Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 25 FÉLAGAR úr hryðjuverkasam- tökum Sádi-Arabans Osama bin Ladens, al-Qaeda, áformuðu að ræna þotu og fljúga á Big Ben- turninn á þinghúsinu í London 11. september sl., að sögn bresks sér- fræðings um hryðjuverkastarf- semi. Biðu þeir færis á Heathrow- flugvelli, en urðu að hætta við áformin vegna árásanna á New York og Washington samdægurs. Í frétt bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar CNN er haft eftir Rohan Gunaratna, sem er fræði- maður hjá St. Andrews-háskóla í Skotlandi og fæst við rannsóknir á hryðjuverkastarfsemi og pólitísk- um ofbeldisverkum, að hryðju- verkasveitin hafi orðið frá að hverfa er öllu flugi frá London var aflýst vegna árásanna á World Trade Center í New York og varn- armálaráðuneytið, Pentagon, í Washington. „Allt flug frá Heath- row var bannað og al-Qaeda-árás- arsveitin komst ekki inn í neina vél til að gera árás,“ segir hann. Gun- aratna segir að áformunum hafi verið ætlað að sýna fram á mikinn styrk al-Qaeda um allan heim. Gunaratna hefur ritað bókina Inside al-Qaeda um starfsemi samtakanna og segir þar að þau hafi verið reiðubúin að fórna út- sendurum í tilraunaárásum og nota niðurstöðurnar til að full- komna aðferðir sínar. Hafi Ramzi Ahmed Yousef, sem reyndi að sprengja World Trade Center 1993, verið dæmi um slíkan út- sendara en hann situr nú í banda- rísku fangelsi. Gunaratna segir, að einn árás- armannanna á Heathrow hafi ver- ið handtekinn á Indlandi. Hafi hann numið flug við breska, ástr- alska og bandaríska flugskóla á kostnað al-Qaeda. Ætluðu að gera árás á breska þinghúsið 11. september Al-Qaeda-liðar voru á Heathrow og hugðust fljúga þotu á Big Ben KOSIÐ verður til sveitarstjórna í Suður-Kóreu í dag, 13. júní, og kosningaáróðurinn blasir við aug- um hvert sem litið er. Almennt er þó búist við mjög lítilli kjörsókn og fyrst og fremst vegna þess, að landsmenn geta um lítið annað hugsað en HM í knattspyrnu, sem nú fer fram í Suður-Kóreu. AP Knattspyrna og kosningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.