Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 25

Morgunblaðið - 13.06.2002, Page 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 25 FÉLAGAR úr hryðjuverkasam- tökum Sádi-Arabans Osama bin Ladens, al-Qaeda, áformuðu að ræna þotu og fljúga á Big Ben- turninn á þinghúsinu í London 11. september sl., að sögn bresks sér- fræðings um hryðjuverkastarf- semi. Biðu þeir færis á Heathrow- flugvelli, en urðu að hætta við áformin vegna árásanna á New York og Washington samdægurs. Í frétt bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar CNN er haft eftir Rohan Gunaratna, sem er fræði- maður hjá St. Andrews-háskóla í Skotlandi og fæst við rannsóknir á hryðjuverkastarfsemi og pólitísk- um ofbeldisverkum, að hryðju- verkasveitin hafi orðið frá að hverfa er öllu flugi frá London var aflýst vegna árásanna á World Trade Center í New York og varn- armálaráðuneytið, Pentagon, í Washington. „Allt flug frá Heath- row var bannað og al-Qaeda-árás- arsveitin komst ekki inn í neina vél til að gera árás,“ segir hann. Gun- aratna segir að áformunum hafi verið ætlað að sýna fram á mikinn styrk al-Qaeda um allan heim. Gunaratna hefur ritað bókina Inside al-Qaeda um starfsemi samtakanna og segir þar að þau hafi verið reiðubúin að fórna út- sendurum í tilraunaárásum og nota niðurstöðurnar til að full- komna aðferðir sínar. Hafi Ramzi Ahmed Yousef, sem reyndi að sprengja World Trade Center 1993, verið dæmi um slíkan út- sendara en hann situr nú í banda- rísku fangelsi. Gunaratna segir, að einn árás- armannanna á Heathrow hafi ver- ið handtekinn á Indlandi. Hafi hann numið flug við breska, ástr- alska og bandaríska flugskóla á kostnað al-Qaeda. Ætluðu að gera árás á breska þinghúsið 11. september Al-Qaeda-liðar voru á Heathrow og hugðust fljúga þotu á Big Ben KOSIÐ verður til sveitarstjórna í Suður-Kóreu í dag, 13. júní, og kosningaáróðurinn blasir við aug- um hvert sem litið er. Almennt er þó búist við mjög lítilli kjörsókn og fyrst og fremst vegna þess, að landsmenn geta um lítið annað hugsað en HM í knattspyrnu, sem nú fer fram í Suður-Kóreu. AP Knattspyrna og kosningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.