Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 19. maí 1992: „Upplausnin og óvissan, sem ríkir í flest- um ríkjum Austur-Evrópu og í Sovétríkjunum sálugu kemur ekki á óvart. Sú alda taumlausrar bjartsýni sem reis á Vesturlöndum eftir hrun kommúnismans í Aust- ur-Evrópu og endalok Sovét- ríkjanna er tekin að hníga. Sífellt verður mönnum betur ljóst það gífurlega uppbygg- ingarstarf sem óunnið er í austri auk þess sem nú blasir við að leiðin í átt til lýðræðis er grýtt og seinfarin í ríkjum þessum sem mörg hver hafa enga hefð að styðjast við í þeim efnum.“ . . . . . . . . . . 19. maí 1982: „Morgunblaðið hefur kannað hag aldraðra í velferðarþjóðfélaginu og birtir í dag viðtöl við nokkra af eldri borgurum Reykja- víkur. Sýna þau einhver snögg umskipti til hins betra síðan 1978, þegar þeir kom- ust til valda í höfuðborginni, sem slá um sig og segjast sérstakir baráttumenn fyrir samhjálp? Svarið er einfalt: Nei. ... Það er dæmigert fyrir hina þröngsýnu vinstri- flokka, að þeir skipta sér ekki af málum aldraðra frek- ar en annarra hópa nema í því skyni að notfæra sér í áróðri. Það segir sína sögu, að í kosningabaráttunni nú hafa vinstriflokkarnir reynt að þegja um hag aldraðra Reykvíkinga. Hvers vegna? Jú, frambjóðendur vinstri- flokkanna, sem setið hafa við kjötkatlana hjá Reykjavík- urborg í fjögur ár, vita svo sem um löngu biðlistana. Þeir vita, að nöfnum hinna öldruðu hefur fjölgað á þeim í þeirra stjórnartíð.“ . . . . . . . . . . 19. maí 1972: „Í þætti um bókmenntir, sem formaður útvarpsráðs stjórnar í sjón- varpi, var nýlega kallað á einn af höfundum bókar um norrænar bókmenntir og há- skólaprófessor sem hefur lát- ið skoðanir sínar á bók- menntum mótast mjög af afstöðu sinni til þjóðfélags- mála. Bókmenntasöguhöf- undurinn sá ástæðu til að beina skeytum sínum sér- staklega að Morgunblaðinu fyrir þá ósvaraverðu gagn- rýni að hans áliti, sem birzt hefur í blaðinu um þessa bók og þá einkum framlag hans. Þess er skemmst að minnast, að í þætti formanns útvarps- ráðs fyrr í vetur var gagn- rýnanda Þjóðviljans gefið tækifæri til að veitast sér- staklega að skrifum gagn- rýnenda Morgunblaðsins um bókmenntir. Hvorki þá né nú var nokkur af hálfu Morg- unblaðsins viðstaddur til þess að andmæla þessum órökstuddu staðhæfingum. Hvernig væri að leyfa mönn- um að svara fyrir sig í þess- um þáttum hins opinbera?“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÍF ÞJÓÐAR ÁN LOFTS Á föstudag var formleg opnunsýningarinnar „Enginn geturlifað án Lofts“ á verkum Lofts Guðmundssonar ljósmyndara í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Titillinn vísar í auglýsingu Lofts sem m.a. birtist í Morgunblaðinu á sínum tíma. Sýn- ingin er liður í dagskrá Listahátíðar, og er hún þáttur í samstarfsverkefni Kvikmyndasafns Íslands og Þjóð- minjasafns Íslands í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu ljósmyndarans og 50 ár frá andláti hans, en auk sýningarinnar í Hafn- arborg hafa kvikmyndir Lofts verið sýndar í Bæjarbíói nú um helgina. Samstarfsverkefnið er fyrir margra hluta sakir merkilegt. Ljós- myndasýningin er að sjálfsögðu fyrst og fremst ljóst dæmi um handbragð og hæfni Lofts, sem var einn helsti frumkvöðull á sviði ljósmyndunar á Íslandi um langt skeið, en portrett- safn hans er t.d. stærsta portrettsafn frá fyrri hluta 20. aldar. Kvikmynda- sýningarnar heyra þó ekki síður til tíðinda því kvikmyndir Lofts eru mjög merkilegar, en um þriðja ára- tug síðustu aldar var hann helsti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar. Í umfjöllun um Loft hér í blaðinu á föstudag kemur fram að kvikmyndin „Ísland í lifandi myndum“, sem hann gerði árið 1925, er yfirgripsmikil heimild um „land og þjóð þar sem lýst er fegurð landsins og sérkennum; höfuðatvinnugreinunum sjávarútvegi og landbúnaði; samgöngum og mörgu fleiru“. Hann gerði jafnframt merka heimildarmynd um Reykjavík sem fjallar um þær miklu framkvæmdir sem stóðu yfir árið sem lýðveldið var stofnað. Viðamikil sýningarskrá er gefin út af þessu tilefni svo óhætt er að segja að framtak Kvikmynda- safnsins og Þjóðminjasafnsins leiðir í ljós hversu mikilvæg menningarverð- mæti felast í vinnu manns á borð við Loft, sem í raun skráði sögu þjóðar- innar með markvissum hætti á tímum mikilla þjóðfélagslegra umbrota. Sú staðreynd hverfist með áhrifaríkum hætti í mörgum þeirra mynda sem nú eru til sýnis í Hafnarborg, en gott dæmi um þau hröðu umskipti er t.d. ljósmynd úr Ísafoldarprentsmiðju þar sem kona á íslenskum búningi með skotthúfu stendur við vinnu sína meðal annarra sem hafa tileinkað sér nútímalegri klæðaburð. Í umfjöllun um sýninguna í Lesbók í gær segir Inga Lára Baldvinsdóttir, deildarstjóri myndadeildar Þjóð- minjasafns Íslands, að lítið hafi verið hugað að þeim menningarlega arfi sem Loftur lét eftir sig á sviði ljós- myndunar og kvikmyndagerðar, en þetta verkefni sé tilraun til að bæta úr því. Inga Lára greinir einnig frá því að Loftur hafi ráðist í að taka „um 400 ljósmyndir af öllum götum í bæn- um, elstu húsum og kofum. Loftur réðst í þetta verkefni með það fyrir augum að bærinn myndi taka svo gríðarlegum stakkaskiptum á næstu árum, að mikilvægt væri að eiga heimildarefni af þessu tagi“. Hann bauð bæjarstjórninni myndirnar til kaups en hún hafnaði erindi hans, og voru vonbrigðin svo mikil að hann kastaði megninu af myndunum. Inga Lára segir þennan atburð lýsa vel því skilningsleysi sem ríkti í garð þess- arar faggreinar. Kvikmyndasafnið og myndadeild Þjóðminjasafnsins hafa með þessari sýningu sýnt þjóðinni fram á hversu mikil verðmæti hún á í þessu sviði. Benda má á að þróun ljósmyndunar og kvikmyndagerðar helst í hendur við hraðfara þróun íslenskrar sam- félagsmyndar á tuttugustu öld, svo það er vonandi að stjórnvöld á Íslandi sjái til þess að þessum tveimur menn- ingarstofnunum sé gert kleift að sýna þann arf sem þeim er gert að varð- veita með viðeigandi hætti – svo skammsýni fyrri tíma endurtaki sig ekki. Sú lifandi mynd sem samtíminn hefur af lífi þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar væri svo sannarlega ekki jafnskýr og raun ber vitni án Lofts. Þ AÐ ER erfitt að segja til um fyrirfram í hvaða farveg um- ræður beinast í kosningabar- áttu. Fyrir nokkrum mánuð- um hefði t.d. mátt ætla, að leikskólamál og skortur á leikskólaplássum mundi setja töluverðan svip á þá kosn- ingabaráttu, sem nú stendur yfir í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna, sem fram fara eftir viku. Umtal meðal ungs fólks benti til þess, að þrátt fyrir mikið átak í þessum efnum á undanförnum árum væri enn miklum vandkvæðum bundið að koma börnum á leikskóla. Umræður um dag- mæðrakerfið hafa opnað augu margra fyrir því, að það fullnægir ekki þeim kröfum, sem nú orðið eru gerðar í þessu sambandi. Og þar sem Reykjavík- urlistinn komst til valda í höfuðborginni, ekki sízt út á fyrirheit um byltingu á þessu sviði mátti gera ráð fyrir, að hart yrði að honum gengið vegna þess, að ekki hefur tekizt að ná þeim árangri, sem að var stefnt. Þótt hér sé talað um Reykjavík í þessu sambandi er auðvitað ljóst að þessi vandi er umtalsverður í flestum sveitarfélögum. Það er sennilega orðin regla, að bæði hjón vinni úti enda byggjast lífskjör fólks á því og þess vegna getur skapazt nánast neyðarástand hjá fjölskyldum ef ekki tekzt að koma börnum á leikskóla fyrr en eft- ir langa bið. Þetta vandamál hefur hins vegar ekki orðið að neinu aðalmáli í kosningabaráttunni. Hugsanlega stafar það af því, að það brennur á tiltölulega tak- mörkuðum hópi fólks. Í orustum skiptir máli, að andstæðingurinn nái ekki þeirri stöðu, að ákveða hvar orustan verði háð. Framan af í heimsstyrjöldinni síðari voru það Þjóðverjar, sem réðu því hvar orustur þeirrar styrjaldar fóru fram. Um leið og þeir misstu það frumkvæði úr höndum sér var leikurinn tapaður. Að sumu leyti má segja, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi náð þeirri stöðu í kosningabaráttunni í Reykjavík nú að ráða því hvaða mál eru til um- ræðu. Að því leyti til hefur minnihlutinn í borgar- stjórn náð umtalsverðum árangri. Umræðurnar í kosningabaráttunni snúast um það, að talsmenn Reykjavíkurlistans eru að verjast ásökunum tals- manna Sjálfstæðisflokksins um eitt og annað. Þeir hafa tapað því frumkvæði, sem Reykjavíkurlistinn hefur óneitanlega haft í borgarmálum frá sigri listans í borgarstjórnarkosningunum 1994. Um- ræðurnar snúast ekki um það, hvað gert hefur verið í meirihlutatíð Reykjavíkurlistans og hvað fyrirhugað er að gera. Þær snúast um Geldinga- nesið, fjárhagsstöðu borgarinnar, sem Inga Jóna Þórðardóttir hefur verið óþreytandi að fjalla um, umsvif Orkuveitunnar, nú síðustu daga um fyr- irhugaðar framkvæmdir við Laugardalslaug, hjúkrunarheimili fyrir aldraða og svo mætti lengi telja. Hvort það dugar Sjálfstæðisflokknum til þess að ná meirihluta í borgarstjórn, að hafa tekizt að ráða því um hvað kosningabaráttan snýst, er ann- að mál. Því má ekki gleyma, að um leið og vinstri menn í Reykjavík náðu þeim árangri, sem þeir höfðu lengi stefnt að en alltaf mistekizt þar til 1994 að bjóða fram sameiginlegan lista, voru mögu- leikar Sjálfstæðisflokksins á að halda meirihluta í borgarstjórn mjög takmarkaðir. Einfaldlega vegna þess, að sá meirihluti byggðist oftar en ekki á sundrungu vinstri manna og dauðum atkvæðum, þótt nokkur dæmi séu um að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi náð meirihluta atkvæða í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum. Fyrr á tíð hjálpaði það Sjálfstæðisflokknum einnig mikið ef vinstri stjórn- ir voru við völd á landsvísu. Kosningasigrar Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 1958, 1974, 1982 og 1990 voru unnir við þær aðstæður. Þegar meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn tapaðist í fyrsta sinn var það í kjölfar gífurlegra átaka í landsmálum, þar sem öllu afli verkalýðshreyfing- arinnar í heild var beitt gegn þáverandi ríkis- stjórn. Eitt af því, sem vakti mikla athygli í aðdraganda kosningabaráttunnar var sú ákvörðun Björn Bjarnasonar, borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokks- ins, að segja af sér ráðherraembætti og leggja út í þá algjöru óvissu, sem því var samfara að takast á við sameinaðan lista vinstri manna í Reykjavík. Yfirleitt hafa menn verið fastheldnir á ráðherra- embætti á Íslandi og þeir sem í þeim hafa setið haft lítinn áhuga á að gefa þau eftir. Þess vegna hefur það óneitanlega aukið spennuna í kosninga- baráttunni, að einn úr hópi þriggja öflugustu for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins nú um stundir – tæpast er á nokkurn hallað þótt sagt sé að Björn Bjarnason sé í þeim hópi ásamt þeim Davíð Odds- syni og Geir H. Haarde – tekur þá áhættu, sem framboði hans fylgir. Ekki verður um það deilt, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, er sterkasti stjórnmála- foringinn á vinstri væng stjórnmálanna, ásamt Steingrími J. Sigfússyni. Í því ljósi þarf engan að undra, þótt það sé almannarómur að hún hljóti að verða kölluð til forystu í Samfylkingunni að tæpu ári liðnu, hvað sem líður yfirlýsingum hennar um annað í kosningabaráttunni nú. Það er því ljóst, að borgarstjórnarkosningarnar að þessu sinni eru átök á milli „stórvelda“ í ís- lenzkum stjórnmálum og úrslit þeirra geta haft margvísleg áhrif á landsmálapólitíkina, þegar fram í sækir. Geldinganesið Umræður um skipulag og framtíðarnýtingu Geldinganess hafa ver- ið áberandi í kosningabaráttunni. Þetta er ekki nýtt mál. Hinn 8. janúar árið 1998 birtist forystu- grein hér í Morgunblaðinu um Geldinganesið þar sem sagði: „Ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur um grjót- nám í Geldinganesi vekur spurningar um skipulag þess. Þar er fallegt stæði fyrir íbúðarhverfi en hugmyndir meirihlutans í borgarstjórn virðast miða að því að gera það að athafnasvæði, sem snú- ist um fyrirhugaða höfn. Það er eftirsóknarvert að búa við sjávarsíðuna og það virðist sjálfgefið að haga eigi framtíðar- skipulagi borgarinnar þannig, að slíkt svæði nýtist til íbúðarbyggðar í stað þess að reisa gluggalausar vöruskemmur. Það er ljóst að bæði er skortur á húsnæði fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir í Reykjavík. Sýnu minni fjölgun íbúa hefur orðið í höfuðborginni en á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Með því að leggja áherzlu á íbúðarbyggð á stöðum á borð við Geldinganes er hins vegar ekki verið að segja, að þrengja eigi að atvinnulífinu. Eins og kom fram í skýrslu, sem gerð var í upphafi liðins árs, eru nokkrir staðir aðrir í Reykjavík, sem ekki kemur síður til greina að nota sem athafnasvæði. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996–2016 er gert ráð fyrir því, að austurhluti Geldinganess, sem er gegnt Mosfellsbæ, verði hrein íbúðarbyggð. Norð- urhlutinn, þar sem útsýni er bezt á nesinu er á skipulagskorti kallaður íbúðar- eða athafnasvæði. Hætt er við að athafnaþátturinn verði yfirsterkari, þegar upp er staðið verði haldið áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið í borgarstjórn og við það gæti eitt ákjósanlegasta stæði, sem kostur er á fyrir íbúðarhverfi í Reykjavík, farið forgörð- um. Þetta er mál, sem þarf að skoða betur.“ Þegar þessi forystugrein Morgunblaðsins birt- ist höfðu litlar umræður farið fram um Geldinga- nesið. Þær urðu meiri þennan vetur og hinn 3. maí 1998 birtist önnur forystugrein í Morgunblaðinu um skipulagsmál Geldinganess, þar sem sagði m.a.: „Borgarfulltrúar og frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hafa mikið til síns máls í gagnrýni sinni á fyrirhugaða ráðstöfun Geldinganess, sem iðnaðar- og atvinnusvæðis að meginhluta til. Á blaðamannafundi sl. fimmtudag lýstu talsmenn D-listans þessu sem umhverfis- slysi. Slík umhverfisslys hafa orðið mörg á höfuð- borgarsvæðinu á undanförnum áratugum. Að hluta til hafa þau orðið vegna þess, að fyrr á árum var viðhorf manna til umhverfis- og náttúruvernd- ar allt annað en nú. Tíðarandinn hefur gjörbreytzt í þessum efnum eins og mörgum öðrum. Það er t.d. alveg ljóst að sá múrveggur, sem reistur hefur verið með byggingum meðfram Kleppsveginum og birgir mönnum sýn yfir sundin og til Esjunnar er meiri háttar mistök í skipulagsmálum. Út með Fossvoginum, Kópavogsmegin, var fyrr á árum komið fyrir atvinnustarfsemi, sem engum mundi detta í hug að gera nú…Munurinn þá og nú er hins vegar sá, að nú gerir fólk sér vel grein fyrir því hversu miklu skiptir að standa þannig að skipu- lagsmálum að fegurstu byggingarsvæðin séu nýtt fyrir fólkið bæði til byggingar á íbúðarhúsnæði og einnig til útivistar. Á þessum forsendum eru hug- myndir Reykjavíkurlistans um ráðstöfun Geld- inganess vanhugsaðar og raunar illskiljanlegar.“ Afstaða Morgunblaðsins til þessa máls er óbreytt frá því, sem var fyrir fjórum árum enda standa þau rök, sem blaðið færði þá fram í for- ystugreinum enn fyrir sínu. En jafnframt má segja að skipulagsmál Geld- inganess sé glöggt dæmi um mál, sem Morgun- blaðið hefur á allmörgum undanförnum árum hvatt til að fram færi atkvæðagreiðsla um á meðal íbúa höfuðborgarinnar. Vorið 1997 var fjallað ítarlega hér í blaðinu um lýðræði 21. aldarinnar og í því sambandi birti Morgunblaðið í heild sérblað úr brezka tímaritinu Economist um þetta efni. Þar voru færð rök fyrir því, að almennir borgarar hefðu nú sama aðgang að upplýsingum og þar með sömu möguleika á að mynda sér skoðun um einstök mál og kjörnir fulltrúar hefðu. Þess vegna væri almenningur full- fær um að taka ákvarðanir í veigamiklum málum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.