Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára Vit 382. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C 1/2kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8. Vit 380. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 379 Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 387. Hann ætlar að reyna hið óhugsandi. Alls ekkert kynlíf í 40 daga og 40 nætur. Drepfyndin grínmynd með hinum ómótstæðilega Josh Hartnett. Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit nr. 387. ALI G INDAHOUSE STUART TOWNSEND AALIYAH Sýnd Kl. 5,50, 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 385. Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 389. Resident Evil Jimmy Neutron Sýnd kl. 10.10. B. i. 16. Vit 377. Sýnd kl. 5.45. ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.15. Óskarsverðlaunahafarnir Kevin Cost- ner og Kathy Bates fara á kostum í dularfullum og yfirnáttúrulegum trylli í anda THE SIXTH SENSE. ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU? Sýnd kl. 10.30. Sýnd kl. 8. Síð.sýn. Bi 16. HK DV HJ Mbl MULLHOLLAND DRIVE Nýjasta snilldarverkið frá meistaranum drepfyndna... hinum eina sanna Woody Allen. Ný ímynd, nýr Allen. Ath!Áhorfendur verða dáleiddir af hlátri.  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Ástin stingur. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskyduna. Með íslensku tali. Þau drukku safa sem neyddi þau til að kafa. f i til f . Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 12. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX MARGIR kvikmyndaunnendur telja Woody Allen í hópi helstu kvik- myndahöfunda allra tíma. Afköst hans eru með ólíkindum; hann hefur samið og stjórnað og yfirleitt leikið aðalhlutverk í meira en 25 bíómynd- um, auk þess að koma fram í fjölda annarra. Í seinni tíð hefur hann gert sem næst eina mynd á ári. Og upp á síðkastið hefur hvarflað að tryggasta Allen-aðdáanda að hann ætti að draga úr afköstum, gefa sér meiri tíma, liggja yfir handritunum og vanda sig meira. En það er líklega tómt mál að tala um. Allen vinnur eins og hann vinnur. Hann kveðst ekki vera vinnusjúkur; hann vinni einfaldlega hratt, skrifi handritin á tveimur mánuðum. „Ég er ekki hald- inn fullkomnunaráráttu. Ég er kæru- laus,“ sagði hann nýlega þegar hann svaraði spurningum um feril sinn og viðhorf í National Film Theatre í London. Allen er hreinskilinn og hræsnislaus, sem eru ekki algengir eiginleikar í kvikmyndaheiminum og um andstæður þeirra hefur hann ein- att fjallað í gamanmyndum með sinni sérstöku New York-kímni. Ég er ekki ég, ég er annar Hann neitar því hins vegar að sú persóna sem hann gjarnan leikur í myndunum sé í raun hann sjálfur. „Af einhverjum ástæðum veitir það fólki ánægju að setja samasemmerki milli hlutverka kvikmyndaleikara og þeirra eigin lífs. Sjálfsagt hefðu margir orðið fyrir vonbrigðum af því að hitta John Wayne og hann væri ófær um að standa undir þeirri ímynd sem hann hefur á tjaldinu. Ég hef all- an minn feril í kvikmyndum verið að reyna að segja fólki að ekki séu mikil líkindi milli mín á tjaldinu og í einka- lífinu. En af einhverjum ástæðum vilja fáir vita af því. Ég held jafnvel að það myndi draga úr ánægju þeirra af að horfa á myndirnar mínar. Þess vegna kinka menn kurteislega kolli til mín en kaupa ekki það sem ég er að