Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kennsludiskur á íslensku · Opna / Vistunaraðferðir / Útskýringar · Verkfærin · sýnt hvernig verkfærin vinna og hvað þau gera. · Verkfæraspjöldin · Layer / Navigator / Paths / History / Actions. · Viðmótsstillingar · Reglustika / Hjálparlínur / Mynsturfyllingar / Burstaval. · Ljósmyndavinnsla · Skanner / Flytja inn / Stafræn myndavél / Netframköllun. · Ýmsar aðgerðir · Edit > Stroke / Transform · Image > Size / Canvas / Extract / Liquify. · Select > Colour range / Modify / Similar / Filterar. · Litakerfin · Photoshop vinna · Litabókin / Samsettar myndir / Stimpill / Lýsing / Dekking. · Vinna með skugga / Ljósmyndir í texta · Texta effektar. Og margt fleira. Á Photoshop kennsludisknum er farið í Eftirfarandi: Útsö lustað i r- -vers lan i r Hans Petersen Kr ing lunn i Smára l ind Laugaveg i 178 Netvers lun- www.to lvuv i rkn i .net Nánar i upp lýs ingar www.f jarkenns la . i s F jarkenns la Lyngás i 18 210 Garðabæ Sími: 511 4510 f jarkenns la@fjarkenns la . i s og póstkrö fusend ingar Sjálfsnám af bestu gerð Á LIÐNU sumri kom sá, er þessar lín- ur ritar, að Gullfossi, sem vart er í frásögur færandi. Þar við foss- inn stendur minnis- varði um Sigríði Tóm- asdóttur í Brattholti (1871-1957) reistur í minningu hennar 1978. Sigríðar mun lengst verða minnst sem konunnar, sem kom í veg fyrir virkjun Gullfoss. Um aldamótin 1900 fóru útlendingar að sækjast eftir umráð- um yfir fallvötnum hér á landi. Englendingur nokkur fal- aðist eftir Gullfossi, sem þá var í eigu Brattholts, og bauð kr. 50 þús- und, en það mun hafa jafngilt fimmtíuföldu brunabótamati húss- ins í Brattholti. Hér var því til nokkurs að vinna. „Ég sel ekki vin minn,“ sagði Tómas í Brattholti, faðir Sigríðar. Síðar féll Gullfoss í hendur er- lends hlutafélags, er tók fossinn á leigu í því skyni að virkja hann. Þá reis Sigríður upp og höfðaði mál til að fá samninginn ógildan. Fékk hún föður sinn til að neita að taka við árgjaldi fyrir fossinn. Hún lagði nótt við dag, fór margar ferðir til Reykjavíkur yfir torleiði og óbrúuð vötn og gekk á fund emb- ættismanna og talaði máli sínu. En allt kom fyrir ekki, dómur féll Brattholtsfjölskyldunni í óhag. Tapaði Sigríður miklum fjármun- um á málaferlum þessum. Þá hótaði hún því, að við fyrstu skóflustungu, sem tekin yrði til virkjunar fossins, myndi hún kasta sér í fossinn. Til þess kom ekki, því áform um virkjun Gullfoss runnu út í sandinn, þar sem hinir erlendu aðilar misstu smátt og smátt áhuga á vatnsvirkjun og leigugjöld hættu að greiðast. Féll þá samningur- inn úr gildi. Í dag er Gullfoss ríkiseign, sem kunn- ugt er. Hann er mesta stolt okkar Íslendinga og það sem við sýnum útlendingum gjarnan, er þeir koma til lands- ins. Fáum myndi nú detta í hug í neinni alvöru að spilla þessum fagra fossi með virkjun. Svo mjög hafa tímarnir breyst. Nú eru uppi stór áform um virkj- un við Kárahnjúka. Þar á að stífla Jökulsá á Dal og mynda nærri 60 ferkílómetra uppistöðulón, en beina vatninu austur í Lagarfljót með öllum þeim margvíslegu um- hverfisáhrifum, sem slíkum vatns- flutningum eru samfara. Við virkjun mun ekki aðeins einn foss hverfa, heldur margir tugir fossa spillast. Að vísu enginn sem kemst í nokkurn samjöfnuð við Gullfoss, en fagrir fossar engu að síður, hver á sínum stað, sem setja svip á um- hverfið og gefa landinu sál. Þar má t.d. nefna fossana í Jök- ulsá í Fljótsdal, sem þykja tilkomu- miklir, sem aðeins verða svipur hjá sjón, verði af virkjun, þótt um- hverfisráðherrann leggi til, að hleypt verði einhverju vatni á þá „á ferðamannatíma“. Einnig hinn fagri Töfrafoss í Kringilsárrana, sem mun hverfa með öllu. Um fossana í Jökulsá hefur Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur, ritað sérlega góðar greinar í tíma- ritið Gletting, 1.-2. tbl. 1998, sem ég hvet sem flesta til að verða sér úti um og lesa. Sannleikurinn er sá, að þessir fossar eru hluti af ásýnd landsins og ef þeir raskast breytist ásýndin. Landið verður ekki hið sama og áð- ur. Hvernig munu komandi kynslóð- ir líta á það? Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfi fólks til náttúruverndar frá þeim tíma er Sigríður í Brattholti hóf baráttu gegn virkjun Gullfoss. Mönnum er að verða æ ljósara að framtíð okkar sem þjóðar er komin undir því, að við gætum landsins vel. Þjóðin vill, að landið sé nýtt af skynsemi og varúð. Komandi kynslóðir munu ekki verðlauna þá, sem ganga fram í því að spilla landinu og ásýnd þess, jafnvel þótt það geti fært þjóðinni einhvern tímabundinn gróða, því til eru önnur og meiri verðmæti en peningar. Landið og fiskimiðin umhverfis eru höfuðstóll framtíðarinnar og komandi kynslóða. Ekki síst á þetta við hin ósnortnu víðerni lands okkar, sem verða munu sífellt þýð- ingarmeiri í heimi, þar sem meng- un og hvers kyns eyðilegging nátt- úruverðmæta fer vaxandi. Slík ósnortin víðerni munu í framtíðinni verða ein helsta auðlind okkar Íslendinga og laða til sín ferðafólk í síauknum mæli. Þjóðgarður á öræfunum norð- austan Vatnajökuls mundi til fram- tíðar skila meiri arði en mörg álver. Við eigum að hafa manndóm til að stofna hann, en ekki láta græðgi og skammsýni ráða ferðinni. Tíminn vinnur með umhverfinu. Fossarnir mörgu á Austurlandi eiga sér enga Sigríði í Brattholti í dag, því miður. En þeir eiga engu að síður marga varðstöðumenn. Kannanir hafa sýnt, að um það bil helmingur þjóðarinnar er andvígir virkjun við Kárahnjúka. Sem betur fer kunna margir að meta baráttu Sigríðar í Brattholti fyrir verndun Gullfoss. Henni var reistur minnisvarði fyrir unnin af- rek. Hann stendur þar sem ævar- andi áminning til allra, er þangað koma, að standa vörð um landið og gæði þess. Án fórnfúsrar baráttu Sigríðar er óvíst við ættum þess kost að hafa Gullfoss óskemmdan fyrir augum í dag. Þá væri Ísland fátækara. Nafn hennar mun geymast og verða komandi kynslóðum leiðar- ljós. Nöfnum þeirra, sem vildu selja og virkja Gullfoss, er ekki hampað í dag, þau eru best geymd í þögninni. Sigríður í Brattholti vildi ekki fórna fegursta fossi landsins fyrir skammvinnan gróða. Hún horfði lengra fram á veginn, til framtíðar. Þess vegna er henni þakkað. Í dag vilja margir fórna ám, foss- um og grónu landi á hálendi Aust- urlands fyrir von um sams konar gróða. Mun framtíðin þakka þeim? Munu komandi kynslóðir reisa Halldóri Ásgrímssyni minnisvarða við Kárahnjúka? Sigríður í Brattholti Ólafur Þ. Hallgrímsson Náttúruvernd Munu komandi kyn- slóðir, spyr Ólafur Þ. Hallgrímsson, reisa Halldóri Ásgrímssyni minnisvarða við Kárahnjúka? Höfundur er sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.