Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 37 fyrir brynjuna fann maður hjarta úr gulli. Mér fannst gaman sem barni að koma í heimsókn í sveitina og sagði frá réttarferðum eða sauðburði með miklu stolti þegar í skólann var komið því það voru ekki margir krakkar í mínum bekk sem bjuggu svo vel að eiga afa og ömmu í sveit. Þú varst nú æði oft brúnaþungur, afi minn, en eitt sinn, ég hef verið þriggja til fjögura ára, þá skreið ég upp í kjöltuna á þér, horfði á þig íbyggin á svip og sagði svo: „Afi, lafi, ertu í fýlu?“ Þá hlóstu manna hæst. Eftir að ég fullorðnaðist urðu sam- verustundir okkar færri og takmark- aðist yfirleitt við einhvers konar veisluhöld, en alltaf hefur amma fylgst vel með mér og hringt í mig á merkum tímamótum í mínu lífi og ætíð hafa þau samtöl endað með: „Já, og hann afi biður að heilsa.“ Eins þegar ég skírði Binna minn, þá kom pakki frá ykkur ömmu og kort, en svo var annað spes umslag til litla mannsins frá langafa. Þannig varstu, gaukaðir einhverju að manni eða sendir spes umslög. Elsku amma mín, missir þinn er mikill, ég bið almáttugan Guð um að styðja þig og vernda í sorginni. Elsku afi ég veit að þú hefur það gott í „nýju“ sveitinni þinni, ég ætla að kveðja þig með uppáhaldsbæninni minni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Vertu sæll, afi minn, þú munt lifa í hjörtum okkar sem eftir sitjum. Þín afastelpa Ólöf (Olla Maja). Yfir heim eða himin hvert sem hugar þín önd, prýða fossar og fjallshlíð öll þín framtíðarlönd. Fjærst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín, nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. (St.G.St.) Hann var ekki bara frændi, hann var líka vinur og fyrir það er ég rík- ur. Þau voru ófá samtölin sem við áttum fram eftir nóttu þar sem hin ólíkustu mál voru rædd. Fjölskyldan og verkefnin sem við „börnin“ vorum að fást við voru honum alltaf ofarlega í huga en þjóðmálin voru honum sér- stakt áhugamál og hann fylgdist grannt með þeim af ríkri tilfinningu og eigin innsæi. Honum var í raun ekkert óviðkomandi, hann hafði sterkan sjálfstæðan metnað og vildi allt til vinna að aðstoða þá sem þess þurftu með. Skoðanir hans fóru ekki eftir flokkslínum eða annarri fyrir- skrift, heldur eftir eigin réttsýni sem mótast hafði af reynslunni, sam- ferðamönnum og meðfæddri glögg- skyggni. Óréttlæti og ósanngirni voru honum sem eitur í beinum og hann tvíefldist þegar berjast þurfti gegn slíku. Í mínum huga var hann höfðingi. Það er skarð þegar höfðingi fellur frá, skarð sem er vandfyllt. Í mínum huga stóð vinur minn og höfðinginn fyrir tvennt; réttlæti og ábyrgð. Í al- varlegri umræðu nálgaðist hann alla- vega viðfangsefni sín þannig og ítrekað brýndi hann að orð skyldu standa og handaband binda. Þau gildi sem hann tamdi sér voru önnur en það sem almennt viðgengst í dag en voru sjálfsögð hjá honum. Hann átti það hins vegar til að tala þvert um hug sinn bara til að kanna við- brögðin, ná fram sterkari andsvör- um eða smá orðarimmu – fátt þótti honum skemmtilegra. Mér lærðist þó um síðir að þekkja hann – og jafn- vel að sjá við honum. Hann kvaddi of snöggt, það var of margt ósagt en því verður ekki breytt úr þessu. Við getum þó nýtt kynni okkar af honum og orðspor til þess að nálgast samferðamenn og samfélagsleg verkefni okkar í aukn- um mæli með ábyrgð og sanngirni í huga. Sterk minning um góðan vin mun lifa. „Guð vonarinnar fylli yður fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auð- ugir að voninni í krafti heilags anda.“ (Páll postuli.) Valgarð Sigurbergur. Þegar Páll Sigurbergsson hefur nú óvænt og skyndilega kvatt, eru það tímamót í augum okkar nánasta frændgarðs hans, sem vekja upp margar minningar. Hinn 8. júlí árið 1901 fæddust þeim Páli og Jóhönnu Guðríði í Haukatungu tvíburar sem hlutu nöfnin Valgerður og Sigurður. Fæðingin var erfið, börnunum vart hugað líf og móðirin lengi fársjúk á eftir. Öll náðu þau sér á strik og þannig er skyldleika okkar Páls var- ið að við erum synir þessara tvíbura. Valgerður móðir Páls bjó með manni sínum Sigurbergi í Haukatungu á móti Ástu systur sinni og Kjartani manni hennar, og þar áttu foreldrar hennar skjól á ellidögum. Ólst Páll upp á heimili sem þekkt var fyrir gestrisni og var eitt af þessum opnu heimilum. Páll missti foreldra sína ungur og lagðist æði snemma á hann nokkur ábyrgð á búrekstrinum í Haukatungu. Þar varð hann svo bóndi, eignaðist góða konu og mann- vænleg börn. Páll varð kunnáttusamur og far- sæll bóndi. Hann var metinn og virt- ur í samfélagi sínu, börnum sínum umhyggjusamur faðir alla tíð og vak- andi yfir velferð síns fólks. Störfum Páls ætla ég ekki að lýsa frekar en geta aðeins um og þakka það hvernig hann reyndist okkur frændsystkin- um sínum. Þeir mörgu sem áttu ræt- ur að rekja til Haukatungu voru þar gjarnan á ferð. Þá var þeim fagnað af Páli og hann ástundaði að láta okkur finna að þar værum við velkomin. Minnisstætt er mér þegar faðir minn á efri árum fékk tækifæri til að end- urnýja nokkuð kynnin við fæðingar- sveit sína. Þá átti hann vísa leiðsögn Páls og gestrisni þeirra hjóna sem hann mat mikils. Í þessu öllu kom fram trygglyndi og frændrækni Páls og voru það einkennandi þættir í fari hans auk almennrar gestrisni sem einkennt hafði æskuheimili hans. Gaman var að hitta Pál og ræða við hann í síma. Hann fylgdist afar vel með mönnum og málefnum í samtíð sinni. Má segja að það hafi verið eitt hans höfuð áhugamál að fylgjast með stjórnmálum og reyna að sjá fyrir þróunina á því sviði. Skoðanir sínar setti hann fram af einurð og hispurs- leysi og þannig vildi hann helst að aðrir hefðu það einnig. Páll var líka hreinskiptinn maður og laus við yf- irdrepshátt eða hræsni. Líklega verður okkur lengst minnisstætt að hann var drengskaparmaður. Ljóst er, að með fráfalli Páls er nokkuð skarð höggvið í frændgarðinn frá Haukatungu. Eftir stendur minning- in um sérstakan mann og þakklát getum við einnig minnst þess að þrátt fyrir að Páll ætti stundum við nokkur líkamleg veikindi að stríða, var honum gefið að sjá fram úr hverjum vanda og eignast gott heim- ili og búa við barnalán. Að leiðarlok- um þökkum við góðum Guði líf og starf Páls Sigurbergssonar og þá blessun sem lögð var inn í líf hans um leið og við biðjum Guð að hugga nú og styrkja nánustu fjölskyldu hans og að gefa þeim öllum hagkvæma tíð á komandi dögum. Sigurður Sigurðarson og fjölskylda, Skálholti. Nú er Páll frændi frá Haukatungu farinn í sitt langa ferðalag. Skrýtið og erfitt er að ímynda sér Hauka- tungu án Páls, en allt það sem mað- urinn hefur skapað öðlast veruleika, og einn góðan veðurdag er maðurinn á valdi veruleikans sem tími dauðans er, og enginn hefur um tíma, stund eða stað að segja. Ég minnist Páls frænda með hlý- hug og þakklæti. Páll var höfðingi á sínu vel rekna búi, og hafði ég gaman af að koma að Haukatungu í þau alltof fáu skipti sem ég gaf mér tíma til nú á seinni árum, og var það þá helst á haustin til að taka þátt í smalamennsku og þá var sko haft gaman af hlutunum og ekki síst að fylgjast með fjárhund- unum sem komu reyndar misvel undirbúnir í leitirnar. Páll var nefnilega meinstríðinn og mikill húmoristi, en einnig var hann mjög traustur vinur og ekki síst á