Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 51
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. c3 Bd7 6. d4 De7 7. 0–0 g6 8. He1 Bg7 9. d5 Rb8 10. Bxd7+ Rxd7 11. c4 Rh6 12. Rc3 0–0 13. h3 f6 14. Be3 Rf7 15. Rd2 Bh6 16. Rf1 Bxe3 17. Rxe3 b6 18. a4 a5 19. Rc2 Rc5 20. b4 axb4 21. Rxb4 Dd7 22. Ha3 f5 23. f3 fxe4 24. fxe4 Rg5 25. Dd2 h6 26. Hea1 Hf4 27. Rd3 Rxd3 28. Dxd3 Haf8 29. De2 Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Hans Joachim Schubert hafði svart gegn Hall- SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. dóri B. Halldórssyni (2149). 29... Rxh3+! 30. Kh2 Ekki gekk upp að þiggja manns- fórnina þar sem hvítur yrði þá umsvifalaust mátaður. Framhaldið varð: 30... Hh4 31. Kg3 Hff4 32. Kh2 Rf2+ 33. Kg3 Rh1+ 34. Hxh1 Hxh1 35. Rd1 De7 og hvítur gafst upp. ÞESSI pistill er beint framhald af síðasta pistli, þar sem vikið var að no. staðall, sem Ólafi M. Ólafs- syni hafði hugkvæmzt að taka upp í mál okkar í stað danska tökuorðsins stand- ard. Áður hafði verið reynt að nota no. standarður (eða standarð) í íslenzku, en það mun ekki hafa hlotið veru- legan hljómgrunn. Menn héldu sig þá frekar við standardinn og samsetn- ingar af því orði. Ólafur rökstyður nýyrði sitt á þennan hátt í Iðnaðarmál- um 1955: „Eins og aðall leiðir af sér öðlun og að aðla, mætti af orðinu stað- all leiða stöðlun og að staðla.“ Þarna hitti Ólafur alveg í mark og vel það. Í ritmálssafni OH eru nú 15 dæmi úr prentuðum ritum um no. staðall eftir 1955 og að auki margar samsetn- ingar af því orði. Í OM (1983) höfum við no. eins og staðalstærð um ákveðna, fasta stærð; stað- alhús, hús, byggt eftir stöðlum, gæðastaðall o.s.frv. Í fyrstu var eðlilegt, að menn kynntu þessi ný- yrði með danska orðinu í sviga, svo að ekki færi á milli mála, við hvað væri átt með þeim. Þannig var í einu riti (1967) talað um „að taka einhverja ákveðna blöndu sem staðal („stand- ard“) og miða síðan allt við hana“. Í öðru riti (1967) stendur þetta: „Það […] er mikið vandamál að staðla (standardisera) fiskmjöls- framleiðsluna.“ Nú hafa nýyrði Ólafs hins vegar festst svo í sessi, að þess gerist ekki lengur þörf að kynna þau með erlendum orðum. Smám saman fóru þessi nýyrði svo að sjást í ýmsum greinum í Tímariti Verkfræðingafélagsins og eins í öðrum ritum, svo sem mörg dæmi eru um í seðla- safni OH. Var það að von- um, þar sem þau eru þjál í notkun, og ekki hefur það heldur spillt fyrir, að þau hafa sama hljóðasamband, st-, í upphafi orðanna. Þau hafa því hlotið fullan þegn- rétt í íslenzku máli. – J.A.J. ORÐABÓKIN Að staðla eitthvað MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 51 DAGBÓK Safety Five Svitavörn sem virkar í 5 daga! Undir hendur og á fætur Rapid White Viðurkennda tannhvítunarefnið sem virkar strax Meðmæli tannlækna LJÓÐABROT SLÉTTUBÖND Sóma stundar, aldrei ann illa pretta táli, dóma grundar, hvergi hann hallar réttu máli. Jón Þorgeirsson 75 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 20. maí, er 75 ára Að- alheiður Halldórsdóttir, Kóngsbakka 16, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum þann sama dag kl. 19 í Flug- röst, Nauthólsvík. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Sagt er að ekkert geti haldið aftur af þér, enda hefur þú ákveðna sýn á lífið, ímynd- unarafl og hugrekki til þess að takast á við nýja hluti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hver tilraun til þess að efla fjölskyldutengslin mun skipta máli þegar fram líða stundir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú getur átt það til að vilja gera hluti á eins fullkominn hátt og mögulegt er. Þá viltu leggja hart að þér og hafa alla hluti í kringum þig í röð og reglu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ástvinur þinn gæti orðið óró- legur vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni leitar þig uppi. Sýndu öðrum skilning því fólk sér ekki hlutina alltaf með sömu augum og þú. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Umræður um reikninga og eyðslu þurfa að eiga sér stað því fjármálin stefna í óefni ef ekki verður gripið til að- gerða. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Skipulegðu sumarfríið þitt í dag. Þú þarft nauðsynlega á því að halda að komast á nýj- ar slóðir og læra nýja siði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það gæti farið svo að þú yrðir að annast mikilvæg verkefni í dag og axla mikla ábyrgð. Þú skalt taka áskoruninni enda munt þú eiga auðvelt með að leysa verkefnin þín af hendi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur fengið næga hvíld að undanförnu og átt auðvelt með að eiga samskipti við aðra. Þú skalt hins vegar ætíð hvíla þig nægilega því annars verða samskiptin erf- iðari. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ræktaðu samband þitt við ættmenni eða ástvini í dag. Það er nauðsynlegt fyrir framtíðina. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert í aðstöðu til þess að kaupa eitthvað einstakt í dag. Sýndu hugrekki og láttu til skarar skríða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður fyrir vonbrigðum með það sem yfirmaður þinn í starfi kann að segja við þig. Það leiðir til þess að þú munt fá nýja sýn á hann. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Næsti mánuður verður anna- samur því framundan eru margar veislur og mannfagn- aðir. Vandaðu samt valið og taktu ákvörðun um með hverjum þú vilt eyða tíma þínum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt taka fjármál þín til endurskoðunar og velta fyrir þér hversu miklu þú aflar og hve miklu þú eyðir í hverjum mánuði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. OFT á tíðum skiptir höfuð- máli að vernda slemmu fyrir útspili. Ef við lítum á spil NS hér að neðan kemur fljótlega í ljós að besti samningurinn er sex spaðar í SUÐUR, en þar sem norður er með lengdina í spaða er ekki hlaupið að því að gera suður að sagnhafa í spaðasamningi. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ K98732 ♥ 2 ♦ ÁDG3 ♣32 Vestur Austur ♠ 5 ♠ G106 ♥ 943 ♥ D87 ♦ K982 ♦ 10754 ♣ÁD1074 ♣G85 Suður ♠ ÁD4 ♥ ÁKG1065 ♦ 6 ♣K96 Spilið kom upp á landsliðs- æfingu síðastliðinn miðviku- dag, þar sem spilað var á þremur borðum. Eitt par lét sér nægja að spila geim, ann- að fór í sex spaða, sem fóru einn niður með laufi út í gegnum kónginn, en þriðja parið stýrði sögnum í sex grönd í suður, sem unnust. Þar voru á ferðinni Helgi Jó- hannsson og Guðmundur Hermannsson, en mótherjar þeirra voru landsliðsmenn- irnir Steinar Jónsson og Stefán Jóhannsson: Vestur Norður Austur Suður Steinar Guðm. Stefán Helgi – – Pass 1 lauf * 1 grand **2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 5 hjörtu Pass 6 grönd Pass Pass Pass * 16+ HP. ** Láglitir. Helgi og Guðmundur spila Precision, svo laufopnunin er sterk og grandinnákoma Steinars lofar a.m.k. níu spil- um í láglitunum. Guðmundur krefur síðan í geim með tveimur spöðum, Helgi styð- ur og við taka fyrirstöðu- sagnir. Helgi sér að makker á ekkert í laufi og ákveður því að spila sjálfur sex grönd frekar en láta makker fara beint niður í sex spöðum með laufútspili. Helgi fékk út hjarta og þurfti því ekki að kveljast lengi yfir úrspilinu, því drottningin lá þriðja rétt. Slemman virðist fara niður ef austur á drottningu fjórðu í hjarta, en svo þarf ekki að vera. Segjum að út komi hjarta og sagnhafi taki þrjá fyrstu slagina þar án þess að drottningin komi. Þá er tígli svínað og sex slagir teknir á spaða. Í lokastöðunni á blind- ur ÁG í tígli og eitt lauf, en heima á sagnhafi Kxx í laufi. Vestur verður að hanga á Kx í tígli og fara niður á stakan laufás. Sagnhafi spilar þá laufi og fær fría svíningu í tíglinum. Það hefði verið skemmti- legra að vinna slemmuna á þennan hátt, en enginn ræð- ur legunni. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Heyrðu mig nú! Ég hef aldrei setið fyrir nakin hjá þessum málara. Hann hlýtur að hafa málað hana eftir minni. Smælki Þið eruð velkomin hvenær sem er, að spila póker.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.