Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 68

Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga FORSETI Kína, Jiang Zemin, kemur í opinbera heimsókn til Íslands síð- degis í dag. Ráðgert er að Boeing 747- þota hans lendi á Keflavíkurflugvelli um kl. 17. Forsetinn heldur síðan af landi brott að morgni sunnudags. Dagskrá heimsóknar forsetans hefst síðan fyrir hádegi á morgun, föstudag, þegar hann á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Ís- lands á Bessastöðum. Síðdegis á morgun eiga Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fund með forseta Kína. Fer hann fram í Þjóðmenningarhúsinu. Eftir þann fund hefur kínverska sendinefndin boðað til blaðamannafundar. Annað kvöld verður hátíðarkvöldverður for- seta Íslands í Perlunni til heiðurs Ji- ang Zemin. Á laugardag fer forseti Kína í skoð- unarferð um hefðbundna ferða- mannastaði á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að ferðin standi allan daginn. Engum farþega var meinað um landvistarleyfi í Leifsstöð í gær, en tugir manna voru stöðvaðir við inn- ritun á áfangastöðum Flugleiða í Bandaríkjunum í gærkvöldi og fyrra- kvöld og í Evrópu í gær og þeim greint frá því að þeir fengju ekki að fljúga með vélum Flugleiða til Ís- lands. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hafa nafna- listar verið notaðir til að hafa upp á óæskilegum gestum á bókunarlistum. Þjónustufólk Flugleiða erlendis hafi greint viðkomandi frá því að ríkis- stjórn Íslands hafi ákveðið að útlend- ingar, sem ætluðu til Íslands í þeim tilgangi að hafa í frammi mótmæli vegna opinberrar heimsóknar forseta Kína, fengju ekki að fara um borð í viðkomandi vélar Flugleiða. Mildilega tekið á málum Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að tekið hafi verið mjög mildi- lega á málum meðlima Falun Gong. Stjórnvöld hafi staðið frammi fyrir þeim kostum að grípa til þeirra að- gerða sem gert var eða aflýsa heim- sókn forseta Kína til landsins. Að- spurður segist hann ætla að ræða ástand mannréttinda við Jiang Zemin eins og hann hafi gert í heimsókn sinni í Kína á sínum tíma. Í gær undirrituðu lögreglan í Reykjavík og fjórir talsmenn Falun Gong yfirlýsingu um hvar Falun Gong-iðkendur myndu gera æfingar meðan á heimsókninni stendur. Í yf- irlýsingunni er kveðið á um að þeir safnist saman í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg, á Austurvelli og á Arn- arhóli í Reykjavík 13. til 15. júní. Fjöldamótmæli boðuð Ungliðahreyfingar stjórnmála- flokka, námsmannahreyfingar og ýmsir óháðir áhugahópar hafa boðað til fjöldamótmæla vegna komu Jiang Zemins til Íslands. Mótmælin fara fram á Austurvelli á morgun, föstu- dag, og hefjast kl. 15.30. Í tilkynningu frá samtökunum er fólk hvatt til að koma með svarta borða og binda fyrir munn sinn til að mótmæla skertu tjáningarfrelsi og mannréttindabrot- um í Kína. Morgunblaðið/Jim Smart Félagar úr Falun Gong-hreyfingunni gerðu æfingar sínar víðs vegar um Reykjavík í gær. Þessir voru á Austurvelli síðdegis. Forseti Kína væntan- legur síðdegis í dag Fjöldi farþega var stöðvaður á áfangastöðum Flugleiða erlendis  Heimsóknin/4/6/34 RJÚPNATALNINGAR á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýndu fækkun eða kyrrstöðu stofna miðað við árið á undan og í frétt frá stofnuninni segir að rjúpnastofnar séu nú í algjöru lág- marki víðast hvar um landið. Fram kemur að íslenski rjúpna- stofninn sveiflist mikið og hafi yf- irleitt liðið um tíu ár milli toppa. Rannsóknir sýni að vetrarafföll ráði stofnbreytingum, en munur á stofnstærð milli hámarks- og lág- marksára hafi verið þre- til tífald- ur. Vortalningar á óðalsbundnum körrum á sömu svæðum ár eftir ár hafi verið notaðar sem mælikvarði á stofnstærð. Þessar talningar hafi sýnt að stofnbreytingar voru sam- stiga um landið á 7. og 