Morgunblaðið - 19.05.2002, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 29
Leiðsöguskóli Íslands
Menntaskólanum í Kópavogi v/Digranesveg, 200 Kópavogi, sími 594 4025.
Netfang: lsk@ismennt.is. Heimasíða: http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm
Valið er þitt…
en skemmtilegt nám í leiðsögu erlendra
ferðamanna stendur þér til boða!
N
ý
ná
m
sk
rá
, b
re
yt
ti
r
ke
nn
sl
uh
æ
tt
ir
Nám og kennsla
Leiðsögunámið hefst í byrjun september og spannar tvær annir, kjarna og kjörsvið.
Kennsla fer fram mánudaga og þriðjudaga frá 17.30-21.55, miðvikudaga frá 17.30-
20.25. Vettvangs- og æfingaferðir eru á laugardögum og náminu lýkur með 6 daga
hringferð um Ísland. Fjarnám í boði í stökum námskeiðum ef næg þátttaka fæst.
Námskeið í boði fyrir starfandi leiðsögumenn og starfsfólk í ferðaþjónustu.
Innritun og inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði eru stúdentspróf, 21 árs aldur og gott vald á einu erlendu
tungumáli. Inntökupróf á kjörmáli fara fram strax að lokinni innritun.
Umsóknir
Umsóknarfrestur er til 24. maí 2002. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást
á skrifstofu skólans eða á heimasíðunni http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm Afrit af
prófskírteini og mynd fylgi umsókn.
Verð kr. 39.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 29. maí, viku-
ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð, 29. maí, vikuferð.
Flug og gisting, skattar.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450.
Verð kr. 49.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 29. maí, 2 vikur.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til
Benidorm þann 29. maí í 1 eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt
veður á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og
tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig
og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu sætin
Stökktu til
Benidorm
29. maí
frá 39.865
Reykjavík
í fyrsta sæti
Kynntu flér málin og sko›a›u myndbandi›
um Geldinganes á www.reykjavik2002.is
VEFLISTARKONAN
Vigdís Kristjánsdóttir
(1904–1981), var merk kona
og eftir hana liggur mikils-
vert starf. Hún var ekki ein-
ungis vel menntuð í sínu að-
alfagi, heldur hafði stundað
myndlistarnám í Reykjavík
1920–24, tónlistarnám í
Reykjavík og Þýskalandi
1930–32, myndlista- og
teiknikennaranám við Hand-
íða- og myndlistarskólann
1942–1945. Var viðloðandi
málaradeild listakademíunn-
ar í Kaupmannahöfn 1946–
50 (prófessor: Kræsten Iver-
sen), fór þá námsferðir til
Hollands, Þýskalands og
Frakklands. Loks mynd-
vefnaðarnám í Osló 1953–54,
sem innibar einnig námsferð til
Italíu, Grikklands og Tyrklands.
Hún hafði því ekkert smáræðis
nám í farteskinu er heim kom en á
þeim árum var ekki mikill starfs-
grundvöllur fyrir sjálfstæða mynd-
vefara. Það verkefni fékk hún
stærst og viðamest að vefa vegg-
teppi fyrir Reykjavíkurborg í
tielfni 1100 ára afmæli Íslands-
byggðar, gert eftir málverki Jó-
hanns Briem af Ingólfi Arnarsyni
og skylduliði hans. Skilaði því með
miklum sóma og á því sviði hefði
mátt nýta sér starfskrafta hennar
betur. Ekki síst vegna þess, að
Vigdís bjó yfir ómældri þekkingu á
íslenzkri ull og gerði umfangsmikl-
ar tilraunir við litun hennar með ís-
lenzkum jarðlitum, en hér voru
menn ekki tilbúnir til að hagnýta
sér slíka þekkingu. Kenndi þó um
skeið í MHÍ en þar hefði vegur
hennar mátt vera meiri og þekking
hennar einnig nýtast stórum betur.
Listakonan hélt nokkrar sýning-
ar í Reykjavík, tók þátt í
samsýningum heima og er-
lendis, en var hér ekki at-
kvæðamikil. Málverk hennar
yfirleitt smá og varfærnisleg
í útfærslu, báru ekki vitni
hinum langa námsferli né
heldur miklum metnaði um
svipmikil átök, það gerðu
hins vegar vefir hennar og í
þeim rís list hennar hæst.
Hér naut hún námsgrund-
vallar síns öllu betur og
formræn útfærslan svip-
meiri. Kemur jafnt fram í
stærri og litríkari vefjum
hennar svo sem, Veggteppi,
Röggvavefur, ull og hör (10),
sem þeim minni þar sem
styrkur hennar er víðtæk
þekking á litun ullarinnar og
fíngerðum blæbrigðum, eins
helst kemur fram í verkun-
um, Heillatákn, Gobelín, ull
og hör (3) og, Dúkur, Kross-
vefur, ull og hör (3) .
