Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Gefðu fótun- um frelsi“ frá ecco. Blaðinu verður dreift um allt land. ELLIÐAÁRSTÖÐ í Reykjavík er ekki starfrækt yfir sumarið. Er Árbæjarstífla opnuð til að hleypa úr lóninu laxi sem þar hefur verið um veturinn. Tækifærið er notað til að kanna stíflumannvirki og aðrennslispípu. Sést hér sjálfur stöðvarstjórinn, Þorsteinn Ingi Kragh, ganga píp- una og hefur hann gripið með sér smádrasl sem hefur safnast fyrir. Elliðaárstöð verður 81 árs á þessu ári og lætur lítið á sjá. Hún mun vera ein elsta vatnsaflsvirkjun í heiminum sem enn er tengd við raforkunet. Er rekstri hennar hátt- að á nánast sama hátt í dag og þeg- ar Alexandrína drottning og Krist- ján konungur X vígðu hana árið 1921. Morgunblaðið/Friðþjófur Eins í dag og fyrir 81 ári GIFTINGARTÍÐNI hefur farið heldur hækkandi á Íslandi á síðustu árum og mælist nú rúmlega 5 af þús- undi. Skilnaðartíðni hefur hins vegar staðið í stað í nær aldarfjórðung og var 1,9 af 1.000 íbúum í fyrra. Örust var hækkun skilnaðartíðni á ára- bilinu 1960 til 1975. Þetta kemur fram í nýjum upplýs- ingum Hagstofunnar um hjóna- vígslur og hjúskaparslit árið 2001. Samkvæmt þeim fór fram 1.471 hjónavígsla á Íslandi árið 2001. Að auki voru 13 staðfestar samvistir, átta með konum en fimm með körl- um. Í 1.214 tilvikum voru hjónaefni með íslenskan ríkisborgararétt, en í 257 tilvikum voru bæði eða annað brúðhjóna með erlent ríkisfang. Mun algengara er að erlendar konur giftist íslenskum körlum, en öfugt (159 konur á móti 65 körlum). Lögskilnaðir á árinu 2001 voru jafn- margir og skilnaðir að borði og sæng eða 550. Líkt og víða annars staðar á Norð- urlöndum er giftingartíðni á Íslandi fremur lág. Giftingartíðni er reiknuð sem fjöldi hjónavígslna af hverjum 1.000 íbúum. Allt fram undir miðbik áttunda áratugarins var giftingar- tíðni á Íslandi há, þ.e. milli 8 og 9 af 1.000 íbúum. Eftir 1975 lækkaði gift- ingartíðni ört og náði lágmarki um miðbik tíunda áratugarins. Gifting- artíðni hefur farið heldur hækkandi á síðustu árum og mælist nú rúmlega 5 af þúsundi. Í dag er skilnaðartíðni á Íslandi 1,9 af 1.000 íbúum. Hún hefur staðið í stað í nær aldarfjórðung, en örust var hækkun skilnaðartíðni á ára- bilinu 1960 til 1975. Giftingaraldur fer hækkandi Lækkandi giftingartíðni á Íslandi hefur haldist í hendur við hækkandi giftingaraldur. Meðalgiftingaraldur karla er nú 35,3 ár en 32,2 ár meðal kvenna, samanborið við 26 ár og 24 ár um 1970. Það heyrir nú til undantekninga að fólk undir tvítugu gangi í hjóna- band, en á árunum 1960 til 1970 var fremur algengt að konur á þessum aldri giftust. Algengast er nú að íslenskar kon- ur gangi í hjónaband á aldrinum 25– 29 en aldurshópurinn 30–34 ára fylgir fast í kjölfarið. Allt fram undir miðjan áttunda áratuginn var hins vegar langalgengasti giftingaraldur kvenna 20–24 ár. Nú er algengast að karlar kvænist á aldrinum 30–34 ára, samanborið við aldurshópana 20–24 og 25–29 á sjöunda og áttunda ára- tugnum. Það vekur athygli að þrátt fyrir þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað á giftingaraldri á síðustu áratugum, hefur aldursbil milli hjóna haldist nokkuð stöðugt allt þetta tímabil. Brúðgumar eru þann- ig að meðaltali um þremur árum eldri en brúðir. Yfirlit yfir hjónavígslur og hjúskaparslit á árinu 2001 Giftingartíðni fer hækkandi á ný en skilnaðir standa í stað Í UPPHAFI hvítasunnuhelgarinnar var umferð á þjóðvegum líkt og á venjulegri sumarhelgi, að mati