Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 4

Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru 182 framboðslistar í boði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí næstkomandi og hefur þeim fækkað um fimm frá síðustu kosn- ingum, en félagsmálaráðuneytið hef- ur tekið saman upplýsingar frá kjör- stjórnum landsins um framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Í 66 sveitarfélögum eru boðnir fram listar og þar af er sjálfkjörið í sjö sveitarfélögum, þar sem aðeins einn framboðslisti er í kjöri. Í 39 sveit- arfélögum komu engir framboðslist- ar fram áður en framboðsfrestur rann út og fer því fram óhlutbundin kosning á þessum stöðum. Allir flokkar, sem fulltrúa eiga á þingi, bjóða fram sjálfstætt eða í samstarfi við aðra og býður Sjálfstæðisflokk- urinn fram lista í flestum sveitar- félögum, eða sjálfstætt á 37 stöðum. „Það er fróðlegt að ef talið er saman á þessum listum þá eru karl- ar í 59% sætanna en konur í 41% sætanna. Við höfum nú sett okkur það mark að lágmarkshlutfall í kynjaskiptingu verði sextíu á móti fjörutíu og ef talið er saman á list- unum þá næst það,“ segir Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra. Hann bendir hins vegar á að þegar skoðuð séu efstu sætin þá leiði karlar 146 lista og konur aðeins 36 lista, eða 20%. Að hans sögn eru karlar í meirihluta á 70% listanna, konur í meirihluta á 11 listum og jafnræði er á 44 listum eða 24%. „Það er ekki verulegur munur eftir landsvæðum. Það má segja að hlutföllin séu lökust á Austurlandi og Reykjanesi. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar voru konur jafnmargar körlum á 28 listum og á fimm listum í meirihluta en nú eru þær í meirihluta á ellefu listum, svo þetta er nú greinilega framför.“ Flestir frambjóðendur eru á aldr- inum 38–47 ára. Þrír frambjóðendur yfir nírætt skipa heiðurssæti á list- um og er elsti frambjóðandinn 92 ára, en hann býður sig fram í Gerða- hreppi. 1.300 erlendir ríkisborgarar fá kosningarétt og kjörgengi Félagsmálaráðuneytið hefur einn- ig gefið út bækling í tilefni af sveit- arstjórnarkosningunum 2002 og verður hann sendur öllum þeim ein- staklingum sem öðlast kosningarétt, samkvæmt breytingu á lögum um sveitarstjórnarkosningar, sem gerð var í vor. Eftir breytinguna fjölgar þeim erlendu ríkisborgurum sem eiga rétt til að kjósa og bjóða sig fram til setu í sveitarstjórn. Allir er- lendir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili á Íslandi í fimm ár sam- fleytt fyrir kjördag og eru orðnir 18 ára að aldri, öðlast nú þennan rétt. Lagabreytingin mun ekki hafa áhrif á réttarstöðu danskra, sænskra, norskra og finnskra ríkisborgara, en þeir öðlast kosningarétt eftir að hafa átt lögheimili hér í þrjú ár sam- fellt. Bæklingurinn er á ellefu tungu- málum og á hann meðal annars að kynna fyrir fólki nýju lögin og hvar og hvernig fólk eigi að nýta þennan rétt sinn. Páll segir að um 1.300 manns öðlist kosningarétt eftir þessa breytingu og séu um sjötíu af hundraði þessara aðila búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Að hlutfalli eru þeir samt flestir búsettir á Vest- fjörðum. Flestir erlendu ríkisborg- aranna, sem hafa kosningarétt og kjörgengi hér á landi, koma frá Pól- landi, Bandaríkjunum og Dan- mörku. Páll segist hafa orðið var við mikinn áhuga meðal útlendinga á þátttöku í kosningunum og hafa Fjölmenningarsetrið á Vestfjörðum og