Morgunblaðið - 22.05.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
MIKLAR framkvæmdir hafa stað-
ið yfir við Tjarnargötuna í Hafn-
arfirði að undanförnu en búið er
að breikka götuna og gera gang-
stíg meðfram Læknum. Að sögn
upplýsingafulltrúa bæjarins
stendur til að gangstéttin muni
tengjast nýja leikskólanum á
Hörðuvöllum sem á myndinni sést
fjærst til hægri.
Í gær voru þessir herramenn
að vinna við kanthleðslu við göt-
una og vantar ekki kraftinn í
verkið ef marka má allt það grjót
sem kvarnast hefur úr garðinum.
Morgunblaðið/Ásdís
Grjótið mulið af miklum móð
SENDINEFND Íslands á ársfundi
Alþjóðahvalveiðiráðsins gekk út af
fundi ráðsins í gær eftir að hafa
mótmælt vinnubrögðum sem við-
höfð voru á fyrsta fundardegi.
Þjóðir sem stutt hafa sjónarmið Ís-
lands á fundinum sýndu stuðning
sinn í verki með því að klappa þeg-
ar Íslendingarnir gengu úr fund-
arsalnum.
Markmiðið áfram að
hefja hvalveiðar
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir íslensku sendinefnd-
ina hafa tekið rétta ákvörðun, ekki
hafi verið um annað að ræða í stöð-
unni.
Málið var rætt á fundi ríkis-
stjórnarinnar í gærmorgun en eng-
ar ákvarðanir um framhaldið voru
þó teknar. Árni segir ýmsa kosti í
stöðunni sem farið verði gaumgæfi-
lega yfir á næstunni en tekur fram
að íslensk stjórnvöld séu ekki undir
neinni tímapressu í málinu.
,,Við þurfum að fara vel yfir stöð-
una og sjá hvaða kostir eru í spil-
unum. Markmiðið er áfram að hefja
hvalveiðar sem fyrst og það er ekk-
ert búið að loka fyrir það með
þessu,“ segir sjávarútvegsráðherra.
Lýstu ásökunum á hendur
nokkrum ríkjum og yfirgáfu
svo fundarsalinn
Stefán Ásmundsson, formaður ís-
lensku sendinefndarinnar, sagði að
við upphaf fundar hvalveiðiráðsins í
fyrradag hefði stofnsamningur
ráðsins, reglur þess og almennar
reglur þjóðarréttar verið brotnar.
„Eftir þá framkomu sem okkur var
sýnd og eftir að það hefði verið
brotið harkalega á okkur töldum
við okkur ekki fært að sitja lengur í
þessum sal. Við upphaf fundarins í
morgun [í gærmorgun] las ég upp
yfirlýsingu frá íslensku sendinefnd-
inni þar sem ég lýsti ásökunum
nefndarinnar á hendur Bandaríkj-
unum, sem vörsluaðila samnings-
ins, Bo Fernholm frá Svíþjóð, for-
manni ráðsins, og þeim ríkjum sem
staðið hafa að þessu. Eftir að hafa
gert grein fyrir afstöðu okkar yf-
irgáfum við fundarsalinn,“ sagði
Stefán.
Íslenska sendinefndin gekk út af ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins
Sjávarútvegsráðherra
segir ýmsa kosti í stöðunni
Gengu út/11
HOLLENSK dómsmálayfir-
völd hafa framselt íslenskan
mann á fertugsaldri til lögregl-
unnar í Reykjavík og kom hann
til landsins í gær.
Hann situr nú í gæsluvarð-
haldi en lögreglan óskaði eftir
framsali hans í tengslum við
hvarf Valgeirs Víðissonar sem
ekkert hefur spurst til síðan
1994.
Það var í janúar síðastliðnum
að æðsti dómstóll í Hollandi
féllst á að framselja Íslending-
inn en hann afplánaði þá dóm í
Hollandi vegna smygls á 16
kílóum af kókaíni inn í landið.
Það var síðan hollenska dóms-
málaráðuneytið sem tók
ákvörðun um að maðurinn yrði
framseldur til Íslands.
Að sögn Harðar Jóhannes-
sonar yfirlögregluþjóns taka
nú við yfirheyrslur yfir mann-
inum í tengslum við rannsókn
málsins.
Fram-
seldur frá
Hollandi
til Íslands
HRÆ af rollum og skotinni kú, auk
kálfs, liggja óurðuð í landi Vatnsness
í Grímsnesi til að egna fyrir tófur að
sögn Þorsteins Magnússonar ábú-
anda þar á bæ. Samkvæmt upplýs-
ingum Hollustuverndar ríkisins er
um að ræða brot á reglugerð land-
búnaðarráðuneytisins um meðferð
og nýtingu á sláturúrgangi og dýra-
úrgangi. Heilbrigðisnefnd Suður-
lands hefur ekki borist kvörtun
vegna málsins.
Þorsteinn segir að kýrin hafi verið
skotin og rollurnar hafi drepist með
ýmsum hætti. Hann segist ekki hafa
heyrt að slíkar ráðstafanir þurfi
samþykki héraðsdýralæknis. Um sé
að ræða einkaland og hræin séu ekki
fyrir öðrum. Algengt sé að egnt sé
fyrir tófu með þessum hætti.
Hjá heilbrigðisnefnd Suðurlands
fengust þær upplýsingar að ráðstaf-
anir sem þessar samrýmdust ekki
góðum búskaparháttum. Var sagt að
mál af þessu tagi heyrðu aðallega
undir héraðsdýralækni.
Skotin kýr óurð-
uð ásamt nokkr-
um dauðum ám
FISKISTOFA er ekki undir
það búin að sinna útgáfu
rekstrarleyfa og eftirliti með
þorskeldi. Þessi starfsemi er
nú á hennar hendi eftir nýja
lagasetningu um eldi nytja-
stofna sjávar. Því munu
rekstrarleyfi fyrir þorskeldi
tæpast verða gefin út í bráð.
Þetta kom fram í erindi
Þórðar Ásgeirssonar fiski-
stofustjóra á fundi um þorsk-
eldi á Reyðarfirði.
Ráðuneytið eftir að
gefa út gjaldskrá
Hann sagði Fiskistofu ekki
undir það búna að taka við
þessu og vantaði reglur, fjár-
muni, mannskap og sérfræði-
þekkingu til að sinna málefn-
inu. Það væri ljóst að
umsóknum um þorskeldi sem
bærust á næstunni yrði ekki
sinnt að svo komnu máli. Hvað
eftirlit með eldinu varðaði ætti
sjávarútvegsráðuneytið eftir
að gefa út gjaldskrá þar að lút-
andi.
Viðamiklar reglur
ESB um eldisafurðir
Þórður sagði að margt þyrfti
að hafa í huga þegar reglur um
þorskeldi yrðu samdar. Hann
benti í því sambandi á viða-
miklar reglur Evrópusam-
bandsins um eldisafurðir, sem
taka m.a. á fóðrun, meðhöndl-
un og eftirliti með nytjaveið-
um.
Augljóst væri að Evrópu-
sambandið myndi krefjast þess
að þessar reglur yrðu innleidd-
ar á Íslandi, ef eldisfiskur héð-
an ætti að eiga leið inn á Evr-
ópumarkaði. Þá sagði Þórður
að Fiskistofa myndi að sjálf-
sögðu reyna að sinna þessu
nýja verkefni sínu sem best, en
embættið þyrfti að fá rétt tæki
í hendurnar til að svo mætti
verða.
Þorskeldi/23
Fiskistofu vantar
fjármuni og fólk
Umsókn-
um um
þorskeldi
ekki sinnt