Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Fjöldi manns var viðstaddur þegar Egilsbúð bóka- og minjasafn flutti. EGILSBÚÐ bóka- og minjasafn í Þorlákshöfn var flutt í nýja og glæsi- lega aðstöðu í Ráðhúsi Ölfuss um síðustu helgi. Það er óhætt að segja að við þessa breytingu eigi Ölfus- ingar safn sem er sambærilegt við það sem best gerist annarstaðar, safn sem er í takt við tímann. Á safn- inu eru 15 fullkomnar tölvur sem tengdar eru Netinu, hljóm- og myndböndum hefur fjölgað mikið og eru orðin jafn sjálfsagður hlutur og bækurnar í nútíma safni. Hjörleifur Brynjólfsson oddviti flutti opnunar- ræðuna og flutti hann stutt ágrip af sögu safnsins en hún er ekki ýkja löng. Hjörleifur sagði: „Það var árið 1965 sem þáverandi hreppsnefnd ákvað, að frumkvæði Gunnars Markússonar, þáverandi skóla- stjóra, að koma á fót bókasafni í Þor- lákshöfn en fram til þess tíma hafði bókasafn sveitarfélagsins verið í Hveragerði. Fyrsti formaður bóka- safnsstjórnar var Benedikt Thor- arensen. Bókasafnið var í upphafi til húsa í grunnskólanum og opið einu sinni í viku – tvo tíma í senn. Árið 1980 hafði þáverandi hrepps- nefnd samþykkt að koma á fót minjanefnd sem hafði það hlutverk að safna sem flestum sögu- og nátt- úruminjum úr Þorlákshöfn. Síðar sameinaðist þessi nefnd bókasafns- stjórninni og úr varð Egilsbúð, stofnun sem var kennd við Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra. Eg- ilsbúð var formlega stofnuð á Þor- láksmessu að sumri 1982. Þá var stigið stórt skref í því að gera bóka- safnið að menningarmiðstöð. Gunn- ar Markússon var fyrsti starfsmaður bókasafnsins en síðar réðst þar einn- ig til starfa eiginkona hans, Sigur- laug Stefánsdóttir. Endalaus þolin- mæði, nýtni og ráðdeild gerðu það að verkum að safnið óx og dafnaði, enda báru þau hjón hag safnsins mjög fyrir brjósti og stendur sveit- arfélagið í þakkarskuld við þau hjón. Árið 1998 réðst til starfa við safnið Jón Sævar Baldvinsson bókasafns- fræðingur og hefur hann haft veg og vanda að uppbyggingu safnsins nú síðastliðin ár. Undir hans stjórn hef- ur safnið breyst úr bókasafni í nú- tíma upplýsingamiðstöð.“ Vegleg bókagjöf Við þetta tækifæri færði Sigur- laug A. Stefánsdóttir safninu höfð- inglega bókagjöf til minningar um Gunnar, frá sér og börnum þeirra Gunnars. Bækurnar sem þau gáfu voru rúmlega 800 titlar og auk þess 10 tímaritsárgangar, þetta er bróð- urparturinn af safni Gunnars sem var mikill áhugamaður um bækur. Sigurlaug sagði meðal annars við þetta tækifæri. „Þegar ég stend hér og lít yfir þetta pláss og allar þessar bækur, verður mér óneitanlega hugsað til fyrstu ára bókasafnsins, sem opnað var í smákytru í skól- anum 29. október 1965, eða fyrir tæpum 37 árum, ekki er að furða að barnið þurfi eitthvað stærra að vera í, komið á þennan aldur. Safnið var opnað með rúmlega 100 bókum og um áramót hafði verið opið 8 sinnum og lánaðar út 242 bækur, en þá var bókaeignin komin í 209 bindi.“ Til að kaupa bækur þarf peninga og þeir voru ekki á lausu í stórum stíl. Því notaði Gunnar þá peninga sem hann átti að fá í vinnulaun til að kaupa bækur fyrstu tíu árin þannig að hann á stóran þátt í uppbyggingu safnsins. Jón Sævar Baldvinsson tók við gjöfinni fyrir hönd safnsins og þakkaði gjöfina. Egilsbúð bóka- og minjasafn í nýtt og glæsilegt húsnæði Þorlákshöfn Morgunblaðið/Björn Björnson „Mikkarnir“, Aage, Kristinn og Franch. NÚ síðla vetrar barst Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ góð gjöf frá sonum Jörgens Franchs Michelsens fyrrum úrsmíðameistara á Sauðár- króki, er þeir færðu safninu verk- færi, áhöld og ýmsa muni úr verk- stæði og búi föður síns. Í samvinnu og samráði við gefend- urna hefur verkstæði Michelsens nú verið sett upp í Minjahúsinu á Sauð- árkróki og er það hluti af röð verk- stæða sem komið hefur verið upp á neðri hæð hússins. Uppsetningu annaðist safnvörðurinn í Glaumbæ, Sigríður Sigurðardóttir. Önnur söfn iðnmeistara sem eru til sýnis eru vélsmiðja Jóns Nikó- demussonar fyrrum hitaveitustjóra, en það var fyrsta verkstæðið sem flutt var í húsið í heild. Þá er þar tré- smíðaverkstæði Ingólfs Nikódemus- sonar, bróður Jóns, en um árabil teiknaði Ingólfur hús og byggði