Morgunblaðið - 12.06.2002, Page 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ó
tal mæður sem ég hef
hitt um dagana hafa
vakið máls á sam-
viskubitinu. Ungar
sem aldnar. Sjálf er
ég engin undantekning. Ég held
ég hafi fengið samviskubit strax
fyrstu dagana eftir að dóttir mín
fæddist. Samviskubitið fékk ég
vegna þess að mér fannst ég ekki
hafa nægilega mjólk handa henni.
Hún þyngdist ekki nóg samkvæmt
vaxtarkúrfunni sem allt átti að
miðast við. Seinna fékk ég sam-
viskubit þegar ég hætti með hana
á brjósti. Þá var hún fimm mán-
aða. Of snemmt samkvæmt vel-
flestum uppeldisbókum. Síðan
jókst samviskubitið þegar ég fór
að vinna og kom henni að hjá dag-
móður. Þá var hún ellefu mánaða.
Of ung miðað
við viðteknar
kenningar um
þroska barna.
Svona gæti ég
haldið lengi
áfram. Í stuttu
máli sagt: Allar götur síðan dóttir
mín fæddist hef ég haft sam-
viskubit yfir einu eða öðru sem
tengist uppeldinu. Mér finnst ég
aldrei gera nógu vel. Það er alltaf
hægt að finna eitthvað; kenningu,
bók, almenn viðhorf, eitthvað sem
segir mér að ég eigi að gera betur.
Þrátt fyrir það geri ég eins vel og
ég get. En það er eins og það sé
ekki nóg. Samviskubitið er þarna
alltaf. Það fylgir mér, sem og öðr-
um mæðrum að því er virðist.
Móðir mín hefur talað um það,
frænkur mínar og vinkonur.
Það merkilega er þó að ég hef
aldrei heyrt feður tala um sam-
viskubitið. Af einhverjum ástæð-
um virðast þeir ekki hafa slæma
samvisku vegna uppeldisins.
(Kannski þeir hafi hana þó samt
þrátt fyrir að tala ekki um það.)
Ég hef á hinn bóginn oft heyrt þá
stæra sig af ýmsu því sem tengist
uppeldinu. Til dæmis því hvað þeir
eru duglegir að lesa fyrir barnið á
kvöldin eða koma því í skólann á
morgnana. Hvað þeir eru liðtækir
við að skipta um bleiu eða setja
barnið í bað. Í sjálfu sér hef ég
ekkert við það að athuga að feður
monti sig af þessum verkum. Það
sem vekur hins vegar athygli mína
er að ég hef ekki heyrt mæður
hreykja sér af þeim. Þær virðast
með öðrum orðum ekki telja það
til tíðinda þótt þær sjái, jafnvel al-
farið; aleinar og án nokkurrar að-
stoðar, um þessar grunnþarfir
barnsins.
En hvaðan skyldi þetta umtal-
aða samviskubit koma? Og af
hverju virðist það hrjá mæður í
meira mæli en feður? Ég held að
samviskubitið eigi rætur sínar að
rekja til þeirra viðhorfa sem enn
finnast í þjóðfélaginu varðandi
hlutverk kynjanna. Samviskubitið
nærist með öðrum orðum á þeim
viðhorfum sem segja að konur
eigi, þrátt fyrir aukna þátttöku á
vinnumarkaðnum, að koma meira
að uppeldi barnanna en karlar.
Þær eigi ekki aðeins að standa sig
vel í vinnunni, þær eiga líka að
vera fyrirmynd allra uppalenda.
Uppeldi barnanna sé á þeirra
ábyrgð. Ég er svo sem ekki að
halda því fram að þessi viðhorf séu
ríkjandi. Nei, þau eru sem betur
fer á undanhaldi, en þau eru samt
enn til staðar. Og vegna þeirra eru
meiri og öðruvísi kröfur gerðar til
mæðra en feðra. Vegna þeirra eru
konur sífellt undir smásjánni þeg-
ar kemur að uppeldi barnanna.
Vegna þeirra eru mæður sífellt
gagnrýndar fyrir að gera ekki
nógu vel, fyrir að standa ekki sína
plikt.
