Morgunblaðið - 12.06.2002, Side 10

Morgunblaðið - 12.06.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐAL um 40 Falun Gong- iðkenda sem komu með flugvél frá Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær og voru kyrrsettir í Leifsstöð var Laney Wang, en hún er frá Taívan, eins og flestir úr hópnum. Hún er spurð hver sé leiðtogi hópsins en svarar því til að engin leiðtogaembætti séu í hreyfing- unni, hins vegar sé önnur kona, Pan Hsing Ming, fararstjóri þeirra sem komu frá Taívan. „Falun Gong er ekki skipulögð hreyfing með embættum og valda- stiga,“ segir Wang. „Sjálf er ég frá Taívan eins og flestir aðrir í hópn- um, við erum frá ýmsum stöðum á Taívan. Ég lauk námi við banda- rískan háskóla og var í meira en 20 ár starfsmaður útibús bandarísks banka á Taívan en fór á eftirlaun í fyrra. Sumir eru húsmæður, aðrir op- inberir starfsmenn, hér er fólk af ýmsu tagi, með margs konar menntun. Ég þekkti fæsta af þeim sem hér eru áður en við fórum af stað til Íslands með viðkomu í Moskvu og Kaupmannahöfn. Við vildum koma hingað til Íslands af því að okkur finnst þetta mjög sér- stætt land og gerólíkt okkar landi. Við vildum fá tækifæri til að segja fólki sannleikann um Falun Tava, sem líka er kallað Falun Gong, við komum hingað til að stunda æfing- arnar og sýna hvernig þær eru gerðar. Um er að ræða fimm æf- ingar en mikilvægast af öllu er hjartalagið, við leggjum áherslu á sannleika, samhygð og umburðar- lyndi og reynum eftir bestu getu að leggja rækt við þessa eiginleika í daglegu lífi okkar. En við fáumst ekki við stjórn- mál, reynum aðeins að verða góðar manneskjur og halda góðri heilsu. Kínversk stjórnvöld pynta nú iðk- endur Falun Gong algerlega að ástæðulausu, fólkinu er misþyrmt eingöngu vegna þess að það leggur stund á æfingarnar.“ Hún segist aðspurð ekki vita hvers vegna kínversk stjórnvöld berjist svo hart gegn Falun Gong. Fólk sem stundi æfingarnar sé of- sótt á ýmsa lund, það sé fangelsað og beitt pyntingum. Segist hún hafa séð myndbönd þar sem afleið- ingar pyntinganna birtast með skýrum hætti. Fjölmiðlum landsins sé skipað að flytja ósannindi um hreyfinguna og liðsmenn hennar í Kína og utan landsins. „Það hrygg- ir okkur mjög að sjá hvað kín- verskir lögreglumenn fara illa með félaga okkar,“ segir Wang. – En ef hreyfingin er ekki skipu- lögð eins og önnur samtök hvernig stendur á því að þið eru komin hingað til lands svona mörg? Þarf ekki einhvers konar samráð til að koma því í kring og tengist koma ykkar ekkert opinberri heimsókn Kínaforseta? „Fæst okkar vissu að Jiang for- seti væri að koma hingað þegar við lögðum af stað frá Taívan. Við er- um búin að vera í mörgum lönd- um, í mars var ég í Grikklandi og Sviss. Í desember sl. var ég í Þýskalandi. Þegar minnst var á Ís- land fannst mörgum hugmyndin hljóma vel.“ – Er það virkilega aðeins til- viljun að svo margir félagar í Fal- un Gong eru hér samtímis þegar Jiang forseti er í heimsókn? „Ég get aðeins svarað til um fólkið frá Taívan, okkar markmið var að kynna Falun Gong fyrir Ís- lendingum. Ég veit að lögreglu- mennirnir hérna í stöðinni eru að- eins að stunda sitt starf, þeir eru góðir menn. Og ég held að þeir viti að við erum gott fólk sem ekki vill gera neinum mein.