Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Akureyrarbær auglýsir tillögu að deiliskipulagi: Íbúðarsvæði sunnan Reynilundar Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir ofangreint svæði, sem afmarkast að norðan af einbýlis- húsalóðum við Reynilund. Að vestan, sunnan og austan afmarkast það af svæði, sem auðkennt er í gildandi aðalskipulagi með „skipulagi frestað“ vegna óvissu um legu framtíðar tengibrauta. Tillagan gerir ráð fyrir 3 lóðum fyrir 6 tveggja hæða fjölbýlishús með samtals 24 íbúðum, svo og 5 einbýlishúsalóðum næst núverandi lóðum við Reynilund. Grenilundur verði lengdur til suð- urs og á suð-vesturhluta reitsins komi opið svæði/leiksvæði. Tillöguuppdráttur ásamt frekari skýringargögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mið- vikudagsins 3. júlí 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at- hugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 3. júlí 2002 og skal at- hugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Akureyri, 22. maí 2002. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. SKÓLASLIT fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 25. maí nk. og hefjast þau kl. 10.00 Skólameistari FORDÓMUM var blásið burt með táknrænum hætti við versl- unarmiðstöðina Glerártorg um helgina, en um var að ræða sam- eiginlegt átak gegn fordómum og tóku menn víða um land þátt í því. Fjölmenni fylgdist með þegar ríflega eitt þúsund marglitar blöðrur svifu upp í loftið. Félagar í Skíðafélagi Akureyr- ar sáu um að fylla blöðrurnar og sleppa þeim. Morgunblaðið/Kristján Á annað þúsund blöðrur svífa upp í loftið við Glerártorg. Fordómum blásið burt SAMNINGUR um fjárhagslegan stuðning fyrirtækjanna Hörpu Sjafnar og Mjallar við knatt- spyrnudeildir KA og Þórs hefur verið undirritaður. Verðmæti hans er um 2 milljónir króna, 1 milljón til hvors félags. Baldur Guðnason stjórnarfor- maður Hörpu Sjafnar og fram- kvæmdastjóri Mjallar kynnti samninginn við undirritun en hann er þríþættur. Í fyrsta lagi leggja fyrirtækin knattspyrnu- deildunum til útttektir á vörum og þjónustu að verðmæti 1 millj- ón króna, 500 þúsund til hvorrar deildar. Þá stofna Harpa Sjöfn og Mjöll staðgreiðslureikning í verslun sinni að Austursíðu 2 í nafni knattspyrnudeilda KA ann- ars vegar og Þórs hins vegar. Þannig geta þeir sem staðgreiða vegna viðskipta við fyrirtækin látið hluta af viðskiptunun renna til knattspyrnudeildanna. Fyrir- tækin tryggja knattspyrnudeild- unum lágmarksupphæð, 600 þús- und krónum eða 300 þúsund til hvorrar deildar. Kvaðst Baldur vænta þess að Akureyringar og nærsveitamenn nýttu sér þetta tækifæri og sýndu þannig í vilja og verki stuðning sinn við félögin Loks munu fyrirtækin greiða allan kostnað við gerð auglýs- ingaskilta, merkinga og auglýs- inga og taka þátt í kynningar- starfi þeirra. Viljum láta gott af okkur leiða Knattspyrnudeildir KA og Þórs munu á móti leggja fyrir- tækjunum til kynningar með ýmsum hætti, m.a. auglýsinga- skilti á heimaleikjum félaganna á Akureyrarvelli, auglýsingar á búningum yngri flokkanna og þátttöku leikmanna í kynningar- starfi Hörpu Sjafnar og Mjallar. Baldur sagði þetta fyrsta skref- ið í að þróa gott samstarf milli fyrirtækjanna og knattspyrnu- deildanna, „og svo viljum við láta gott af okkur leiða og verða með þessum hætti öðrum fyrirtækjum hvatning til að styðja við bakið á þeim líka,“ sagði Baldur. Harpa Sjöfn og Mjöll styðja KA og Þór Morgunblaðið/Kristján Frá undirritun samningsins milli Hörpu Sjafnar og Mjallar og knatt- spyrnudeilda Þórs og KA. F.v. Kristján Guðmundsson, þjálfari Þórs, Árni Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, Baldur Guðna- son, stjórnarformaður Hörpu Sjafnar og framkvæmdastjóri Mjallar, Ingvar Már Gíslason, stjórnarmaður í knattspyrnudeild KA, og Þor- valdur Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA. Verðmæti samningsins um 2 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.