Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Íslensk ferðaþjónusta á Netinu
Varpa ljósi á
stöðu mála
ÍSLENSK ferðaþjón-usta á Netinu – erupplýsingahraðbraut-
in greiðfær – eða ófær? er
yfirskrift ráðstefnu sem
haldin verður fimmtudag-
inn 23. maí nk. Sigríður
Þrúður Stefánsdóttir
ferðamálafræðingur og
forstöðumaður Ferða-
málaskólans í Kópavogi, í
námsleyfi sem stendur, er í
forsvari fyrir ráðstefnuna.
– Hver heldur ráðstefn-
una, hver er tilurð hennar
og hvað felst í yfirskrift-
inni?
„Íslensk ferðaþjónusta á
Netinu. Er upplýsinga-
hraðbrautin greiðfær – eða
ógreiðfær? Ráðstefnan er
haldin á vegum Félags há-
skólamenntaðra ferða-
málafræðinga, FHF. FHF hefur
það markmið að stuðla að faglegri
umræðu um ferðaþjónustu og þró-
un hennar á Íslandi. Í þeim til-
gangi heldur félagið reglulega
ráðstefnur og ráðstefnan 23. maí
er ein slík. Ráðstefnan er haldin á
Hótel Loftleiðum frá klukkan 13
til 18. Í tengslum við ráðstefnuna
er haldin kynning á fyrirtækjum
sem bjóða fyrirtækjum í ferða-
þjónustu allar tæknilausnir vegna
heimasíðna, aðstoð og upplýsing-
ar um vefsíðugerð og hvaða nýj-
ungar og möguleikar eru fram-
undan á sviði netmála í ferða-
þjónustu.“
– Hver er tilgangurinn með ráð-
stefnunni og hverjar verða helstu
áherslur hennar?
„Markmið ráðstefnunnar er að
varpa ljósi á stöðu mála hvað
snertir notkun og áhrif Netsins í
íslenskri ferðaþjónustu. Meðal
þess sem verður fjallað um er
hvort, hvernig og á hvaða hátt
Netið er notað við markaðssetn-
ingu íslenskrar ferðaþjónustu.
Fjallað er um Netið almennt, hvað
það er og hvaða tækifæri og
möguleika tæknin veitir. Einnig
hvaða tækni þarf til að ná árangri
við markaðssetningu og sölu á
Netinu. Sérstakur fyrirlestur
verður um Netið sem sölutæki í
ferðaþjónustu og einnig um hvaða
hópar ferðamanna leita upplýs-
inga, bóka og kaupa ferðaþjón-
ustu á Netinu. Fulltrúar fyrir-
tækja í ferðaþjónustu skýra
reynslu sína af þessum málum. Í
lok ráðstefnunnar verður svo sagt
frá reynslu notenda af vefsíðum
íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
og kynnt úttekt á tíu vefsíðum ís-
lenskra fyrirtækja.“
– Hvernig standa þessi mál á
Íslandi, t.d. í samanburði við önn-
ur lönd?
„Almennt er talið að Íslending-
ar standi framarlega í notkun
Netsins bæði almennt og við
markaðssetningu ferðaþjónustu.
Það er þó lítið af tölulegum gögn-
um til um raunverulega stöðu
þessara mála. Í tilefni ráðstefn-
unnar hefur FHF gert úttekt
meðal aðildarfélaga Samtaka
ferðaþjónustunnar,
SAF, um útbreiðslu,
notkun og áhrif Nets-
ins í ferðaþjónustu hér.
Niðurstöður úttektar-
innar verða kynntar við
upphaf ráðstefnunnar. Markmið
úttektarinnar er að varpa ljósi á
stöðu íslenskrar ferðaþjónustu á
netinu.“
– Er skoðunin almennt sú að
ferðaþjónustan og Netið eigi sam-
leið … eða ekki?
„Um þetta eru ekki til nákvæm-
ar upplýsingar en telja má líklegt
að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki
noti Netið mikið til markaðssetn-
inga. Úttekt FHF á m.a. að varpa
einhverju ljósi á þessi mál. Það er
þó nokkuð þekkt að almenn notk-
un Netsins er mismunandi meðal
þjóða og því má telja víst að sumir
markhópar íslenskrar ferðaþjón-
ustu noti Netið minna en aðrir.
Það hvort Netið hentar sem miðill
til markaðssetningar ferðaþjón-
ustu er einnig nokkuð óljóst og
það er líklegt að miðillinn henti
vörum ferðaþjónustu misvel.