Ofanskráðs sér stað í þeim
14 verkum Vigdísar, sem
fyrir vissa atburðarás eru til
sýnis í listhúsinu Fold. Um
list hennar hef ég við mörg
tilefni fjallað og endurtek
það ekki hér, en sýningin
kom mér mjög í opna
skjöldu. Hvorutveggja til-
högun hennar og hvernig
verk hinnar merku listakonu
eru sett á almennan sölu-
markað og leikið á lægri nóturnar
hvað verðmæti snertir. Kannski
tímanna tákn hér á hólmanum, en
erfitt að sætta sig við það og
hvernig hjómi er eyðist og hverfur
er lyft hátt á stall meðan verðmæt-
um er ýtt til hliðar. En vek athygli
á einstæðu tækifæri til að kynnast
vefjum listarkonunnar Vigdísar
Kristjánsdóttur, og festa sér þá ef
vill.
MYNDLIST
Listhúsið Fold
Opið virka daga frá 10-18, laug-
ardaga 10-17, sunnudaga 14-17.
til 20. maí. Aðgangur ókeypis
MYNDVEFNAÐUR
VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
Vef-
ljóð
Vigdís Kristjánsdóttir: Veggteppi,
Röggvavefur, ull og hör.
Bragi Ásgeirsson
Listahátíð í Reykjavík
Dagskráin í dag
Sunnudagur 19. maí
Kl. 14.00 Bæjarbíó Hafnarfirði
Ísland í lifandi myndum frá árinu 1925
og Reykjavík 1944. Tvær heimildamyndir
eftir Loft Guðmundsson, frumkvöðul í ís-
lenskri kvikmyndagerð. Í samvinnu við
Kvikmyndasafn Íslands og Hafnarfjarð-
arbæ.
Kl. 15.00 Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús
Framtíðarsýn við Höfnina. Kynning á nýaf-
staðinni hugmyndasamkeppni um skipu-
lag miðborgar
og hafnarsvæðis við Austurhöfn ásamt
fyrirhugaðri byggingu tónlistarhúss, ráð-
stefnumiðstöðvar og hótels. Fulltrúar
Arkitektafélags Íslands í dómnefnd, Al-
bína Thordarson og Sólveig Berg Björns-
dóttir, munu kynna tillögur og leiða skoð-
unarferð um svæðið.
Kl. 17.00 Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús
Fyrir augu og eyru. Margrét Bóasdóttir
sópransöngkona og Miklos Dalmay pí-
anóleikari frumflytja átta sönglög við ljóð
íslenskra skálda. Á undan lesa átta af
þeim níu myndlistarmönnum sem eiga
verk á sýningunni Mynd – íslensk sam-
tímalist ljóðin.
Aðgangur er ókeypis.
Mánudagur 20. maí
Kl. 14 Árbæjarsafn
Spekúlerað á stórum skala. Skemmtun
fyrir fólkið í Árbæjarsafni. Nýr íslenskur
sjónleikur sem byggir á lífshlaupi hins lit-
ríka athafnamanns og menningarforkólfs
Þorláks Ó. Johnson. Þorlákur bjó á sínum
tíma í húsinu Lækjargötu 4 sem nú er í
Árbæjarsafni en í því húsi mun sjónleik-
urinn verða sýndur. Leikari Árni Pétur
Reynisson. Leikstjóri Ágústa Skúladóttir.
Kl. 15 Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir
Fyrir augu og eyru. Magnea Árnadóttir
flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari
flytja Mountain Songs eftir bandaríska
tónskáldið Robert Beaser. Verkið sam-
anstendur af 10 söngvum, þar sem unnið
er með amerísk þjóðlög á grípandi hátt.
Aðgangur er ókeypis.
Kl. 16.00 Háskólabíó
June Anderson. Einsöngstónleikar einnar
glæsilegustu sópransöngkonu heims sem
líkt er við Callas og Sutherland. Píanó-
leikari Jeff Cohen.
Kl. 17 Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn
Listin meðal fólksins. Verk Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara skoðuð út frá
þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að
vera hluti af daglegu umhverfi fólks en
ekki lokuð inni á söfnum.
Kl. 20 Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús
Percadu. Tónleikar slagverksleikaranna
Tomer Yariv og Adi Morag sem, þrátt fyrir
ungan aldur, hafa unnið til verðlauna
víða um heim fyrir afburða hæfileika. Á
fjölbreyttri efnisskrá frumflytja þeir m.a.
nýtt verk, Trommu, eftir Áskel Másson.