– Því má bæta við að gagnrýnin
kemur ekki síst frá konunum sjálf-
um. Ólík viðhorf til hlutverka
kynjanna birtast okkur á ýmsan
máta. Til dæmis þykir það varla
tiltökumál ef feður fara utan til
vinnu eða náms í lengri tíma þegar
börnin eru lítil. Í þeim tilvikum
þykir það sjálfsagt mál að konan
sé eftir á Íslandi og sjái um börn-
in. Sjálfri finnst mér ekkert at-
hugavert við þessa tilhögun. Svo
lengi sem það sama gildir um kon-
ur og karla. En svo er ekki. Ég
þekki til að mynda dæmi um það
að karlinum hafi verið hrósað fyrir
þá þrautseigju að halda það út svo
lengi fjarri fjölskyldunni á sama
tíma og konan, sem varð eftir
heima og sá um barnauppeldið,
auk þess sem hún var í fullri
vinnu, til að fjármagna heim-
ilishaldið, var gagnrýnd fyrir það
að fara með barnið í pössun! Þetta
þykir mér vægast sagt ósann-
gjarnt! Karlinn var stikkfrí þegar
kom að uppeldinu, hann var jú úti
að læra, en konan var gagnrýnd
fyrir það að þurfa á hjálp að halda.
Samt var það hún sem varð eftir
til að sjá um uppeldið. Þessu er
síðan iðulega snúið við þegar kon-
an heldur utan í nám eða til vinnu
og karlinn verður eftir til að sinna
börnunum. Þá er konan gagnrýnd
fyrir að fara frá barni eða börnum
en eftir því tekið sérstaklega hvað
karlinn er „duglegur“ að sjá um
heimilið. Honum er jafnvel vor-
kennt fyrir að eiga svo „kald-
lynda“ konu og ástæða talin til að
bjóða honum oft og mörgum sinn-
um í mat til að létta honum lífið.
Auk þess þykir sjálfsagt að passa
fyrir hann enda hefur hann
„mörgum öðrum mikilvægum
hnöppum að hneppa fyrir utan
heimilið“.
Svona ólíkum viðhorfum til
hlutverka kynjanna mætum við á
hverjum degi, í einni eða annarri
mynd. Við sjáum þau m.a. í aug-
lýsingum, þar sem einungis konur
auglýsa bleiur og mjúk barna-
þvottaefni, eins og rakadrægni
bleia komi þeim einum við (sem
betur fer eru þó að koma fram
undantekningar á slíkum auglýs-
ingum) og heyrum þau alltof oft í
umræðum um karla sem kjósa að
vera heimavinnandi eða taka sér
mun lengra fæðingarorlof en kon-
urnar. Þessi viðhorf krauma undir
niðri og birtast okkur öðru hvoru í
ýmsum myndum, eins og t.d. þeim
sem hér á undan eru raktar. Á
slíkum viðhorfum nærist sam-
viskubitið –þetta að því er virðist
endalausa samviskubit. Og þó.
Kannski er kominn tími til að
kasta samviskubitinu fyrir róða.
Gefa viðteknum viðhorfum til
hlutverkaskiptingar kynjanna
langt nef, sem og öllum vaxtark-
úrfum, uppeldisbókum og kenn-
ingum fræðimanna um það hvað
okkur er fyrir bestu. Treysta dóm-
greindinni og því að við gerum
flest ef ekki öll okkar besta, þegar
kemur að uppeldi barnanna okkar.
Mæður og
samviskubitið
„Samviskubitið nærist með öðrum orð-
um á þeim viðhorfum sem segja að kon-
ur eigi, þrátt fyrir aukna þátttöku í
vinnumarkaðnum, að koma meira að
uppeldi barnanna en karlar. Uppeldið
sé á þeirra ábyrgð.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
UNDIRRITAÐUR vann við það
í tvö ár að stýra mati á umhverfis-
áhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Það
var stórt og flókið verkefni og af-
skaplega lærdómsríkt fyrir alla þá
sem að því komu. Ég vandist því
þar að Austfirðingum eins og fleir-
um er afar annt um að farið sé rétt
með þegar fjallað er um staðhætti,
við skulum kalla það að bera virð-
ingu fyrir landafræðinni. Þeir lögðu
auk þess mikið upp úr því að nota
örnefni á réttan hátt. Þá kynntist
ég því líka í þessu verkefni að þeir
sem eru á móti öllum svona fram-
kvæmdum á hálendinu hafa til-
hneigingu til þess að ýkja.
