Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Aðalheiður DísÞórðardóttir
fæddist á Borg við
Arnarfjörð 24. nóv-
ember 1923. Hún lést
2. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þórður Ólafs-
son og Bjarnveig
Dagbjartsdóttir. Að-
alheiður var fjórða af
sex systkinum, en
þau voru Sigurður,
Valdimar, Gunnar,
Þórey og Dagbjört.
Eiginmaður Aðal-
heiðar var Pétur
Stefánsson, en hann lést árið
1988. Þau eignuðust tvö börn. Þau
eru: Bjarnveig Borg
og Borgþór Ómar.
Bjarnveig Borg var
gift Eyjólfi Halldórs-
syni, en hann andað-
ist 18. sept. 2001.
Þau eignuðust þrjá
syni: Pétur Berg-
mann, Garðar Rafn
og Þorra Frey.
Borgþór Ómar er
kvæntur Elísabetu
Ellerup og eiga þau
tvo syni: Jóhann
Óskar og Stefán Þór.
Útför Aðalheiðar
fer fram frá Víði-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Nú er komið að kveðjustund og
mig langar að minnast hennar
frænku minnar Dídíar, en svo var
hún ætíð kölluð. Ég hitti hana rétt
viku áður en hún kvaddi þennan
heim og hitti hana nokkuð hressa.
Átti ég ekki von á því að hún færi svo
fljótt sem raun bar vitni. Hún talaði
um að hún væri nú orðin ansi þreytt á
þessum veikindum og þyrfti að rífa
sig upp úr þessu. Það átti ekki við
hana að liggja í rúminu alla daga, svo
mikil kjarnorkukona var hún. Hún
grínaðist með að það borgaði sig
aldrei að fara til læknis því það væri
segin saga að þá fyndu þeir örugg-
lega eitthvað að og kæmu henni á
spítala. Hún var ekki vön að kvarta
og leitaði sér ekki lækninga fyrr en
hún var orðin virkilega kvalin. Hún
var vinnusöm með eindæmum eins
og svo margir af hennar kynslóð.
Hún var alla tíð vakin yfir sínu fyr-
irtæki og oft þurfti Ómar sonur
hennar hreinlega að reka hana í smá
frí þegar hún virkilega þurfti á því að
halda.
Það hefur alla tíð verið mikill sam-
gangur á milli fjölskyldna okkar.
Dídí og mamma voru systradætur og
voru mikið saman sem börn og héldu
þær alveg einstöku sambandi alla tíð.
Þær ferðuðust mikið saman bæði
innanlands og utan.
Það verður skrítið að fara með
mömmu í sumarbústaðinn og engin
Dídí með. Við eyddum þar saman
mörgum stundum og hafði Dídí gam-
an af að komast í sveitasæluna og
leggja þar nokkra kapla og spjalla.
Hún hafði alveg einstakt skopskyn
og hafði gaman af tvíræðum sögum.
Hún var fróð um sína ætt og hafði
gaman af að tala um sín æskuár á
Vestfjörðum. Hún var ung í anda og
hafði gaman af að tala við unglingana
og gat auðveldlega skilið að þau vildu
vera úti að skemmta sér. Hún mundi
vel eftir sveitaböllunum í gamla daga
og þá var dansað alla nóttina, síðan
gengið langa leið heim á bæ og farið
beint að vinna.
Ég á margar minningar um sam-
vistir okkar Dídíar. Það var fastur
liður í mörg ár þegar við systkinin
vorum börn að við vorum alltaf í mat
hjá henni á gamlárskvöld. Sem ung-
lingur vann ég hjá henni í lakkrís-
gerðinni og þá sá ég á henni aðra
hlið. Hún var fyrst inn á morgnana
og síðust út á kvöldin. Það var varla
að hún settist niður til að fá sér að
borða, svo mikil var vinnusemin. Hún
var ótrúlegur dugnaðarforkur og
hélt stöðugt áfram en kvartaði aldrei.
