Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 33
hvort sem væri á landsvísu eða í sveitarstjórnum,
sem kjörnir fulltrúar hafa fram að þessu tekið.
Á þessum forsendum fagnaði Morgunblaðið
þeirri atkvæðagreiðslu, sem Reykjavíkurlistinn
efndi til um framtíð Reykjavíkurflugvallar, og
taldi að sú atkvæðagreiðsla væri vísir að því, sem
koma skyldi.
Skipulagsmál Geldinganess er dæmigert mál,
sem eðlilegt er að leggja undir dóm kjósenda í
Reykjavík sérstaklega og fela þeim hið endanlega
úrskurðarvald um framtíð þessa svæðis. Það væri
óneitanlega fróðlegt að fá fram viðhorf frambjóð-
enda listanna í Reykjavík til þess.
Upplýsingagjöf
Aðalsmerki lýðræðis-
legra stjórnarhátta er
gagnsæ stjórnsýsla og
opin og víðtæk upplýsingagjöf. Í kosningabarátt-
unni hafa komið upp einstök mál, sem vekja
spurningar um hvernig þessum málum er háttað
hjá Reykjavíkurborg.
Hinn 1. maí sl. birtist hér í blaðinu frétt um
fyrirhugaða stofnun félags um byggingu hjúkr-
unarheimilis á 20 þúsund fermetra lóð í Sogamýri
austan við Mörkina. Þar sagði að borgarráð hefði
deginum áður frestað að afgreiða viljayfirlýsingu
um stofnun þessa félags. Síðan sagði orðrétt:
„Að viljayfirlýsingunni standa auk borgarinnar,
Frumafl hf., sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltún
og sjálfseignarstofnunin Markholt. Hlutur
Reykjavíkurborgar í umræddu félagi á að vera
40%, hlutur Frumafls hinn sami og Markarholt er
með um 20% hlut. Við byggingu hjúkrunarheimila
leggur ríkið fram 40% af stofnkostnaði þannig að
félagið skiptir á milli sín hinum 60 prósentunum.“
Hinn 14. maí sl. birtist hér í blaðinu frétt þar
sem sagði: „Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, und-
irrituðu í gær sameiginlega viljayfirlýsingu um
endurbætur og uppbyggingu nýrra hjúkrunar-
rýma í Reykjavík á árunum 2003 til 2007…Gert er
ráð fyrir, að hlutur ríkisins verði 70% í nýbygg-
ingum en kostnaður Reykjavíkurborgar er áætl-
aður um 1,4 milljarðar króna…Eignarhlutur rík-
isins verður 70% en borgarinnar 30%…Í
viljayfirlýsingunni kemur fram að framkvæmd
hennar sé háð samþykki borgarráðs og því að
nauðsynlegt fé fáist á fjárlögum á tímabilinu.“
Hinn 16. maí sl. sagði í frétt hér í blaðinu: „Í
svari borgarstjóra Reykjavíkur við fyrirspurn
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lagt var
fram í borgarráði, kemur fram, að með viljayfir-
lýsingu heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um
fjölgun á hjúkrunarrýmum í Reykjavík um 284 á
árunum 2003–2007 hafi sameiginleg viljayfirlýsing
Reykjavíkurborgar, Frumafls hf. og sjálfseignar-
stofnunarinnar Markarholts um að stofna félag til
að reisa hjúkrunarheimili við Sogamýri fallið úr
gildi…Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags-
og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar og efsti
maður á Reykjavíkurlistanum, sagðist í samtali
við Morgunblaðið ekki telja ástæðu til að tjá sig
um efni fyrri yfirlýsingarinnar enda væri hún fall-
in úr gildi.“
Í dag, laugardaginn 18. maí, segir í frétt hér í
blaðinu um þetta mál: „Jón Kristjánsson, heil-
brigðisráðherra, segir að viljayfirlýsing hans við
Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunar-
heimila fyrir aldraða sé oftúlkuð, en í umræðunni
og m.a. í auglýsingu á vegum Reykjavíkurlistans
hefur verið talað um samkomulag við ríkisvaldið.
