Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 41 Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 26. júní, viku- ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 26. júní, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 26. júní, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 26. júní í eina eða tvær vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin Stökktu til Benidorm 26. júní frá 39.865 NÝVERIÐ var gengið formlega frá samkomulagi milli Fróðskaparset- urs Færeyja, annars vegar og laga- deildar Háskóla Íslands hins vegar um samstarf og aðstoð við uppbygg- ingu og þróun kennslu í lögfræði við Fróðskaparsetrið. Af hálfu Fróðskaparseturs er áformað að bjóða upp á grunnnám- skeið í lögfræði, sem samsvari hálfu ársverki fyrir nemendur og jafn- framt að taka upp meistaranám í sérfæreyskri lögfræði. Gert er ráð fyrir að meistaranámið verði árs- nám, sem fullt nám, fyrir þá sem lok- ið hafa kandídatsprófi í lögfræði og jafnframt fyrir aðra, er lokið hafa há- skólanámi. Lögfræðikennslan mun fara fram innan sögu- og samfélags- deildar Fróðskaparsetursins. Lögfræði hefur ekki verið kennd í Færeyjum en allmargir Færeyingar hafa lokið laganámi í Kaupmanna- hafnarháskóla. Er hinni nýju náms- leið ekki ætlað að koma í stað reglu- legs háskólanáms í lögfræði til kandídatsprófs. Lagadeild Háskóla Íslands leggur fram aðstoð við að skipuleggja grunnnámskeið og meistaranám í færeyskri lögfræði og veitir ráðgjöf um kennslu og prófkröfur eftir nán- ara samkomulagi. Líklegt er að ein- hverjir kennarar frá lagadeild muni taka þátt í kennslu við Fróðskapar- setrið, eftir að lögfræðináminu hefur verið komið á. Þá mun lagadeild ein- ig taka við færeyskum nemendum í meistaranámi í lögum, er kjósa að ljúka hluta þess á Íslandi, en sam- starfið er einnig gagnkvæmt eftir því sem við getur átt. „Lagadeild væntir góðs af þessu samstarfi, en ætla verður að kennsla í færeyskum lögum og öðrum sviðum lögfræðinnar, sem Færeyingar leggja sérstaka áherslu á, verði til mikils gagns fyrir færeyska menn- ingu og þjóðlíf á komandi árum,“ segir í fréttatilkynningu frá laga- deild HÍ. Samstarf lagadeildar HÍ og Fróðskaparseturs Færeyja NÝLEGA var opnuð tísku- vöruverslunin Feminin Fashion í Bæjarlind 12 í Kópavogi. Af- greiðslutími er mánudaga til fimmtudaga kl. 10–18.30 og föstu- daga til kl. 19.30. Á laugardögum er opið frá 10–16.30. Í versluninni er að finna almenn- an kvenfatnað í stærðum 36 til 60 frá m.a. Cappuccino, Simply og Dominique. Hópar og einstaklingar geta pantað sér kvöld- og/eða morguntíma utan venjulegs af- greiðslutíma. Fastur hundraðshluti af veltu fyrtækisins rennur til rannsókna á krabbameinum kvenna hjá Krabba- meinsfélagi Íslands. Einnig eru seldir á vægu verði brúnir papp- írsburðarpokar og rennur allt and- virði þeirrar sölu óskipt til Krabba- meinsfélagsins. Feminindekur er nýjung – þang- að fara nöfn þeirra sem skrá sig á netfangalistann hjá feminin@fem- inin.is. Úr Feminindekurnöfnunum verður í fyrsta sinn dregið mánu- daginn 1. júlí og eftir það alla mánudaga og miðvikudaga og mun listinn yfir hina heppnu hanga uppi í versluninni. Meðal vinninga eru utanlandsferðir, ljósakort og lík- amsræktarkort og úttektarmiðar í versluninni og/eða kaffihúsinu. Meðal annars er boðið upp á létt- an morgunverð, kvöldverð og brauð- og pastarétti. Samhliða opnun tískuverslunar- innar hefur verið opnað kaffihúsið Café Fashion-Gallerí. Þar er meðal annars í boði léttur hádegisverður og allar almennar veitingar auk þess sem staðurinn hefur vínveit- ingaleyfi. Í kaffihúsinu er listgallerí þar sem listamenn geta sýnt og selt list sína. Myndlistarkonan Kristín Þor- kelsdóttir sýnir þar vatns- litamyndir sem hún hefur málað úti í náttúrunni á síðustu tveimur ár- um. Hún lætur einnig ákveðinn hundraðshluta af verkunum sem seljast á sýningunni renna til Krabbameinsfélagsins og það gera sömuleiðis eigendur