Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 1
137. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 13. JÚNÍ 2002 LÖGREGLUMAÐUR fylgist með hópi iðkenda Falun Gong sem efndi til mótmæla á torgi í miðborg Hong Kong í gær. Yfir hundrað Falun Gong-menn söfnuðust þar saman og gengu að skrifstofum stjórnarinnar í Hong Kong til að skora á hana að hjálpa tveimur íbú- um eyjunnar sem yfirvöld á kín- verska meginlandinu handtóku í borginni Shenzhen í maí þegar bækur um Falun Gong fundust í fórum þeirra. Fjölskyldu annars mannanna var sagt að hann hefði verið handtekinn vegna gruns um að hann hefði útbreitt kenningar Falun Gong í Kína. AP Iðkendur Falun Gong mótmæla í Hong Kong DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að fram hefðu komið vísbend- ingar um að liðsmenn al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, störfuðu í Kasmír. Rumsfeld fór til Pakistans í gær eftir að hafa rætt við stjórnvöld á Indlandi til að reyna að afstýra því að nýtt stríð blossaði upp milli ríkjanna vegna deilunnar um Kasmír. „Ég hef séð vísbendingar um að liðsmenn al-Qaeda starfi á svæðum við landamærin,“ sagði Rumsfeld en kvaðst ekki vita hversu margir þeir væru. Hann sagði ekkert um hvort al-Qaeda-mennirnir væru meðal skæruliða á yfirráðasvæði Pakistana eða í indverska hluta Kasmír. Bandarísk stjórnvöld hafa hing- að til sagt að ekkert bendi til þess að liðsmenn al-Qaeda hafi farið frá Afganistan til Kasmír í gegnum Pakistan. Þegar varnarmálaráð- herra Indlands, George Fernan- des, hélt því fram í fyrra mánuði að hundruð al-Qaeda-manna væru á meðal skæruliða á yfirráðasvæði Pakistans sögðu embættismenn bandaríska utanríkisráðuneytisins ekkert benda til þess að svo væri. Bandarískur hátæknibúnaður notaður við eftirlitið? Háttsettur herforingi á Indlandi sagði í gær að hópur útlendinga, sem töluðu arabísku, hefði sést í indverska hluta Kasmír í vikunni sem leið og grunur léki á að þeir væru í al-Qaeda. Talið er að lík- urnar á stríði milli Indverja og Pakistana aukist taki al-Qaeda þátt í árásum íslamskra skæruliða á indversku landsvæði frá Pak- istan. Háttsettur embættismaður í föruneyti Rumsfelds sagði ráð- herrann hafa rætt við indverska ráðamenn um möguleikann á því að bandarískur hátæknibúnaður yrði notaður til að fylgjast með því hvort skæruliðar laumuðust yfir landamærin til að gera árásir á Indlandi. Embættismaðurinn sagði að bandarískir hermenn myndu ekki taka þátt í eftirlitinu. Vísbendingar um að al- Qaeda starfi í Kasmír Nýju-Delhí. AP. Rumsfeld reynir að afstýra stríði milli Indverja og Pakistana AP Slökkviliðsmenn dæla hér vatni á hús í grennd við bæinn Deckers til að verja það. YFIRVÖLD í Colorado óskuðu í gær eftir aðstoð slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum við að hefta út- breiðslu skógarelda sem ógna bæjum í grennd við Denver. Eru þetta mestu skógareldar í sögu Colorado og höfðu um 36.000 hektarar brunnið í gær. 21 hús hefur brunnið til kaldra kola og 2.500 voru talin í hættu. Skógareldar ógna bæjum RÚSSAR þurfa að læra að verja stöðu sína í heiminum sem stórveldi með glæsta sögu þótt þeir leiti eftir sáttum við forna fjendur, sagði Vladímír Pútín Rússlandsforseti í ræðu sem hann flutti í gær í tilefni af því að tólf ár eru liðin frá því að þing landsins lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. „Í fyrsta sinn í marga áratugi – ef ekki aldir – eigum við ekki í baráttu eða átökum við ann- aðhvort allan heiminn eða einstök ríki,“ sagði Pútín í veislu í Kreml í til- efni af hátíðisdeginum. „En við verð- um að læra að verja stöðu okkar og sigra í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir í heiminum, fyrst og fremst á heimsmörkuðunum. Við erum að byggja upp lýðræðisþjóðfélag og vilj- um vera virkir þátttakendur í fjölpóla og lýðræðislegri heimsskipan.