Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 13
FERÐASKRIFSTOFA
GUÐMUNDAR
JÓNASSONAR EHF.
Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www. gjtravel.is
Netfang: outgoing@gjtravel.is
ELSTA STARFANDI FERÐASKRIFSTOFA LANDSINS – Almenn farseðlaútgáfa, hópferðir, einstaklingsferðir, viðskiptaferðir, ferðaráðgjöf, hótelbókanir. Ofangreind verð eru háð gengi og forsendum.
ORÐSPORIÐ SEGIR SÍNA SÖGU
Ein hagstæðasta vikuferð ársins til Prag
Vikuferð, sjöunda árið í röð!
Eins og undanfarin ár, munum við bjóða vikuferð
til Prag í ágúst á sérstaklega hagstæðu verði.
Flogið verður með Flugleiðum og gist á Hótel
Pyramida, sem er þægilegt og vel staðsett
nýlega endurnýjað hótel með rúmgóðum og vel
búnum herbergjum.
Á hótelinu er sundlaug, líkamsræktaraðstaða o.fl.
Í Prag, höfuðborg Tékklands, búa 1.2 milljónir
manna. Borgin, forn og sögufræg var til skamms
tíma höfuðborg sambandslýðveldisins Tékkó-
slóvakíu og áður konungsríkisins Bæheims, sem
um aldir var hluti af veldi Habsborgarættarinnar.
Næsta vikuferð er 10. ágúst
– síðdegisflug
Annað árið í röð bjóðum við Berlínarferðir í beinu
síðdegisflugi með Flugleiðum.
Gist verður á Hótel Crowne Plaza, sem er fjögurra
stjörnu hótel rétt við Minningarkirkjuna, dýra-
garðinn og Kurfürstendamm.
Boðnar verða ýmsar skoðunarferðir, m.a. til
Dresden og Potsdam, sem bókast og greiðast
sérstaklega hjá fararstjóra.
Fararstjóri verður Emil Örn Kristjánsson.
Verð frá 83.200 kr. á mann
Innifalið í verðinu er flug, flugvallaskattar, akstur milli flug-
vallar og hótels, gisting í 2ja manna herbergi með baði,
morgunverður, skoðunarferð um Berlín og íslensk fararstjórn.
Beint leiguflug með þotu Flugleiða til höfuðborgar Tékklands, 2.–10. ágúst
Næsta vikuferð er 1. október
Flogið er með Flugleiðum til Kaupmannahafnar og áfram með SAS
til Búdapest og dvalið þar í 6 nætur á Hotel Novotel í göngufæri við sögustaði
og verslanir. Á öðrum degi er haldið í yfirgripsmikla skoðunarferð um borgina
en fleiri ferðir verða einnig í boði.
Til Vínarborgar er svo ekið á næst síðasta degi, farið í skoðunarferð um
borgina og gist þar eina nótt. Flogið er heim á leið í gegnum Kaupmannahöfn
daginn eftir.
Í Búdapest mætir austrið vestrinu í einni elstu borg Evrópu sem geymir einar
fegurstu mannlífsminjar í veröldinni. Vínarborg er háborg menningar í Evrópu,
þar sem listir og menning tengjast í aldagömlum höllum og skrúðgörðum,
kirkjum og söfnum.
Verð 89.900 kr. á mann
Innifalið í verði er flug til Búdapest og heim frá Vínarborg, flugvallaskattar, akstur til og frá
flugvelli, akstur milli Búdapest og Vínarborgar, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður,
skoðunarferðir um báðar borginar, og íslensk fararstjórn. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson.
Aðrar skoðunarferðir greiðast sérstaklega.
Búdapest og Vínarborg í einni ferðBeint til Berlínar í ágúst
Allar bókanir og almenn ferðaráðgjöf – fagleg þjónusta
71.500
Innifalin er skoðunarferð um Prag og er sú ferð
farin á fyrsta degi. Þá verður ekið um borgina auk
þess sem gengið verður um Kastalahæðina, Gamla
bæinn og Gyðingahverfið. Meðan á dvöl stendur
verða einnig boðnar skoðunarferðir til Karlstejn-
kastala, Terezín, Cesky Krumlov, Cesky Budejovice,
til Kutna Hora og kvöldsigling á Moldá, sem bókast
og greiðast hjá fararstjóra.
Verð á mann er 71.500 krónur. Innifalið í verðinu er flug, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, yfirgripsmikil skoðunarferð
um Prag og íslensk fararstjórn. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 14.400 krónur. Flogið verður í beinu leiguflugi með flugleiðaþotu. Fararstjórar verða Emil Örn Kristjánsson,
Pétur Gauti Valgeirsson og William Þór Dison, sem þekkja vel til sögunnar og staðhátta í Prag. Þeir munu aðstoða og veita leiðsögn alla ferðina.
Hópferðir á IAA-bifreiðasýninguna í Hannover, dagana 12.–16. september n.k.
og Automechanica-bifreiðasýninguna í Frankfurt, dagana 17.–22. september 2002.
HAFIN er athugun Skipulagsstofn-
unar á mati á umhverfisáhrifum
stækkunar ÍSAL í Straumsvík.
Stækkunin er lögð fram í tveimur
áföngum þar sem í fyrsta áfanga
verði stækkað í allt að 330.000 tonn á
ári og í öðrum áfanga í allt að 460.000
tonn á ári. ÍSAL er framkvæmdarað-
ili en verkfræðistofan Hönnun vann
að mati á umhverfisáhrifum fram-
kvæmdarinnar og skrifaði mats-
skýrslu. Meginniðurstaða mats á
umhverfisáhrifum er sú að losun
mengunarefna verði innan viðmiðun-
armarka utan þynningarsvæðis fyrir
báða áfanga álversins. Önnur um-
hverfisáhrif séu ekki þess eðlis að
þau mæli gegn fyrirhugaðri fram-
kvæmd.
Í tilkynningu frá Skipulagsstofn-
un segir, að fyrirhuguð stækkun feli í
sér framleiðsluaukningu um 260.000
t á ári í tveimur áföngum. Í núgild-
andi starfsleyfi hefur fyrirtækið
heimild til framleiðslu á allt að
200.000 tonnum á ári. Vegna stækk-
unarinnar er fyrirhugað að reisa tvo
tæplega 950 m langa kerskála, sunn-
an núverandi Reykjanesbrautar.
Nokkurt bil (um 130 m) verður á
milli núverandi kerskála og fyrirhug-
aðra kerskála. Ástæða þess er sú að
forðast þarf rask á rústum kapellu,
fornrar tóftar sem Kapelluhraun
dregur nafn sitt af, með því að stað-
setja skálana sunnan tóftarinnar.
Áætlað er að hefja byggingu
fyrri áfanga árið 2003
Önnur helstu mannvirki fyrirhug-
aðrar stækkunar eru súrálsgeymir,
þurrhreinsistöð, skautsmiðja, ker-
smiðja og stækkun steypuskála,
spennistöðvar og geymsluhúsnæðis.
Áætlað er að hefja byggingu fyrri
áfanga árið 2003 ef semst um orkuaf-
hendingu. Áætlaður byggingartími
hvors áfanga er um tvö ár og því gæti
gangsetning fyrri áfangans hafist ár-
ið 2005 og þess síðari árið 2007.
Fyrirhugaðar framkvæmdir eru
ekki í samræmi við gildandi aðal-
skipulag. Nauðsynlegar breytingar á
aðalskipulagi eru vegna færslu
Reykjanesbrautar til suðurs og að
stækkuð lóð ISAL verði samfellt iðn-
aðarsvæði. Ennfremur þarf að gera
grein fyrir þynningarsvæði um-
hverfis álverið.
Talið er að núverandi þekja gróð-
urs í nágrenni álversins haldist að
mestu í kjölfar stækkunar þess þar
sem viðkvæmar tegundir (mosar og
fléttur) nái sér ekki á strik og þekja
krækilyngs eykst enn meir. Fyrir-
huguð stækkun álversins og aukning
útblásturs í kjölfar þess er ekki talin
hafa skaðleg áhrif á heilsu starfs-
manna álversins né íbúa í nágrenn-
inu, en mun þó hafa takmarkandi
áhrif á stækkun íbúðabyggðar á
Hvaleyrarholti í vesturátt eins og nú
er. Eftir fyrirhugaða stækkun er
ekki talið æskilegt að sauðfé sé á beit
innan þess svæðis þar sem styrkur
flúoríðs getur farið yfir 0,3 grömm á
rúmmetra.
