Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kíktu inn á bílaland.is Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333 Fax 544 4211, netfang: netsalan@itn.is Opið virka daga frá kl. 10-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Sunnudaginn 16. júní kl. 13-16. • Lettman kajakar • Mikið úrval • Plast- og trefjakajakar Combi-Camp mest seldi tjaldvagninn 30% afsláttur af aukahlutum fram yfir helgi Viking fellihýsi vönduð og vel útbúin • Tæki sem brenna gasi eru CE merkt • Lagnir fyrir CE merkta ísskápa • Bremsur • Betra endursöluverð Komið og skoðið! INGIMUNDUR Þ. Guðnason var kosinn oddviti á fyrsta fundi nýkjör- innar hreppsnefndar Gerðahrepps. Þá var ákveðið að endurráða Sigurð Jónsson sem sveitarstjóra. Í kosningunum hélt F-listi fram- farasinnaðra kjósenda hreinum meirihluta sínum, nú undir forystu Ingimundar Guðnasonar. Sigurður var sveitarstjóraefni listans. Fulltrúi I-lista Félags óháðra borgara lagði til að Gísli Heiðarsson, fjórði maður á F-listanum, yrði kjörinn oddviti en Ingimundur hlaut kosningu með fjórum atkvæðum. Einar Jón Páls- son, annar maður á F-lista, var kos- inn varaoddviti með sex atkvæðum. Felld var með þremur atkvæðum gegn fjórum tillaga I-listans um að auglýsa stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í greinargerð segir að F- listinn hafi boðið Sigurð fram sem sveitarstjóraefni og þeirri skoðun lýst að ekki sé hægt að greina að meirihluti hafi samþykkt hann sem sveitarstjóra þar sem framboðið hafi fengið 346 atkvæði af 700. Endur- ráðning Sigurðar sem sveitarstjóra var að því búnu samþykkt með fjór- um atkvæðum meirihlutans, einn greiddi atkvæði á móti og tveir sátu hjá. Oddvita var falið að undirrita ráðningarsamning við sveitarstjór- ann og tekið fram í samþykkt hreppsnefndar að launakjör verða þau sömu og verið hafa á nýliðnu kjörtímabili. Tveir fulltrúar I-lista og fulltrúi H-lista sjálfstæðismanna og annarra frjálslyndra stóðu saman að kjöri í fimm manna nefndir. Á fundinum var samþykkt tillaga F-listans um að setja á fót ferða- málanefnd. Verður kosið í nefndina á næsta fundi. Ingimundur kjörinn oddviti Gerðahreppur Sigurður Jónsson Ingimundur Þ. Guðnason JÓN Gunnarsson var kosinn oddviti nýrrar hreppsnefndar Vatnsleysu- strandarhrepps á fyrsta fundi nefnd- arinnar. Þá var Jóhanna Reynisdótt- ir endurráðin sveitarstjóri. Við kosningarnar leiddi Jón Gunn- arsson H-lista óháðra borgara eftir nokkurra ára hlé frá störfum í sveit- arstjórn og hélt listinn hreinum meirihluta sínum í hreppsnefndinni, fékk þrjá fulltrúa af fimm. T-listi og V-listi fengu einn mann hvor. Við kosningu oddvita var stungið upp á Jóni og Birgi Þórarinssyni sem skipaði annað sætið á sama lista, Jón hlaut kosningu með þremur atkvæð- um, tveir fulltrúar sátu hjá. Birgir var síðan sjálfkjörinn varaoddviti. Oddvita var falið að gera ráðning- arsamning við Jóhönnu sem sveitar- stjóra, með fyrirvara um samþykki hreppsnefndar. Nefndaskipan og kosningu í nefndir var frestað til næsta fundar hreppsnefndar. Jón Gunnarsson oddviti á ný Vatnsleysustrandarhreppur Jón Gunnarsson Jóhanna Reynisdóttir STÁLÞILI sem reka á niður við Norðurgarð í Sandgerðishöfn var skipað upp úr flutningaskipi þar í höfninni í vikunni. Stálið vó 230 tonn. Guðlaugur Einarsson verktaki átti lægsta tilboð í niðursetningu stálþilsins og hefur hann hafið framkvæmdir. Um er að ræða 60 metra langt stálþil við enda Norð- urgarðs en þar hefur verið unnið við dýpkun í vetur þannig að þar verður um níu metra dýpi við bryggjuna. Þá mun hafnargarð- urinn breikka um sex metra þegar framkvæmdum lýkur. Vinna við að reka niður stálþilið hefst á næstu dögum. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Stálþili skipað upp Sandgerði ÞORSTEINN Árnason, fyrsti varamaður framsóknarmanna í nýkjörinni bæjarstjórn Reykjanesbæjar, óskaði eftir lausn frá þeim störfum á fyrsta fundi bæjarstjórnar og veitti bæjarstjórn honum sam- hljóða lausn. Í bréfi sem Þorsteinn sendi bæjarstjórn vísar hann til nið- urstöðu kosninganna og mikils fylgistaps Framsóknarflokks- ins og telur sig samkvæmt því ekki hafa fengið umboð til að vinna að málefnum bæjar- félagsins. Þorsteinn skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokks- ins, sætið sem flokkurinn tap- aði. Hættir á fyrsta fundi Reykjanesbær MIKIL fjölgun hefur orðið í vinnuskóla Reykjanesbæjar frá síðasta sumri. Þar starfa í sumar 405 unglingar og er hann fjöl- mennasti vinnustaðurinn á Suður- nesjum. Unglingar úr þremur efstu bekkjum grunnskóla geta fengið vinnu hjá vinnuskólanum og eru um 500 börn í þessum þremur ár- göngum að þessu sinni. 405 þeirra sóttu um og fengu vinnu hjá vinnu- skóla Reykjanesbæjar á móti 240 á síðasta ári. Aukning milli ára er því tæp 70%. Ragnar Örn Pétursson umsjón- armaður vinnuskólans segir að aukningin sé mest hjá sextán ára unglingunum en einnig aukist um- sóknir hjá 15 ára. Telur hann að þrengra sé um á almennum vinnu- markaði en verið hefur en vekur einnig athygli á því að vinnuskól- inn greiði hærri laun en gengur og gerist hjá vinnuskólum og ungling- arnir séu kannski að átta sig á því að þetta sé ekkert verri vinna en hver önnur. Vegna lengingar skólaársins er erfiðara að skipta hópunum niður á sumarið. Hann segir að vegna þessa hafi þurft að fjölga flokks- stjórum og séu nú um 30 að störf- um. Nóg er að gera fyrir nemendur vinnuskólans, að sögn Ragnars Arnar. Þessa dagana er mest verið að fegra bæinn fyrir þjóðhátíðar- daginn. 405 nemendur í vinnuskólanum Reykjanesbær SKIPVERJARNIR á Lukkuláka SH 501 frá Ólafsvík lönduðu óvenju- legum afla í Sandgerði í gær, hnúfubak sem festist í netunum. Hvalurinn var dauður í netunum þegar þeir vitjuðu þeirra á Ólafs- völlum, um 15 mílur norðvestur af Garðskaga. Ákváðu þeir að draga skepnuna til næstu hafnar. Gekk það frekar hægt því hnúfubakur- inn er ellefu metrar að lengd, lítið eitt styttri en báturinn, og á annan tug tonna að þyngd ef að líkum lætur. Hvalurinn var dreginn upp í nið- ursetningarbraut smábáta í Sand- gerðishöfn. Þar kom fjöldi fólks til að skoða. Starfsfólk botndýrarann- sóknastöðvarinnar í Sandgerði tók sýni af hrúðurkörlum og öðrum líf- verum sem eru utan á hvalnum og sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar komu á staðinn til að skoða dýrið og taka sýni. Síðdegis ætluðu skipverjarnir heppnu á Lukkuláka að einhenda sér í hvalskurð til að láta verðmæt- in ekki fara til spillis. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hnúfubakur í netin hjá Lukkuláka Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.