Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 57 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og einstakt tækifæri til að kynnast þessu stórkostlega landi á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla fimmtudaga til Verona, einnar fegurstu borgar Ítalíu, þar sem þú getur notið ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu eða dvalið við Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð. Verona er í hjarta Ítalíu, frábærlega staðsett og héðan er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsi- legustu verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Aðeins 50 sæti á sértilboði Beint flug alla fimmtudaga Brottför frá Keflavík kl. 17.30. Flug heim á þriðjudagsmorgnum Verð kr. 24.265 Gildir 11 eða 18. júlí til Verona. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Verð kr. 29.950 Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A. Aðeins 40 sæti í boði. Skattar innifaldir. Kynntu þér Ítalíubækling Heimsferða Verona 11. og 18. júlí frá kr. 24.26517. júní tilboð! fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 20% afsláttur af öllum barnaskóm! Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf, sími 555 4420. Nýtt korta tímabil SIGURÐUR Daði Sigfússon og Sævar Bjarnason eru jafnir og efstir á Stigamóti Taflfélagsins Hellis fyrir síðustu umferðina sem tefld verður í kvöld. Sigurður Daði fylgdi eftir hinum glæsilega sigri sínum í fjórðu umferð með því að leggja Björn Þorfinnsson í fimmtu umferð og ná þannig foryst- unni af honum. Í sjöttu umferð gerði hann síðan jafntefli við Stefán Krist- jánsson. Þau úrslit gáfu Sævari Bjarnasyni færi á að ná Sigurði Daða að vinningum og það tókst honum með því að leggja Ríkharð Sveinsson að velli. Öðrum skákum í sjöttu um- ferð lauk með jafntefli. Staðan fyrir síðustu umferð er þessi: 1.–2. Sævar Bjarnason, Sigurður D. Sigfússon 4½ v. 3.–4. Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson 4 v. 5. Stefán Kristjánsson 3½ v. 6.–7. Arnar Gunnarsson, Kristján Eðvarðsson 3 v. 8.–9. Ríkharður Sveinsson, Hrannar B. Arnarson 2½ v. 10.–13. Ingvar Þór Jóhannesson, Lenka Ptacnikova, Guðmundur Kjartansson, Snorri Bergsson 2 v. 14. Dagur Arngrímsson 1½ v. Það stefnir greinilega í mjög spennandi lokaumferð, en hún verður tefld í kvöld í Hellisheimilinu, Álfa- bakka 14a í Mjódd, og hefst klukkan 19:30. Áhorfendur eru velkomnir. Elsa María stúlkna- meistari Hellis Stúlknameistaramót Hellis fór nýlega fram í blíðskaparveðri á götu úti við Bergstaðastræti og vakti verðskuldaða athygli vegfarenda. Sex stúlkur tóku þátt í meistaramótinu og var hörð og spennandi keppni um þrjú efstu sætin. Elsa María Þor- finnsdóttir sigraði glæsilega með fullu húsi, fékk 5 vinninga alls, og er því Stúlknameistari Hellis árið 2002. Hún fékk að launum veg- legan bikar, medalíu og einkatíma í skák hjá Guðfríði Lilju Grétarsdótt- ur, margföldum Íslandsmeistara kvenna. Í öðru sæti varð Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir með 4 vinn- inga, eftir miklar sviptingar í úrslita- skák um 2. sætið við Margréti Jónu Gestsdóttur, en Margrét Jóna varð í þriðja sæti með 3 vinninga. Í fjórða sæti varð Fjóla Rut Svansdóttir með 2 vinninga, í fimmta sæti Guðrún Kristín Einarsdóttir með 1 vinning og í sjötta sæti Salvör Gullbrá Þór- arinsdóttir. Salvör Gullbrá fékk sér- staka viðurkenningu fyrir góðan íþróttaanda. Skákstjóri var Guðfríð- ur Lilja. Í fyrsta sinn á skákmóti var skipað í embætti grillmeistara, en því gegndi Steinunn H. Blöndal, sem bauð upp á grillmat, gos og frost- pinna á meðan á mótinu stóð. Nokkr- ar stúlkur höfðu afboðað komu sína vegna sumarfría og aðstandendur mótsins voru því sáttir við þátttak- endafjöldann. Að mótinu loknu voru veittar við- urkenningar fyrir ástundun og ár- angur í kennslustundum ársins. Hall- gerður Helga fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í þrautakeppni og hlaut að launum tvo fría einkatíma í skák hjá Guðfríði Lilju. Fjóla og Guðrún fengu viðurkenningu fyrir góða mætingu og framför byrjenda. Allir þátttakendur fengu einnig sér- stök viðurkenningarskjöl. Sigeman-mótið Gengi Hannesar Hlífars Stefáns- sonar á Sigeman-mótinu í Svíþjóð hefur verið afleitt. Hann tapaði í fimmtu og sjöttu umferð og er í neðsta sæti á mótinu með 1½ vinning. Nigel Short er efstur ásamt Jonny Hector og Vladimir Epishin með 4 vinninga. Tefldar verða níu umferðir. Mótinu lýkur 14. júní. Bikarsyrpa Hellis: Þriðja mótið á sunnudagskvöld Taflfélagið Hellir og ICC standa sameiginlega að 10 móta röð á ICC skákþjóninum, sem kallast Bikar- syrpa Hellis á ICC. Þriðja mótið fer fram sunnudagskvöldið 16. júní og hefst klukkan 20. Öllum er heimil þátttaka. Þeir sem ekki tóku þátt í fyrri mótum þurfa að skrá sig tím- anlega. Tekið er við skráningum á netfanginu hellir@hellir.is. Nánari upplýsingar um mótaröðina er að finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: www.hellir.is. Tefldar verða níu umferðir. Um- hugsunartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær sekúndur bætast við eftir hvern leik. Alþjóðlega Búnaðarbankamótið Búnaðarbankamótið er sjöunda al- þjóðlega mótið sem Taflfélag Garða- bæjar heldur. Mótið er liðakeppni fjögurra liða. Þessi lið eru Glefsir (TG), Unglingalandslið Íslands, Kvennalandslið Íslands og úrvalslið unglinga frá Katalóníuhéraði á Spáni. Hvert lið er skipað 4 skákmönnum auk varamanna. Aðaldómari á Búnaðarbanka- mótinu verður Ólafur Ásgrímsson, al- þjóðlegur skákdómari. Meðdómarar verða Haraldur Baldursson og Bragi Kristjánsson. Mótið fer fram dagana 19.–23. júní í Garðabæ. Mótsstaður er Félags- heimilið Garðaberg, Garðatorgi í Garðabæ. Setning mótsins hefst kl. 18:15 19. júní. Sérstakir stuðningsmenn kvenna- landsliðsins er reyklaus.is og Íslensk- ir aðalverktakar. Sérstakir stuðn- ingsmenn Glefsis eru Garðabær og Íslandsbanki í Garðabæ. Sérstakir stuðningsmenn unglingalandsliðsins eru Guðmundur Arason og Hitaveita Suðurnesja. Sérstakir stuðnings- menn úrvalsliðs Katalóníubúa eru Úr og djásn á Garðatorgi og Garðablóm. Sigurður Daði og Sævar efstir á Stigamóti Hellis Daði Örn Jónsson Sævar Bjarnason Sigurður Daði Sigfússon SKÁK Hellisheimilið STIGAMÓT HELLIS 3.–13. júní 2002 M O N S O O N M A K E U P lifandi litir STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.