Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.06.2002, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 31 S T J Ó R N E N D A S K Ó L I H Á S K Ó L A N S Í R E Y K J A V Í K Allar nánari upplýsingar og skráning á www.stjornendaskoli.is eða í síma 510 6200 Verðbréfaviðskipti - tveggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður tveggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum. Um er ræða réttindanám sem skiptist í 3 hluta skv. reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum nr. 506/2000. I. hluti - Lögfræði (60 klst.) Grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði. Verð kr. 57.000 II. hluti - Viðskiptafræði (60 klst.) Grundvallarþættir fjármálafræðinnar, vaxtaútreikningar, tímavirði fjármagns, fjármagnskostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum og greining ársreikninga. Verð kr. 57.000 III. hluti - Fjármagnsmarkaður (80 klst.) Lög og reglur á fjármagnsmarkaði, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl. Verð kr. 76.000 Hverjum hluta lýkur með prófum en prófgjöld eru ekki innifalin í verði námskeiðs. „Námið í verðbréfaviðskiptum er fyrsta flokks og nýtist mér mjög vel í minni vinnu. Kennarar er undantekningarlaust góðir og blanda fræðilegri og faglegri umfjöllun saman við raunhæf dæmi úr atvinnulífinu. Aðstaðan í skólanum og öll námsgögn eru fyrsta flokks og skipulag námsins er mjög gott. Það er greinilegt að í Háskólanum í Reykjavík er litið á nemandann sem viðskiptavin og hann settur í fyrsta sæti líkt og hjá framsæknum fyrirtækjum í alþjóðlegu umhverfi.“ - Leó Hauksson, starfsmaður Kaupþings banka hf. Nám sem ég mæli hiklaust með! Ásta Guðrún Jóhannsdóttir er verkefnafulltrúi náms í verðbréfaviðskiptum. Sími: 510 6296 Netfang: asgj@ru.is Námið hefst 18. september n.k. og lýkur í apríl 2003. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2002. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. H á sk ó lin n í R e yk ja ví k • S S • 0 6 /2 0 0 2 Föstudagur 14. júní kl. 20 Orphei Drängar í Hallgrímskirkju (1. tónleikar) Laugardagur 15. júní kl. 16 Orphei Drängar í Hallgrímskirkju (2. tónleikar) Laugardagur 15. júní kl. 16 Norrænir karlakórar í Kaplakrika Jakobstads Sangerbröder - Sandnessjøen Mannskor Karlakór Reykjavíkur - Karlakórinn Fóstbræður Orphei Drängar - Karlakórinn Lóuþrælar Karlakór Keflavíkur - Karlakórinn Stefnir Karlakórinn Þrestir - Kór eldri Þrasta Í tilefni 90 ára afmælis Þrasta bjóðum við unnendum karlakórasöngs til sannkallaðrar kóraveislu! Fyrsta mót norrænna karlakóra í Hafnarfirði 13-16. júní 2002 FASTEIGNASTOFA, Umhverfis- og tæknisvið og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafa gefið út sögu- legt yfirlit yfir einsetningu allra grunnskóla borgarinnar. Árið 1994 voru almennir grunn- skólar borgarinnar 28, þar af voru 4 einsetnir. Á þessum árum hafa sex grunnskólar bæst við í Reykjavík og eru þeir orðnir 34 og verður búið að einsetja þá alla á þessu ári. „Gríðarlegu fjár- magni, eða tæplega 10 milljörðum króna, hefur verið varið í þetta verkefni sem unnið hefur verið á örfáum árum. Nú þegar einsetn- ingunni er lokið hafa verið byggðar tugþúsundir fermetra af grunnskólahúsnæði á vegum borgarinnar. Að þessu viðamikla verkefni komu fjölmargir aðilar, tugir arkitektastofa, verkfræði- stofa og verktaka og hundruð