Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 49 Gamalt kvæði byrjar svo: „Nú er skarð fyrir skildi“, ég tek undir það, en ekki undir næstu setningu: „Skað- ans ég minnast vildi“. Það þarf ég ekki að segja. Ég get ekki gleymt því, hvað mikið sem ég vildi, að hún Guð- rún er dáin og ég harma og græt. Ég þakka Guði fyrir að fá að kynn- GUÐRÚN EYJÓLFSDÓTTIR ✝ Guðrún Eyjólfs-dóttir fæddist í Sólheimum í Laxár- dal í Dalasýslu 13. nóvember 1920. Hún lést 31. maí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Lágafellskirkju 7. júní. ast henni og hennar dásamlega móðurkær- leik sem allt kunni að fyrirgefa. Ég held hún fari vel út úr vísunni sem hún kenndi mér: Hvar sem þú finnur fátækan á förnum vegi, gerðu honum gott, en græt hann eigi. Guð man laun á efsta degi. En, hvernig förum við út úr því ? Vel, ef við biðjum Guð um náð og kappkostum svo, með Jesú hjálp, að fara götuna til góðs. Hittumst á landi lifenda, þar sem allt er frjálst, glatt og gott og ekkert vont. Guð blessi minningu Guðrúnar. Anna Marta Guðmundsdóttir. við Nýbýlaveg, Kópavogi >  &   -  9    '9, '          ,     D *, . ./ ":, ( #   #& (" !1J  '"  )  $) $" !! "     $ % ,:"") $" !! " ="") $" % #  " 8 !! "   ( " (&" %$( " ( " (&" ) ? &      9    '9'        ,      +7>+ ./ ": " " ) "4 >: !! "  "#$ %  >: %  '"!<4" !! "  ">: % #"  <  " !! "   % @" &"$ !! "      ( " (&" %$( " ( " (&" ) Elsku Elín okkar. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess hversu stutt er síðan við vor- um allar saman í Öldu- selsskóla. Þegar við sitjum hér allar saman og hugsum til baka sjáum við þig ljóslifandi fyrir okkur með ljósa hárið, bjarta brosið og smitandi hláturinn. Skemmtilegast fannst okkur að fylgjast með þér nú síðustu ár, þar sem þú geislaðir af hamingju og greipst öll góð tækifæri, og naust lífsins til fulls. Svona varstu og svona munum við ætíð minnast þín. Elsku Elín Rut okkar, við trúum því að guð geymi þig nú á betri stað, og við biðjum hann að veita þeim styrk sem nú eiga um sárt að binda. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxnes.) Við hittumst allar þegar okkar tími kemur. Þínar vinkonur, Fríða Rakel, Harpa, Jó- hanna, Klara, Sandra og Sigríður P. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Vottum fjölskyldu og aðstand- endum Elínar Rutar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Starfsfólk Korpukots og Fossakots. ELÍN RUT KRISTINSDÓTTIR ✝ Elín Rut Krist-insdóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1981. Hún lést í bíl- slysi í Bandaríkjun- um 23. maí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 7. júní. … ef við hittumst aldrei aftur fyndist mér sem allt ævintýri tilverunnar væri réttlætt með því að hafa hitt þig. (Lewis Mumford.) Þinn Ottó Magnússon. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að setjast niður 21 árs gömul og skrifa minningargrein um eina af mínum vinkonum. Það er svo óréttlátt hvað lífið getur endað fljótt þegar maður á síst von á því. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, á þessari stundu trúi ég því. Hún Elín vinkona átti allt lífið framundan. Það rifjast upp svo margar minningarnar sem við átt- um saman. Þetta voru yndislegar stundir sem ég gleymi aldrei. Ég trúi því að nú sé Elín komin á betri stað þar sem henni líður vel. Elsku Sigrún, Gunnar, Daníel og Lilja, missir ykkar er mikill, guð styrki ykkur í sorginni. Ragnheiður Brynjólfsdóttir. Elsku Ella. Við trúum varla að þú sért farin frá okkur, það er ótrúlegt hvað lífið getur tekið óvænta stefnu. Síðast þegar við vorum saman komnar vinkonurnar lék allt í lyndi og þú eins og þú varst alltaf, bros- andi, hlý, glöð, áhyggjulaus og lífið lék við þig. Þú varst mörgum kost- um gædd en þó var þinn helsti kost- ur brosið bjarta og óendanleg bjart- sýni. Sérstaklega er minnisstæð ferðin til Þrándheims þegar við villtumst í borginni. Þá gafst þú ekki upp og sagðir hughreystandi: „Ég held ég viti núna hvar við er- um, þetta reddast.“ Við munum alltaf muna eftir þér brosandi, sama hvort aðstæður voru slæmar eða góðar, þú gast allt- af fundið húmor í flestu og brosað í gegnum tárin. Alls staðar sem þú komst vaktir þú athygli með góð- legri framkomu þinni, fegurð og út- geislun. Þú varst svo örlát, vildir öllum vel og varst alltaf hjálpleg þeim sem minna máttu sín. Það var ómetanlegur tími sem við áttum saman vinkonurnar í litla þorpinu Orkanger í Noregi þar sem við unnum saman á líkamsræktar- stöð Önnu frænku þinnar. Þar skoppuðum við og hoppuðum alla daga en þess á milli fórum við og skemmtum okkur rækilega og allir Orkangerbúarnir hópuðust saman í kaffitímunum með nýtt slúður um „brjáluðu“ Íslendingana sem sneru bænum við!! Oft á tíðum vöktum við langt fram á nótt , spjölluðum saman og borðuðum óhemju magn af popp- korni með aromatkryddi að þínum hætti. Þá kom vel í ljós hversu mikil mömmustelpa þú varst, þú saknaðir hennar svo mikið. Það var greini- legt að mamma þín var mikilvæg- asta manneskjan í lífi þínu og þú leist svo upp til hennar. Manstu þegar þú lést okkur draga gullkorn dagsins úr stokknum sem mamma þín gaf þér. Elsku Ella, takk fyrir allt og allt. Við munum ávallt geyma fallega minningu þína í hjörtum okkar. Elsku Sigrún, fjölskylda og vinir, megi góður Guð veita ykkur styrk og vaka yfir ykkur ævilangt. „Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ (Jesaja 41,10) Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Davíðssálmur 23) Elsa Karen og Heiða Björk. Ég hef lesið um land þar sem enginn lengur þjáist af sjúkdómastríði. Enginn styrjaldar angistar kvíði, innan skamms, innan skamms verð ég þar. Hallelúja þá hjörtu vor fagna hallelúja öll vantrú er farin. Sérhver freistingar rödd þá mun þagna þar hjá Guði um eilífð ég er . . . (Kristín Sæmundsdóttir) Þessar laglínur hljóma í huga mér er ég hugsa um síðustu stund- irnar okkar saman er ég kom til þín fyrir nokkrum vikum og við hlustuðum á Pál Rósinkrans syngja þessar laglínur af diskinum ELLEN ÞÓRA SNÆ- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Ellen Þóra Snæ-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1935. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi fimmtudaginn 23. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 6. júní. Liljan. Ég minnist allra góðu stundanna sem við áttum saman öll þau 25 ár sem við bjuggum hér. Alltaf var gott að leita til þín, elsku vinkona, og ég á eftir að sakna þess að heyra ekki lengur bankað létti- lega á dyrnar hjá mér eins og þú gerðir svo oft til þess bara að vita hvernig við hefð- um það. Já svona er lífið og enginn veit hver er næstur. En minningarnar tekur enginn frá okkur og ég þakka Guði fyrir allar góðu stundirnar okkar hér saman sem eru orðnar æði margar gegn- um öll þessi ár. Ég kveð kæra vin- konu með söknuði og þakklæti fyr- ir allt gott. Elsku Magga, Erna, Kristjana, og Snæbjörn og fjölskyldur, ég votta ykkur samúð mína. Guð veri með ykkur. Kveðja, Dorothea M. Högnadóttir og fjölskylda. Þegar ég heyri góðs manns getið, glaðnar yfir mér um sinn. Þá er eins og dögun dafni, drýgi bjarma um him- ininn. Vonum fjölgi, veður batni, vökni af döggum jarðar kinn. Jafnvel þótt í fótspor fenni, fjúki í skjólin heimaranns. Gott er að signa göfugmenni gjalda blessun minning hans, ÓSKAR LÁRUSSON ✝ Óskar Lárussonfæddist á Norð- firði 13. desember 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Há- teigskirkju 6. júní. dreifa skini yfir enni, ilmi um brjóst hins fallna manns. (Guðm. Friðj..) Ég kveð þig, elsku afi minn, eftir langa samveru. Það var svo margt sem þú kenndir mér og margs að minnast frá Norðfirði. Það var ekki síður notalegt í seinni tíð þegar við komum með barnabarnabörnin í heimsókn í Hvassa- leitið til að fá ís og fleira hjá ykkur ömmu. Við munum sakna þín mikið. Hvíl í friði, afi minn. Guð blessi minningu þína. Elsku amma mín, megi Guð gefa þér styrk á erfiðri stundu og í framtíðinni. Árni Óli, Rósa og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.