“ – Íslenskir embættismenn segja að sumir talsmenn Falun Gong hér hafi sagt að þeir ætli ekki að hlýða fyrirmælum lögreglunnar og mót- mæla Jiang á stöðum þar sem þeim verður bannað að vera. Ætlar þú að taka þátt í slíkum mótmæl- um? „Málið er að við ætlum ekki að taka þátt í mótmælum heldur að- eins stunda æfingar okkar með friðsamlegum hætti og sýna fólki hvað Falun Gong er. Við ætlum ekki að mótmæla stjórn eða for- seta Kína með neinum hætti. Fal- un Gong er ekki í stjórnmálum.“ – Sumir félagar ykkar hafa þó efnt til mótmæla í öðrum löndum, er það ekki? „Hefurðu séð hvernig þau mót- mæli fara fram? Þau eru ákaflega friðsamleg. Notaðar eru friðsam- legar aðferðir til að segja sannleik- ann og ekki er verið að skaða nokkurn mann.“ – Embættismenn hér segja að þeim beri skylda til að vernda Ji- ang fyrir Falun Gong, hann sé gestur hér. „Við erum frá Taívan og ég get sagt þér að þar förum við alger- lega eftir fyrirmælum opinberra yfirvalda. En við sættum okkur ekki við að okkur sé meinað að koma hingað til lands eingöngu á þeirri forsendu að við séum Falun Gong-iðkendur og verðum því að fara á brott. Það getum við ekki sætt okkur við.“ „Ætlum ekki að taka þátt í mótmælum“ Morgunblaðið/Þorkell Laney Wang: „Við ætlum ekki að mótmæla stjórn eða forseta Kína með neinum hætti. Falun Gong er ekki í stjórnmálum.“ XIAOXU Shean Lin, líffræðingur frá Atlanta í Bandaríkjunum, og Mengyang Jian, sem er nýútskrifuð úr menntaskóla í Boston, eru meðal þeirra 26 áhangenda Falun Gong sem synjað var um landvist á Ís- landi og hafa verið í haldi lögreglu í Njarðvíkurskóla frá því í gærmorg- un. Farþegar af asískum uppruna yfirheyrðir í hliðarherbergi Þau komu með Flugleiðavél frá Boston og segjast hafa verið stöðv- uð í landamærahliðinu í Leifsstöð. Allir farþegar sem litu út fyrir að vera af asískum uppruna hafi verið stöðvaðir í hliðunum og leiddir inn í hliðarherbergi til yfirheyrslu. ,,Við vorum spurð hvort við þekktum Falun Gong og hvort við værum komin hingað til lands í þeim til- gangi að mótmæla. Síðan var okkur tjáð að okkur væri neitað um land- göngu á Íslandi og vorum svo öll flutt hingað í skólann,“ segir Meng- yang Jian. Shean Lin segir greinilegt að ís- lensk yfirvöld hafi látið undan þrýstingi frá Kínverjum vegna heimsóknar Jiang Zemin, forseta Kína. ,,Kínversk stjórnvöld hafa dreift þeim áróðri að Falun Gong ætli að standa fyrir miklum mót- mælaaðgerðum hér. Ég tel að þess- ir atburðir séu afleiðing af áróðurs- þrýstingi frá Kínverjum,“ segir hann. Aðspurð hvort þau séu komin til Íslands í þeim tilgangi að mótmæla komu kínverska forsetans segir Mengyang Jian svo ekki vera. Áður en þau stigu um borð í flugvélina í Bandaríkjunum hafi þau undirritað sérstaka yfirlýsingu um að tilgang- ur fararinnar til Íslands væri ekki sá að hafa í frammi mótmæli. ,,Við erum hér hvert fyrir sig að eigin ákvörðun og sem einstaklingar. Ég þekki ekki yfir 90% þessa fólks sem er hér saman komið í skólanum,“ segir hún. ,,Það skiptir ekki öllu máli þótt við sjáum ekki kínverska forsetann á meðan við erum hér, heldur mun nálægð okkar hér á landi einfald- lega setja þrýsting á hann vegna þess að þá er honum gert ljóst að umheimurinn veit um mannrétt- indabrotin, sem framin eru gegn Falun Gong í Kína,“ segir hún. Þau leggja áherslu á að Falun Gong-iðkendur hafi eingöngu frið- arboðskap fram að færa og hafi m.a. staðið að friðsamlegum mót- mælum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York