Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga FORSETI Kína, Jiang Zemin, kemur í opinbera heimsókn til Íslands síð- degis í dag. Ráðgert er að Boeing 747- þota hans lendi á Keflavíkurflugvelli um kl. 17. Forsetinn heldur síðan af landi brott að morgni sunnudags. Dagskrá heimsóknar forsetans hefst síðan fyrir hádegi á morgun, föstudag, þegar hann á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Ís- lands á Bessastöðum. Síðdegis á morgun eiga Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fund með forseta Kína. Fer hann fram í Þjóðmenningarhúsinu. Eftir þann fund hefur kínverska sendinefndin boðað til blaðamannafundar. Annað kvöld verður hátíðarkvöldverður for- seta Íslands í Perlunni til heiðurs Ji- ang Zemin. Á laugardag fer forseti Kína í skoð- unarferð um hefðbundna ferða- mannastaði á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að ferðin standi allan daginn. Engum farþega var meinað um landvistarleyfi í Leifsstöð í gær, en tugir manna voru stöðvaðir við inn- ritun á áfangastöðum Flugleiða í Bandaríkjunum í gærkvöldi og fyrra- kvöld og í Evrópu í gær og þeim greint frá því að þeir fengju ekki að fljúga með vélum Flugleiða til Ís- lands. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hafa nafna- listar verið notaðir til að hafa upp á óæskilegum gestum á bókunarlistum. Þjónustufólk Flugleiða erlendis hafi greint viðkomandi frá því að ríkis- stjórn Íslands hafi ákveðið að útlend- ingar, sem ætluðu til Íslands í þeim tilgangi að hafa í frammi mótmæli vegna opinberrar heimsóknar forseta Kína, fengju ekki að fara um borð í viðkomandi vélar Flugleiða. Mildilega tekið á málum Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að tekið hafi verið mjög mildi- lega á málum meðlima Falun Gong. Stjórnvöld hafi staðið frammi fyrir þeim kostum að grípa til þeirra að- gerða sem gert var eða aflýsa heim- sókn forseta Kína til landsins. Að- spurður segist hann ætla að ræða ástand mannréttinda við Jiang Zemin eins og hann hafi gert í heimsókn sinni í Kína á sínum tíma. Í gær undirrituðu lögreglan í Reykjavík og fjórir talsmenn Falun Gong yfirlýsingu um hvar Falun Gong-iðkendur myndu gera æfingar meðan á heimsókninni stendur. Í yf- irlýsingunni er kveðið á um að þeir safnist saman í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg, á Austurvelli og á Arn- arhóli í Reykjavík 13. til 15. júní. Fjöldamótmæli boðuð Ungliðahreyfingar stjórnmála- flokka, námsmannahreyfingar og ýmsir óháðir áhugahópar hafa boðað til fjöldamótmæla vegna komu Jiang Zemins til Íslands. Mótmælin fara fram á Austurvelli á morgun, föstu- dag, og hefjast kl. 15.30. Í tilkynningu frá samtökunum er fólk hvatt til að koma með svarta borða og binda fyrir munn sinn til að mótmæla skertu tjáningarfrelsi og mannréttindabrot- um í Kína. Morgunblaðið/Jim Smart Félagar úr Falun Gong-hreyfingunni gerðu æfingar sínar víðs vegar um Reykjavík í gær. Þessir voru á Austurvelli síðdegis. Forseti Kína væntan- legur síðdegis í dag Fjöldi farþega var stöðvaður á áfangastöðum Flugleiða erlendis  Heimsóknin/4/6/34 RJÚPNATALNINGAR á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýndu fækkun eða kyrrstöðu stofna miðað við árið á undan og í frétt frá stofnuninni segir að rjúpnastofnar séu nú í algjöru lág- marki víðast hvar um landið. Fram kemur að íslenski rjúpna- stofninn sveiflist mikið og hafi yf- irleitt liðið um tíu ár milli toppa. Rannsóknir sýni að vetrarafföll ráði stofnbreytingum, en munur á stofnstærð milli hámarks- og lág- marksára hafi verið þre- til tífald- ur. Vortalningar á óðalsbundnum körrum á sömu svæðum ár eftir ár hafi verið notaðar sem mælikvarði á stofnstærð. Þessar talningar hafi sýnt að stofnbreytingar voru sam- stiga um landið á 7. og 8. áratugn- um en síðustu 15–20 