á Sauðárkróki og í Skagafirði, auk þess sem hann smíðaði alla mögu- lega og ómögulega hluti, allt frá lík- kistum til leikfanga. Er verkstæði Ingólfs líkt og hin verkstæðin upp- sett þannig að líkt er og meistarinn hafi rétt brugðið sér frá. Eru verkstæði þeirra Jóns og Ing- ólfs einnig gjafir frá afkomendum þeirra. Fjórða verkstæðið er hins vegar á annan máta, en þar er safnað saman verkfærum og hlutum sem tengdust söðlasmíði, en þetta safn er komið úr ýmsum áttum og ekki úr eigu eins manns. Við athöfn í Minjahúsinu, þar sem viðstaddir voru þrír af sonum Mich- elsens, þeir Aage, Kristinn og Franch, opnaði Sigríður Sigurðar- dóttir safnvörður sýninguna og sagði frá tildrögum þess að verkstæðin væru nú öll komin á einn stað og frá uppsetningu þeirra. Sagði Sigríður að sú stefna hefði verið mörkuð að setja upp heil verk- stæði eins og þau voru í eðlilegum rekstri og gefa þannig innsýn í þann veruleika sem löngu er liðinn. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður sagði það ánægjulegt að varðveita svo vel minjar verk- menningar fyrri tíðar, og með því væri henni sýndur sómi. Þakkaði hún öllum þeim, sem að verkinu komu, fyrir frábært og fagmannlega unnið verk. Tveir tóku til máls, sem báðir bera nafn föður og afa, Franchs Michel- sens, og lýstu ánægju með það hversu vel hefði til tekist við upp- setningu sýningarinnar, en einnig ávörpuðu gesti þeirJón Garðarsson formaður Menningarmálanefndar Skagafjarðar og Jón H. Ingólfsson Nikódemussonar. Iðnmeistarasöfn á Sauðárkróki Sauðárkrókur LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM sextíu nemendur á yngsta stigi og miðstigi í Grunnskól- anum í Borgarnesi tóku þátt í sýningu á Dýrunum í Hálsaskógi. Sýnt var í Félagsmiðstöðinni Óðali en aðeins var um tvær sýn- ingar að ræða og því ekki aug- lýst. Markmiðið var að hafa gaman af þessu og að foreldrar, systkini og ættingjar gætu komið og séð listamennina. Krakkarnir eru alls ófeimnir við að koma fram og syngja bæði einsöng og samsöng. Birna Þor- steinsdóttir tónlistarkennari sá um undirleik, kórstjórn og alla uppsetningu verksins. Morgunblaðið/Guðrún Vala Dýrin í Hálsaskógi sett á svið Borgarnes ESB styrk- ir félags- miðstöðina Ný-ung FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ný-ung á Egilsstöðum hlaut nýverið Evrópu- sambandsstyrk vegna þátttöku í fjöl- þjóðlegu verkefni í sumar. Styrkur- inn kemur frá samtökunum „Ungt fólk í Evr- ópu“ og nemur tæpum 6 milljón- um króna. Mun það vera hæsti styrkur sem ís- lenskt verkefni hefur fengið úr sjóðnum. Um er að ræða samvinnuverkefni átta hópa, frá Bretlandi, Ítalíu, Ír- landi, Slóvakíu og Slóveníu, auk Ís- lands. Þátttakendur eru á aldrinum 16 til 19 ára og er reiknað með að hver þjóð taki a.m.k. einu sinni á móti öllum hópnum. Þannig getur verkefnið spannað 5-6 ár. Verkefnið hefst á Íslandi í sumar og mun Þráinn Sigvaldason, for- stöðumaður Ný-ungar, halda utan um þann hluta. Í þessari lotu verður tekið fyrir hugtakið „einangrun“ í fé- lagslegu, fjárhagslegu, landfræði- legu og persónulegu tilliti og unnið með það á ýmsa vegu út frá sjón- armiði hverrar þjóðar. Þátttakendur verða 57 talsins, þar af 47 útlend ungmenni, sem koma til landsins í ágúst nk. og dveljast á Héraði í rúm- lega vikutíma. Egilsstaðir Þráinn Sigvaldason 20 ÁRA afmæli Tónlistarskólans á Kirkjubæjarklaustri var haldið há- tíðlegt föstudaginn 17. maí í félags- heimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæj- arklaustri. Þar komu fram bæði fyrrverandi og núverandi nemendur tónlistarskólans, sem spiluðu, sungu og dönsuðu fyrir viðstadda sem voru yfir 100. Jafnframt voru þetta vor- tónleikar og skólaslit á sama tíma. Í tilefni af þessum tímamótum gaf Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps tón- listarskólanum höfðinglega gjöf, 100 þúsund krónur, sem formaðurinn, Rannveig Bjarnadóttir, færði Birnu Bragadóttur skólastjóra sem þakk- aði vel fyrir, einnig fengu allir nem- endur tónlistarskólans í vetur af- mælispakka sem í voru bolir og peysur, merkt skólanum. Þótti þessi hátíð takast með afbrigðum vel. Afmælishátíð tónlistar- skólans Kirkjubæjarklaustur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.