Ekki talin þörf á vothreinsi-
búnaði við álverið
Rekstur álversins eftir stækkun í
460.000 t mun valda útstreymi á
gróðurhúsalofttegundum sem nem-
ur um 805.000 t á ári. Umhverfis-
ráðuneytið telur líklegt að þetta út-
streymi sé utan þeirra marka sem
lýst er í stefnu íslenskra stjórnvalda
um losun gróðurhúsalofttegunda.
Fram kemur í matsskýrslunni að ef
markmið stjórnvalda um losun gróð-
urhúsalofttegunda náist ekki muni
ISAL hafa náið samráð við stjórn-
völd um viðeigandi ráðstafanir og
hugsanlegar mótvægisaðgerðir.
Að beiðni Skipulagsstofnunar
voru áhrif vothreinsunar á útblæstri
könnuð. Niðurstaða matsskýrslunn-
ar er á þá leið að ekki er talin þörf á
því að setja upp vothreinsibúnað við
álverið. Ef vothreinsun yrði sett þá
sýna útreikningar að áhrifa hennar
gætir á rúmlega 7 ferkílómetra
svæði í sjó framundan iðnaðarsvæð-
inu.
Skammtímameðaltöl brenni-
steinstvíoxíðs og meðaltal flúors yfir
gróðurtímabilið ákvarða stærð þynn-
ingarsvæðis. Núverandi tillaga að
þynningarsvæði nær yfir núverandi
svæði takmarkaðrar ábyrgðar sam-
kvæmt samningi á milli ríkisstjórnar
Íslands og fyrirtækisins. Áhrifa-
svæði álversins stækkar því ekki frá
því sem fyrir er. Ekki kemur því til
breytinga á landnotkun utan núver-
andi þynningarsvæðis.
Þjóðarframleiðsla
eykst um 2%
Samfélagsleg áhrif fyrirhugaðrar
stækkunar á álveri ÍSAL í Straums-
vík felast einkum í fjölgun starfa og
íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu,
aðallega í Hafnarfirði. Áætluð
mannaflaþörf á byggingartíma
(2004–2007) er um 1.500 ársverk. Þá
er gert ráð fyrir um 2.000–3.000 ár-
verkum í tengslum við nauðsynlegar
virkjanaframkvæmdir.
Gert er ráð fyrir um 350 nýjum
framtíðarstörfum og að heildarfjöldi
starfsmanna í álverinu muni verða
um 850. Einnig má reikna með að til
verði rúmlega 800 ný óbein og af-
leidd störf vegna margfeldisáhrifa
stækkunarinnar. Talið er að þjóðar-
framleiðsla aukist um 2% á bygging-
artíma stækkunar álvers ÍSAL og
tengdra virkjanaframkvæmda. Var-
anleg áhrif stækkunar ÍSAL á þjóð-
ar- og landsframleiðslu eru hins veg-
ar talin verða um 1%.
Tilkynning um mat á umhverfis-
áhrifum var send Skipulagsstofnun
3. maí 2002. Matsskýrslan liggur
frammi til kynningar frá 17. maí til
28. júní 2002 á skrifstofum Hafnar-
fjarðarbæjar og á bókasafni Hafn-
arfjarðar. Einnig í Þjóðarbókhlöð-
unni og hjá Skipulagsstofnun í
Reykjavík. Skýrslan er aðgengileg á
heimasíðum Hönnunar. Almenningi
gefast 6 vikur til að kynna sér fram-
kvæmdina og leggja fram athuga-
semdir sem þurfa að berast Skipu-
lagsstofnun eigi síðar en 28. júní
2002.
Stækkun álversins í Straumsvík í umhverfismati hjá Skipulagsstofnun
805 þúsund tonn af gróður-
húsalofttegundum á ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg