Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ný námsbraut við Kennaraháskólann Diplóma í leikskólafræði Kennaraháskóli Ís-lands (KHÍ) út-skrifaði síðastlið- inn laugardag fyrsta nemendahópinn með 45 eininga nám í leikskóla- fræði til diplómu. Arna H. Jónsdóttir, forstöðumað- ur leikskólabrautar KHÍ, sagði Morgunblaðinu nán- ar frá náminu og mark- miðum þess. Hvaða þörf er mætt með diplómugráðu af þessu tagi? „Tilgangurinn með því að fara af stað með þessa námsbraut var fyrst og fremst að fjölga fag- menntuðu fólki í leikskól- um og gefa m.a. fólki sem þar hefur starfað og stað- ið sig vel kost á að takast á við stutt hagnýtt nám á háskóla- stigi, en námið er fjarnám og tek- ið á tveimur árum. Töluverður hluti af því fólki sem sótt hefur um leikskólakennaranám eftir að menntunin færðist á háskólastig hefur ekki verið með stúdents- próf eða sambærilega menntun en býr yfir mikilli reynslu, þroska og þekkingu af vettvangi leikskólanna og því þótti ástæða til að gefa því tækifæri á að tak- ast á við nám af þessum toga. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum áður er fagmenntað starfsfólk leikskóla á landinu undir 40% af þeim sem þar starfa. Hluti þess starfsfólks sem hefur störf í leikskólum stoppar mjög stutt við, sérstaklega þegar þensla ríkir í þjóðfélaginu og önnur störf bjóðast, sem gerir uppbyggingar- og þróunarstarf leikskólanna erfitt. Tilgangurinn með þessari námsleið var því einnig að stuðla að auknum stöð- ugleika sem ætti að veita mögu- leika á betri menntun og uppeldi barnanna í leikskólanum. Þegar námið var auglýst fyrir tveimur árum sóttu mjög margir um og sl. laugardag voru fyrstu 39 nemendurnir útskrifaðir og var það fólk alls staðar að af land- inu. Þessi hópur hefur staðið sig mjög vel í náminu og tekist á við það af miklum metnaði og áhuga. Það var mér því sérstök ánægja að afhenda þeim brautskráning- arskírteinið sl. laugardag og þau geta verið stolt af árangrinum.“ Er ásóknin í námið enn mikil? „Já, á síðastliðnu ári voru teknir inn 32 nemendur í leik- skólafræði til diplómu og útskrif- ast sá hópur að ári. Í ár hefur 45 nemendum verið boðin skólavist á þessari námsbraut þannig að ljóst er að enn er mikill áhugi á náminu, sérstaklega meðal starfsfólks leikskóla. Ástæða er til að vekja athygli á að um námið getur einnig sótt fólk sem ekki hefur unnið í leikskóla en hefur áhuga á að öðlast þekkingu á uppeldi og menntun leikskóla- barna.“ Hvernig er námið uppbyggt? „Námið er byggt upp með þeim hætti að 1. misserið er nokkurs konar aðlögun að há- skólanámi. Áhersla er lögð á upplýsinga- og námstækni, mál- og ritþjálfun og á námskeiði um leikskólafræði og uppeldisfræði eru nemendur jafnhliða þjálfaðir í lestri náms- efnis á erlendum tungumálum. Að þessum tíma loknum takast nemendur á við námskeið og fög sem jafnframt eru kennd á fyrsta ári í námi leikskólakennara og gerðar eru sambærilegar kröfur og í því námi. Til viðbótar koma síðan námskeið sem talin voru nauðsynleg til að nemendur öðl- uðust alhliða menntun til að tak- ast á við starf í leikskóla og er þar m.a. lögð áhersla á námssvið leikskólans, tónmennt, mynd- mennt, náttúrufræði, hreyfingu og fleira.“ Hvaða réttindi veitir námið? „Það sem skyggir á gleðina hjá þessum starfshópi er að ekki hef- ur enn verið gengið frá starfs- réttindum þeirra hjá löggjafan- um þó svo samkomulag ríki milli Félags leikskólakennara og hagsmunanefndar diplómunem- enda þar um. Einnig á eftir að ganga frá kjarasamningi með starfsheiti þeirra en að því þurfa bæði stéttarfélag og viðsemjend- ur að koma. Vilji hópsins er alveg skýr, þau vilja vera félagar í Fé- lagi leikskólakennara og félagið stendur þeim opið en mér skilst að önnur félög vilji eiga þau. Ég trúi þó ekki öðru en að frá þess- um málum verði gengið mjög fljótlega og vilji þeirra verði virt- ur. Hins vegar er ánægjulegt að segja frá því að 33 af nemend- unum í útskriftarhópnum hafa sótt um að halda áfram námi til 90 eininga B.Ed.