Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LIÐINN vetur hefur verið við- burðaríkur hjá skíðafólki á Akur- eyri. Helgina 10. og 11. maí var haldið Skíðaþing Íslands 2002 að Hrafnagili í Eyjafirði sem tókst með mikl- um ágætum. Í apríl voru að venju haldnir Andrésar Andar- leikarnir sem eiga sér fastan sess hjá mörg hundruð ungum skíðakrökkum um allt land. Þá voru hér haldin alþjóð- leg mót, s.n. FIS-mót, bikarmót Skíðasambandsins og síðast en ekki síst Unglingameistaramót Íslands. Í fyrra vetur, þ.e. árið 2001, var haldið hér Skíðamót Íslands, lands- mótið á skíðum og það mun einnig verða haldið á Akureyri næsta vet- ur, 2003. Það sem öðru fremur hef- ur gert Hlíðarfjall eftirsóknarvert fyrir þessa viðburði er sú aðstaða sem við getum boðið upp á, sem með fullri sanngirni á ekki sér ekki samjöfnuð annars staðar á landinu. Á það bæði við um skíðasvæðið sjálft, þ.e. náttúrulegar aðstæður, hæð skíðasvæðisins og fjölbreytni, en einnig og ekki síður þau mann- virki sem byggð hafa verið upp á svæðinu á undanförnum árum, ný þjónustumiðstöð (Strýta) og ný stólalyfta (Fjarkinn). En uppbyggingin í Hlíðarfjalli kemur ekki einungis keppnisfólki á skíðum til góða. Hér er einnig um að ræða gífurlega lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Eyjafjarðarsvæð- inu. Á fundi sem skíðafólk í sam- starfi við ferðaþjónustuaðila o.fl. héldu veturinn 2001 um framtíðar- uppbyggingu í Hlíðarfjalli kom fram að mars- og aprílmánuðir það ár voru á við bestu sumarleyfism- ánuðina í nýtingu og þar átti fólk sem hingað kom á skíði stærstan hlutann. Þessir sömu gestir okkar nýta ekki eingöngu þjónustu skíða- svæðisins og gististaða. Þeir njóta matar og drykkjar, kaupa ýmsar vörur tengdar skíðum, njóta menn- ingarviðburða o.s.frv. Margfeldis- áhrifin eru miklu meiri en margir gera sér grein fyrir. Þetta samspil sem hér um ræðir í afþreyingu er mikilvægt að hafa í huga og í því sambandi þarf sérstaklega að hafa í huga að vetraríþrótt eins og skíða- mennska er mikil fjölskylduíþrótt og þarf ekki að skoða margar myndir úr Hlíðarfjalli á góðum degi til þess að sjá það. Þetta þurfum við að hafa í huga varðandi framtíð- aruppbyggingu svæðisins og þeirr- ar þjónustu sem þar er veitt. Sem dæmi um þetta má nefna gott og öflugt framtak Hlíðarfjalls í vetur þar sem mjög markvisst var boðið upp á skíðaskóla og þar með sér- stakan barnaskíðaskóla sem naut mikilla vinsælda. Til þess að bæta þessa þjónustu enn frekar þarf að koma upp skíðafæriböndum, feiri leiktækjum og búnaði fyrir leikja- og þrautabrautir o.s.frv. Önnur at- riði, sem eru brýn og þarf að hefja undirbúning að, eru að efla troð- arakost til mikilla muna og bæta við nýrri stólalyftu sem nær frá enda- stöð núverandi stólalyftu upp á brún Hlíðarfjalls. Með því getum við aukið fjölbreytni skíðasvæðisins enn frekar þannig að það verður á við þau bestu í Evrópu af þessari stærð. Þá þarf að taka til sérstakr- ar skoðunar markaðssetningu Hlíð- arfjalls og Glerárdals yfir sumar- tímann til þess að nýta fjár- festinguna enn betur og þar með að kynna náttúruperluna Glerárdal og nágrenni með þeim fjölmörgu gönguleiðum sem þar eru. Verkefnin eru sem fyrr mörg sem bíða okkar, en mikilvægt er engu að síður að þakka það sem vel hefur verið gert. Með sanni má segja að tími hafi verið kominn á að endurnýja húskost þjónustumið- stöðvarinnar Strýtu og þá ekki síð- ur að endurnýja stólalyftuna. Þessi uppbyggingi hefur skotið traustari stoðum undir ferðaþjónustu á Ak- ureyri og það sem meira er um vert fyrir okkur skíðafólk en styrkari stoðum undir Vetraríþróttamiðstöð Íslands, þjóðarleikvang Íslands í vetraríþróttum. BALDUR DÝRFJÖRÐ, formaður fræðslu- og útbreiðslu- nefndar Skíðafélags Akureyrar. Það er aðstaðan sem hefur gert Hlíðarfjall eftirsóknarvert. Hlíðarfjall – upp- bygging í allra þágu Frá Baldri Dýrfjörð: Baldur Dýrfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.