Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 57

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 57 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og einstakt tækifæri til að kynnast þessu stórkostlega landi á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla fimmtudaga til Verona, einnar fegurstu borgar Ítalíu, þar sem þú getur notið ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu eða dvalið við Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð. Verona er í hjarta Ítalíu, frábærlega staðsett og héðan er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsi- legustu verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Aðeins 50 sæti á sértilboði Beint flug alla fimmtudaga Brottför frá Keflavík kl. 17.30. Flug heim á þriðjudagsmorgnum Verð kr. 24.265 Gildir 11 eða 18. júlí til Verona. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Verð kr. 29.950 Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A. Aðeins 40 sæti í boði. Skattar innifaldir. Kynntu þér Ítalíubækling Heimsferða Verona 11. og 18. júlí frá kr. 24.26517. júní tilboð! fimmtudag - föstudag - laugardag - sunnudag 20% afsláttur af öllum barnaskóm! Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf, sími 555 4420. Nýtt korta tímabil SIGURÐUR Daði Sigfússon og Sævar Bjarnason eru jafnir og efstir á Stigamóti Taflfélagsins Hellis fyrir síðustu umferðina sem tefld verður í kvöld. Sigurður Daði fylgdi eftir hinum glæsilega sigri sínum í fjórðu umferð með því að leggja Björn Þorfinnsson í fimmtu umferð og ná þannig foryst- unni af honum. Í sjöttu umferð gerði hann síðan jafntefli við Stefán Krist- jánsson. Þau úrslit gáfu Sævari Bjarnasyni færi á að ná Sigurði Daða að vinningum og það tókst honum með því að leggja Ríkharð Sveinsson að velli. Öðrum skákum í sjöttu um- ferð lauk með jafntefli. Staðan fyrir síðustu umferð er þessi: 1.–2. Sævar Bjarnason, Sigurður D. Sigfússon 4½ v. 3.–4. Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson 4 v. 5. Stefán Kristjánsson 3½ v. 6.–7. Arnar Gunnarsson, Kristján Eðvarðsson 3 v. 8.–9. Ríkharður Sveinsson, Hrannar B. Arnarson 2½ v. 10.–13. Ingvar Þór Jóhannesson, Lenka Ptacnikova, Guðmundur Kjartansson, Snorri Bergsson 2 v. 14. Dagur Arngrímsson 1½ v. Það stefnir greinilega í mjög spennandi lokaumferð, en hún verður tefld í kvöld í Hellisheimilinu, Álfa- bakka 14a í Mjódd, og hefst klukkan 19:30. Áhorfendur eru velkomnir. Elsa María stúlkna- meistari Hellis Stúlknameistaramót Hellis fór nýlega fram í blíðskaparveðri á götu úti við Bergstaðastræti og vakti verðskuldaða athygli vegfarenda. Sex stúlkur tóku þátt í meistaramótinu og var hörð og spennandi keppni um þrjú efstu sætin. Elsa María Þor- finnsdóttir sigraði glæsilega með fullu húsi, fékk 5 vinninga alls, og er því Stúlknameistari Hellis árið 2002. Hún fékk að launum veg- legan bikar, medalíu og einkatíma í skák hjá Guðfríði Lilju Grétarsdótt- ur, margföldum Íslandsmeistara kvenna. Í öðru sæti varð Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir með 4 vinn- inga, eftir miklar sviptingar í úrslita- skák um 2. sætið við Margréti Jónu Gestsdóttur, en Margrét Jóna varð í þriðja sæti með 3 vinninga. Í fjórða sæti varð Fjóla Rut Svansdóttir með 2 vinninga, í fimmta sæti Guðrún Kristín Einarsdóttir með 1 vinning og í sjötta sæti Salvör Gullbrá Þór- arinsdóttir. Salvör Gullbrá fékk sér- staka viðurkenningu fyrir góðan íþróttaanda. Skákstjóri var Guðfríð- ur Lilja. Í fyrsta sinn á skákmóti var skipað í embætti grillmeistara, en því gegndi Steinunn H. Blöndal, sem bauð upp á grillmat, gos og frost- pinna á meðan á mótinu stóð. Nokkr- ar stúlkur höfðu afboðað komu sína vegna sumarfría og aðstandendur mótsins voru því sáttir við þátttak- endafjöldann. Að mótinu loknu voru veittar við- urkenningar fyrir ástundun og ár- angur í kennslustundum ársins. Hall- gerður Helga fékk viðurkenningu fyrir bestan árangur í þrautakeppni og hlaut að launum tvo fría einkatíma í skák hjá Guðfríði Lilju. Fjóla og Guðrún fengu viðurkenningu fyrir góða mætingu og framför byrjenda. Allir þátttakendur fengu einnig sér- stök viðurkenningarskjöl. Sigeman-mótið Gengi Hannesar Hlífars Stefáns- sonar á Sigeman-mótinu í Svíþjóð hefur verið afleitt. Hann tapaði í fimmtu og sjöttu umferð og er í neðsta sæti á mótinu með 1½ vinning. Nigel Short er efstur ásamt Jonny Hector og Vladimir Epishin með 4 vinninga. Tefldar verða níu umferðir. Mótinu lýkur 14. júní. Bikarsyrpa Hellis: Þriðja mótið á sunnudagskvöld Taflfélagið Hellir og ICC standa sameiginlega að 10 móta röð á ICC skákþjóninum, sem kallast Bikar- syrpa Hellis á ICC. Þriðja mótið fer fram sunnudagskvöldið 16. júní og hefst klukkan 20. Öllum er heimil þátttaka. Þeir sem ekki tóku þátt í fyrri mótum þurfa að skrá sig tím- anlega. Tekið er við skráningum á netfanginu hellir@hellir.is. Nánari upplýsingar um mótaröðina er að finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis: www.hellir.is. Tefldar verða níu umferðir. Um- hugsunartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær sekúndur bætast við eftir hvern leik. Alþjóðlega Búnaðarbankamótið Búnaðarbankamótið er sjöunda al- þjóðlega mótið sem Taflfélag Garða- bæjar heldur. Mótið er liðakeppni fjögurra liða. Þessi lið eru Glefsir (TG), Unglingalandslið Íslands, Kvennalandslið Íslands og úrvalslið unglinga frá Katalóníuhéraði á Spáni. Hvert lið er skipað 4 skákmönnum auk varamanna. Aðaldómari á Búnaðarbanka- mótinu verður Ólafur Ásgrímsson, al- þjóðlegur skákdómari. Meðdómarar verða Haraldur Baldursson og Bragi Kristjánsson. Mótið fer fram dagana 19.–23. júní í Garðabæ. Mótsstaður er Félags- heimilið Garðaberg, Garðatorgi í Garðabæ. Setning mótsins hefst kl. 18:15 19. júní. Sérstakir stuðningsmenn kvenna- landsliðsins er reyklaus.is og Íslensk- ir aðalverktakar. Sérstakir stuðn- ingsmenn Glefsis eru Garðabær og Íslandsbanki í Garðabæ. Sérstakir stuðningsmenn unglingalandsliðsins eru Guðmundur Arason og Hitaveita Suðurnesja. Sérstakir stuðnings- menn úrvalsliðs Katalóníubúa eru Úr og djásn á Garðatorgi og Garðablóm. Sigurður Daði og Sævar efstir á Stigamóti Hellis Daði Örn Jónsson Sævar Bjarnason Sigurður Daði Sigfússon SKÁK Hellisheimilið STIGAMÓT HELLIS 3.–13. júní 2002 M O N S O O N M A K E U P lifandi litir STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.