Henni fannst sjálfsagt að vinna full-
an vinnudag þó svo hún væri komin
langt yfir sjötugt. Þegar heilsan fór
að bila átti hún erfitt með að sætta
sig við að komast ekki í vinnuna. En
hún notaði hvert tækifæri sem gafst
að fara í lakkrísgerðina til að fylgjast
með.
Við hjónin fórum ásamt 13 ára
dóttur okkar, mömmu og Dídí til
Kanada og Bandaríkjanna fyrir
þremur árum. Þetta var alveg ein-
staklega vel heppnuð ferð og
skemmtileg og þær náðu vel saman
Sigurbjörg dóttir mín og Dídí. Dídí
las allar unglingabækurnar sem
teknar höfðu verið með í ferðina og
heyrðist oft hláturinn frá henni þeg-
ar hún lifði sig inn í sögurnar. Henni
fannst mikil breyting á bókmenntum
unglinga nú til dags og frá því hún
var ung. Þó svo 63 ár væru á milli
þeirra frænkna áttu þær þarna sam-
an skemmtilegar stundir og hefur
Sigurbjörg dýrkað Dídí frænku sína
síðan. Henni fannst hún svo góð og
gott að tala við hana. Í þessari ferð
skoðuðum við hús Önnu í Grænuhlíð
og þar gat Dídí upplifað söguna sem
hún hafði lesið sem ung kona og hafði
alveg einstaklega gaman af.
Ég vil þakka frænku minni fyrir
allar góðu stundirnar og geymi
margar minningar í huga mér um
einstaklega hjartahlýja og yndislega
konu. Ég sendi Ómari, Baddý og
barnabörnum og öllum aðstandend-
um samúð mína og einnig mömmu
minni sem sér á eftir góðri vinkonu
og ferðafélaga.
Kveðja,
Agnes, Sigurður, Arnór
Bjarki, Ólafur Jónas og
Sigurbjörg.
Í dag verður til moldar borin
elskuleg frænka mín, vinkona og sem
mér fannst vera eins og besta systir.
Hún fæddist og ólst upp á Borg í
Arnarfirði, sem nú heitir Mjólkár-
virkjun. Mæður okkar voru systur og
ég var aðeins átta ára, þegar ég kom
fyrst að Borg og kynntist því ynd-
islega heimili. Ég, einbirnið, gerði
systkinahópinn strax að systkinum
mínum og Borg að mínu öðru heimili.
Var ég þar, Reykjavíkurbarnið,
mörg sumur, en síðan komu þau aft-
ur á móti á veturna til minnar fjöl-
skyldu í Grjótagötuna. Fyrstu hjú-
skaparár sín bjó Dídí í Grjótagötunni
og þar fæddist fyrsta barnið hennar
(Baddý). Henni tókst að komast upp
á fæðingardeild, þegar hún átti sitt
annað barn, Ómar, en hann ólst samt
upp fyrstu árin sín í Grjótagötunni. Á
þessum tíma missti ég föður minn, þá
aðeins 17 ára, og veiktist af berklum.
Þurfti ég að liggja í rúminu heima í
heilt ár, til þess að losna við að fara á
Hælið, eins og kallað var. Var þetta
mér mjög erfiður tími og hefði Dídíar
ekki notið þá við hefði verið talsvert
erfiðara að horfa fram á við. Með
léttleika sínum og stundum góðlát-
legu stríðni gerði hún mér lífið svo
miklu skemmtilegra. Á þessum árum
bundust þau vináttubönd, sem aldrei
rofnuðu. Hún var mikill gleðigjafi í
lífi mínu og börnunum mínum „stór-
frænkan“. Var óhugsandi, að Dídí
væri ekki með í fjölskylduboðum,
hversu lítið sem tilefnið var. Við ferð-
uðumst mikið saman, bæði innan-
lands og utan, og betri ferðafélaga er
vart hægt að hugsa sér. Færi eitt-
hvað úrskeiðis sá hún alltaf björtu
hliðarnar og gerði gott úr öllu.
