Morgunblaðið - 22.05.2002, Page 18
SUÐURNES
18 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJANESBÆR var eitt þeirra
bæjarfélaga sem tóku þátt í átaki
Geðræktar og landlæknisembætt-
isins „Sleppum fordómum“ sem
hrundið var í framkvæmd víða um
land sl. laugardag. Dagskráin fór
fram við félagsmiðstöðina Fjör-
heima í Njarðvík og var ýmislegt til
gamans gert. Skemmtuninni lauk
með því að 1.000 blöðrum var
sleppt lausum sem tákn um þá for-
dóma sem fólk ætti að sleppa.
Skemmtidagskráin hófst með
pílukastkeppni þar sem allir sem
vildu gátu verið þátttakendur. Síð-
an rak hver keppnin aðra og það
sem einkenndi daginn var að allt
aldursbil var þurrkað út, allir
kepptu á jafnréttisgrundvelli sama
á hvað aldri þeir voru og hlaut sig-
urvegarinn í hverri grein verðlaun.
Að verðlaunaafhendingu lokinni
flutti Hjördís Árnadóttir, félags-
málastjóri Reykjanesbæjar, stutt
ávarp um fordóma og að því loknu
var 1.000 blöðrum sleppt lausum út
í rokið og fuku burt, og vonandi
margir fordómar með.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Börnin áttu erfitt með að koma böndum á blöðrurnar og voru þær fljótar að berast með vindinum.
Fordómar
fuku burt
Reykjanesbær
Villandi
samanburð-
ur gjalda
FJÁRMÁLASKRIFSTOFA
Reykjanesbæjar hefur óskað eftir
birtingu á eftirfarandi athugasemd
vegna auglýsingar Reykjavíkurlist-
ans:
„Í tilefni af auglýsingu er birtist í
Morgunblaðinu föstudaginn 17. maí
um álagningu fasteignagjalda á eldri
borgara vill fjármálaskrifstofa
Reykjanesbæjar koma á framfæri
athugasemd við villandi samanburð
á fasteignagjöldum.
Í auglýsingunni er vísað í grein
Péturs Guðmundssonar sem birtist í
félagsriti eldri borgara í Reykjavík. Í
greininni er þess getið að hafa verði í
huga að fasteigna- og lóðarmat er
alltaf miklu lægra úti á landi en á
höfuðborgarsvæðinu.
Fasteigna- og lóðarmat í Reykja-
nesbæ á sambærilegri eign og kem-
ur fram í auglýsingunni er um kr.
7.600.000. Álögð gjöld á slíka eign
með afslætti væri nálægt kr. 51.000,
en ekki kr. 105.000 eins og fram
kemur.“
Reykjanesbær
NÝVERIÐ lauk í Keflavík nám-
skeiði fyrir nýbakaða foreldra með
sín fyrstu börn. Námskeiðið er nýj-
ung á Íslandi en námskeiðshaldarar
eru barnahjúkrunarfræðingarnir
Kristín Guðmundsdóttir og Hertha
W. Jónsdóttir. Þær höfðu haldið eitt
námskeið í Kópavogi og auglýst ann-
að, en þar sem flestar fyrirspurnir
bárust frá Reykjanesbæ ákváðu þær
að halda með námskeiðið suður,
enda markmiðið að vera sem næst
foreldrum hverju sinni.
Það var notaleg stemmning í
Kirkjulundi, safnaðarheimili Kefla-
víkurkirkju, þegar blaðamaður
Morgunblaðsins leit þar við síðari
námskeiðsdaginn. Hertha byrjaði á
því að kveikja á tveimur kertum,
einu kærleikskerti og einu fyrir vin-
áttu og frið og um salinn ómaði hug-
ljúf tónlist. „Þetta er eitt það mik-
ilvægasta til að fólk fái notið
foreldrahlutverksins sem best. Kær-
leikurinn og vináttan samstillir fjöl-
skylduna og það er mjög mikilvægt
að hafa kærleikann að leiðarljósi og
jafnframt tjá hann ríkulega, bæði til
barns og maka,“ segir Hertha.
Á námskeiðinu, sem skipt var á
tvö kvöld, var í fyrstu farið yfir sam-
setningu fjölskyldu og þjóðfélags-
mynd og þá breytingu sem verður á
fjölskyldunni við fæðingu barns. Síð-
ari daginn var farið yfir vöxt og
þroska barnsins og allar þarfir þess.
Þær stöllur leggja áherslu á að
foreldrar fái notið hlutverksins sem
allra best og er það eins og rauður
þráður í gegnum námskeiðið. „Nám-
skeiðið er hugsað sem viðbót við aðra
þá fræðslu sem foreldrum býðst frá
starfsfólki heilbrigðiskerfisins,“ seg-
ir Kristín. „Við leggjum áherslu á
gildi foreldrahlutverksins annars
vegar og hins vegar þess að njóta.