lög- reglu, og á hádegi í gær höfðu ekki borist fregnir af alvarlegum slysum. Lögreglan á Selfossi og í Borgar- nesi sagði umferðina um bæina hafa verið talsverða en óhappalausa. Búast má við að margir leggi land undir fót um helgina enda veður víð- ast hvar með afbrigðum gott og veð- urspáin hagstæð. Hvort sem menn ætla í fermingarveislur, sumarbú- staði eða eitthvert annað þá beinir Umferðarráð því til ökumanna að miða ökuhraða við aðstæður á veg- um landsins og fara varlega í fram- úrakstur. Minnt er á að aldrei megi aka fram úr á óbrotinni línu. Þá hvet- ur Umferðarráð ökumenn og far- þega þeirra til að spenna beltin og minnir ennfremur á að áfengi og akstur fara ekki saman. „Að vera vel hvíldur áður en ekið er af stað og ef syfja sækir á í akstri, að stöðva bílinn og fá sér frískt loft í góða stund,“ segir einnig. Góð þátttaka er í hvítasunnuferð- um Útivistar og Ferðafélags Íslands. Um 40 manns skráðu sig í jeppa- og gönguferð á Snæfellsjökul með Úti- vist og mun félagið einnig fara í dagsferð um Méltunnuklif að Hös- kuldarvöllum á sunnudag. Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjallgönguferð á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk í Öræfajökli, um helgina og er fullbókað í þá ferð. Þá verður farin dagsferð annan í hvíta- sunnu á Hestfjall og að Gullfossi austanverðum. Umferð eins og um venjulega sumarhelgi AÐSÓKN í Listaháskóla Íslands hef- ur aldrei verið meiri en nú, að sögn Hjálmars Ragnarssonar, rektors skólans. Að meðaltali sóttu um það bil 5,5 nemendur um hvert pláss í skól- anum og voru 12 umsækjendur um hvert pláss í leiklistardeild skólans. Hann segir að aðsóknin hafi aukist í öllum deildum frá því í fyrra, jafnvel þótt nýrri námsgrein hafi verið bætt við, en í haust hefst í fyrsta skipti kennsla í arkitektúr við skólann. 93 nemendur sóttu um nám í arkitektúr og voru 14 teknir inn. Hlutfallslega er aðsóknin mest í leiklist, 109 sóttu um en 9 voru teknir inn, í myndlist sóttu 115 um og komust 24 að. Af 99 um- sækjendum voru 18 teknir inn í nám í grafískri hönnun og 18 af 75 umsækj- endum um nám í vöruhönnun. Enn er verið að velja nemendur í tónlistar- deild skólans, en þar sóttu 35 um. Þurfa að vera strangar kröfur Hjálmar segir skýringu þessarar miklu aðsóknar líklega vera að gott orð fari af skólanum og að hann sé að festast í sessi. „Hin skýringin er mik- ill áhugi ungs fólks á námi sem þjálf- ar skapandi hugsun og gefur mögu- leika til sköpunar,“ segir hann. Listnám nýtist vel til hvers konar skapandi starfa, hvort sem er í fyr- irtækjum, skólum eða listalífi. Hjálmar segir að bæði hagkvæmn- innar vegna og þar sem skólinn þurfi að hafna góðum nemendum vildi hann gjarnan geta tekið fleiri nem- endur inn í skólann. Þó segir hann nauðsynlegt að halda kröfunum mjög ströngum, það sé eðli listnáms, og að allir umsækjendur eigi ekki erindi í skólann. Inntökuskilyrði eru þau að hafa lokið stúdentsprófi, eða jafngildi þess náms, en hægt er að gera undantekn- ingu frá þeirri reglu sýni umsækjandi framúrskarandi hæfileika. Engin skilyrði eru sett um aldur nemenda, en Hjálmar segir að langflestir þeirra séu á þrítugsaldri. Mikil aðsókn í Listahá- skólann „MÉR finnst afskaplega sorglegt ef sjálfstæðismenn ætla að bregðast öldruðum Reykvíkingum með þeim hætti sem mér finnst Geir H. Haarde gefa tilefni til að ætla,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri um þau ummæli Geirs H. Haarde fjármálaráðherra í Morgun- blaðinu í gær að