Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 29 Leiðsöguskóli Íslands Menntaskólanum í Kópavogi v/Digranesveg, 200 Kópavogi, sími 594 4025. Netfang: lsk@ismennt.is. Heimasíða: http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm Valið er þitt… en skemmtilegt nám í leiðsögu erlendra ferðamanna stendur þér til boða! N ý ná m sk rá , b re yt ti r ke nn sl uh æ tt ir Nám og kennsla Leiðsögunámið hefst í byrjun september og spannar tvær annir, kjarna og kjörsvið. Kennsla fer fram mánudaga og þriðjudaga frá 17.30-21.55, miðvikudaga frá 17.30- 20.25. Vettvangs- og æfingaferðir eru á laugardögum og náminu lýkur með 6 daga hringferð um Ísland. Fjarnám í boði í stökum námskeiðum ef næg þátttaka fæst. Námskeið í boði fyrir starfandi leiðsögumenn og starfsfólk í ferðaþjónustu. Innritun og inntökuskilyrði Inntökuskilyrði eru stúdentspróf, 21 árs aldur og gott vald á einu erlendu tungumáli. Inntökupróf á kjörmáli fara fram strax að lokinni innritun. Umsóknir Umsóknarfrestur er til 24. maí 2002. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðunni http://mk.ismennt.is/leidny/lsk.htm Afrit af prófskírteini og mynd fylgi umsókn. Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 29. maí, viku- ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 29. maí, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 29. maí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 29. maí í 1 eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin Stökktu til Benidorm 29. maí frá 39.865 Reykjavík í fyrsta sæti Kynntu flér málin og sko›a›u myndbandi› um Geldinganes á www.reykjavik2002.is VEFLISTARKONAN Vigdís Kristjánsdóttir (1904–1981), var merk kona og eftir hana liggur mikils- vert starf. Hún var ekki ein- ungis vel menntuð í sínu að- alfagi, heldur hafði stundað myndlistarnám í Reykjavík 1920–24, tónlistarnám í Reykjavík og Þýskalandi 1930–32, myndlista- og teiknikennaranám við Hand- íða- og myndlistarskólann 1942–1945. Var viðloðandi málaradeild listakademíunn- ar í Kaupmannahöfn 1946– 50 (prófessor: Kræsten Iver- sen), fór þá námsferðir til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Loks mynd- vefnaðarnám í Osló 1953–54, sem innibar einnig námsferð til Italíu, Grikklands og Tyrklands. Hún hafði því ekkert smáræðis nám í farteskinu er heim kom en á þeim árum var ekki mikill starfs- grundvöllur fyrir sjálfstæða mynd- vefara. Það verkefni fékk hún stærst og viðamest að vefa vegg- teppi fyrir Reykjavíkurborg í tielfni 1100 ára afmæli Íslands- byggðar, gert eftir málverki Jó- hanns Briem af Ingólfi Arnarsyni og skylduliði hans. Skilaði því með miklum sóma og á því sviði hefði mátt nýta sér starfskrafta hennar betur. Ekki síst vegna þess, að Vigdís bjó yfir ómældri þekkingu á íslenzkri ull og gerði umfangsmikl- ar tilraunir við litun hennar með ís- lenzkum jarðlitum, en hér voru menn ekki tilbúnir til að hagnýta sér slíka þekkingu. Kenndi þó um skeið í MHÍ en þar hefði vegur hennar mátt vera meiri og þekking hennar einnig nýtast stórum betur. Listakonan hélt nokkrar sýning- ar í Reykjavík, tók þátt í samsýningum heima og er- lendis, en var hér ekki at- kvæðamikil. Málverk hennar yfirleitt smá og varfærnisleg í útfærslu, báru ekki vitni hinum langa námsferli né heldur miklum metnaði um svipmikil átök, það gerðu hins vegar vefir hennar og í þeim rís list hennar hæst. Hér naut hún námsgrund- vallar síns öllu betur og formræn útfærslan svip- meiri. Kemur jafnt fram í stærri og litríkari vefjum hennar svo sem, Veggteppi, Röggvavefur, ull og hör (10), sem þeim minni þar sem styrkur hennar er víðtæk þekking á litun ullarinnar og fíngerðum