Nú fylgist ég með öðru verkefni
af áhorfendapöllunum. Landsvirkj-
un er um þessar mundir að kynna
fyrirhugaða veitu frá Þjórsá við
Norðlingaöldu yfir í Þórisvatn. Of-
an við stífluna við Norðlingaöldu
myndast miðlunarlón í farvegi
Þjórsár sem nefnt hefur verið
Norðlingaöldulón. Þessi fram-
kvæmd er á svipuðum slóðum og
Kvíslaveita, suðaustan undan Hofs-
jökli og við suðurjaðar svonefndra
Þjórsárvera. Þjórsárver er sam-
heiti fyrir nokkur ver með mismun-
andi nöfnum við upptakakvíslar
Þjórsár undir Hofsjökli.
Veitan gegnir sama hlutverki og
Kvíslaveita, sem er að veita uppta-
kakvíslum Þjórsár yfir í Þórisvatn.
Tilgangurinn með þessu er að vatn-
ið renni um virkjanir sem þegar er
búið að byggja og auki þar með
orkuframleiðsluna á hagkvæman
hátt. Orkan fer að mestu til iðnaðar
og skilar sér þannig sem atvinnu-
sköpun og auknar útflutnings-
tekjur landsmanna.
Umræða um lón ofan Norðlinga-
öldu á sér langa sögu sem tengist
fyrst og fremst verndun Þjórsár-
vera. Verin eru, eins og flestum er
kunnugt, helsta varpland íslensku
heiðagæsarinnar. Fyrir mörgum
áratugum, þegar fyrst var hugað að
virkjun Þjórsár, voru verin ekki í
fyrirrúmi hjá verkfræðingunum, og
því síður gæsirnar, og teiknað var
lón yfir þetta allt saman að mestu
leyti. Auðvitað var það ekki í lagi.
Árið 1981 var komist að þeirri nið-
urstöðu að ásættanlegt væri að
byggja þarna lón með tilteknum
skilyrðum ef hæð vatnsborðs færi
ekki yfir 581 metra yfir sjó. Þar
með myndi vatna svolítið inn í verin
en ekki mikið. Jafnframt voru skil-
greind mörk friðlands í Þjórsárver-
um.
Nú, tveimur áratugum seinna,
eru gerðar umtalsvert meiri kröfur
í umhverfismálum. Þar með gengur
þetta „svolítið inn í verin, en ekki
mikið“ ekki lengur. Ráðið við þessu
hjá Landsvirkjun var að bakka með
lónið út úr verunum, gera það
minna og bæta við dælubúnaði til
að hjálpa til við að veita vatninu yf-
ir í Þórisvatn. Þess vegna er nú
miðað við 6 metra lægri hæð en áð-
ur, eða 575 metra yfir sjó, og þá
vatnar nánast ekkert inn í Þjórs-
árver.
Það virðist ekki vera samstaða
um það hvar Þjórsárver eru! Það
virðist heldur ekki vera á hreinu að
þessar nýjustu miðlunarhugmyndir
hafi tekið alveg sérstakt tillit til
Þjórsárvera og að lónið sé núna
fyrir neðan verin. Og það virðist
ekki njóta sannmælis að Lands-
virkjun hafi með þessum breyting-
um tekið nútímalegt tillit til um-
hverfisins.
Því er nefnilega enn haldið fram
að það eigi „að drekkja Þjórsárver-
um“. Auk þess að Þjórsárver hýsi
mesta heiðagæsavarp
í heimi, sem lá fyrir.
Einnig að þýðing þess-
arar gróðurvinjar fyr-
ir náttúruauðlegð Ís-
lands og alls heimsins
sé ótvíræð, sem líka lá
fyrir. Því er líka haldið
fram að Ramsarsátt-
málinn um verndun
votlendis sé í voða,
sem eru ný tíðindi.