Alþjóðahúsið í Reykjavík kynnt þessar breytingar ötullega. Hann segir einnig dæmi þess að útlend- ingar séu í framboði. Að sögn Páls var einnig sú breyt- ing gerð á kosningalögunum að nú þarf ekki meðmæli í sveitarfélögum þar sem íbúarnir eru innan við hundrað. Þar með getur lítill meiri- hluti ekki komið í veg fyrir að minnihluti fái mann inn í hrepps- nefnd eða sveitarstjórn. Ekki virðist sem reynt hafi á þessa breytingu við kosningarnar nú. Upplýsingar um framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar Karlar eru í fyrsta sæti á 146 af 182 framboðslistum                                                                              HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann á þrítugsaldri í árs fangelsi fyrir að valda eldsvoða í mannlausu íbúðarhúsi á Hvalnesi í Lóni, fyrir húsbrot og fyrir að bera rangar sakir á hendur nafngreindum manni. Héraðsdómur Austurlands hafði áður dæmt manninn í 60 daga fang- elsi og sýknað hann af ákæru um að hafa af ásetningi kveikt í húsinu svo það brann til kaldra kola. Maðurinn viðurkenndi að hafa brotist inn í húsið og að hafa farið um það með logandi kerti, sem hann hefði síðan stillt upp á borði ofan í bráðið vax. Hann hefði síðan gleymt að slökkva á kertinu þegar hann yfirgaf húsið en hefði alls ekki ætlað sér að kveikja í. Krafa lög- reglu um að hann yrði sakfelldur fyrir að hafa af ásetningi kveikt í húsinu byggðist m.a. á því að rann- sókn á brunarústunum hefði leitt það í ljós að eldurinn hefði kviknað í miðri forstofunni, en ekki á þeim stað þar sem hann sagðist hafa skil- ið kertið eftir. Hlyti hann að hafa fært muni til í forstofunni og síðan borið eld að. Þegar hann var hand- tekinn hefði jafnframt fundist brunalykt af fötum hans og í bifreið hans voru tveir bensínbrúsar sem hann gat ekki gefið skýringar á. Hæstiréttur taldi ekki efni til að sakfella hann fyrir að hafa af ásetn- ingi kveikt í húsinu. Hins vegar hefði hann gerst sekur um stórkost- legt gáleysi með því að skilja kertið eftir á borðinu. Fyrir öll brotin var hann dæmdur í árs fangelsi og til að greiða allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Sveins Andra Sveinssonar hrl. Ragnheiður Harðardóttir sak- sóknari sótti málið. Hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir kváðu upp dóminn. Árs fang- elsi vegna brunans í Hvalnesi SAMÞYKKTAR voru á fundi borgarstjórnar á fimmtudags- kvöld tillögur um breytingar á lögreglusamþykkt Reykjavíkur þess efnis að banna svokallaðan einkadans, sem boðið hefur verið upp á á nektardansstöð- um borgarinnar. Rökin fyrir því að banna sér- staklega einkadans eru þau að þar sé um að ræða tilfelli þar sem „áhorfandi er einn með einum eða fleiri sýnendum og því illmögulegt að hafa eftirlit með því sem þar fer fram,“ eins og segir í mati starfshóps borg- arstjóra og lögreglustjórans í Reykjavík sem fjallað hefur um veitingamál. Einka- dansinn bannaður HJÓLREIÐAMÖNNUM fjölgar í borginni jafnharðan og sól tekur að hækka á lofti. Flestir stunda hjól- reiðar sér til gamans en sumir kjósa að nýta sér kosti reiðhjólsins í vinnu sinni. Lögregluþjónarnir Dagný Steinunn Hjörvarsdóttir og Björn Heiðar Þórðarson eru í þeim hópi. Þau segja þetta annað sum- arið í röð sem lögreglan í Reykjavík tekur reiðhjól í sína þjónustu við hefðbundið eftirlit í bænum. Þau segja að með þessu sé verið að gera lögregluna sýnilegri meðal borg- arbúa og mælist það vel fyrir. Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari Morgunblaðsins rákust á Dag- nýju og Björn Heiðar í Hlíðahverf- inu síðdegis á föstudag, þar sem þau voru að koma úr eftirlitsferð um Öskjuhlíð, höfðu þau komið stúlku á vélarvana bíl til aðstoðar. Þau segjast hjóla um miðbæinn og nærliggjandi hverfi og að sjálf- sögðu eru þau með reiðhjólahjálma á höfði. Morgunblaðið/Sverrir Hjólandi laganna verðir ALLIR heilsugæslulæknar á heilsu- gæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði, níu fastráðnir læknar og einn afleys- ingalæknir, hafa skrifað uppsagnar- bréf, sem verða afhent þegar fram- kvæmdastjóri heilsugæslustöðvar- innar kemur aftur til starfa úr leyfi, að sögn Emils Sigurðssonar yfir- læknis. Læknarnir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest en heilbrigðisyfir- völd hafa heimild til að framlengja uppsagnirnar um þrjá mánuði til við- bótar. Mikil óánægja er meðal lækna á heilsugæslustöðvum vegna starfs- skilyrða og kjaramála og aðgerða- leysis heilbrigðisráðuneytisins. Eins og greint var frá í seinustu viku hafa allir heilsugæslulæknar á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja sagt upp störf- um. Viljum að grunnþjónustan sé aðgengileg og ódýr ,,Við viljum, eins og ráðherra, að grunnþjónustan sé aðgengileg og ódýr, en ráðherra verður þá að koma að því, í stað þess að horfa á þetta fara allt í einkarekstur, án þess að ríkið geti haft nokkur áhrif á það,“ segir Emil. Læknarnir buðu stjórn Sólvangs að ganga til samninga og bar stjórn- in það undir heilbrigðisráðuneytið. Að sögn Emils vildi ráðuneytið hins vegar ekki gefa umboð til slíks eða reyna þá leið. Hann tók fram að læknarnir ættu ekki í neinum deilum við stjórn heilsugæslustöðvarinnar. Emil segir að læknarnir séu nú að vinna að því hvort hópurinn geti staðið saman að stofnun læknastofu og er m.a. verið að skoða húsnæðis- mál í því sambandi þessa dagana. Allir læknarnir á Sólvangi segja upp BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjarsamþykkti einróma á aukafundi stjórnarinnar í gærkvöldi samning um lóða- og hafnargjöld við banda- ríska stálfyrirtækið IPT sem hyggst reisa stálpípuverksmiðju í Helguvík. Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir að þegar tryggingar fyrirtækisins liggi fyrir geti framkvæmdir af hálfu bæj- arins og Hafnarsamlags Suðurnesja hafist í Helguvík. Hann segir forsvarsmenn IPT væntanlega hingað til lands í lok næstu viku og verður samningur milli þeirra, Hafnarsamlagsins og Reykjanesbæjar þá formlega undir- ritaður. Hafnarsamlag Suðurnesja samþykkti samninginn fyrir sitt leyti fyrir nokkrum dögum. „Það sem snýr beint að bænum í þessum samn- ingi eru fasteignagjöld, gatnagerð- argjöld og annað slíkt, en bærinn á höfnina,“ sagði Ellert. „Megin- áherslan hjá okkur hefur verið á að fyrir liggi tryggingar ef eitthvað skyldi koma upp á, en þau mál eru í höfn. Framkvæmdir hefjast þegar tryggingar IPT frá viðurkenndri al- þjóðlegri bankastofnun, sem við samþykkjum, liggur fyrir. Við förum ekki út í neinar framkvæmdir fyrr. Við vitum ekki hve langan tíma tekur að fá þessar tryggingar. En frá því að tryggingin liggur fyrir hefur bær- inn og höfnin tíu mánuði til að gera lóðina klára. Í framhaldi af því myndi bandaríska fyrirtækið hefja byggingarframkvæmdir sínar.“ Samþykkti lóðasamning í Helguvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.