Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tengdamóðir mín, Dagbjört Hannesína Níelsdóttir, frá Sel- látri á Breiðafirði, er látin, 96 ára að aldri og fór útför hennar fram frá Stykkishólms- kirkju á afmælisdegi móður hennar og nöfnu. Athöfnin í kirkjunni var falleg sem og athöfnin í kirkjugarðinum. Allt, sem einkennt hafði líf þessarar mætu konu, var fallegt. Voru nokkr- ir mjög langt að komnir til að votta hinni látnu sína hinstu virðingu. DAGBJÖRT HANNESÍNA NÍELSDÓTTIR ✝ Dagbjört Hann-esína Níelsdóttir fæddist á Þingvöll- um í Helgafellssveit 6. febrúar 1906. Hún lést á St. Franciskus- spítala í Stykkis- hólmi 14. maí síðast- liðinn og var útför Dagbjartar gerð frá Stykkishólmskirkju 24. maí. Þegar kistan var borin út úr kirkjunni söng kórinn við undirleik stjórnanda síns lagið „Bátur líður út um eyjasund“. Þetta var mjög vel til fundið og áhrifaríkt, vegna þeirrar nálægðar, sem Dagbjört og eiginmað- ur hennar, Jónas Páls- son, höfðu haft við haf- ið og eyjarnar á Breiðafirði. Dagbjört missti mann sinn 1988 og á seinni árum lét hún í ljós þá ósk sína að komast sem fyrst til hans aftur. Dagbjört og Jónas bjuggu m.a. í 18 ár í Elliðaey á Breiðafirði og leit- aði Jónas fanga í greipar Ægis á bát sínum, en Dagbjört gætti bús og dætranna fjögurra, þeirra Helgu, Jóhönnu, Unnar og Ásdísar, eigin- konu minnar. Það hefur ekki alltaf verið átakalaust fyrir húsfreyjuna að vita af bónda sínum einum á báti, oft langt frá landi, þegar allra veðra var von. Þær munu hafa verið ófáar ferðirnar, sem Dagbjört fór með sjónaukann sinn upp á útsýnisstaði á eyjunni, til að reyna að hafa auga með eiginmanni sínum og fylgjast með honum koma inn til farsællar lendingar. Hún var sem vitinn í lífi hans. Þegar lélegt skyggni hamlaði sýn lagðist hún með eyra að jörðu og hlustaði eftir vélarhljóði bátsins. Það eru í mínum huga forréttindi að hafa kynnst þessari miklu sóma- konu og að hafa myndað tengsl við fjölskyldu hennar. Hún hlaut sinn skammt af erfiðleikum lífsins, eins og segja má um flesta, en hún efld- ist við hverja raun og hafði alltaf efni á því að bera höfuðið hátt. Hún trúði á guðlega forsjón og það góða í lífinu og trúði því jafnframt, að Guð legði ekki meira á sig en hún gæti borið. Eftir fjölmenna erfidrykkju fór- um við hjónin niður að höfninni í Stykkishólmi og sáum hvar lítill bátur sigldi eftir spegilsléttum haf- fletinum út úr höfninni og út um eyjasund. Á táknrænan hátt mætti segja, að Dagbjört væri búin að hitta Jónas sinn og að saman sigldu þau um kunnar slóðir eins og jafnan áður á æviferlinum. Blessuð sé minning þeirra beggja. Friðþjófur Max Karlsson. Það var árið 1976 að leiðir okkar Grétars Hjartarsonar lágu fyrst saman. Hann þá nýtekinn við starfi Árna Hinrikssonar sem framkvæmdastjóri Laugarás- bíós, en sá sómamaður féll frá í blóma lífsins. Satt að segja var ég ekki alveg laus við áhyggjur, sæti Árna var óneitanlega vandfyllt. Veisla var í gangi í bíóinu. Fyrir dyrum stóð frumsýning á metað- sóknarmyndinni Jaws eða Ókind- inni (menn lögðu enn metnað sinn í GRÉTAR HJARTARSON ✝ Grétar Hjartar-son fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 5. júní. að þýða titlana) og var frumsýningargestum boðið upp á þjóðleg veisluföng, enda vel við hæfi: Hákarl og brennivín. Ekki þarf að orð- lengja það, ég komst snarlega að því að ástæðulaust var að bera kvíðboga fyrir kynnum við nýja hús- ráðandann. Þeir Grét- ar og Pétur „sjómað- ur“, annar genginn heiðursmaður, tóku höfðinglega á móti gestum og þarna upphófust aldar- fjórðungskynni sem ég minnist með hlýhug. Það var ávallt tilhlökkunarefni að koma í Laugarásbíó, ef myndin var ekki upp á marga fiska gat maður gengið að því vísu að upp- lífgandi fundur við Grétar bætti annað upp. Þótt við værum sitt hvorum megin við borðið í orði kveðnu breytti það