Ég sakna elsku vinkonu minnar
óumræðanlega og vil að lokum votta
fjölskyldu hennar dýpstu samúð
mína.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir.
Elsku Dídí mín. Ég þakka þér fyr-
ir árin sem þú varst samferða mér í
þessu lífi. Brotthvarf þitt núna mark-
ar skil í lífi mínu. Þú og mamma vor-
uð systradætur, en í reynd voruð þið
miklu nánari, þið voruð bestu vinkon-
ur. Ég veit að þú áttir þér þína fjöl-
skyldu sem þú elskaðir en í minni
fjölskyldu varst þú heiðursamma. Ef
kallað var á mömmu í grill, þá var
alltaf reynt að kalla á þig líka. Ef átti
að hafa litla fjölskyldusamkomu bara
með okkur systkinunum þá varst þú
óaðskiljanlegur hluti af hópnum. Þú
varst eins og samofin lífi okkar alla
tíð.
Mér fannst alltaf að hlutverk þitt í
lífi okkar væri að vera gleðigjafinn.
Það var alveg sama hvað hlutirnir
voru alvarlegir, þú gast alltaf gert
gott úr þeim og fengið okkur til að
brosa. Ef við systkinin rifumst þá
tókst þér alltaf að fá okkur til að
hlæja, ja, í það minnsta að taka hlut-
inn ekki eins alvarlegan án þess þó að
þú drægir taum einhvers.
Mamma átti hund hér áður fyrr
sem hét Bússi. Hann var óskaplega
hændur að henni. Það rataði ansi oft
sykurmoli til hans þegar þú varst á
staðnum. Hann tók á móti gestum
með gelti undir venjulegum kring-
umstæðum. Þú komst eitt sinn þegar
mamma var í sólbaði og heyrði ekki í
bjöllunni. Þá leiddi hann þig í gegn-
um allt húsið og út í garð, leit við alla
leiðina til að athuga hvort þú eltir
ekki örugglega og fór með þig til
mömmu, hann vissi alveg hvern þú
vildir hitta.
Bæði þú og mamma höfðuð mjög
gaman af því að ferðast og skipti þá
ekki máli hvort það var hérlendis eða
erlendis. Pétur heitinn, maðurinn
þinn, átti það til að tala við mömmu
og biðja hana að taka þig í frí ef hon-
um ofbauð vinnuálagið á þér. Þetta
var oft eina leiðin til að fá þig til slaka
á, því það hvarflaði ekki að þér að
láta þreytu vera mælikvarða á hve-
nær tímabært væri að hvíla sig. Þú
varst reyndar lítið fyrir það að hlusta
á líkamann enda vita það allir að eina
ástæðan fyrir því að þú veiktist var
að þú lést læknana ná í þig. Þú vissir
sem var að ef þú réttir þeim litla
puttann þá...
Þær voru nokkrar ferðirnar sem
ég fór með þér til útlanda. Fyrsta
ferðin hefur nokkra sérstöðu. Ég var
15 ára og við skiptum við danska fjöl-
skyldu sem bjó í Kaupmannahöfn, á
hús og bíl (og kerru). Við ætluðum að
ferðast um Evrópu. Mamma og þú
fóruð fyrsta daginn að keyra dönsku
fjölskylduna út á flugvöll, ég og
Agnes systir biðum í húsinu á meðan
þennan klukkutíma. En það tók ekki
sama tímann fyrir dönsku fjölskyld-
una að keyra heim og ykkur. Átta
tímum seinna biðum við Agnes enn
(löngu fyrir tíma GSM-síma). Þið
höfðuð „óvart“ skroppið norður allt
Sjáland. Dídí, þú áttir að vera leið-
sögumaður, þú áttir að láta vita þeg-
ar rétta „gade“ kæmi, en erlend
tungumál voru aldrei þín sterka hlið.