viljayfirlýsing Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík, væri marklaust plagg. „Viljayfirlýsingin er algjörlega fyrirvaralaus af hálfu Reykjavíkurborgar. Við erum tilbúin til að leggja þessa fjármuni af mörk- um til þessarar uppbyggingar. Í undirritun heilbrigðisráðherra felst að hann muni beita sér pólitískt fyrir því að hún [viljayfirlýsingin] nái fram að ganga og fyrir því að þeir fjármunir fáist á fjárlögum sem til þess þarf. Hann þarf auðvitað vissan stuðning samstarfsflokksins í ríkis- stjórn og ég trúi því ekki að Sjálf- stæðisflokkurinn ætli að bregða fæti fyrir uppbyggingu í þágu aldraðra í Reykjavík með þeim hætti sem mér finnst Geir Haarde gefa í skyn.“ Ingibjörg segir uppbyggingu á hjúkrunarrýmum í þágu aldraðra hafa dregist aftur úr í Reykjavík. „Reykvíkingar hafa ekki setið þar við sama borð og aðrir landsmenn og löngu tímabært að þar sé gert átak. Sjálfstæðismenn í borginni eru að boða slíkt í þeim kosningum sem við stöndum núna í. Það er þá meiri tví- skinnungur en maður hefur séð dæmi um ef þeir boða eitt í borginni en leggjast gegn því hjá ríkinu.“ Heilbrigðisráðherra sagði í Morg- unblaðinu í gær að viljayfirlýsingin væri oftúlkuð. „Þetta er spurning um hvort hún er kölluð samkomulag. Samkomulagið felst í því að við ætl- um að standa við okkar hlut í Reykjavík, það er skýrt. Af hans hálfu er þetta yfirlýsing um það að hann muni beita sér fyrir tilteknum hlutum. Þetta er samkomulag okkar um að standa svona að verki. Ég gerði mjög vel grein fyrir því í borg- arstjórn á fimmtudaginn að af ráð- herrans hálfu væri gerð grein fyrir því að hann þyrfti að sækja þetta fé á fjárlög og að hann væri ekki kominn með tryggingu fyrir því. En hann undirgengst það að beita sér fyrir því pólitískt og það væri mjög sér- kennilegt ef samstarfsflokkurinn ætlaði að bregða fæti fyrir það.“ Borgarstjóri um ummæli ráðherra vegna yfirlýsingar Viljayfirlýsing fyrirvara- laus af hálfu borgarinnar ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í gær 1:1-jafn- tefli við Rússa í 3. riðli undan- keppni HM í knattspyrnu en leik- ið var í Moskvu. Heimamenn komust yfir snemma í síðari hálf- leik en Olga Færseth jafnaði er 8 mínútur voru til leiksloka. Íslenska liðið lék mjög vel í leiknum og var óheppið að sigra ekki þar sem það fékk fleiri mark- tækifæri en heimamenn. Rússar eru efstir í riðlinum með 8 stig en Íslendingar neðstir með 5 stig og einum leik minna. Þar á milli eru Spánverjar og Ítalir með 6 stig. Jafntefli í Rússlandi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Reykjavík sækir í sig veðrið, en Reykjavíkurlistinn tapar fylgi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönn- un Gallup um viðhorf til borgar- stjórnarkosninganna næsta laugar- dag. Frjálslyndir og óháðir bæta einnig við sig fylgi en ná ekki inn í borgarstjórn, að því er fram kemur í könnun Gallup. Segir að Reykjavík- urlistinn fái 48,5% og Sjálfstæðis- flokkurinn 45,2%, en munurinn er ekki marktækur. Reykjavíkurlistinn fékk 56,3% og Sjálfstæðisflokkurinn 39,3% í síð- ustu könnun Gallup. Frjálslyndir fá 5,2% en fengu áður 3,9%. Höfuð- borgarsamtökin fá 0,3%, húmanistar 0,3% og Vinstri hægri snú fær 0,5%. Úrtak könnunarinnar var 730 manns, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var rúmlega 67%. 9% voru óákveðin, 5,5% neituðu að svara og rúmlega 4% ætla ekki að kjósa eða munu skila auðu. D-listinn með 45,2% og R- listinn 48,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.