Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 17 ÞAÐ VAR heldur einkennileg sjón sem blasti við á tjörninni framan við veitingastaðinn Pollinn á Akureyri í gærmorgun. Í fjöruborðinu lá dauð- ur smáufsi í tugatali og annar eins fjöldi að reyna að synda á land af miklum móð. Heilbrigðisfulltrúarnir Alfreð Schiöth og Sigurður Bjarkl- ind komu á staðinn og sagði Alfreð að þessar aðfarir fisksins væru vissulega nokkuð sérstakar. Alfreð og Sigurður tóku nokkra dauða fiska með sér og sendu sýni á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum til skoð- unar. Sjórinn í tjörninni var mjög gruggugur í gær og taldi Alfreð ástæðuna fyrir því vera miklar leys- ingar undanfarna daga. Það gæti verið orsökin fyrir vanlíðan og jafn- vel súrefnisskorti fisksins, þar sem aðeins bar á slími á tálknum fisksins. Hann sagði þó ekki hægt að fullyrða um hvað þarna væri á ferðinni fyrr en sýnin hefðu verið skoðuð á Keld- um. Dauður og hálf- dauður smáufsi í fjöruborðinu Morgunblaðið/Kristján Alfreð Schiöth heilbrigðis- fulltrúi hirðir upp dauða fiska í fjöruborðinu við Strandgötu. SÓLVEIG Illugadóttir myndlistar- kona hefur opnað málverkasýningu í Reykjahlíðarkirkju og verður sýn- ingin uppi þar í sumar. Þetta er 17. einkasýning Sólveigar. Myndirnar eru flestar til sölu. Morgunblaðið/BFH Herðubreið er ein þeirra fyrir- mynda sem Sólveig glímir við. Sýning í Reykja- hlíðarkirkju Mývatnssveit alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR NÝKJÖRIN bæjarstjórn Akureyr- ar samþykkti á fyrsta fundi sínum breytingu á lögreglusamþykkt Ak- ureyrar varðandi einkadans og sýn- ingar á nektarstöðum. Breytingin felur í sér að á veitingastað með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem heimilt er að sýna nektardans verði lagt bann við einkasýningum hverskonar sem og einkadansi. Skulu dansatriði hér eftir einungis fara fram á einu afmörkuðu svæði í veitingasal þar sem tryggt er að fjarlægð milli dansara og áhorfenda sé að minnsta kosti fjórir metrar. Þá verður dönsurum héðan í frá óheimilt að fara um meðal áhorf- enda. Breyting á lögreglu- samþykkt Akureyrar Fjögurra metra fjarlægð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.