8. áratugn- um en síðustu 15–20 árin hefur samsvörunin ekki verið jafn góð og áður var. Greinilegir toppar voru árin 1966 og 1986 en eftir það há- mark fækkaði ár frá ári og lágmark varð á árunum 1991–1994, en nýtt hámark varð árin 1997 til 1998. Þéttleiki rjúpna í ár var langt undir sögulegu lágmarki á sumum svæðum, til dæmis á Norðaustur- landi, en talið var á um 35 svæðum í öllum landshlutum. Yfirleitt var um fækkun að ræða á talningasvæð- unum en á nokkrum svæðum stóð stofninn í stað. Aðeins á Melrakka- sléttu og í Þistilfirði á Norðaustur- landi voru merki um að aukning væri að hefjast á ný, en miðað við það var árið 2001 lágmarksár á þeim slóðum. Morgunblaðið/Golli Rjúpnastofnar í algeru lágmarki FRESTUR til að skila inn athuga- semdum til Skipulagsstofnunar við umhverfismatsskýrslu Landsvirkj- unar um Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum rann út á miðnætti í fyrrinótt. Að sögn Hólmfríðar Sig- urðardóttur, sviðsstjóra á um- hverfissviði Skipulagsstofnunar, bárust 85 athugasemdir frá félaga- samtökum og einstaklingum og gæti þeim fjölgað ef bréf hafa ver- ið póstlögð á þriðjudag. Stofnunin hefur nú fjórar vikur til að skila sínum úrskurði og er stefnt að því þriðjudaginn 9. júlí næstkomandi, svo fremi sem fyrir liggi allar um- sagnir og svör Landsvirkjunar við athugasemdum. Fjöldi athugasemda nú er með því mesta sem borist hefur Skipu- lagsstofnun út af einni framkvæmd en flest erindi bárust vegna Kára- hnjúkavirkjunar á sínum tíma, eða um 360. Þess má geta að 25 at- hugasemdir bárust vegna álvers í Reyðarfirði. Athugasemdir bárust nú frá hérlendum samtökum eins og Landvernd, Umhverfissamtökum Íslands, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Áhugahópi um verndun Þjórsár, auk erinda frá fjölda ein- staklinga. Skerðing Þjórsárvera aðallega gagnrýnd Einnig bárust athugasemdir frá erlendum umhverfisverndarsam- tökum eins og Wildfowl & Wet- lands Trust í Bretlandi og Birdlife International. Ber öllum þessum erindum saman í þá veru að mót- mæla framkvæmdinni eins og Landsvirkjun leggur hana upp í sinni matsskýrslu. Einkum er það skerðing Þjórsárvera sem er gagn- rýnd og áhrif hennar á dýralíf og náttúrufar á svæðinu. Hólmfríður segir að yfirleitt sé um vandaðar athugasemdir að ræða sem sendendur hafa lagt mikla vinnu í. Aðspurð hvort at- hugasemdir frá öðrum löndum séu ekki sjaldgæfar segir Hólmfríður svo vera, slík erindi hafi þó borist vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hátt í 90 athugasemdir voru gerðar við Norðlingaölduveitu Nokkur erlend samtök sendu mótmæli VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júníbyrjun 2002 var 222,8 stig og hækkaði um 0,45% frá fyrra mánuði, samkvæmt frétt frá Hag- stofu Íslands í gær. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis var 221,8 stig og hækkaði um 0,50%. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi hækka á milli 0,2 og 0,5% og er hækkunin nú því við efri mörk þess. Finnur Ingólfsson, bankastjóri Seðlabankans, segir að mæling vísi- tölunnar nú sé örlítið hærri en búist hafi verið við. Hækkun á matvöru komi á óvart, þá hafi hækkun á flug- fargjöldum ekki mikið verið í um- ræðunni, en vitað hafi verið um hækkun á verði bensíns. Þetta séu þeir þrír liðir sem mestu máli skipti. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að almennt sé jafnvægi í mæl- ingunni að þessu sinni en þó veki sér- staka athygli að verð á lyfjum sé enn að hækka. Hækkunin á verði lyfja frá því í nóvember á síðasta ári sé um 15%. „Fyrir liggur að ríkið dró úr hlutdeild sinni um áramótin en eftir stendur umtalsverð hækkun á lyfj- um. Ég kalla eftir skýringum frá þeim sem eru að höndla með lyf.“ Hækkun vísitölu við efri mörk  Vísitalan hækkar/C1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.