Eins og nýbökuðu foreldrarnir hafa
sjálfir lýst á námskeiðinu þá vaknar
hjá þeim ábyrgðartilfinning og löng-
un til að standa sig gagnvart af-
kvæmi sínu. Þegar tekist er á við
nýtt hlutverk þá koma upp spurn-
ingar og efasemdir sem gott er að
geta rætt við einhvern um og ungir
foreldrar í dag hafa ekki þann bak-
hjarl sem stórfjölskyldan var hér áð-
ur fyrr. Í nútímanum eru flestir upp-
teknir og hraðinn orðinn svo mikill
að nýbakaðir foreldrar sitja stund-
um inni með spurningar og óleyst
verkefni, sem valda kvíða og óöryggi
að óþörfu.“
„Hér nenna allir að hlusta“
Hjónin Björg Alexandersdóttir og
Arinbjörn Þórhallsson eignuðust sitt
fyrsta barn, dreng, fyrir hálfu ári.
Þau segjast hafa verið dugleg að lesa
sér til þegar erfingjans var beðið og
setið foreldranámskeið á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja. „Þetta nám-
skeið hefur komið sér mjög vel og
hefur að miklu leyti styrkt þá vitn-
eskju sem við höfðum fyrir,“ segir
Arinbjörn og Björg tekur undir.
„Það er svo margt sagt í þessum efn-
um og allir virðast veita góð ráð,
þannig að það er mjög gott að geta
rætt sín hugðarefni við fagmenn sem
eru margreyndir í faginu, eins og
Kristín og Hertha eru. Hér nenna
líka allir að hlusta, fólk er ekki alltaf
tilbúið til að ræða við mann um þessi
efni, þannig að þetta er góður vett-
vangur til skoðanaskipta,“ segir
Arnibjörn.
Björg segir að uppbygging nám-
skeiðsins hafi komið þeim skemmti-
lega á óvart. „Við héldum að þetta
snerist að mestu um barnið og þarfir
þess en það að farið sé náið út í sam-
stillingu fjölskyldunnar og þær
breytingar sem verða á henni við
komu barns er mjög þarft og gott
innlegg. Að eignast barn er svo mikil
breyting á lífi manns,“ segir Björg
að lokum.
Námskeið fyrir nýbakaða foreldra
„Vilja standa sig
vel gagnvart
afkvæmi sínu“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Björg og Arinbjörn voru ánægð með námskeiðið og sögðu uppbyggingu
þess hafa komið skemmtilega á óvart.
Keflavík
NEMENDUR Flensborgarskólans í
Hafnarfirði fóru til Krýsuvíkur síð-
astliðinn föstudag til að gróðursetja
trjáplöntur í brekkuna sunnan í
bæjarhlaðinu. Uppgræðslan er lið-
ur í verkefni skólans, Samtakanna
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ing-
ólfs og Krýsuvíkursamtakanna um
uppgræðslu og mannlega uppbygg-
ingu og um leið hluti af lífsleikni-
námskeiði við skólann. Auk gróð-
ursetningar mæla og skrá
nemendur ýmsa þætti. Krýsuvík-
ursamtökin og skjólstæðingar
þeirra aðstoða þá og sjá um
ákveðnar veðurathuganir.
Morgunblaðið/Ásdís
Krýsuvík
Uppgræðsla og mannleg uppbygging
Vortón-
leikar
Víkinga
SÖNGSVEITIN Víkingar held-
ur sína árlegu vortónleika
fimmtudaginn 23. maí næst-
komandi kl. 20.30 í Samkomu-
húsinu í Garði og í Safnaðar-
heimilinu í Sandgerði föstu-
daginn 24. maí kl. 20.30.
Söngsveitin Víkingar var
stofnuð 1994 og er Suðurnesja-
mönnum að góðu kunn, að því er
segir í fréttatilkynningu. Vík-
ingarnir eru nú undir stjórn Sig-
urðar Sævarssonar, en hann tók
við sveitinni í september síðast-
liðnum. Undirleikari er Ragn-
heiður Skúladóttir.
Efnisskráin er fjölbreytt og
samanstendur af þekktum ís-
lenskum og erlendum lögum frá
ýmsum tímum. Víkingar telja að
hér sé upplagt tækifæri fyrir
Suðurnesjamenn og aðra tón-
listarunnendur til að gera hlé á
„kosningaskjálftanum“ og njóta
kórsöngs stutta kvöldstund.
Garður/Sandgerði
FRAMBJÓÐENDUR D-lista sjálf-
stæðismanna í Reykjanesbæ boða til
fundar í kvöld til að kynna hugmyndir
um grænan orkugarð. Orkugarðurinn
er eitt af stefnumálum Sjálfstæðis-
flokksins í komandi kosningum.
Fulltrúar frá Hitaveitu Suðurnesja
taka þátt í umræðum, segir í frétt frá
kosningaskrifstofu. Fundurinn verð-
ur í kosningamiðstöðinni í Hafnar-
götu 6 í Keflavík og hefst kl. 18 í dag.
Kynna græn-
an orkugarð
Reykjanesbær
HANDVERKSSÝNING fé-
lagsstarfs eldri borgara í Sandgerði
verður um helgina 25.- 26. maí. Sýn-
ingin er í sal Miðhúsa við Suðurgötu
frá kl. 13 til 18 báða dagana. Á sama
tíma verður í Miðhúsum einkasýning
á málverkum eftir Jónu Arnbjörns-
dóttur. Heitt verður á könnunni og
eru Sandgerðingar og nærsveita-
menn hvattir til að líta inn og skoða
afrakstur vetrarins í Miðhúsum.
Handverkssýning
eldri borgara
Sandgerði
♦ ♦ ♦