„Þetta er viljayfirlýsing og það er fyrirvari í henni
um fjármögnun, sem við höfum ekki endanlega
gengið frá af okkar hálfu. Þarna er um að ræða
stefnu ráðuneytisins, þetta er viljayfirlýsing en
ekki samningur.“
Í annarri frétt í Morgunblaðinu í dag, laugardag
18. maí, segir: „Geir H. Haarde, fjármálaráðherra,
segir að viljayfirlýsing Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra um uppbyggingu 284 nýrra
hjúkrunarrýma á árunum 2003–2007 sé marklaust
plagg…Geir segir óeðlilegt að ráðherra skrifi und-
ir slíka viljayfirlýsingu án þess að ræða það við
fjármálaráðherra og ríkisstjórn og segir að fjár-
hagslegur grundvöllur yfirlýsingarinnar hafi ekki
verið tryggður.“
Í þessu tölublaði Morgunblaðsins segir borgar-
stjóri sorglegt að Sjálfstæðismenn ætli að bregða
fæti fyrir þetta verkefni. Hvað er hér að gerast?
Er þetta einhvers konar pólitískur leikur? Er ekki
ljóst, að aldraðir íbúar Reykjavíkur eiga kröfu á
frekari skýringum? Er þetta viðunandi upplýs-
ingagjöf til almennings í borginni?
Annað dæmi um misvísandi upplýsingagjöf
snertir byggingu líkamsræktarstöðvar við sund-
laugina í Laugardal. Í Morgunblaðinu birtist frétt
hinn 14. maí sl. þar sem m.a. var spurt um útboð
vegna þessara framkvæmda. Þar segir: „Steinunn
Valdís (Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkur-
listans) lítur svo á að um könnunarviðræður vegna
útboðs hafi verið að ræða en þar sem aðrir en
Björn (K. Leifsson) hafi ekki sýnt málinu áhuga
hafi ekki þótt ástæða til að fara í formlegt útboð.“
Sl. miðvikudag birtist frétt hér í blaðinu um
þetta mál. Þar segir m.a.: „Ágústa Johnson, fram-
kvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar Hreyf-
ingar, segir það ekki rétt, sem fram hafi komið í
máli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgar-
fulltrúa og formanns Íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur, ÍTR, í Morgunblaðinu í gær, að aðrir
en Björn K. Leifsson, eigandi World Class, hafi
ekki sýnt því áhuga að reka líkamsræktarstöð í
Laugardalnum. Hreyfing hafi þvert á móti lýst yf-
ir eindregnum vilja til að koma að rekstri líkams-
ræktarstöðvar í Laugardalnum. Ágústa bendir því
til sönnunar á bréf frá henni til borgaryfirvalda á
árunum 1998 til 1999. Í bréfi til borgarstjóra, Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, dagsettu 19. ágúst
1998, segir m.a.: „Í framhaldi af samþykkt borg-
arráðs, sem kynnt var fjölmiðlum í gær, um könn-
un á áhuga einkaaðila á byggingu og rekstri
heilsuræktarstöðvar í tengslum við sundlaugarnar
í Laugardal, vill undirrituð fyrir hönd Hreyfing-
ar…staðfesta áhuga á að Hreyfing taki þetta verk-
efni að sér.“ Undir bréfið ritar Ágústa Johnson
fyrir hönd Hreyfingar – heilsuræktar…
Ágústa Johnson segir að Steinunn fari með rangt
mál og vísar m.a. máli sínu til stuðnings í fyrr-
greint bréf til borgarstjóra. Í framhaldi af því bréfi
segist Ágústa hafa átt fund með Ómari Einars-
syni, framkvæmdastjóra ÍTR, og Stefáni Her-
mannssyni, borgarverkfræðingi. „Á fundinum
kom fram, að málið ætti að fara í ákveðið ferli í
fjórum liðum og að við ættum að koma fram með
hugmyndir, þegar haft yrði samband við okkur að
nýju,“ segir Ágústa. „Það kom okkur því mjög á
óvart, þegar við lásum það í fjölmiðlum haustið
1999 að Reykjavíkurborg væri búin að skrifa undir
viljayfirlýsingu um samstarf við Björn Leifsson.“
Í frétt hér í blaðinu sl. föstudag segir m.a.:
„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að heilsurækt-
armiðstöðin, sem rísa eigi í Laugardalnum, sé ekki
opinber framkvæmd og þar af leiðandi ekki út-
boðsskyld. „Borgin er í þessu tilviki að úthluta lóð.
