Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 14
ÞRJÁR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Glerárskóla á Akureyri. Umsækjendur eru: Halldór Gunnarsson, að- stoðarskólastjóri Glerárskóla, Karl Erlendsson, skólastjóri Þelamerkurskóla, og Úlfar Björnsson, skólastjóri Odd- eyrarskóla. Vilberg Alexandersson, sem verið hefur skólastjóri Glerárskóla undanfarin 35 ár, er nú að láta af störfum. Gler- árskóli er einsetinn grunn- skóli með um 430 nemendur og yfir 50 starfsmenn, þar af um 30 kennara. Hlutfall fag- menntaðra kennara við skól- ann er nú yfir 90%. Skólinn er fullbyggður og við hann eru íþróttahús og sundlaug. Skólastjóri Glerárskóla Þrjár umsókn- ir um stöðuna Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, í hópi kvenna á fyrsta fundi bæjarstjórnar í gær. F.v. Valgerður H. Bjarnadóttir skrifari, Þóra Ákadóttir forseti , Kristján Þór og Gerður Jónsdóttir skrifari . KONUR eru í meirihluta í nýrri bæjarstjórn Akureyrar, en fyrsti fundur hennar var síðdegis í gær. Alls náðu nú 6 konur kjöri í bæjar- stjórn af 11 fulltrúum og er þetta í fyrsta skipti sem konur skipa meirihluta í bæjarstjórn á Akur- eyri. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn og er Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri og Jakob Björns- son formaður bæjarráðs. Þá var Þóra Ákadóttir kjörin forseti bæj- arstjórnar á fundinum í gær. Jakob Björnsson er fyrsti varaforseti og Oktavía Jóhannesdóttir annar varaforseti. Þær Gerður Jónsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir voru kjörnar skrifarar bæjarstjórnar. Í bæjarráði verða, auk Jakobs, Þórarinn B. Jónsson, varafor- maður, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Oktavía Jóhannesdóttir og þá situr Val- gerður H. Bjarnadóttir í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi. Bjarni Jónasson er formaður at- vinnumálanefndar, Heiða Hauks- dóttir formaður áfengis- og vímu- varnanefndar, Jakob Björnsson formaður félagsmálaráðs og einnig formaður framkvæmdaráðs. Guðný Jóhannesdóttir er formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Björn Snæbjörnsson formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar og Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður menningarmálanefndar. Ingimar Eydal stýrir náttúruverndarnefnd, Jón Kr. Sólnes skólanefnd og Páll Tómasson er formaður stjórnar Norðurorku. Þá er Guðmundur Jó- hannsson formaður umhverfisráðs. Kristján Þór gerði á fundinum grein fyrir málefnasamningi meiri- hlutaflokkanna og helstu fram- kvæmdum sem ráðist verður í á komandi kjörtímabili. Oktavía Jó- hannesdóttir, Samfylkingu, gagn- rýndi samninginn, sagði hann lang- an en ekki að sama skapi innihalds- drjúgan og hlutur framsóknar væri heldur rýr. Þá fannst henni samn- ingurinn loðinn og óskýr, fátt væri þar nýtt að finna og skortur væri á ferskum andblæ. Þóra Ákadóttir forseti í nýrri bæjarstjórn á Akureyri Konur skipa meiri- hluta í fyrsta sinn AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ Áhugafólk um leiklist Dagana 21.-22. júní nk. verður haldin ráðstefna um leiklist á Akureyri. Viðfangsefni ráðstefnunnar verður: Samspil áhugaleikfélaga og atvinnuleikhúsa. Ráðstefnan stendur frá kl. 10.00 til 16.30 á föstudaginn og frá kl. 9.30 til 12.15 á laugardaginn. Fyrirlesarar verða Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri, Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri, Ágústa Skúladóttir, leikstjóri, Hörður Sigurðarson frá BÍL, Eyðun Johannessen, leikhússtjóri, Færeyjum, Kaj Puumalainen, leikmyndasmiður, Finnlandi og María Öller, leikari, Finnlandi. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á skrifstofu Gilfélagsins í Ketilhúsinu, Akureyri. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 15. júní nk. Sími 466-2609 og netfang listagil@listagil.is. Ráðstefnan er haldin á sama tíma og leiklistarhátíðin „Jónsmessuleikur“, þar sem sýnd verða 6 forvitnileg leikrit frá Íslandi, Færeyjum og Finnlandi. Gilfélagið. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Aðalfundur KEA verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri miðvikudaginn 19. júní nk. og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Fundarsetning Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins Skýrsla stjórnar Skýrsla kaupfélagsstjóra a. Reikningar félagsins b. Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl. Afgreiðsla reikninga og tillaga félagsstjórnar Skýrsla stjórnar Menningarsjóðar KEA Erindi deilda Þóknun stjórnar og endurskoðenda Kosningar a. Sjö menn í stjórn, fjórir til tveggja ára og þrír til eins árs, og þrír í varastjórn til eins árs b. Níu fulltrúar á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga c. Löggiltur endurskoðandi Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. FÉLAG áhugafólks og aðstand- enda Alzheimer-sjúklinga og heilabilaðra á Norðurlandi, FA- ASAN, er 10 ára á þessu ári. Af því tilefni afhenti félagið Sambýl- inu í Bakkahlíð á Akureyri, sem er sambýli fyrir heilabilaða, raf- magnsorgel að gjöf. Við það tæki- færi var haldin smáhátíð í Bakka- hlíðinni, þar sem söngfólk úr röðum aðstandenda ásamt undir- leikara skemmti heimilisfólki og aðstandendum þeirra, eins og seg- ir í fréttatilkynningu frá félaginu. FAASAN var stofnað 4. apríl 1992 en félagið er hluti af lands- samtökum og hlutverk þess er að fræða og upplýsa aðstandendur um sjúkdómin, gæta hagsmuna sjúklinga með Alzheimer og skylda sjúkdóma og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem sjúklingar og aðstandendur eiga við að etja. FAASAN heldur 4-5 félags- fundi yfir veturinn þar sem boðið er uppá fræðslu og veittar al- mennar upplýsingar, stuðnings- hópar fyrir aðstandendur eru á vegum öldrunarlækningadeildar- innar í Kristnesi. Bæklingur sem FAASAN gaf út fyrir tveimur ár- um liggur frammi á Heilsugæslu- stöðinni, FSA, Kristnesi og fleiri stöðum um allt Norðurland. Sambýli heila- bilaðra fært rafmagnsorgel FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Emblu á Akureyri gáfu á dögunum 100 þúsund krónur til minningar um Lilju Sigurjónsdóttur, fyrrverandi félaga í klúbbnum, en hún lést í apr- ílmánuði síðastliðnum. Ákveðið var að styrkja Kven- félagið Baldursbrá vegna minning- arsjóðs Júditar Sveinsdóttur. And- virði sjóðsins fer til kaupa á steindum gluggum í Glerárkirkju. Þess má geta að Kiwanisklúbburinn Embla á Akureyri varð 10 ára 25. apríl sl. Kiwanisklúbburinn Embla Frá afhendingu minningargjafarinnar í Glerárkirkju. Baldursbrá fær styrk alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.