Morgunblaðið - 22.05.2002, Page 16
AKUREYRI
16 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Akureyrarbær auglýsir tillögu að deiliskipulagi:
Íbúðarsvæði sunnan Reynilundar
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær
hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir ofangreint svæði, sem afmarkast að norðan af einbýlis-
húsalóðum við Reynilund. Að vestan, sunnan og austan afmarkast það af svæði, sem auðkennt
er í gildandi aðalskipulagi með „skipulagi frestað“ vegna óvissu um legu framtíðar tengibrauta.
Tillagan gerir ráð fyrir 3 lóðum fyrir 6 tveggja hæða fjölbýlishús með samtals 24 íbúðum, svo
og 5 einbýlishúsalóðum næst núverandi lóðum við Reynilund. Grenilundur verði lengdur til suð-
urs og á suð-vesturhluta reitsins komi opið svæði/leiksvæði.
Tillöguuppdráttur ásamt frekari skýringargögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akur-
eyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mið-
vikudagsins 3. júlí 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at-
hugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/. Frestur
til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 3. júlí 2002 og skal at-
hugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem
ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 22. maí 2002.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
SKÓLASLIT
fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri
laugardaginn 25. maí nk. og hefjast þau kl. 10.00
Skólameistari
FORDÓMUM var blásið burt með
táknrænum hætti við versl-
unarmiðstöðina Glerártorg um
helgina, en um var að ræða sam-
eiginlegt átak gegn fordómum og
tóku menn víða um land þátt í
því.
Fjölmenni fylgdist með þegar
ríflega eitt þúsund marglitar
blöðrur svifu upp í loftið.
Félagar í Skíðafélagi Akureyr-
ar sáu um að fylla blöðrurnar og
sleppa þeim.
Morgunblaðið/Kristján
Á annað þúsund blöðrur svífa upp í loftið við Glerártorg.
Fordómum
blásið burt
SAMNINGUR um fjárhagslegan
stuðning fyrirtækjanna Hörpu
Sjafnar og Mjallar við knatt-
spyrnudeildir KA og Þórs hefur
verið undirritaður. Verðmæti
hans er um 2 milljónir króna, 1
milljón til hvors félags.
Baldur Guðnason stjórnarfor-
maður Hörpu Sjafnar og fram-
kvæmdastjóri Mjallar kynnti
samninginn við undirritun en
hann er þríþættur. Í fyrsta lagi
leggja fyrirtækin knattspyrnu-
deildunum til útttektir á vörum
og þjónustu að verðmæti 1 millj-
ón króna, 500 þúsund til hvorrar
deildar. Þá stofna Harpa Sjöfn og
Mjöll staðgreiðslureikning í
verslun sinni að Austursíðu 2 í
nafni knattspyrnudeilda KA ann-
ars vegar og Þórs hins vegar.
Þannig geta þeir sem staðgreiða
vegna viðskipta við fyrirtækin
látið hluta af viðskiptunun renna
til knattspyrnudeildanna. Fyrir-
tækin tryggja knattspyrnudeild-
unum lágmarksupphæð, 600 þús-
und krónum eða 300 þúsund til
hvorrar deildar. Kvaðst Baldur
vænta þess að Akureyringar og
nærsveitamenn nýttu sér þetta
tækifæri og sýndu þannig í vilja
og verki stuðning sinn við félögin
Loks munu fyrirtækin greiða
allan kostnað við gerð auglýs-
ingaskilta, merkinga og auglýs-
inga og taka þátt í kynningar-
starfi þeirra.
Viljum láta gott
af okkur leiða
Knattspyrnudeildir KA og
Þórs munu á móti leggja fyrir-
tækjunum til kynningar með
ýmsum hætti, m.a. auglýsinga-
skilti á heimaleikjum félaganna á
Akureyrarvelli, auglýsingar á
búningum yngri flokkanna og
þátttöku leikmanna í kynningar-
starfi Hörpu Sjafnar og Mjallar.
Baldur sagði þetta fyrsta skref-
ið í að þróa gott samstarf milli
fyrirtækjanna og knattspyrnu-
deildanna, „og svo viljum við láta
gott af okkur leiða og verða með
þessum hætti öðrum fyrirtækjum
hvatning til að styðja við bakið á
þeim líka,“ sagði Baldur.
Harpa Sjöfn og Mjöll styðja
KA og Þór
Morgunblaðið/Kristján
Frá undirritun samningsins milli Hörpu Sjafnar og Mjallar og knatt-
spyrnudeilda Þórs og KA. F.v. Kristján Guðmundsson, þjálfari Þórs,
Árni Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, Baldur Guðna-
son, stjórnarformaður Hörpu Sjafnar og framkvæmdastjóri Mjallar,
Ingvar Már Gíslason, stjórnarmaður í knattspyrnudeild KA, og Þor-
valdur Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA.
Verðmæti
samningsins
um 2 milljónir