Það er ekki verið að byggja heilsuræktarmiðstöð
fyrir borgina…“…Steinunn Valdís Óskarsdóttir
segir að það hafi verið álit borgarráðs að það væri
réttlætanlegt að fara ekki hefðbundna útboðs-
leið…Í því ferli hafi átt sér stað ákveðin mistök,
þar sem Ágústu Johnson…var ekki tilkynnt um að
ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn
og hún beðin velvirðingar á þeim mistökum.“
Allt er þetta illskiljanlegt. Fyrst segir Steinunn
Valdís í samtali við Morgunblaðið 14. maí sl. að
farið hafi verið í könnunarviðræður vegna útboðs.
Síðan segir borgarstjóri í samtali við blaðið 17. maí
að framkvæmdin sé ekki útboðsskyld. Hvers
vegna var þá farið í könnunarviðræður vegna út-
boðs? Borgarstjóri segir að um sé að ræða út-
hlutun á lóð og umrætt fyrirtæki hafi greitt 158
milljónir fyrir lóðina. Úr því að um var að ræða út-
hlutun á lóð, hvers vegna var sú lóðarúthlutun
ekki boðin út eins og Reykjavíkurlistinn hefur
hvatt til að gert sé, ekki sízt þar sem um var að
ræða lóð á svo óvenjulegum stað og þar með sann-
reynt hvort aðrir aðilar væru tilbúnir til að greiða
meira en 158 milljónir fyrir lóðina?
Allt er þetta mjög óskýrt svo ekki sé meira sagt.
Eiga borgarbúar ekki kröfu á skilmerkilegri upp-
lýsingum?
Það verður aldrei undirstrikað nægilega vel,
hvað víðtæk upplýsingagjöf er mikilvæg í lýðræð-
islegu þjóðfélagi. Í kosningabaráttunni hefur kom-
ið í ljós, að þar er pottur brotinn, sem út af fyrir sig
kemur á óvart. Því verður ekki á móti mælt að
bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum hefur orðið
bylting í miðlun upplýsinga til almennings á all-
mörgum undanförnum árum. Það er til fyrir-
myndar og sú þróun þarf að halda áfram. Það er
kannski ekki sízt þess vegna, sem ástæða er til að
stöðva við þau tvö dæmi um allt annað, sem hér
hafa verið nefnd.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Selur í sólbaði.
„Á þessum for-
sendum fagnaði
Morgunblaðið þeirri
atkvæðagreiðslu,
sem Reykjavíkur-
listinn efndi til um
framtíð Reykja-
víkurflugvallar, og
taldi að sú at-
kvæðagreiðsla væri
vísir að því, sem
koma skyldi.
Skipulagsmál Geld-
inganess er dæmi-
gert mál, sem eðli-
legt er að leggja
undir dóm kjósenda
í Reykjavík sér-
staklega og fela
þeim hið endanlega
úrskurðarvald um
framtíð þessa svæð-
is. Það væri óneit-
anlega fróðlegt að
fá fram viðhorf
frambjóðenda
listanna í Reykjavík
til þess.“
Laugardagur 18. maí