Ef það stóð „gade“ sagðir þú já, og
mamma beygði þar. Við vorum orðn-
ar ansi hræddar systurnar þegar þið
skiluðuð ykkur loksins á rétta
„gade“. Eftir þetta fór ég í framsætið
og ferðin gekk ljómandi vel. Við
keyrðum suður Þýskaland, Austur-
ríki, Sviss og aftur til baka. Á baka-
leiðinni lentum við í bílveltu á hrað-
brautinni. Mér er enn minnisstætt
fátið sem kom á okkur þegar við
fundum bensínlyktina. Síðasta minn-
ingin fyrir slysið var logandi sígar-
ettan í hendinni á mömmu. Við flug-
um út úr bílnum, það er að segja
skriðum út um gluggann, það var
maður með rauða kross-merki á sér
sem hjálpaði okkur út úr bílnum og
hann setti plástur á skrámuna sem
kom á litla puttann á mér, sem var
eini áverkinn í slysinu. Það kom
seinna í ljós að það var varabrúsinn
af bensíninu sem hafði lekið. Eftir
þetta ferðuðumst við með lest til
Danmerkur, með kerruna í eftir-
dragi, aftaníoss eins og við kölluðum
hana. Eftir lýsingunum að dæma þá
ferðuðumst við um hálfa Evrópu,
fjórar kellingar með aftaníoss sem
við skiptumst á að draga.
Elsku Dídí, þú varst ansi litríkur
persónuleiki og þú hafðir þínar skoð-
anir á hlutunum. Þér fannst til dæm-
is mikil tímaeyðsla að eyða tíma í að
handprjóna peysur þegar miklu fljót-
legra var að nota prjónavél, eða bara
kaupa þær úti í búð. Þú varst einnig
meistari í því að flæða fólskunni, orð-
ljótustu karlmenn gátu roðnað ef
þeir heyrðu í þér. En, þú varst með
hjarta úr gulli og fyrir það mun ég
minnast þín.
Elsku Baddý, Ómar og fjölskyld-
ur. Ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð og bið ykkur Guðs blessunar.
Snjólaug Steinarsdóttir.
AÐALHEIÐUR DÍS
ÞÓRÐARDÓTTIR
Það eru rétt rúm tíu
ár frá því að ég hitti
Ingibjörgu í fyrsta
skipti. Ég og Jóhanna
dóttir hennar höfðum
verið að draga okkur
saman eftir vel heppnaða þjóðhátíð
og nú var komið að því að kynna mig
fyrir foreldrunum. Oft er þetta erf-
iður tími fyrir unnusta, stund sem
e.t.v. ræður úrslitum um framhaldið.
Hvernig hægt verður að tvinna sam-
band tveggja kynslóða. Í mínu tilfelli
var kvíðinn ástæðulaus, Ingibjörg og
Alfreð sátu inni í stofu með „Bjartar
vonir vakna“ og fleiri perlur úr
smiðju Ása í Bæ og Oddgeirs á fón-
inum og voru í alla staði afar elsku-
leg við mig. Reyndar þekktu þau
töluvert meira til mín og fjölskyldu
minnar en ég gerði mér fyllilega
grein fyrir. Þau höfðu jú búið í næsta
nágrenni við foreldra mína fyrir gos.
Ég fann það þá og svo margoft
seinna hve þau voru miklir Eyja-
menn inn við beinið og þrátt fyrir að
teygst hefði á útlegðinni þá fylgdust
þau vel með lífinu í Eyjum.
