Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 31
S T J Ó R N E N D A S K Ó L I
H Á S K Ó L A N S Í R E Y K J A V Í K
Allar nánari upplýsingar og skráning á
www.stjornendaskoli.is eða í síma 510 6200
Verðbréfaviðskipti
- tveggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum
Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður tveggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum.
Um er ræða réttindanám sem skiptist í 3 hluta skv. reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum
nr. 506/2000.
I. hluti - Lögfræði (60 klst.)
Grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða
störf á fjármagnsmarkaði. Verð kr. 57.000
II. hluti - Viðskiptafræði (60 klst.)
Grundvallarþættir fjármálafræðinnar, vaxtaútreikningar, tímavirði fjármagns,
fjármagnskostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum og greining
ársreikninga. Verð kr. 57.000
III. hluti - Fjármagnsmarkaður (80 klst.)
Lög og reglur á fjármagnsmarkaði, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa
og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl. Verð kr. 76.000
Hverjum hluta lýkur með prófum en prófgjöld eru ekki innifalin í verði námskeiðs.
„Námið í verðbréfaviðskiptum er
fyrsta flokks og nýtist mér mjög vel í
minni vinnu.
Kennarar er undantekningarlaust góðir og blanda
fræðilegri og faglegri umfjöllun saman við raunhæf
dæmi úr atvinnulífinu.
Aðstaðan í skólanum og öll námsgögn eru fyrsta
flokks og skipulag námsins er mjög gott.
Það er greinilegt að í Háskólanum í Reykjavík er litið
á nemandann sem viðskiptavin og hann settur í
fyrsta sæti líkt og hjá framsæknum fyrirtækjum í
alþjóðlegu umhverfi.“
- Leó Hauksson, starfsmaður Kaupþings banka hf.
Nám sem ég mæli hiklaust með!
Ásta Guðrún Jóhannsdóttir
er verkefnafulltrúi náms í verðbréfaviðskiptum.
Sími: 510 6296 Netfang: asgj@ru.is
Námið hefst 18. september n.k. og lýkur í apríl 2003. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2002. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
H
á
sk
ó
lin
n
í
R
e
yk
ja
ví
k
•
S
S
•
0
6
/2
0
0
2
Föstudagur 14. júní kl. 20 Orphei Drängar í Hallgrímskirkju (1. tónleikar)
Laugardagur 15. júní kl. 16 Orphei Drängar í Hallgrímskirkju (2. tónleikar)
Laugardagur 15. júní kl. 16 Norrænir karlakórar í Kaplakrika
Jakobstads Sangerbröder - Sandnessjøen Mannskor
Karlakór Reykjavíkur - Karlakórinn Fóstbræður
Orphei Drängar - Karlakórinn Lóuþrælar
Karlakór Keflavíkur - Karlakórinn Stefnir
Karlakórinn Þrestir - Kór eldri Þrasta
Í tilefni 90 ára afmælis Þrasta bjóðum við unnendum
karlakórasöngs til sannkallaðrar kóraveislu!
Fyrsta mót norrænna karlakóra
í Hafnarfirði 13-16. júní 2002
FASTEIGNASTOFA, Umhverfis-
og tæknisvið og Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur hafa gefið út sögu-
legt yfirlit yfir einsetningu allra
grunnskóla borgarinnar.
Árið 1994 voru almennir grunn-
skólar borgarinnar 28, þar af
voru 4 einsetnir. Á þessum árum
hafa sex grunnskólar bæst við í
Reykjavík og eru þeir orðnir 34
og verður búið að einsetja þá alla
á þessu ári. „Gríðarlegu fjár-
magni, eða tæplega 10 milljörðum
króna, hefur verið varið í þetta
verkefni sem unnið hefur verið á
örfáum árum. Nú þegar einsetn-
ingunni er lokið hafa verið
byggðar tugþúsundir fermetra af
grunnskólahúsnæði á vegum
borgarinnar. Að þessu viðamikla
verkefni komu fjölmargir aðilar,
tugir arkitektastofa, verkfræði-
stofa og verktaka og hundruð
starfsmanna þessara aðila,“ segir
í kynningu.