Hentar Netið t.d. jafnvel til að
selja flugsæti, ráðstefnu eða skoð-
unarferð um Ísland?“
– Sumir telja að sala ferðaþjón-
ustu á Netinu marki endalok
ferðaskrifstofa og fleiri milliliða í
mjög náinni framtíð …
„Telja má víst að fjölmargir
markhópar og neytendur noti
Netið í auknum mæli sem miðil til
að kaupa ferðir og aðrar vörur í
ferðaþjónustu. Þó er þetta eflaust
mismunandi milli markhópa. Það
er t.d. ekki víst að gestir sem
koma á ráðstefnur noti Netið sem
miðil til kaups. Með aukinni notk-
un Netsins breytist hlutverk milli-
liða eins og ferðaskrifstofa og ætla
má að stærri hluti starfseminnar
snúi að ráðgjöf til ferðamanna og
upplýsingagjöf svo eitthvað sé
nefnt.“
– Hvernig stendur til að nýta
efni ráðstefnunnar?
„Markmið ráðstefnunnar er
bæði að varpa ljósi á stöðu Nets-
ins í íslenskri ferðaþjónustu en
einnig að ná fram umræðu um það
að það er mikilvægt að vanda vel
til uppsetningar heima-
síðna og þeirra upplýs-
inga og þjónustu sem
þar er. Það er ekki nóg
að vera með heimasíðu
ef hún er ekki virk og
enginn sinnir henni. Netið er ekki
alltaf lausn allra vandamála í
markaðssetningu ferðaþjónustu
og það er mikilvægt að læra af því
sem kemur fram á ráðstefnunni.
Það er okkar von að íslensk ferða-
þjónustufyrirtæki nýti sér upplýs-
ingar af ráðstefnunni til að læra af
og setja sér markmið um hvort og
á hvern hátt þau vilja markaðs-
setja sína vöru á Netinu.“
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir
er fædd í Reykjavík 3. desember
1967. Hefur BA-próf (Honours)
frá Strathclyde University í
Skotlandi 1993 og er að ljúka
MS-prófi í stjórnun og stefnu-
mótun frá viðskipta- og hag-
fræðideild HÍ. Núverandi starf
er forstöðumaður Ferðamála-
skóla Kópavogs. Er í námsleyfi.
Er og formaður Félags háskóla-
menntaðra ferðamálafræðinga.
Maki er Benjamín Gíslason og
eiga þau eina dóttur, Herthu
Kristínu.
…ekki nóg að
vera með
heimasíðu
Hver hefur sinn djöful að draga.
HARVARD-háskóli og Háskóli Ís-
lands standa á morgun, mánudag, í
sameiningu fyrir alþjóðlegri ráð-
stefnu sem ber heitið Ísland og
heimsbúskapurinn: Hagkerfi
smárra eyríkja á tímum alþjóða-
væðingar og fram fer í Harvard-
háskóla í Boston. Þetta er í fyrsta
skipti sem þessir skólar leiða saman
hesta sína með þessum hætti, að
sögn Þorvaldar Gylfasonar prófess-
ors sem skipulagði ráðstefnuna
ásamt Jeffrey Sachs, einum virtasta
hagfræðingi heims, sem er forstöðu-
maður Alþjóðaþróunarstofnunar
Harvard og jafnframt prófessor
þar.
Ráðstefnan er lokuð og er hún
einkum ætluð forystumönnum í
stjórnmálum og atvinnulífi auk hag-
vaxtarfræðinga víðs vegar að úr
heiminum. Alls munu milli 70 og 80
manns sækja ráðstefnuna, að sögn
Þorvaldar. Hann segir að fræði-
menn, sem hafa sérstaklega rann-
sakað hagkerfi smáríkja, muni fjalla
um rannsóknir sínar. Ísland verði í
forgrunni, eins og nafn ráðstefnu-
nar ber með sér. „Einnig verður
fjallað sérstaklega um Máritíus,
sem er eitt þeirra undralanda í
þriðja heiminum, reyndar í Afríku,
sem hafa rifið sig upp úr örbirgð og
stefna á allsnægtir. Þá verður einn-
ig fjallað um Míkrónesíu, ýmsar
Karíbahafseyjar og Kýpur,“ segir
Þorvaldur.
Í inngangserindi sínu munu þeir
Þorvaldur og Sachs glíma við spurn-
ingar er varða hagkerfi smáríkja og
stærri landa, hvað er frábrugðið og
hvað þau eiga sameiginlegt. Til
dæmis hvort hagvöxtur sé hraðari
eða hægari í smáum hagkerfum en
stórum og hvaða kostir og gallar
fylgja smæðinni.