-gráðu í leik- skólafræði, þ.e. um leikskóla- kennaranám. Hluti námsins er metinn inn í B.Ed.-námið, þannig að nemendur hefja nám á 2. ári.“ Á hvern hátt er diplómanámið í anda skólastefnu KHÍ? „Við í Kennaraháskóla Íslands leggjum metnað okkar í að bjóða þá grunn-, sí- og framhalds- menntun sem þörf er fyrir á hverjum tíma. Við viljum enn auka þá fjölbreytni og stuðla þannig að betri leikskólum. Sá sem útskrif- ast sem leikskólakennari eða með 45 eininga nám í leikskóla- fræði getur dýpkað þekkingu sína síðar meir. Það að útskrifast þýðir ekki að punkturinn sé sett- ur aftan við, miklu heldur er það ávísun á viðbótarnám, bæði innan og utan leikskólans, og aukna fagmennsku.“ Arna H. Jónsdóttir  Arna H. Jónsdóttir fæddist á Akureyri 10. september 1953. Hún er lektor á sviði leik- skólafræði og stjórnunar og forstöðumaður leikskólabraut- ar Kennaraháskóla Íslands. Arna starfaði lengi hjá Leik- skólum Reykjavíkur sem leik- skólastjóri og leikskólaráðgjafi og einnig í forystu stéttar- félags leikskólakennara. Maki er Guðmundur Vignir Óskars- son, verkefnastjóri hjá Lands- sambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Námið stuðlar að aukinni fagmennsku Það er enginn leikur fyrir vort löggulið að góma þessa gaura frú dómsmálaráðherra, um leið og maður nálgast, fljúga þeir upp eins og fuglar úr hreiðrum. HAUKUR Valdimarsson aðstoðar- landlæknir segir að fregnir af auk- inni neyslu fæðubótarefna hér á landi sem innihalda efedrín sé mik- ið áhyggjuefni sem taka þurfi strax á með aukinni fræðslu og umræðu í þjóðfélaginu. Hann segir að emb- ætti landlæknis og önnur heilbrigð- isyfirvöld muni beita sér fyrir því. Fram kom í máli einkaþjálfara á líkamsræktarstöð í Morgunblaðinu á þriðjudag að neysla efedríns með- al fólks væri algeng og að ung- menni frá 14 ára aldri notuðu efnið við skemmtanir um helgar. Áætlaði einkaþjálfarinn, sem einnig hefur keppt í vaxtarrækt og hreysti, að röskur helmingur þeirra sem sækja líkamsræktarstöðvar notaði ólögleg efni á borð við efedrín. Þá hefur komið fram að þrír keppendur á Ís- landsmeistaramótinu í hreysti sl. vetur á Akureyri féllu á lyfjaprófi m.a. vegna neyslu efna með efedríni og hafa verið dæmdir í keppnis- bann. Í blaðinu á þriðjudag var og vitn- að til lokaritgerðar tveggja nem- enda í íþróttafræðum við Íþrótta- fræðasetur Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni þar sem meðal niðurstaðna var að rúmur þriðjungur íþróttamanna í körfu- bolta, handbolta og knattspyrnu viðurkenndi að hafa neytt fæðubót- arefna sem innihéldu efedrín. Ástæða til að staldra við Haukur segir að í blaðaviðtali við einn keppendanna á mótinu á Ak- ureyri hafi komið fram að hann hafi haldið að hann hafi verið að taka inn skjaldkirtilslyf. Haukur segir að það lyf sé stórhættulegt fyrir þá sem ekki séu veikir. „Ef ég hefði verið með svona sjúkling inni á minni stofu hefði ég fyllst skelfingu. Það er eins og fólk haldi að það sé allt í lagi að neyta þessara efna. Líklega eru einhverj- ir að halda því fram og fólk virðist trúa þeim. Þarna er sannarlega ástæða til að staldra við,“ segir Haukur. Aðstoðarlandlæknir um aukna neyslu efedríns Yfirvöld munu beita sér fyrir fræðslu KARÍBAHAF - sept. uppselt Hópferð á hálfvirði - næst 7. feb. 03 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.