Sérstök verkefnisstjórn var
skipuð um skólabyggingar bæði
leik- og grunnskóla. Ljóst var að
byggja þyrfti nokkra nýja skóla.
Haustið 1994 var samþykkt að
halda opna arkitektasamkeppni
um einsetinn, heildstæðan skóla í
Engjahverfi. Leitað var hug-
mynda fagfólks um einsetinn
skóla í framtíðinni. Dómnefndinni
bárust 54 tillögur. Vorið 1995
lágu úrslit fyrir úr samkeppninni
en áratugir voru síðan opin arki-
tektasamkeppni hafði verið haldin
um skólabyggingar í Reykjavík.
Þegar rýmisathugun á grunn-
skólum borgarinnar með tillliti til
einsetningar lá frammi á vordög-
um 1996 var farið í öll hverfi
borgarinnar og hún kynnt fyrir
foreldrum og skólafólki á fjöl-
mennum fundum. Á grunni henn-
ar var síðan gerð 5 ára áætlun
um einsetningu grunnskóla í
Reykjavík. Áætlun þessi var end-
urskoðuð árlega.
Fráfarandi formaður fræðslu-
ráðs, Sigrún Magnúsdóttir, ritar
formála ritsins og þar segir með-
al annars: „Þegar skólasaga
Reykjavíkurborgar verður rituð
mun árið 2002 verða eitt af
merkilegri ártölum þeirrar bókar.
Einsetningu allra skóla borg-
arinnar var lokið, 30 skólar ein-
settir frá 1994 og tugir þúsunda
fermetra af skólahúsnæði teknir í
notkun. Með einsetningu geta
bæði skólar og fjölskyldur skipu-
lagt tíma sinn mun betur en áð-
ur.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Sigrún Magnúsdóttir, fráfarandi formaður fræðsluráðs, Guðmundur
Pálmi Kristinsson, forstöðumaður Fasteignastofu, og Egill Guðmundsson arkitekt, sem sá um gerð ritsins.
Rit um ein-
setningu
grunnskóla
SÝNINGIN „Milli fjalls og fjöru“
verður opnuð í Safnahúsi Borgar-
fjarðar, Bjarnarbraut 4–6, Borgar-
nesi, á föstudag kl. 16.
Á sýningunni er fjallað um skóga á
Íslandi að fornu og nýju, bæði frá
sjónarmiði náttúrufars og menning-
arsögu og reynt að varpa ljósi á mik-
ilvægi skógarins í sögu lands og
þjóðar.
Það eru Byggðasafn Borgfirðinga
og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar
sem standa að sýningunni en aðal-
hönnuður hennar er Jón Jónsson á
Kirkjubóli og Sögusmiðjan.
Í tengslum við skógasýninguna
verður einnig haldin sýning á list og
handverki úr tré eftir Hannes Lár-
usson, Guðmund Sigurðsson, Pál
Jónsson, Steinunni Eiríksdóttur,
Sverri Vilbergsson, Þóri Ormsson og
Helga Runólfsson.
Við opnunina mun Ísleifur Frið-
riksson sýna eldsmíði ef veður leyfir.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra og fyrsti þingmaður Vestur-
lands mun opna sýninguna. Opnunin
er liður í Borgfirðingahátíð sem
stendur yfir dagana 14.–17. júní.
Með opnun skógasýningarinnar er
Safnahús Borgarfjarðar að taka í
notkun nýtt sýningarhúsnæði og
verða þar einnig fastasýningar
byggðasafns og náttúrugripasafns
sem stefnt er að því að endurnýja á
næstu árum.
Sýningin verður opin í sumar kl.
13–18 alla daga.
Skógasýning í
Borgarnesi
PÁLL Guðmundsson frá Húsa-
felli heldur nú málverkasýn-
ingu í Galleríi Sölva Helgason-
ar í Lónkoti í Skagafirði.
Sýningin stendur út júnímán-
uð.
Á sýningunni eru eingöngu
olíumyndir að stofni frá árun-
um 1999–2000.
Myndefnin eru landslag,
uppstilling og portrettmyndir.
Nokkur verkanna eru til
sölu. Í Lónkoti eru ennfremur
höggmyndir eftir Pál til sýnis
og sölu í risatjaldi staðarins.
Málverk
Páls í
Lónkoti