Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 25 „ÉG er sprottin úr ósköp venjulegu umhverfi. Ég ólst upp í vesturbæ Kópavogs og fékk undanþágu til að byrja strax sjö ára í Kór Kársnesskóla þegar hann var að byrja. Ég hafði rosalega gaman af því að syngja. Ég byrjaði á blokkflautu í Tónlistarskóla Kópavogs en langaði til að læra á þverflautu. Ég gerði það, var síðustu fjög- ur árin í flautunni hjá Bernharði Wilkinson. En þegar ég var fimmtán ára hætti ég öllu músík- standi, bæði í kórnum og í tónlistarskólanum. Ég var löt; – nennti ekki að æfa mig.“ Það fer um blaðamann; – kunnugleg saga – þar sem umhverfi hans var reyndar aðeins annað, og flautan var fiðla. Það hljóta margir að kunna svona sögur; um krakka sem byrja í tónlist en gefast upp þegar unglingsárin taka við og áhugamálin verða önnur. En það er einkennilegt með tónlistarnám. Þar sem áhuginn er á annað borð fyrir hendi gerist það ótrúlega oft að frækornið sem eitt sinn var sáð, getur blómstrað löngu síð- ar, og blómstrin geta orðið stór og fögur og vakið allra eftirtekt, rétt eins og raun- in er orðin með viðmælanda okkar, Magneu Tómasdóttur sópransöngkonu, sem stígur sín fyrstu spor á íslensku leik- sviði í hlutverki Sentu í Hollendingnum fljúgandi. Það var reyndar talsverð mús- ík í kringum hana á barnsaldri, en sú músík var allt öðru vísi. „Ég kem alls ekki úr klassísku tónlist- arumhverfi. Pabbi, Tómas Grétar Óla- son, spilaði á saxófón í Svaninum, spilaði líka á böllum, á Vellinum, og með Ómari Ragnarssyni og spilaði líka á harmón- ikku. Ég skammaði hann einu sinni alveg rosalega þegar ég var að koma heim úr tónlistarsögutíma, fyrir að hafa alveg gleymt að kynna mér klassíska tónlist. Músíkin sem hlustað var á heima var al- þýðumúsík. Fjölskyldan söng mikið og spilaði í boðum og pabbi hlustaði á djass; Ellu Fitzgerald, Cleo Lane, Louis Arm- strong og Glenn Miller. Smári föðurbróð- ir minn var eini menntaði tónlistarmað- urinn í fjölskyldunni, en amma var organisti í Fljótshlíðinni og ömmubróðir minn organisti suður með sjó. Annar föð- urbróðir minn, Pálmar, spilar líka á pí- anó; – hefur verið að spila í sjónvarpinu og á Lækjarbrekku og á slíkum stöðum. Mamma heitir Guðlaug Gísladóttir og er frá Hvalsnesi. Hún var ekkert í tónlist, en söng alltaf með öðrum í fjöl- skylduboðum. Það er alltaf mikið spilað og sungið, og allir krakkarnir sem eitthvað kunna á hljóðfæri eru látnir spila. En ég hafði ekkert sérstaklega mikinn áhuga á tónlist. Þó fór ég tvisvar í Óperuna með pabba og mömmu; á Carmen og Töfraflaut- una, og mér fannst gaman. Það var þó ekkert sér- taklega tónlistin sem heillaði mig, meira allt hitt í kringum hana. Ég sat á fyrsta bekk á Töfraflaut- unni og hékk með höfuðið niðrí hljómsveitargryfj- unni allan tímann. Það fannst mér spennandi. Þeg- ar ég var að byrja í tónlistarskólanum fannst mér til dæmis óperukellingar hálf asnalegar. Annars fann ég um daginn gamla minningabók sem hét Bekkurinn minn. Þar hafði ég skrifa að ég vildi vera dýralæknir eða hárgreiðslukona, en undir liðnum Annað hafði ég skrifað: Mig langar að verða söng- kona og syngja út um allan heim. Mig rak í roga- stans þegar ég sá þetta, ég man ekkert eftir því að hafa nokkurn tíma hugsað um þetta neitt sérstak- lega. Ég held ég hafi alltaf verið kröftugur krakki og vildi helst alltaf vera úti. Mamma batt mig í band við staur þegar ég var eitthvað um tveggja ára, og þannig undi ég mér alsæl og hamingjusöm í polla- gallanum úti í garði. Ég var í skátunum, og í sex sumur var ég í sveit á Steinum undir Eyjafjöllum, – vildi helst aldrei koma í bæinn aftur og fékk stund- um frí í skólanum til að ná sauðburðinum. En ég man, þegar við vorum að koma heim með heyið af Skógasandi, þá sat ég aftaná bílnum og söng há- stöfum alla leiðina, alltaf. Ég eignaðist hest, sem ég skírði Draum, og átti hann í átján ár, þar til fyrir einu og hálfu ári, þegar þurfti að lóga honum. Þegar ég hætti í tónlistinni þá var ég annað hvort á hest- baki eða í skátunum, og svo í sveitinni á sumrin. Mig dreymdi um það að verða bóndi eða dýralækn- ir.“ En ekki varð hún bóndi; hvað þá dýralæknir. Á síðasta námsári í Menntaskólanum í Kópavogi kom hún dag nokkurn heim til mömmu og sagðist vera búin að innrita sig aftur í tónlistarskólann. „Jahérna Magnea mín, mikið er það nú gaman að þú skulir ætla að taka flautuna upp aftur; ég skal borga.