Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 35

Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 35
Námsstyrkir Landsbankans NÍU námsmenn fengu afhenta styrki frá Námunni, náms- mannaþjónustu Landsbankans, í Iðnó miðvikudaginn 15. maí. Allir námsmenn sem eru félagar í Námunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Alls bárust 202 um- sóknir. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru: Háskólanám erlendis, kr. 300.000 hver: Gréta Björk Kristjánsdóttir, doktorsnám í jarðfræði við University of Col- orado, Sigríður Gunnarsdóttir, doktorsnám í hjúkrunarfræði við University of Wisconsin Madison School of nursing, Gunnar Bjarni Ragnarsson, sérfræðinám í lyf- og krabbameinslækningum í Uni- versity of Washington, Evgenia Kristín Mikaelsdóttir, doktors- nám í læknisfræði, University of Washington, og Vigfús B. Al- bertsson, meistaranám í sálgæslu við Luther Seminary. Há- skólanám á Íslandi, kr. 200.000 hver: Marinó Örn Tryggvason, Bsc.-nám í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands, Katrín Þórarins- dóttir, embættispróf í læknisfræði við Háskóla Íslands. Listnám, kr. 200.000: Margrét Árnadóttir BA- nám í tónlist í The Juilliard School, New York. Framhalds- skólanám, kr. 100.000: Sóley Kal- dal, nemandi í Verslunarskóla Ís- lands. Þetta er í 13. sinn sem náms- styrkir Landsbankans eru afhent- ir, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Sverrir víkingatímabils og afþreyingu – væri eðlilegt framhald af því fram- taki. Það er full ástæða til þess að gefa slíkum möguleikum náinn gaum. Ímynd Íslands Það er ósjaldan fjallað um mark- aðssetningu Íslands sem ævintýra- lands með öflugu næturlífi. Flestar raddir sem heyrast eru skerandi neikvæðar í garð ,,búlla“ og drykkjuláta, þó ekki sé minnst ber- um orðum á nektardans, eiturlyf og vændi. Ég held að það séu sárafáir sem vilji í raun og veru að ferða- menn sem koma hingað séu neyt- endur þess konar ,,menningar“. Það orkar vægast sagt tvímælis ef Ís- land auglýsir land og þjóð með því að höfða til slíkrar lágkúru. Aftur á móti er afar jákvætt að hugsa til þess ferðafólks sem kemur til Ís- lands til að fræðast um sérstöðu þessa lands og til að kynnast ís- lensku menningarlífi: skoða íslensk söfn, hlusta á íslenska tónlistar- menn, kaupa íslenskan fatnað, list- muni og minjagripi – og læra um sögu Íslands. Sá hópur getur auð- veldlega stækkað ef rétt er staðið að því. Spurningin er einföld: hvers konar fólk vilja Íslendingar laða hingað? Vilja Íslendingar selja skrílmenningu eða eitthvað skárra? Lokaorð En það er ekki nóg að hugsjóna- menn sitji heima í stofu og hristi hausinn yfir því að þjóðin gæti ver- ið á barmi mikils menningartaps ef Íslendingur seldist til útlanda. Það hlýtur að vera önnur leið. Við verð- um að taka saman höndum – rík- isstjórn, fyrirtæki, stofnanir og ein- staklingar: allir sem kæra sig um Ísland og íslenska menningu – og leggja eitthvað af mörkum til að koma Íslendingi til Íslands, því hér á hann heima. Höfundur er skjalaþýðandi og Íslandsvinur. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 35 FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.