segja. Í raunveruleikanum er ég ekki sá sem ég leik í myndum mínum. Ég leik yfirleitt persónur sem eru stórlega ýktar, ákaflega taugaveikl- aðar, manískar, alteknar furðulegum viðbrögðum og óraunsæjum löngun- um. Sjálfur er ég tiltölulega hæfur til að takast á við hversdagslífið. Ég legg hart að mér í vinnu. Ég er ag- aður. Ég lifi venjulegu miðstéttarlífi. Vinn á morgnana, fæ mér hádegis- mat, æfi mig á klarinettið, fer í bíó, borða á veitingastöðum eða horfi á íþróttaleiki í sjónvarpinu eða á vell- inum.“ Hann segir að kannski stafi þessi sterka sjálfsævisögulega tenging af því að í myndunum er hann ekki í gervi, öfugt við marga gamanleikara, eins og Charlie Chaplin eða Groucho Marx eða W.C. Fields. „Ég birtist yf- irleitt á tjaldinu í sömu fötum og ég er í dags daglega þannig að líkamleg ummyndun á sér ekki þar stað.“ Á valdi vöggugjafar Þegar Allen er spurður hvers vegna hann geri í seinni tíð færri „al- varlegar“ myndir en hann gerði fyrr á árum, dramatískar myndir á borð Interiors, September eða Another Woman svarar hann: „Ef ég gæti val- ið sjálfur vildi ég hafa hæfileika Tennessees Williams eða Eugenes O’Neill. Því miður liggja mínir hæfi- leikar í gamanleikjum og þeir eru mér tiltölulega auðveldir þar af leið- andi. Hæfileikar, segjum, Ingmars Bergman liggja í því gagnstæða; afar sterkar, alvarlegar, dramatískar hugmyndir sækja látlaust á hann og hann gerir mynd eftir mynd í þeim dúr. Ég giska á að hann ætti ekki jafnauðvelt með að gera gaman- myndir, þótt ég hafi kannski rangt fyrir mér um það. En ég er bara öðruvísi. Satt að segja vildi ég óska þess að þetta væri þveröfugt. En því miður situr mað- ur uppi með vöggu- gjafirnar.“ Þeir kvikmynda- höfundar sem Allen ber sjálfur mesta virðingu fyrir eru leikstjórar á borð við Berg- man, Fellini, Renoir, sem allir gerðu afar persónulegar myndir. Hann viðurkennir að hann steli aðeins frá þeim bestu. Allen er spurður hvort hon- um finnist kvikmyndir vera eins persónuleg- ur miðill og hann vildi. „Mér hefur auðnast að gera persónulegar myndir; það er hægt. Kvikmyndagerð er í rauninni ekki lýðræðisleg í eðli sínu; hún er ein- veldi. Í mínu tilfelli er ég, til góðs eða ills, höfundurinn og stjórnandinn; ég ræð hverjir verða með í myndinni, hef yfirumsjón með klippingunni, vel tónlist- ina úr mínu eigin plötusafni. Ég skrifa um það sem mig langar að skrifa um þannig að þegar myndin birtist á tjaldinu er hún afar persónuleg tján- ing fyrir mig þótt efni hennar sé al- gjörlega uppdiktað. Mynd eins og The Curse Of the Jade Scorpion er algjör tilbúningur en samt mjög per- sónuleg vegna þess að hún er frá upp- hafi til enda sprottin úr mínu höfði. Margir leikstjórar hafa slík tækifæri þrátt fyrir allt, menn eins og Martin Scorsese, Francis Coppola, Robert Altman og Oliver Stone, leikstjórar sem ég gæti trúað að þið hafið hvað mest í hávegum. Myndirnar sem þeir gera eru til góðs eða ills mjög per- sónuleg tjáning. Og þegar vel tekst til eru þær afar góðar myndir, þýðing- armiklar myndir. Ekki verksmiðju- vara sem Hollywood framleiðir fyrir markaðsmiðjuna í þeim eina tilgangi að laða að sem stærstan áhorfenda- hóp.