„Við erum ríkasta landið í þessum
hópi og njótum ýmissa af kostum
smæðarinnar, en þurfum ef til vill
einnig að líða fyrir hana. Stóri gall-
inn við smæðina er sá að heima-
markaðurinn er svo lítill að menn
njóta ekki hagkvæmni stærðarinn-
ar, nema menn eigi þá þeim mun
meiri viðskipti við útlönd til að eiga
þá aðgang að stærri markaði. Þetta
er höfuðvandi smáríkja í efnahags-
málum. Svo er einnig vert að velta
því fyrir sér hvort smæðin bjóði upp
á kosti sem vega gallana upp.
Reyndar eru höfuðniðurstöður okk-
ar Sachs á þá leið, að það er miklu
minni munur á litlum löndum og
stórum en margir hafa haldið,“ seg-
ir Þorvaldur.
„Okkar aðalniðurstaða er að hag-
vöxtur í smáríkjum er eiginlega óað-
greinanlegur frá hagvexti í heim-
inum í heild síðastliðin 40 ár. Gallar
smæðarinnar virðast ekki svo stór-
vægilegir að þeir dragi úr hagvexti,
eins og stundum hefur verið haldið
fram. Ef smæðinni fylgja kostir eru
þeir ekki heldur svo miklir að hag-
vöxtur þessara landa sé hraðari en
annars staðar,“ segir Þorvaldur.
Hann segir að þannig hafni þeir
þeim skoðunum sem haldið hefur
verið á lofti ýmist um veikleika eða
yfirburði smáríkjabúskapar.
Ný fræðileg rök fyrir yfir-
burðum veiðigjalds
Þorvaldur heldur einnig fyrirlest-
ur með Martin Weitzman, sem er
þekktur hagfræðingur við Harvard-
háskóla, um rannsóknir þeirra á
stjórnun fiskveiða á Íslandi.
„Weitzman liðsinnti á sínum tíma
auðlindanefndinni og er öllum hnút-
um kunnugur hér heima. Það er
mikill fengur í því að afburðafræði-
maður, eins og hann, fallist á að
fjalla um íslensk málefni. Aðalnið-
urstaða okkar er að veiðigjald hafi
ótvíræða hagkvæmniskosti umfram
kvótakerfi af því tagi sem tíðkast á
Íslandi og munum við færa ný
fræðileg rök fyrir þeirri skoðun,“
segir Þorvaldur.
Fleiri fræðimenn munu kynna
rannsóknir sínar á ráðstefnunni, þar
á meðal ýmsir sérfræðingar við
Harvard-háskóla og einnig Tryggvi
Þór Herbertsson, forstöðumaður
Hagfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands, og Gylfi Zoega, dósent í
Birckbeck College í London, sem
munu fjalla um það, hvernig sér-
hæfing getur vegið upp galla smæð-
arinnar í litlum löndum og ýtt undir
hagvöxt. Þá mun Már Guðmunds-
son, aðalhagfræðingur Seðlabanka
Íslands, fjalla um fyrirkomulag
stjórnunar peninga- og gengismála í
litlum hagkerfum. Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, flytur
ræðu um tækifæri smáríkja á tím-
um alþjóðavæðingar.
Þorvaldur segir að stefnt sé að
því að gefa út bók með fyrirlestrum
sem fluttir verða á ráðstefnunni.
Harvard og HÍ standa að ráðstefnu um hagkerfi smáríkja
Hagvöxtur í smærri ríkj-
um fylgir heimsþróun
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
yfir manni fyrir að hafa sært
blygðunarsemi þriggja stúlkna
sem fæddar voru 1989, með því
að hafa girt niður sundskýlu
sína í heitum potti í Sundhöllinni
í Reykjavík og handleikið lim
sinn.
Maðurinn hafði neitað sök en
útilokaði ekki að kynfæri hans
hefðu berast í pottinum. Höfðu
stúlkurnar allar borið mjög á
sama veg um háttsemi mannsins
og þótti ekkert fram komið sem
rýrði framburð þeirra. Var mað-
urinn dæmdur til að greiða
60.000 krónur í sekt og borga
allan sakarkostnað.
Bragi Steinarsson, vararíkis-
saksóknari, sótti málið í Hæsta-
rétti en Jóhannes Albert Sæv-
arsson hrl. var til varnar. Málið
dæmdu hæstaréttardómararnir
Hrafn Bragason, Garðar Gísla-
son og Pétur Kr. Hafstein.
Sektaður fyrir að
bera kynfæri