blæbrigðum, eins helst kemur fram í verkun- um, Heillatákn, Gobelín, ull og hör (3) og, Dúkur, Kross- vefur, ull og hör (3) . Ofanskráðs sér stað í þeim 14 verkum Vigdísar, sem fyrir vissa atburðarás eru til sýnis í listhúsinu Fold. Um list hennar hef ég við mörg tilefni fjallað og endurtek það ekki hér, en sýningin kom mér mjög í opna skjöldu. Hvorutveggja til- högun hennar og hvernig verk hinnar merku listakonu eru sett á almennan sölu- markað og leikið á lægri nóturnar hvað verðmæti snertir. Kannski tímanna tákn hér á hólmanum, en erfitt að sætta sig við það og hvernig hjómi er eyðist og hverfur er lyft hátt á stall meðan verðmæt- um er ýtt til hliðar. En vek athygli á einstæðu tækifæri til að kynnast vefjum listarkonunnar Vigdísar Kristjánsdóttur, og festa sér þá ef vill. MYNDLIST Listhúsið Fold Opið virka daga frá 10-18, laug- ardaga 10-17, sunnudaga 14-17. til 20. maí. Aðgangur ókeypis MYNDVEFNAÐUR VIGDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Vef- ljóð Vigdís Kristjánsdóttir: Veggteppi, Röggvavefur, ull og hör. Bragi Ásgeirsson Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Sunnudagur 19. maí Kl. 14.00 Bæjarbíó Hafnarfirði Ísland í lifandi myndum frá árinu 1925 og Reykjavík 1944. Tvær heimildamyndir eftir Loft Guðmundsson, frumkvöðul í ís- lenskri kvikmyndagerð. Í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands og Hafnarfjarð- arbæ. Kl. 15.00 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Framtíðarsýn við Höfnina. Kynning á nýaf- staðinni hugmyndasamkeppni um skipu- lag miðborgar og hafnarsvæðis við Austurhöfn ásamt fyrirhugaðri byggingu tónlistarhúss, ráð- stefnumiðstöðvar og hótels. Fulltrúar Arkitektafélags Íslands í dómnefnd, Al- bína Thordarson og Sólveig Berg Björns- dóttir, munu kynna tillögur og leiða skoð- unarferð um svæðið. Kl. 17.00 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Fyrir augu og eyru. Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Miklos Dalmay pí- anóleikari frumflytja átta sönglög við ljóð íslenskra skálda. Á undan lesa átta af þeim níu myndlistarmönnum sem eiga verk á sýningunni Mynd – íslensk sam- tímalist ljóðin. Aðgangur er ókeypis. Mánudagur 20. maí Kl. 14 Árbæjarsafn Spekúlerað á stórum skala. Skemmtun fyrir fólkið í Árbæjarsafni. Nýr íslenskur sjónleikur sem byggir á lífshlaupi hins lit- ríka athafnamanns og menningarforkólfs Þorláks Ó. Johnson. Þorlákur bjó á sínum tíma í húsinu Lækjargötu 4 sem nú er í Árbæjarsafni en í því húsi mun sjónleik- urinn verða sýndur. Leikari Árni Pétur Reynisson. Leikstjóri Ágústa Skúladóttir. Kl. 15 Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Fyrir augu og eyru. Magnea Árnadóttir flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari flytja Mountain Songs eftir bandaríska tónskáldið Robert Beaser. Verkið sam- anstendur af 10 söngvum, þar sem unnið er með amerísk þjóðlög á grípandi hátt. Aðgangur er ókeypis. Kl. 16.00 Háskólabíó June Anderson. Einsöngstónleikar einnar glæsilegustu sópransöngkonu heims sem líkt er við Callas og Sutherland. Píanó- leikari Jeff Cohen. Kl. 17 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Listin meðal fólksins. Verk Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að vera hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Kl. 20 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Percadu. Tónleikar slagverksleikaranna Tomer Yariv og Adi Morag sem, þrátt fyrir ungan aldur, hafa unnið til verðlauna víða um heim fyrir afburða hæfileika. Á fjölbreyttri efnisskrá frumflytja þeir m.a. nýtt verk, Trommu, eftir Áskel Másson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.