og í Genf og hlotið viðurkenningu lögregluyfir- valda fyrir friðsamlegar aðgerðir. ,,Við reynum aldrei að vera lögreglu erfið í neinu landi,“ segir hann. – Íslensk lögregluyfirvöld halda því fram að dæmi séu um að félagar í Falun Gong virði ekki öryggis- reglur og reyni að komast inn á af- mörkuð öryggissvæði. Hverju svar- ið þið þessu? ,,Ég fæ með engu móti séð af hverju við ættum að haga okkur svo óskynsamlega. Við leggjum okkur alltaf fram um að eiga samvinnu við lögreglu hvar sem við erum. Allt annað væru mikil mistök,“ segir hann. Stuðningur við stefnu Kínverja ef látið er undan kröfum þeirra Þau láta vel af aðbúnaðinum í Njarðvíkurskóla og segja að ís- lenska lögreglan hafi komið vel fram við þau. Þeim sé færður matur og drykkir og þeim hafi verið leyft að hringja hvert sem er. Shean Lin segir að íslensk stjórn- völd eigi við það vandamál að stríða að kínversk stjórnvöld séu að reyna að koma fram hryðjuverkastefnu sinni gagnvart Falun Gong út um allan heim, sem fótum troði grund- vallarmannréttindi. Með því að láta undan kröfum kínverskra stjórn- valda séu íslensk stjórnvöld í raun að veita þessari stefnu stuðning. ,,Ef íslensk stjórnvöld ákveða að vísa Falun Gong-fólki frá landinu, fólki sem á engan sakaferil að baki, munu kínversk stjórnvöld hagnýta sér það í áróðri sínum um Falun Gong og valda enn fleiri þjáning- um,“ segir hann. Þau sögðust að lokum vona að ís- lensk stjórnvöld breyttu ákvörðun sinni og veittu þeim landvist svo þeim yrði ekki vísað frá landinu í dag. Xiaoxu Shean Lin og Mengyang Jian eru í haldi í Njarðvíkurskóla Leggjum okkur fram um samvinnu við lögreglu Morgunblaðið/Júlíus Mengyang Jian frá Boston og Xiaoxu Shean Lin frá Atlanta eru í hópi 26 Falun Gong-félaga í Njarðvíkurskóla. UNGLIÐAHREYFINGAR Framsóknarflokks, Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks sendu í fyrradag frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem mannréttindabrotum kín- verskra stjórnvalda er harð- lega mótmælt. Í yfirlýsing- unni kemur fram að kínversk stjórnvöld hafi fótum troðið sjálfsögð mannréttindi þegna sinna, þar á meðal skoðana- og tjáningarfrelsi, félagafrelsi og rétt fólks til þess að fá réttláta málsmeðferð fyrir óháðum dómstólum. Þá mót- mæla ungliðahreyfingarnar þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að meina fé- lagsmönnum í Falun Gong að koma til Íslands, enda sé fólkið komið hingað í þeim til- gangi einum að hafa uppi friðsamleg mótmæli gegn mannréttindabrotum. Í andstöðu við þær lýð- ræðishefðir sem íslensk stjórnskipun byggir á Í yfirlýsingunni segir: „Þessi ákvörðun er í andstöðu við þær lýðræðishefðir sem íslensk stjórnskipun byggir á og samræmist ekki þeim al- þjóðlegu skuldbindingum sem Íslendingar hafa gengist und- ir um að virða mannréttindi. Ísland er eina vestræna ríkið sem tekur upp á því að banna inngöngu Falun Gong-félaga inn í landið. Við lýsum yfir miklum áhyggjum yfir því að hefð virðist vera að myndast hjá íslenska ríkinu að beygja eða jafnvel brjóta lög og mannréttindi þegar kínversk- ir ráðamenn heimsækja land- ið.“ Ungliðarnir, auk samtaka stúdenta við Háskóla Íslands, munu skipuleggja væntanleg- ar mótmælaaðgerðir á næst- unni. Mótmæla mannrétt- indabrot- um í Kína Ungliðahreyfingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.