002 B Barist um borgina 10 – 11 12 – 13 árið 1975 og stjórnaði þar með harðri hendi fram til ársins 1999 og því þótti það tíðindum sæta að Sukarnoputri skyldi ætla að mæta til athafnarinnar í dag. Herskipin í höfninni hafa hins vegar vakið sterkar tilfinningar með- al A-Tímora, sem engan hlýhug bera til Indónesíustjórnar. Ramos Horta sagði í gær að skipin sex hefðu farið inn í landhelgi Austur- Tímor á föstudag án þess að hafa fengið til þess heimild. Sagði hann að þegar hefðu verið borin upp mótmæli við fulltrúa SÞ og Indónesíustjórn. „Við kröfðumst þess að herskipin yf- irgæfu landhelgi okkar undireins og það gerðu þau, ef frá eru talin tvö skip sem dvöldust í mynni Dili-borgar yfir nóttina,“ sagði Ramos Horta. Sagði hann að Austur-Tímorar LEIÐTOGAR Austur-Tímor mót- mæltu því í gær harðlega að indónes- ísk stjórnvöld skyldu hafa sent sex herskip inn í landhelgi Austur-Tímor í fyrradag en vera þeirra í hafnar- mynni Dili þykir varpa skugga á há- tíðahöld í dag í tilefni þess að Austur- Tímor verður lýst sjálfstætt ríki. Jose Ramos Horta, utanríkisráðherra Austur-Tímor, sagði að einungis hefði verið veitt heimild fyrir einu herskipi. Koma herskipanna sex til Austur- Tímor er hluti af umfangsmiklum að- gerðum Indónesíuhers vegna ferðar Megawatis Sukarnoputris, forseta Indónesíu, til Dili. Hún verður við- stödd í dag þegar Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsir Austur-Tímor frjálst og fullvalda og afhendir Xanana Gusmao, frelsis- hetju Austur-Tímora, völdin í landinu, en SÞ hafa farið með stjórn mála til bráðabirgða frá því í september 1999. Indónesía réðst inn í Austur-Tímor hefðu aðeins gefið samþykki sitt við hæfilegri öryggisgæslu Indónesíu- manna vegna komu Sukarnoputris en viðbúnaður Indónesíuhers þegar til kastanna kom hefði verið mun meiri en hægt væri að fallast á. Kenna Indónesíuher um vargöldina 1999 Talsverður hópur Austur-Tím- orbúa safnaðist saman í Dili til að lýsa reiði sinni vegna aðgerða Indónesíu- hers en hernum er kennt um mikla öldu ofbeldis sem reið yfir A-Tímor í kjölfar þess að íbúarnir kusu sjálf- stæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæða- greiðslu í ágúst 1999. Talið er að um eitt þúsund manns hafi fallið þegar ribbaldar, hlynntir yfirráðum Indó- nesa, gengu berserksgang og saka Austur-Tímorar indónesíska herinn um að hafa aðstoðað vígamennina. Reuters Ungur drengur heldur á þjóðfána Austur-Tímor en um miðjan dag í dag að íslenskum tíma rætist langþráður draumur íbúa landsins um sjálfstæði. Mótmæltu komu sex herskipa til Dili Dili. AFP.  Fáni/14 Austur-Tímor fær sjálfstæði í dag LÖGREGLAN í Suður-Kóreu hand- tók í gær Kim Hong-gul, yngsta son Kims Dae-jungs, forseta landsins, en Hong-gul er sakaður um mútu- þægni. Málið þykir hið vandræða- legasta fyrir Kim Dae-jung en hann lofaði því á sínum tíma að beita sér gegn spillingu í suður-kóreskum stjórnmálum. Kim Hong-gul, sem er 39 ára gamall, er til hægri á myndinni en maðurinn við hlið hans er lög- reglumaður, sem fylgdi honum í fangaklefa. Hong-gul er grunaður um að hafa tekið við sem samsvarar eitt hundrað milljónum ísl. króna frá Choi Kyu-sun, viðskiptajöfri sem nú situr í fangelsi. Er því haldið fram að Kyu-sun hafi mútað Hong-gul í því skyni að tryggja tilteknu fyr- irtæki rekstrarleyfi vegna happ- drættis. Hong-gul býr í Los Angeles í Bandaríkjunum en sneri í vikunni heim til Suður-Kóreu til að svara ásökunum í sinn garð. Hann var yf- irheyrður af fulltrúum saksóknara í gær og handtekinn í kjölfarið. Gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Kim Hong-up, elsti sonur forseta Suður-Kóreu, er einnig grunaður um mútuþægni en lögreglan hefur enn ekki yfirheyrt hann. Kim Dae-jung, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur ekki verið tengdur hneykslismálum sona sinna, en þau hafa engu að síður dregið mjög úr vinsældum hans heima fyrir. Fimm ára kjörtímabili forsetans lýkur í febrúar á næsta ári og heimila lög honum ekki að bjóða sig fram til endurkjörs. For- setakosningar eru áætlaðar í des- ember. Sonur forseta Suður- Kóreu handtekinn Reuters INDVERJAR vísuðu í gær sendi- herra Pakistans úr landi en mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna frá því 34 Indverjar létust í árás herskárra múslíma á herstöð Indverja í Jammu-Kashmír-héraði á þriðjudag. Þá hafa hermenn þjóð- anna nær linnulaust skipst á skotum yfir landamæri ríkjanna í Kashmír undanfarna daga. Jaswant Singh, utanríkisráðherra Indlands, sagði í yfirlýsingu um mál- ið í gærmorgun að ákvörðunin hefði verið tekin til að viðhalda jafnvægi í samskiptum ríkjanna, en Indverjar kölluðu sendiherra sinn í Pakistan heim í desember sl. eftir að músl- ímskir öfgamenn höfðu ráðist á þing- húsið í Nýju-Delhí. Hafa indversk stjórnvöld neitað að hitta sendiherra Pakistans allar göt- ur síðan en þau kenndu pakistönsk- um öfgahópum um árásina. Indverjar segja Pakistana bera beina ábyrgð á árásinni í Jammu- Kashmír á þriðjudag en flestir hinna látnu voru eiginkonur og börn ind- verskra hermanna. Pakistönsk yfir- völd hafa fordæmt árásina en sagt að þau styðji kröfu múslíma um aðskiln- að Jammu-Kashmírs frá Indlandi. Sendiherra Pakistans vísað frá Indlandi Nýju-Delhí. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.