Það eigi að byggja lón
í Þjórsárverum og því
sé gervöll þessi nátt-
úruperla í uppnámi.
Nú er mér öllum
lokið. Hef ég þá rugl-
ast svona illilega í landafræðinni?
Eða er búið að færa Þjórsárver?
Nei, það er einfaldlega verið að
ýkja. Landafræðinni er hagrætt
með sérstakri málnotkun. Hvað
þýðir „að drekkja Þjórsárverum“?
Það þýðir bókstaflega það sem koll-
egum mínum í verkfræðingastétt
datt í hug upp úr miðri síðustu öld,
sem sé að setja þetta allt saman
meira og minna undir vatn. Mér er
hins vegar ómögulegt að sjá það af
landakortum að þetta standi til nú.
Enda er lónið núna áformað fyrir
neðan það sem ég hélt og held enn
að séu Þjórsárver.
Fyrir næstum því einni öld var
byggð stífla í Elliðaánum, árnar
virkjaðar og Reykjavík fékk raf-
magn. Þá varð til Elliðavatn í nú-
verandi mynd. Elliðavatnið stendur
í útjaðri Heiðmerkur. Ef sama mál-
notkun og að „drekkja Þjórsárver-
um“ hefði verið notuð um þennan
gerning hefði þarna hæglega getað
orðið á pappírunum
umhverfisslys tuttug-
ustu aldarinnar. Þá
hefði nefnilega með
sama hætti verið hægt
að halda því fram að
ætti „að drekkja Heið-
mörkinni“.
Meðfylgjandi er
kort af Þjórsárverum.
Á kortið er merkt frið-
landið sem skilgreint
var árið 1981 og fyr-
irhugað Norðlinga-
öldulón. Ég hef alltaf
skilið það svo að sam-
heitið Þjórsárver gilti
fyrir verin norðan Sól-
eyjarhöfða og að þar
með væru þau norðan við nyrsta
enda lónsins. Víðari og einfaldari
skilgreining er sú að þau séu alla-
vega fyrir norðan mörk friðlands-
ins. Þetta skiptir í sjálfu sér ekki
höfuðmáli, heldur það að innan frið-
landsins eru þau ver sem talin hafa
verið verðmætust með tilliti til líf-
ríkisins. Það vatnar ekki upp á þau
ver. Innan friðlandsins er lónið
fyrst og fremst í gróðurvana far-
vegi Þjórsár. Sunnan marka frið-
landsins eru engin ver sem svo eru
kölluð innan lónstæðisins.
Svona held ég að landafræðin sé
á þessu fyrirhugaða framkvæmda-
svæði. Það passar hins vegar ekki
við það sem sumir halda fram í fjöl-
miðlum. En það er bara ekki rétt að
það eigi að drekkja Þjórsárverum.
Eina leiðin til þess að drekkja ver-
unum er að færa þau í heilu lagi inn
í lónið og gæsavarpið og gildis-
svæði Ramsarsáttmálans með.
Auðvitað fylgja margs konar um-
hverfisáhrif svona framkvæmdum.
Um það hef ég ekki fjallað og ætla
ég ekki að fjalla í þessum grein-
arstúf. Það var bara landafræðin
sem var að trufla mig. Það er ekki
heiðarlegt að breyta landafræði
eftir málefnum til að þóknast ein-
stökum skoðunum.
Það er vandlifað. Til lítils er fyrir
Landsvirkjun að færa þetta lón út
úr Þjórsárverum ef andstæðingar
framkvæmdanna láta þá bara verin
elta lónið niður eftir ánni!
Að drekkja Þjórsárver-
um og Heiðmörkinni
Sigurður St.
Arnalds
Landafræði
Til lítils er fyrir Lands-
virkjun að færa þetta
lón út úr Þjórsárverum,
segir Sigurður St. Arn-
alds, ef andstæðingar
framkvæmdanna láta þá
bara verin elta lónið
niður eftir ánni!
Höfundur er verkfræðingur á
Hönnun hf.Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll