Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 39

Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 39
er alveg rétt á takmörkuðu faglegu starfssviði. En gætum að. Það að skilja til- finningar mannanna er eitt, það að hníga niður í þær eða týnast í þeim er annað. Tilfinningaleg tilvist okk- ar er sterkasti þráðurinn sem teng- ir eina manneskju við aðra. Með því að hvetja til tilfinninglegra sam- skipta geta menn hlotið mannlegt innsæi og virðingu sem fæst ekki í samfélagsfræðilegri umfjöllun. Með því að skilja tilfinningar annarra getum við lært af öðrum og til- einkað okkur mál þeirra sem okkar eigin mál. Þannig getur tilfinning orðið ómótstæðilegur kraftur til að þenja út veggi og takmörk skyn- seminnar og ýta manni til nýs skiln- ings. Ég segi ekki að tilfinningaleg samskipti leysi alla fordóma í sam- félaginu, en samt held ég að við ættum að endurmeta almennilega hlutverk tilfinninga í þessum mál- um. Kirkjan og fordómar Innan kirkjunnar er enn að finna mikinn misskilning og fordóma í garð samkynhneigðra. Annars veg- ar vinna margir í kirkjunni með þetta málefni og leggja sitt af mörk- um til að byggja upp nýtt og sann- gjarnt viðhorf til samkynhneigðra. Það eru hins vegar margir sem næstum sjálfkrafa dæma samkyn- hneigt fólk sem syndara, án þess að gera nokkra tilraun til að skilja til- finningar þeirra. Flestir eru þó lík- lega afstöðulausir og ég var sjálfur einn þeirra lengi. En fyrir ári kynntist ég samkynhneigðu fólki og byrjaði að skilja tilfinningalega hlið þessa máls. Stig af stigi er það orðið mál sem snertir skilning minn á náunganum, en ekki bara eitt af mörgum málefnum innan guðfræði. Hver er munurinn frá því sem var, áður en ég kynntist samkyn- hneigðu fólki sjálfur og eignaðist það að vinum? Ég græt ekki þegar ég les bækur um guðfræði, en ég get grátið vegna náunga míns. Ég get haft tilfinningu sameiginlega með náunga mínum, þ.á m. sorg, reiði, gleði, ást og von. Þegar kirkj- an kennir okkur að við skulum elska náunga okkar er „náungi“ ekki bara skilgreining í bók, heldur tiltekin manneskja með eigið nafn, einkasögu og tilfinningar. Náungi minn eða þinn er lifandi heildar- persónuleiki, og kynhneigð er órjúf- anlegur hluti þeirrar heildar. Mál- efni kristinnar trúar, hvert sem það er, má aldrei gleyma þessu grund- vallaratriði og viðurkenningu. Ef þetta gleymist og of mikil áhersla er lögð á trúarleg óhlutbundin rök eigum við á hættu að ganga fram hjá persónuleika náunga okkar og fyrirlíta hann. Er það t.d. ekki hræðilegt ef einstaklingur, sem vanalega þykir bera af í fallegri og manneskjulegri framkomu, verður fyrir aðkasti og vanþóknun út af ást sinni? Sönn ást í lífi manneskju er heilög. Hún er ekki smáatriði eða hliðarspor sem aðrir geta gefið sér vald til að þykjast „lækna“ eða „leiðrétta“, til þess eins að hún passi hugmynd meirihlutans. Auk þess hugsar þessi meirihluti í slík- um tilfellum nær aðeins um kyn- ferðislegt samband samkyn- hneigðra, en ekki um ást þeirra. Er slíkt viðhorf virðulegt í nafni Jesú Krists? Kirkjan hefur afneitað samkyn- hneigðu fólki lengi með því að dæma það og útiloka frá því sem telst „normal“. Kirkjan hefur aldrei verið fullkomin stofnun í sögu okk- ar, heldur er hún síbreytilegt félag trúaðra sem er í þróun. Mér skilst að síðustu ár hafi átt sér stað mikil breyting innan kristinnar siðfræði á jákvæðan hátt fyrir samkyn- hneigða. En því miður virðist þjóð- kirkjan hins vegar ekki fylgja á eft- ir með breyttri afstöðu. Mikil umbót hefur átt sér stað á sviði aukinna mannréttinda fyrir samkynhneigða, en skilningur á meðal kristinna manna fylgir þar oft ekki að málum. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir ófullkomleika okkar. En við þurfum að skammast okkar ef við viðurkennum ekki eigin galla og skort. Ef við höldum áfram að dæma saklaust fólk meiri syndara en okkur sjálf, og útilokum það beinlínis eða óbeinlínis frá umföð- mun kirkjunnar, munu viðhorf kirkjunnar verða dæmd hin raun- verulega synd. Því að það er synd að láta fordóma gagnvart náung- anum viðgangast af sinnuleysi. Núna er tíminn fyrir kirkjuna að taka næsta sýnilega skrefið í þess- um málum. Höfundur er prestur innflytjenda. Er hugsanlegt að Ísland – og þá Reykjavík – geti komið til greina sem framtíðarheimili fyrir Samein- uðu þjóðirnar, eða einhverjar aðrar gildar alþjóðastofnanir? Umræða um þessa hugmynd gæti a.m.k. verið ágæt upplyfting og grunar mig að ýmis skemmtileg rök megi færa með og á móti hug- dettunni. Hvers vegna samþykktu kald- astríðsmenn leiðtogafundinn í Höfða 1986? M.a. vegna þess að Ís- land var í þeirra augum ,,friðsælt, hlutlaust NATO-ríki“, eins og Shevardnadze sagði. Eða hvers vegna var skákeinvígi 20. aldarinn- ar háð í Reykjavík? Svisslendingar hafa t.d. markað sér sérstöðu á þessum vettvangi og eru ýmsar fjölþjóðastofnanir og dótturstofnanir Sameinuðu þjóð- anna þar í landi. Okkur hættir til að vanmeta styrk Íslands í samfélagi þjóðanna. Við erum ekki einir um það. Og á sama hátt hættir okkur einnig til að ofmeta stöðuna. Vitaskuld ráðum við ekki um- ræðunni um staðsetningu Samein- uðu þjóðanna. Hins vegar er sjálf- sagt fyrir okkur að hafa augun opin þegar færi gefst og ýta undir skoðanaskipti um málið. Heims- málin eru á fleygiferð og það verð- ur ljósara með hverjum deginum að grundvallarbreytinga er þörf til að leitast við að laga þá slagsíðu sem myndast hefur eftir lok kalda stríðsins. Breyting á heimilisfangi Sameinuðu þjóðanna er hluti af þeirri jöfnu. Og ef Íslendingar og Reykvík- ingar leyfðu sér að hugsa stórt mætti sjálfsagt benda á Vatnsmýr- ina og flugvallarsvæðið til að hýsa alþjóðlega starfsemi með svipaðan starfsmannafjölda og Sameinuðu þjóðirnar hafa í New York. Skjótt skipast veður í lofti – og ekki aðeins yfir Íslandi. Höfundur er einn af stofnendum Stöðvar 2 og fyrrverandi stjórnarformaður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 39 120 mm, hallandi hægt að setja á skaft 10 lítra útimálning Íslensk útimálning, allir litir Verð áður: 7.990 kr. 4.990 kr. Pensill 695 kr. Pensill 695 kr. á útimálningu 75, 100 og 120 mm allar stærðir á sama verði Málningarbakki 695 kr. með 25 cm rúllu Ver› á›ur: 1.350 kr. Sumartilboð Ármúla 17a - Sími 553 8282 Opið alla daga vikunnar Kínverjar hafa löngum verið þekktir fyrir langlífi og heilbrigða lifnaðarhætti. Í gegnum árþúsundir hafa þeir þróað mjög fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu. Betri heilsa - betra útlit TVISVAR hafa birst greinar hér í Morgunblaðinu þar sem fram hafa komið óskir um mig sem æskileg- an bæjarstjóra í samstarfi við væntanlegan minnihluta. Sú áskorun hefur verið sett fram af fólki sem ég þekki ekki og ég held að ég hafi aldrei talað við. Annars vegar er um að ræða grein sem send var í blaðið á fölskum for- sendum og sætir nú lögreglurann- sókn. Það er spurning hvort þetta sé sett fram í gríni eða sé tilraun til að valda óeiningu meðal sjálf- stæðismanna eða koma af stað tortryggni. Ég hef í áratugi verið virkur fé- lagi í Sjálfstæðisfélaginu á Sel- tjarnarnesi. Ég hef lagt mig alla fram um það að styðja sjálfstæð- ismenn til valda til að fara með málefni Seltirninga. Seltirningar hafa sýnt það að þeir treysta sjálf- stæðismönnum til að fara með málefni bæjarins. Ég var kosin í annað sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna 3. nóvember sl. og í kosn- ingum hinn 25. maí sl. veittu bæj- arbúar Sjálfstæðisflokknum aftur umboð til að stýra bæjarfélaginu næstu fjögur árin. Það munum við gera í krafti okkar lýðræðislega umboðs. Bæjarbúar og sam- flokksfólk mitt geta treyst mínum heilindum. Ásgerður Halldórsdóttir Að gefnu tilefni Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.