Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 55
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 55 afsláttur af öllum vörum Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081 Gucci úr 30% - Reymond Weil 30% - vasaúr 30% 30% HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 10 11 / T A K T ÍK - N r.: 2 8 B LÍKT og áður hef ég haft gaman af því að fylgjast með kosningabarátt- unni fyrir sveitarstjórnakosning- arnar og sérstaklega í mínu sveit- arfélagi, Garðabæ. Mér brá þó dálítið þegar ég fór á opinn borg- arafund í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ liðlega viku fyrir kosn- ingar. Þar sagði Lovísa Einarsdótt- ir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinn- ar, að það mætti ekki setja of ung börn á leikskólana vegna þess að þar væri allt fullt af bakteríum. Þetta sagði hún til að mótmæla þeirri stefnu sjálfstæðismanna að foreldrar ættu að hafa val um leik- skólapláss allt frá því að fæðing- arorlofi lyki. Ég varð alveg agndofa þegar ég heyrði þessar yfirlýsingar Lovísu. Er þetta álit þeirra á leikskólum bæjarins? Frambjóðendur S-listans sögðu líka að best væri að börnin byrjuðu ekki í leikskóla fyrr en eft- ir að þau væru búin að fá allar bólu- setningar. Hvað finnst þeim um starfsemi dagmæðra? Mér finnst þetta beinar árásir á dagmæður í bænum sem eru með börn allt frá sex mánaða aldri. Börn eru bólusett þriggja, fimm, tólf og átján mánaða, 5 ára og loks 9 ára. Í ljósi þess er málflutningur Samfylkingarinnar stórfurðulegur. Sjálf er ég lærð ljósmóðir og er fimm barna móðir og veit vel að mikilvægt er að hlúa sem best að ungum börnum. Það er mjög vel hægt á þeim góðu leikskólum sem Garðabær rekur og ekki síst í ljósi þess að sjálfstæðismenn vilja byggja upp sérstaka aðstöðu fyrir yngri börnin í skólunum. Satt best að segja fannst mér ég vera komin aftur í tímann þegar ég heyrði Samfylkinguna tala um leikskólana sem stórhættulegan stað fyrir ung börn og þar ættu þau ekki að vera. FRÍÐA EINARSDÓTTIR, ljósmóðir, Ásgarði 2, Garðabæ. Allt fullt af bakteríum á leikskólunum? Frá Fríðu Einarsdóttur: ÞAÐ MUN hafa verið síðla árs 1974 sem breska popphljómsveitin Slade kom fyrst til Íslands. Ég var þá kennari á unglingastigi í Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi, en sá jafnframt um unglingaefni í Morg- unblaðinu, einkum þó um popptón- list. Ég kenndi samfélagsfræða- greinar, m.a. landafræði og mannkynssögu í 2. bekk þar sem sátu unglingar á 15. aldursári. Þetta var fyrsta árið mitt við kennslu og sjálfsagt hefur reynslu- leysið átt sinn þátt í því að náms- árangurinn var misjafn hjá nem- endunum og einkunnir á prófum dreifðust um mestallan skalann, frá 3-4 og upp í 10. Um þessar mundir komu Slade til landsins og léku á tónleikum í Laugardalshöll. Þeir voru stórt nafn í poppheiminum og gríðarlega vinsælir meðal krakka, einkum á aldrinum 10-18 ára. Ég fór í Höll- ina sem blaðamaður til að geta skrifað um tónleikana í Morgun- blaðið. Mér til ánægju hitti ég marga nemendur mína þar, feikna- lega káta og hrifna af ensku stór- stjörnunum. Ekki var laust við undrunarsvip á nemendum mínum er þeir sáu mig, kennarann sinn, og var ég þó bara 11 árum eldri en þau. Eftir tónleikana var haldið teiti fyrir hljómsveitina á Hótel Esju þar sem hún bjó og var blaðamönn- um boðið að vera meðal gesta. Heldur var þetta bragðdauf