“ „Mamma, ég innritaði mig í söngnám, og ég ætla að borga það sjálf!“ „Jæja, já Magnea mín.“ Þannig gerðist það að hún leiddist út í söngnám. Fyrsti söngkennarinn, og eini söngkennari hennar á Íslandi var Unnur Jensdóttir, og henni fylgdi Magnea síðar í Tónlistarskólann á Seltjarnarnesi og varð fyrsti nemandi skólans til að ljúka 8. stigs prófi í söng. Í fyrsta söngtímanum söng hún Hafið bláa hafið. En Magnea var bara að læra að syngja fyrir sjálfa sig og læra að beita röddinni. Einhver hafði einhvern tíma spurt hana hvort hún ætlaði ekki að fara að læra eitthvað á þessa miklu rödd sína, það frækorn hafði sitt að segja og áhuginn á söngnáminu kviknaði. Og hún stóð við það að borga sitt söngnám sjálf. „Ég vann í Ömmubakstri, við að baka flatkökur. Það var svo heppilegt, því vinnudagurinn var búinn snemma, og ég hafði þá seinnipartinn til að æfa mig og fara í tónlistarskólann. Eitt sumarið fór ég út til London, og var í þrjá mánuði hjá gamla söngkenn- aranum hennar Unnar. Það var frábært. Ég fór á tónleika á hverjum degi, og fannst allt stórkostlegt og frábært þótt það hafi örugglega ekki verið þann- ig.“ Eftir að söngnámi heima lauk sótti hún um hjá sama kennara við Trinity College í London og komst inn. Hún var búin að vera í stór- borginni í tíu daga, þegar kennar- inn dó, og hún stóð á tímamótum; þekkti engan, og velti því fyrir sér hvað nú væri til ráða. „Þá kom einhver kergja í mig og ég hugsaði með mér að það væri allt of auðvelt að gefast upp nú. Ég ákvað að halda áfram og taka þetta alvarlega.“ Það gerði Magnea og lauk námi í London með glans. Veturinn eftir að skólanámi lauk hélt hún áfram í einkatímum, en stóð líka frammi fyrir því mikla undri að vera ekki lengur bundin við stundatöflu. „Ég gerði ekkert fyrstu vik- urnar; lærði engin ný lög; en kennarinn var skiln- ingsríkur, sagði ekkert og lét mig bara gera radd- æfingar.“ En það kom að því að hún spreytti sig á sínu fyrsta inntökuprófi í þýskt óperuhús. Það var Óperustúdíó Kölnaróperunnar. Og hún komst inn; – í fyrstu tilraun. „Ég var auðvitað vel undirbúin, en mér fannst ég ótrúlega afslöppuð í prófinu; næstum kærulaus. Ég var bara svo barnslega saklaus, vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Það var kannski eins gott.“ Þetta gerðist allt hratt, og Magnea var alltaf eins og skrefinu á undan sjálfri sér. Hún hafði aldr- ei kynnst óperu á þennan hátt; fagmennskunni, líf- inu, stressinu og samkeppninni. Henni var hent útí djúpu laugina, en bjarghringurinn fólst í orðum sem amma hennar lagði að henni áður en hún fór í sveitina sem krakki.. „Hún sagði við mig: „Magnea mín, verstu vinnukonurnar eru þær sem skipa fyrir verkum. Nú ert þú að fara í sveitina og verða vinnu- kona og fjósakona. Fyrstu vikuna skalt þú horfa á hvernig fólkið ber sig að, og svo skalt þú vera sjálf- stæð, gera eins.““ Þetta er eitt besta vegarnesti sem ég hef fengið út í lífið. Fyrstu árin í Köln var ég líka eins og suga, ég fylgdist með því hvernig hlut- irnir gengu fyrir sig og hvernig fólk kom misvel undirbúið á æfingar. Það var mikill lærdómur, og fagmennskan mikil.“ Nú er Magna að hætta í Köln- aróperunni. Hún vill reyna fyrir sér annars staðar í Þýskalandi og læra fleiri hlutverk. Hún segist vera Óperustúdíóstelpa í Köln og segist kannski ekkert komast neitt lengra þar, en annars staðar og kannski í minni óperuhúsum gætu öðru vísi og stærri tækifæri gefið betri reynslu og þann þroska sem hún sækist eftir. Hún á þó enn sitt annað heim- ili í Köln, og þaðan ætlar hún að sækja á önnur mið. Það var lán að hún skyldi hafa getað komið heim til að syngja í Hollendingnum fljúgandi. Hún undirbjó sig vel fyrir hlutverkið með þekktum Wagnerþjálf- ara í Köln. Þetta er fyrsta aðalhlutverkið hennar, og sumum fannst Wagner nokkuð stór biti fyrir svo unga söngkonu. „Þetta er ekkert mál. Ég er engin Öskubuska, og ég er búin að vera að syngja margt annað úti í Köln sem líka er erfitt, þótt það hafi ekki verið Wagner.“ Bakaði flatkökur og söng Eftir Bergþóru Jónsdóttur NÓTT Í FENEYJUM: Hertoginn gef- ur hinni þokkafullu Barböru hýrt auga. Magnea Tómasdóttir og Kol- beinn Jón Ketilsson sungu saman í þessari óperettu eftir Offenbach í Kölnaróperunni í febrúar 1999. begga@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.