“ Pútín hefur lagt kapp á að rétta efnahag Rússlands við og hefur það borið þann árangur að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa viðurkennt landið sem markaðshagkerfi. Pútín hefur þó ekki náð meginmarkmiði sínu: inngöngu í Heimsviðskipta- stofnunina, WTO. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fundi sínum með Pútín í Moskvu í maí að hann styddi aðild Rússlands að WTO en stofnunin ætti ekki að víkja frá reglum sínum til að landið fengi inngöngu. Í ræðu sinni lagði Pútín áherslu á að Rússar krefð- ust ekki neinnar „sérleiðar“ inn í WTO en gerðu kröfu til þess að komið yrði fram við þá á alþjóðavettvangi „í samræmi við glæsta sögu Rússlands, sköpunarmátt þjóðarinnar og víðáttu okkar mikla lands“. Rússar verji stöðu sína Moskvu. AP. Vladímír Pútín SJÖ milljónir bænda í Afríku hafa dáið úr alnæmi á síðustu tveimur ára- tugum og framleiðnin hefur minnkað um allt að 50% af þeim sökum, að sögn fulltrúa alnæmisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna á matvælaráðstefnu samtakanna í Róm í gær. Marika Fahlen, fulltrúi UNAIDS, benti á að matvælaskorturinn í sunn- anverðri Afríku – þar sem hungurs- neyð er talin vofa yfir allt að 12,8 milljónum manna – er í löndum þar sem útbreiðsla alnæmis er mikil. „Tvenns konar hörmungar hafa gengið yfir Afríku sunnan Sahara,“ sagði Fahlen. „Þar sem skorturinn á matvælum er mestur er útbreiðsla al- næmis skelfilega mikil.“ Í lokayfirlýsingu matvælaráð- stefnunnar í Róm verður það viður- kennt sérstaklega að alnæmisfarald- urinn geti dregið stórlega úr matvælaframboði í þróunarlöndun- um. Fahlen sagði að þótt yfirlýsingin væri skref í rétta átt þyrfti að leggja meiri áherslu á ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu alnæmis. „Vegna alnæmis hefur landbúnaðarkunnátta glatast, þjónustunni við landbúnað- inn hefur hnignað, getan til að rækta landið hefur minnkað og tekjur heim- ilanna dragast saman en kostnaður- inn við umönnun sjúkra rýkur upp úr öllu valdi.“ Alnæmi ýtir undir matvæla- skort Róm. AP. FLESTAR útivinnandi konur í Bretlandi telja, að daður sé gott fyrir heilsuna og sjálfsálitið og ein af hverjum 10 hefur átt í ein- hverju ástarsambandi við yfir- mann sinn. Kemur þetta fram í könnun, sem birt verður í dag. Könnunin var gerð á vegum tímaritsins Top Sante og heilsu- ræktarsamtakanna BUPA og náði til 5.000 kvenna. 75% þeirra sögðust hafa daðrað við eða tek- ið undir daður vinnufélaga síns og 25% átt í ástarsambandi við hann. 61% kvennanna taldi daður hið besta mál og meira en 80% sögðust líka það vel þegar sam- starfsmaður, yfirmaður eða við- skiptavinur sýndi þeim áhuga. Þær myndu þá bara eyða því með brosi á vör en 13% kváðust mundu bera fram kvörtun. Aðeins 11% þeirra kvenna, sem eiga í sambandi við yfir- manninn, giftast honum en 12% fá stöðuhækkun. Raunar kváð- ust 5% kvennanna vera tilbúnar til að gera ýmislegt fyrir yfir- manninn í því skyni einu. Næstum allar konurnar eða níu af hverjum tíu sögðust vera að kikna undir kröfunum í vinnunni og á heimilinu og alveg sérstaklega þær, sem voru komnar aftur til vinnu eftir barnsburð. Konunum líkar daðrið vel London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.