sam- koma, enda voru aðrir gestir flestir á mínu reki eða eldri og virtust ekki vera jafn upprifnir yfir Slade og krakkarnir á tónleikunum. Ég staldraði stutt við, enda þurfti ég að fara að kenna morguninn eftir, en náði þó að krækja í eiginhand- aráritanir hjá þeim þremur liðs- mönnum Slade sem litu inn í boðið. Morguninn eftir voru krakkarnir í Való ennþá í skýjunum og höfðu um margt annað við mig að spjalla en um landafræði og sögu. Þá kom mér í hug að gera þeim tilboð. Ég minnti þau á skyndipróf sem var á dagskrá innan fárra daga og kvaðst myndu gefa þeim þremur nemendum sem stæðu sig best á prófinu eiginhandaráritanirnar dýrmætu. Ég bætti þó við að þar kæmu jafnt til greina þeir sem fengju hæsta einkunn og hinir sem bættu sig mest frá síðasta prófi. Þessu var tekið með miklum fögnuði, þó heldur dempaðri en á tónleikunum kvöldið áður. Ég varð þess fljótt áskynja að krakkarnir fóru að lesa eins og vit- lausir fyrir prófið, enda til mikils að vinna. Ég varð þó mjög undr- andi þegar ég fór yfir úrlausnirnar, því að nánast hver einasti nemandi var með fína einkunn, á bilinu 8 til 10. Þar á meðal voru krakkar sem sennilega höfðu sjaldan fengið slík- ar tölur í einkunnabækur sínar en voru skyndilega meðal þeirra fremstu. Nú var úr vöndu að ráða og því dróst að ég afhenti úrlausnirnar. Hverjir áttu helst skilið að fá árit- anirnar? Það voru liðnar tvær vik- ur þegar ég bar vandamálið loks upp við bekkinn. Krakkarnir virt- ust áhugalitlir og sögðu bara: „Þú skalt ákveða þetta sjálfur.“ Slade- æðið var augljóslega runnið af þeim. Ég velti þessum vanda fyrir mér enn um hríð en svo gleymdist málið, áritanirnar lentu niður í skúffu og enginn spurði um þær. Ellefu árum síðar komu þær í ljós þegar ég var að pakka búslóð- inni til að flytjast búferlum. Ég bauð elstu dóttur minni sem þá var orðin 12 ára að eignast áritanirnar, en hún hafði engan áhuga. Hún kannaðist ekkert við Slade en vissi hins vegar allt um Duran Duran, nýjustu hetjurnar. Áritanirnar fóru því í ruslið, enda taldi ég þær verðlitlar úr því sem komið var. Nú eru Slade aftur á ferðinni á Íslandi og leika á Broadway. Þegar ég sá auglýsingu þess efnis rifj- aðist sagan upp fyrir mér um próf- árangurinn ótrúlega og ég hugsaði til þessara liðnu tíma með mikilli ánægju. Það sem ég tel mig hafa lært af þessu er: – Maður ætti aldrei að vanmeta hæfni unglinga til að læra og ná ár- angri ef þeir hafa rétta (innri) hvatningu. – Maður ætti aldrei að henda áritunum „gleymdra“ poppstjarna – þær geta orðið verðmætar með árunum ef stjörnurnar fara á kreik á nýjan leik. – Maður ætti að reyna að komast á góða tónleika sem oftast – þeir fylla mann gleði og krafti sem get- ur enst dögum saman í próflestri og öðrum verkefnum. Þetta er ég reiðubúinn að skrifa undir hvenær sem er – en ég held að enginn hafi áhuga á að eignast áritunina mína! STEFÁN HALLDÓRSSON, Skaftahlíð 1, Reykjavík. Hver átti að fá eiginhandaráritanir Slade? Frá Stefáni Halldórssyni: Sveit Norðurlands eystra vann kjör- dæmamótið í brids Sveit Norðurlands eystra sigraði á kjördæmamóti Bridssambands Ís- lands sem fram fór í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum um helgina. Þetta er ann- að árið í röð sem sveitin undir traustri stjórn Stefáns Vilhjálmsson- ar vinnur á þessu skemmtilega móti sem fyrst var haldið á Akranesi 1994. Sigursveitin hlaut 471 stig eða rúmlega 67 stig úr hverri umferð en kjördæmin eru átta og því spilaðar 7 umferðir. Sveit Reykjavíkur varð í 2. sæti með 453 stig, Reyknesingar urðu 3. með 450 og heimamenn 4. með 434 stig. Aðstaða til mótshalds eystra er mjög góð, veðurguðirnir sýndu sínar bestu hliðar og mótshaldið var heimamönnum til sóma. Keppnis- stjóri og reiknimeistari var Björgvin Már Kristinsson. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Sveit Norðurlands eystra sigraði á Kjördæmamótinu sem fram fór á Egilsstöðum um síðustu helgi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög góð mæting, eða 24 pör, var þriðjudaginn 14. maí og var að venju spilaður Michell tvímenningur. Lokastaða efstu para í N/S: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 257 Jón Pálmason - Ólafur Ingimundars. 254 Guðm. Þórðarson - Magnús Þorsteinss. 243 Hæsta skor í A/V: Þórhildur Magnúsd. - Bent Jónsson 262 Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 262 Einar Guðnason - Ragnar Björnsson 258 Sl. föstudag mættu aðeins 18 pör en þá urðu úrslitin þessi í N/S: Helga Guðbrandsd. - Ólafur Lárusson 319 Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 230 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 226 A/V: Magnús Halldórss. - Þorsteinn Laufdal 292 Ernst Bachman - Garðar Sigurðsson 244 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 243 Nokkra athygli vekur hátt skor Helgu Guðbrandsdóttur og spila- félaga hennar en þetta mun vera um 74% skor sem er með því hæsta sem sézt. Meðalskor báða dagana var 216. Sumarbrids í góðum gír Miðvikudagskvöldið 15. maí mættu 10 pör í Howell tvímenning þrátt fyrir knattspyrnuveisluna í Skotlandi, Real Madríd og Lever- kusen. Meðalskor var 108. Keppnisstjóri var Ísak Örn Sig. Efstu pör: Gylfi Baldursson - Hermann Friðriksson 132 Vilhjálmur Sigurðss. jr - Aron Þorfinnss. 128 Jón Stefánsson - Guðlaugur Sveinsson 119 Hafþór Kristjánss.- Guðlaugur Bessas. 117 Bryndís Þorsteinsdóttir - Jens Jensson 114 Fimmtudagskvöldið 16. maí urðu þessi pör efst. Matthías var keppn- isstjóri. (Miðlungur 108): Arngunnur Jónsd. - Harpa F. Ingólfsd. 139 Ragnar Ö. Jónsson - Alfreð Kristjánsson 129 Guðlaugur Sveinsson - Jón Stefánsson 122 Jón V. Jónmundsson - Torfi Ásgeirsson 114 Dagmar Arnard. - Valgerður Kristjónsd. 111 Föstudagskvöldið var 14 para Ho- well tvímenningur, Ljósbrá stýrði spilamennskunni og var haldin sveitakeppni á eftir. Úrslit í tví- menningnum urðu þessi, meðalskor var 156: Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir 203 Alfreð Kristjánss. - Baldur Bjartmarss. 188 Friðrik Jónsson - Eggert Bergsson 172 Emma Axelsdóttir - Davíð Lúðvíksson 165 Halla Bergþórsd. - Vilhjálmur Sigurðss. 164 Úrslitin í sveitakeppninni urðu þessi: 1. Ragnar Örn Jónsson- Arnar Arngrímsson - Ljósbrá Baldursdóttir - Matthías Þorvalds- son 57 2. Torfi Ásgeirsson - Leifur Aðalsteinsson - Árni og Oddur Hannessynir 47 3. Emma Axelsdóttir - Davíð Lúðvíksson - Björn Svavarsson - Helgi Samúelsson 42 4. Baldur Bjartmarss. - Alfreð Kristjánsson - Óskar Sigurðss. - Sigurður Steingrímss. 34 Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir og keppnis- stjóri aðstoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Nánari upplýs- ingar fást hjá BSÍ eða hjá Matthíasi í síma 860-1003. Einnig má senda tölvupóst til sumarbridge@bridge.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.