erfiðum stundum. Var hann þá ávallt boðinn og búinn til aðstoðar eins og ég og fjölskylda mínn höfum fengið að reyna. Ég þakka Guði fyrir þitt líf og góð- ar minningar sem geymast, og bið um Guðs blessun til ykkar sem syrg- ið Pál Sigurbergsson. Einar O. Pálsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Olla, Binni, Beggi, Daddi, Óli, Valla, Dóra, Jóhanna, frændur og frænkur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið alla heimsinns engla að vaka yfir ykkur og þerra tár ykkar. Ég veit að Óli bróðir minn og allir okkar ástvinir hafa tekið á móti Palla frænda og leitt hann inn í ljósið. Minn kæri frændi, takk fyrir allt og allt. Minning þín lifir með mér um aldur og ævi. Guð blessi ykkur öll. Ykkar Ásta Guðrún. Það var sárt og mikið högg þegar Ásbjörn minn hringdi og sagði mér að pabbi hans hefði orðið bráðkvadd- ur fyrir stundu. Þá fer maður á ör- skotsstund í gegnum lífið í huga sér. Fyrst varð mér hugsað til Ollu minn- ar og krakkanna þeirra, þar var mik- ið högg og mikil sorg. Það eru um 44 ár síðan ég kynntist Páli, og kynni okkar urðu enn meiri þegar ég fluttist að Haukatungu II árið 1960. Það tókst strax góður vin- skapur með okkur sem hélst alla tíð. Páll var með afbrigðum góður maður. Ef eitthvað bjátaði á í sveit- inni var hann alltaf fyrstur til að gera það sem hann gat til hjálpar, sama hvar eða hvenær, hann var bara svona. Mikið þakka ég honum stuðn- inginn þegar sorgin dundi á minni fjölskyldu fyrir ellefu árum. Þá voru Páll og Jóhanna systir hans og þeirra fjölskyldur okkur styrkar stoðir, sem aldrei fæst fullþakkað. Páll var annars ekki fyrir að láta bera á sér, hann fór ekki oft að heim- an, en hann var kátur í sér og var skemmtilega góður heim að sækja. Það væri hægt að segja margt um Pál, því oft var ýmislegt brallað. Páll og Palli maðurinn minn voru eins og bræður, enda aldir upp í sama húsi og aðeins ár á milli þeirra. Árið 1957 byggðu tengdaforeldrar mínir hús hinum megin við lækinn sem þau fluttu í, en þá var bara skroppið yfir í tíma og ótíma. Kindur voru þeirra áhugamál, þar voru þeir heima, enda með afbrigðum fjár- glöggir. Það má segja að það var þeirra aðalumræðuefni þegar þeir hittust, og alltaf varð að fara í fjár- húsin og skoða þegar okkur Palla bar að garði. Þá fór ég í kaffi til Ollu en nafnarnir í fjárhúsin. Okkar allra er vinskapurinn eilíf- ur, aldrei bar neinn skugga á vináttu og frændsemi þeirra frænda og fjöl- skyldna þeirra. Ég veit að það voru margir komnir til að leiða Pál minn til ljóssins þegar hann kvaddi þennan heim. Elsku Olla, börn ykkar barnabörn og tengdabörn, og elsku Jóhann og fjölskylda sem kveður sinn eina bróður með sorg og söknuði, við biðj- um algóðan Guð að blessa ykkur öll og gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg og söknuði. Guð blessi Pál Sig- urbergsson að eilífu. Ragnheiður og Páll Kjartans.                                           !!    " #          $         %              ! "#$% &  &'##&  &  &'(                                                 !      ! "#$%  &' (                                      !      "  #  $    %& ' ## ( #               !"   # !  "!"  $"   % &    ' (                       !                            !  !"  # $   %    "#! $ "% $#   &$ % #  '()($#( *) + , %$  !$ $  % #  + $$ % $,%$   $ -$ % %$ $! - "% $#  '(&$ % #  &,!(  .$%$ % $ -$                                                   !                                 !" #$%&#                  '   $ ()   *$ +, -. ()   /(($ + $**()   '$ *$' * '$ *$'$ *$' * 0 '$ *$'$ *$'$ *$' *,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.