Ingibjörg var alla tíð vinnusöm og
það var sama hvort um var að ræða
síldarsöltum eða saumaskap, það var
aldrei farið af stað í nokkurt verk
með hangandi hendi. Verkin voru
unnin af krafti, seiglu og natni. Ingi-
björg var af þeirri kynslóð þar sem
hefðbundin verkaskipting kynjanna
var á hreinu. Ég átti ekkert með það
að vera að vasast inni í eldhúsi nema
til þess að næra mig og þegar ég
seinna var að snúast í matargerðinni
til að gera henni lífið léttara þá var
viðkvæðið ætíð: „Vertu ekki að hafa
neitt fyrir okkur.“ Sama átti við um
margt annað í samskiptum kynjanna
og fjölskyldan notaði sem máltæki
orð hennar þegar menn eru ekki
sammála stjórnmálakonum: „Hvað
eru konur að vilja í pólitík?“
Ingibjörg hafði yndi af því að
syngja og þar voru gömul þjóðhátíð-
arlög í mestu uppáhaldi. Hún kunni
ógrynni af textum frá fyrri tíð og það
var sönn gleði sem fylgdi hverju lagi,
svo sönn að maður skynjaði gleðina
sem átti sér uppruna áratugum áður.
Þennan uppruna sem Eyjamenn
halda svo sterkt í og tengir þá við
INGIBJÖRG
BRYNGEIRSDÓTTIR
✝ Ingibjörg Bryn-geirsdóttir fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 6. október 1925.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja
1. júní síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Landa-
kirkju 7. júní.
brimið og bjargið.
Þarna var vettvangur
sem við þekktum bæði
og höfðum dálæti á.
Það leiðist engum sem
syngur.
Annað var það sem
við Ingibjörg áttum
sameiginlegt og mér er
minnisstætt, við vorum
bæði rauðhærð! Það
sem mér er þó sérstak-
lega minnisstætt er að
Ingibjörgu fannst lítið
til þess koma á meðan
ég saknaði þess heldur
að hafa tapað mínum
rauða lit með árunum. Við Jóhanna
eignuðumst síðan rauðhærðan strák
og ég hringdi stoltur í tengdaforeldr-
ana til að segja þeim fréttirnar. Eftir
að hafa hlustað á mig segja frá rauða
hárinu sagði Ingibjörg: „Það getur
nú elst af honum.“
Eins minnist ég þess þegar kom
að eftirrétti við veisluborð þá kom
aðeins eitt til greina, ís og aftur ís.
Oft var gert góðlátlegt grín að ísáti
Búastaðarfólksins og kom það m.a.
berlega í ljós á ættarmóti sem haldið
var fyrir fáeinum árum. Það eina
sem eldhúsfólkið hafði ekki nóg af
var ísinn í eftirrétt.
Það eru þessar gleðistundir og
dýrmætu augnablik sem varða minn-
ingu Ingibjargar tengdamóður
minnar, það er einnig þessi létta lund
sem hún átti og mikla hjartahlýja
sem hún gaf frá sér. Önnur minning-
arbrot verða ekki dregin fram, þau
hafa enga merkingu. Eru óþörf.
Ég kveð þig, kæra tengdarmóðir,
með söknuði, drengirnir mínir
kveðja kæra ömmu. Við munum,
með guðs hjálp hugsa vel um þá sem
eftir lifa.
Elsku Imba, ég er þess fullviss að
á þessari stundu syngur þú með Ása
og öllu fólkinu „innan girðingar“ sem
á undan þér er gengið, laus við þraut
og pínu þessa heims, gamla slagara
úr Herjólfsdal. Við sem eftir sitjum
tökum undir:
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýja sundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ)
Ólafur Týr Guðjónsson.
$
/%
:
! , E?
7 5 ,
6&
/$" &" %$$ %& '
($ >&" ' , %$$
: ")>&" %$$1
$
%
%
.-
-335
(
* 8
9
, 2
* :
!
!##
+%9 ">&" ' @$" %$$
6 0>&" ' #'/( $$9 %$$
$>&" ' +" "" %$$
&>&" '
/ /0'/ / /01