engu. Hann reyndist röskur og hugmyndaríkur bíóstjóri, kom m.a með athyglis- verðar nýjungar eins og mynd- bandadeild og -leigu í bíóið, og „þriðjudagstilboðin“ vinsælu. Leið ekki á löngu uns öll bíóin í borginni buðu gestum ódýrari aðgöngumiða á þeim annars lélega aðsóknardegi. Grétar kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur og var manna lagnastur við að láta mönnum líða vel í návist sinni. Ávallt glaður í bragði og jákvæð- ur og átti ekki í vandræðum með að skilja hismið frá kjarnanum. Þeir sem kynntust honum fundu fljótt að undir glaðværðinni bjó traustur og raungóður sómadreng- ur, sem nú er horfinn á braut svo langt, langt fyrir aldur fram. Hann situr hins vegar óhagganlegur í heiðurssessi í minningunni um ókomin ár, þar er birtan öllu öðru yfirsterkari. Ég kveð minn gamla kunningja og samferðamann með söknuði og þakklæti og votta fjölskyldu Grét- ars Hjartarsonar mína innilegustu samúð. Sæbjörn Valdimarsson. Elsku amma Ragga. Þegar ég hugsa til þín rifjast upp ótal minn- ingar. Hver einasta minning um þig er fögur, þar sem þú varst einstaklega falleg mann- eskja. Þú varst svo hlý og góð og það leið öllum vel í kringum þig. Þú leist á alla sem jafningja og gerðir aldrei upp á milli fólks. Þú laðaðir fólk að þér og lést manni líða eins og maður væri sérstakur. Það var alltaf gaman að koma til þín á Skagann. Alltaf varstu búin að baka kökur, kleinur og kæfuna sem var í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þú hafðir allan tímann í heiminum fyr- ir mann. Ferðirnar á Langasand- inn og í bæinn voru ófáar og svo gastu spilað við mann tímunum saman. Húsið þitt var fullt af ást. Allir voru velkomnir og þangað RAGNHEIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ RagnheiðurÞórðardóttir fæddist á Akranesi 22. ágúst 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 20. maí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 28. maí. kom fólk á öllum aldri daglega í heimsókn. Gestagangurinn var svo mikill að útidyra- hurðin var varla sett í lás nema seint á kvöldin. Þú hugsaðir svo vel um alla,hvort heldur það var fjöl- skyldan og vinir, fugl- arnir eða jafnvel mýsnar. Allir fengu athygli og að borða hjá ömmu Röggu. Þú varst alltaf svo hress og jákvæð og gast snúið flestu upp í grín. Þú ert fyrirmynd svo margra og ég hugsaði oft til þess þegar ég horfði á þig að ef ég yrði eins og þú þegar ég verð eldri hefði ég engu að kvíða. Það er erfitt að þurfa að kveðja manneskju eins og þig, en það eru forréttindi að hafa fengið að kynn- ast þér og hvað þá að hafa fengið að eiga þig sem ömmu. Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma þér, þar sem ég þarf aðeins að loka augunum og þá heyri ég þig syngja og flauta rétt eins og þú sért inni í eldhúsi að útbúa eitthvað stórkostlegt. Kristín Laufey. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina                                           !" !##$ %        &    &      '      (  )   *   +   !! " #$ " ! !! " " ! "$ % & '" " !! "  "$ % " ! " ! !! " ( " (&" %$( " ( " (&" )             ,    - '*'+#*,'- #''+. ./  0  12 3 %$   . /     0    ,  1  2         &  ! !+$$  "  $4 % (&" ! $ (&" ( " (&" %$  ! ) 3          , 5 +'+/ ./  4 $&!      #     ,   4     !+ !"$$ +)/ % , "$"6!7 !! " 8 / !! " 9  ".  % %$ " "  !  ") 5               9'+**+' ./ ":9,;"   !! <   :#"  ! #  " "       6     7   !+  !!$$ *       '        8   39  '//%     7$#!:,!#,:##$# , $ 4 =" " %  $, $ 4 !! " =%" ! #$ % % $, " , $ 4 !! " " !:  % ="", $ 4 % $"" " !! "  ", $ 4 !! " 9 $ "" ! %  $">: , $ 4 % =%"$"" " !! " "", $ 4 !! " ( " (&" %$( " ( " (&" )             ','-  7/ ./  ' $&!2     0       4    ,  ;  <  '     -&-   '    *   9      9 !; !! " ="< " $!"$$ % $"4 9 !; !! " '  !  % " !: 9 !; % " 7 !! " ( " (&" %$( " ( " (&" )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.