starfsmanna þessara aðila,“ segir í kynningu. Sérstök verkefnisstjórn var skipuð um skólabyggingar bæði leik- og grunnskóla. Ljóst var að byggja þyrfti nokkra nýja skóla. Haustið 1994 var samþykkt að halda opna arkitektasamkeppni um einsetinn, heildstæðan skóla í Engjahverfi. Leitað var hug- mynda fagfólks um einsetinn skóla í framtíðinni. Dómnefndinni bárust 54 tillögur. Vorið 1995 lágu úrslit fyrir úr samkeppninni en áratugir voru síðan opin arki- tektasamkeppni hafði verið haldin um skólabyggingar í Reykjavík. Þegar rýmisathugun á grunn- skólum borgarinnar með tillliti til einsetningar lá frammi á vordög- um 1996 var farið í öll hverfi borgarinnar og hún kynnt fyrir foreldrum og skólafólki á fjöl- mennum fundum. Á grunni henn- ar var síðan gerð 5 ára áætlun um einsetningu grunnskóla í Reykjavík. Áætlun þessi var end- urskoðuð árlega. Fráfarandi formaður fræðslu- ráðs, Sigrún Magnúsdóttir, ritar formála ritsins og þar segir með- al annars: „Þegar skólasaga Reykjavíkurborgar verður rituð mun árið 2002 verða eitt af merkilegri ártölum þeirrar bókar. Einsetningu allra skóla borg- arinnar var lokið, 30 skólar ein- settir frá 1994 og tugir þúsunda fermetra af skólahúsnæði teknir í notkun. Með einsetningu geta bæði skólar og fjölskyldur skipu- lagt tíma sinn mun betur en áð- ur.“ Morgunblaðið/Arnaldur Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri, Sigrún Magnúsdóttir, fráfarandi formaður fræðsluráðs, Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður Fasteignastofu, og Egill Guðmundsson arkitekt, sem sá um gerð ritsins. Rit um ein- setningu grunnskóla SÝNINGIN „Milli fjalls og fjöru“ verður opnuð í Safnahúsi Borgar- fjarðar, Bjarnarbraut 4–6, Borgar- nesi, á föstudag kl. 16. Á sýningunni er fjallað um skóga á Íslandi að fornu og nýju, bæði frá sjónarmiði náttúrufars og menning- arsögu og reynt að varpa ljósi á mik- ilvægi skógarins í sögu lands og þjóðar. Það eru Byggðasafn Borgfirðinga og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar sem standa að sýningunni en aðal- hönnuður hennar er Jón Jónsson á Kirkjubóli og Sögusmiðjan. Í tengslum við skógasýninguna verður einnig haldin sýning á list og handverki úr tré eftir Hannes Lár- usson, Guðmund Sigurðsson, Pál Jónsson, Steinunni Eiríksdóttur, Sverri Vilbergsson, Þóri Ormsson og Helga Runólfsson. Við opnunina mun Ísleifur Frið- riksson sýna eldsmíði ef veður leyfir. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og fyrsti þingmaður Vestur- lands mun opna sýninguna. Opnunin er liður í Borgfirðingahátíð sem stendur yfir dagana 14.–17. júní. Með opnun skógasýningarinnar er Safnahús Borgarfjarðar að taka í notkun nýtt sýningarhúsnæði og verða þar einnig fastasýningar byggðasafns og náttúrugripasafns sem stefnt er að því að endurnýja á næstu árum. Sýningin verður opin í sumar kl. 13–18 alla daga. Skógasýning í Borgarnesi PÁLL Guðmundsson frá Húsa- felli heldur nú málverkasýn- ingu í Galleríi Sölva Helgason- ar í Lónkoti í Skagafirði. Sýningin stendur út júnímán- uð. Á sýningunni eru eingöngu olíumyndir að stofni frá árun- um 1999–2000. Myndefnin eru landslag, uppstilling og portrettmyndir. Nokkur verkanna eru til sölu. Í Lónkoti eru ennfremur höggmyndir eftir Pál til sýnis og sölu í risatjaldi staðarins. Málverk Páls í Lónkoti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.