árin hefur samsvörunin ekki verið jafn góð og áður var. Greinilegir toppar voru árin 1966 og 1986 en eftir það há- mark fækkaði ár frá ári og lágmark varð á árunum 1991–1994, en nýtt hámark varð árin 1997 til 1998. Þéttleiki rjúpna í ár var langt undir sögulegu lágmarki á sumum svæðum, til dæmis á Norðaustur- landi, en talið var á um 35 svæðum í öllum landshlutum. Yfirleitt var um fækkun að ræða á talningasvæð- unum en á nokkrum svæðum stóð stofninn í stað. Aðeins á Melrakka- sléttu og í Þistilfirði á Norðaustur- landi voru merki um að aukning væri að hefjast á ný, en miðað við það var árið 2001 lágmarksár á þeim slóðum. Morgunblaðið/Golli Rjúpnastofnar í algeru lágmarki FRESTUR til að skila inn athuga- semdum til Skipulagsstofnunar við umhverfismatsskýrslu Landsvirkj- unar um Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum rann út á miðnætti í fyrrinótt. Að sögn Hólmfríðar Sig- urðardóttur, sviðsstjóra á um- hverfissviði Skipulagsstofnunar, bárust 85 athugasemdir frá félaga- samtökum og einstaklingum og gæti þeim fjölgað ef bréf hafa ver- ið póstlögð á þriðjudag. Stofnunin hefur nú fjórar vikur til að skila sínum úrskurði og er stefnt að því þriðjudaginn 9. júlí næstkomandi, svo fremi sem fyrir liggi allar um- sagnir og svör Landsvirkjunar við athugasemdum. Fjöldi athugasemda nú er með því mesta sem borist hefur Skipu- lagsstofnun út af einni framkvæmd en flest erindi bárust vegna Kára- hnjúkavirkjunar á sínum tíma, eða um 360. Þess má geta að 25 at- hugasemdir bárust vegna álvers í Reyðarfirði. Athugasemdir bárust nú frá hérlendum samtökum eins og Landvernd, Umhverfissamtökum Íslands, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Áhugahópi um verndun Þjórsár, auk erinda frá fjölda ein- staklinga. Skerðing Þjórsárvera aðallega gagnrýnd Einnig bárust athugasemdir frá erlendum umhverfisverndarsam- tökum eins og Wildfowl & Wet- lands Trust í Bretlandi og Birdlife International. Ber öllum þessum erindum saman í þá veru að mót- mæla framkvæmdinni eins og Landsvirkjun leggur hana upp í sinni matsskýrslu. Einkum er það skerðing Þjórsárvera sem er gagn- rýnd og áhrif hennar á dýralíf og náttúrufar á svæðinu. Hólmfríður segir að yfirleitt sé um vandaðar athugasemdir að ræða sem sendendur hafa lagt mikla vinnu í. Aðspurð hvort at- hugasemdir frá öðrum löndum séu ekki sjaldgæfar segir Hólmfríður svo vera, slík erindi hafi þó borist vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hátt í 90 athugasemdir voru gerðar við Norðlingaölduveitu Nokkur erlend samtök sendu mótmæli VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júníbyrjun 2002 var 222,8 stig og hækkaði um 0,45% frá fyrra mánuði, samkvæmt frétt frá Hag- stofu Íslands í gær. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis var 221,8 stig og hækkaði um 0,50%. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi hækka á milli 0,2 og 0,5% og er hækkunin nú því við efri mörk þess. Finnur Ingólfsson, bankastjóri Seðlabankans, segir að mæling vísi- tölunnar nú sé örlítið hærri en búist hafi verið við. Hækkun á matvöru komi á óvart, þá hafi hækkun á flug- fargjöldum ekki mikið verið í um- ræðunni, en vitað hafi verið um hækkun á verði bensíns. Þetta séu þeir þrír liðir sem mestu máli skipti. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að almennt sé jafnvægi í mæl- ingunni að þessu sinni en þó veki sér- staka athygli að verð á lyfjum sé enn að hækka. Hækkunin á verði lyfja frá því í nóvember á síðasta ári sé um 15%. „Fyrir liggur að ríkið dró úr hlutdeild sinni um áramótin en eftir stendur umtalsverð hækkun á lyfj- um. Ég kalla eftir skýringum frá þeim sem eru að höndla með lyf.“ Hækkun vísitölu við efri mörk  Vísitalan hækkar/C1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.