Iess járngall- erís, sem smíðaði allar innrétting- arnar í verslunina og kaffihúsið, segir í fréttatilkynningu. Tískuverslun – kaffihús – listgallerí NOTENDUR GSM síma hjá Ís- landssíma, Rautt og BT GSM geta nú sótt sér hreyfimyndir í síma sína. Hreyfimyndir eru því einskonar „önnur kynslóð“ skjámynda. Það er margmiðlunarfyrirtækið Zoom sem sér um efni og tækni þjón- ustunnar. Hreyfimyndirnar eru sótt- ar á þjónustusíður Íslandssíma – Kjarnann - á www.islandssimi.is. Þar eru að finna merki íþróttafélaga, rómantískar myndir, myndir sem kitla hláturtaugarnar og allt þar á milli. Notandinn fær sent til sín bóka- merki, en myndirnar eru sóttar í gegnum WAP. Hver sótt mynd kost- ar 149 kr. og gjaldfærast þær á síma- reikning, segir í frétt frá Íslands- síma. Ný þjónusta hjá Íslandssíma SKÓGRÆKTARFERÐ Bandalags kvenna í Hafnarfirði verður fimmtu- daginn 13. júní kl. 19. Gróðursett verður í landi bandalagsins ofan við Sléttuhlíð. Á eftir verður boðið upp á kaffi og meðlæti, segir í fréttatil- kynningu. Skógræktarferð Í BOÐI Miðstöðvar heilsuverndar barna og Héraðslæknisins í Reykja- vík verður málstofa um heilsu barna í Evrópu miðvikudaginn 19. júní kl. 9 – 12 að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi og er opin öllu áhugafólki um málefnið. Gestafyrirlesarar eru Michael Rigby frá háskólanum í Keele í Bretlandi, prófessor Lennart Köhler frá Nor- ræna heilsuháskólanum í Svíþjóð, Giorgio Tamburlini frá Rannsóknar- stofnun Burlo Garofolo um heilsu barna í Trieste á Ítalíu og Aidan Macfarlane frá Oxford í Bretlandi og forseti Evrópusamtaka barnalækna um heilsuvernd barna. Á málstof- unni verður gerð grein fyrir starfi Evrópusambandsins og EES til að ná fram marktækum samanburði á heilsu barna í aðildarlöndunum auk Noregs og Íslands, segir í fréttatil- kynningu. Þátttaka er ókeypis en þeir sem vilja taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að skrá þátttöku eða senda tölvupóst til barnapostur- @hr.is. Fundurinn verður á ensku. Málstofa um heilsu barna í Evrópu NÝLEGA var stofnað Félag frönskumælenda á Íslandi eða „Association des Francophones en Islande“. Tilgangur félagsins er að sameina frönskumælendur búsetta á Íslandi og veita upplýsingar til þeirra sem hingað flytja. Félagið er opið öllum frá frönsku- mælandi löndum. Velkomið er að hafa samband og gerast félagi; „Fé- lag frönskumælenda á Íslandi“ – Skipholti 34 – 105 Reykjavík – Net- fang: francophones_isl@hotmail.- com. Félag frönsku- mælandi stofnað HLÍFÐU þér – er öryggisbækling- ur um línuskauta, hjólabretti og hlaupahjól sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðarráð gefa út í tengslum við hjólreiðar. Ekkert fræðsluefni hefur verið til um línu- skauta, hlaupahjól og hjólabretti. Því fór Slysavarnafélagið Landa- björg út í það að gera bækling um það efni í samstarfi við slysavarna- deildirnar í Reykjavík, Hafnarfirði, á Akranesi og Seltjarnarnesi. Bækl- ingurinn hefur verið sendur í alla grunnskóla, til barna í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta bekk og á allar heilsugæslustöðvar en jafnframt er hægt að nálgast hann hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, Stangar- hyl 1 í Reykjavík, segir í fréttatil- kynningu. Öryggisbæklingur GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is PÁLL Valsson, rithöfundur og ís- lenskufræðingur, fjallar um Jónas Hallgrímsson og Þingvelli í fyrstu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins. Páll Valsson fékk Íslensku bók- mentaverðlaunin árið 1999 í flokki fræðirita fyrir ritið Jónas Hallgríms- son, ævisaga. Í gönguferðinni mun Páll meðal annars ræða um náttúrusýn Jónasar og hugmyndir hans og Fjölnismanna um endurreisn Alþingis. Gangan hefst við útsýnisskífuna á Hakinu klukkan 20 og lýkur við leiði Jónasar fyrir aftan Þingvallakirkju, segir í fréttatilkynningu. Kvöldganga á Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.