“ Meistaraverkin og veru- leikinn Þegar Woody Allen er spurður hvernig hann ákveði töku- og klippistíl fyrir myndir sínar, til dæmis skrykkjótta klippingu fyrir Deconstructing Harry eða afar hreyfanlegar og lang- ar tökur fyrir Husbands and Wives eða klassískari stíl fyrir The Curse Of the Jade Scorpion, svar- ar hann að slíkt helgist af sjálfu viðfangsefninu, frásagnaraðferðin mót- ist af sögunni, sem verið er að segja. Þeir tveir þættir kvik- myndagerðar sem honum finnst skemmtilegastir eru handritsskrifin og tónlistarvalið. „Á handritsstiginu þarf maður í fyrsta lagi ekki að fara út fyrir hússins dyr. Og í öðru lagi þarf það sem maður skrifar ekki að mæta kröfum raunveruleikans. Þar sem ég sit heima og skrifa er allt mögulegt; ég spinn upp úr mér og hvorki peningar né tími skipta máli. Á þessu stigi er ég ævinlega með meistaraverk í höndunum. Síðan kemur að því að taka myndina. Raun- veruleikinn fer að ná völdum og það sem í huganum hófst sem Citizen Kane eða Blekkingin mikla eða Reið- hjólaþjófarnir eða Villt jarðarber verður að auðmýkjandi hörmung og maður óskar sér þess eins að koma í veg fyrir stórslys. Maður gefur öll stórfengleg áform upp á bátinn og reynir aðeins að komast hjá því að verða sér til skammar.“ Hann segist aldrei horfa á myndir sínar eftir að þeim er lokið. „Þegar ég hef lokið við að klippa, endurklippa og endurtaka, vil ég aldrei sjá kvik- mynd aftur. Kokkur sem allan lið- langan daginn er að elda mat vill ekki þurfa að borða hann að kveldi. Ef ég þyrfti að horfa á myndir mínar aftur færi ég að hugsa, guð, þetta hefði ég nú gert betur núna, úff, sjá hvað þetta er hroðalega illa gert hjá mér, öll þessi mistök, málamiðlanir, skyss- ur. Betra er að ég sendi myndina að heiman og snúi mér að næsta verk- efni, láti hana hverfa inn í fortíðina eins skjótt og auðið er og labba svo burt frá rústunum.“ Lykillinn er að dreifa athyglinni Woody Allen er bölsýnismaður. „Ég tel ógerlegt að höndla hamingju. Það skásta sem hægt er að búast við er að verða annars hugar um stund, dreifa athyglinni. Sem betur fer er það mögulegt. Maður getur dreift at- hyglinni með samböndum við annað fólk, merkingarleysi íþróttakapp- leiks, með því að horfa á kvikmynd, vinna að einhverju sem manni finnst gefa lífinu gildi á meðan á stendur. En ef ég sest niður og ýti andlitinu virkilega upp að veruleikanum líður mér eins og Freud, Nietzsche og Eu- gene O’Neill leið. Þá tekur bölsýni heildarmyndarinnar við af bjartsýni augnabliksins.“ Hann er 66 ára að aldri og þegar hann er spurður hvort hann eigi sér eina stóra óuppfyllta ósk svarar Woody Allen: „Ég á ekki von á að hún verði að veruleika en óskin væri að gera eina stórkostlega kvikmynd, eina, sem þyldi samanburð við Rashomon eða Blekkinguna miklu eða Reglur leiksins. Ég vildi óska að það tækist og eitt sinn hélt ég að mér myndi takast það. Núna finnst mér það ólíklegt og ég muni skilja eftir mig höfundarverk sem er allt frá því að vera la-la til frambærilegt. En aldrei stórfenglegt.“ Bölvun Woodys Allen The Curse of the Jade Scorpion er „undir áhrifum frá þeim kvikmyndum sem ég ólst upp við á 5. áratugnum, myndum Lubitsch og Billys Wilder, gamanmyndum með hríðskotasamtölum,“ segir höfundurinn Woody Allen um myndina sem frumsýnd var um síð- ustu helgi. Árni Þórarinsson greinir frá fundi Allens með aðdáendum sínum í National Film Theatre í London. Reuters Spæjarinn og tálkvendið: Allen og Theron sem Laura Kensington. ath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.