Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 41 SUMARBÓKIN Í ÁR Hvað ætlar þú að mála í sumar? Komdu við í verslun Slippfélagsins, Dugguvogi eða í Litalandi, Domus Medica og fáðu vandaðar leiðbeiningar um réttu handtökin við málningarvinnuna. Dugguvogi 4 Domus Medica við Snorrabraut N O N N I O G M A N N I | Y D D A • N M 06 52 6 • si a. is NÚ STENDUR HM í knattspyrnu yfir. Spennandi leikir fara fram, óvænt úrslit verða. Skemmtileg keppni. Að mörgu leyti má líkja ævi okkar mann- anna við knattspyrnu- leik. Það ríkir eftir- vænting, spenna og hraði. Stundum geng- ur vel og stundum illa. Stundum finnst þér leikurinn daufur, jafn- vel leiðinlegur og ósanngjarn. Þig langar til að hætta og fara bara heim. Þú nennir ekki að taka þátt í svona asnalegum leik þar sem ekkert virðist ganga upp og allir eins og einhvern veginn á móti þér. Skora mörk Leikurinn snýst um að koma knettinum í mark. Við verjumst og við sækjum. Við vinnum stundum sæta sigra, stundum varnarsigra, stundum verðum við að horfast í augu við jafntefli og staðreyndin er að oft verðum við að sætta okkur við sár töp í einstökum viðureignum. Aðalatriðið að fá að vera með Aðalatriðið eftir allt saman er þó að hafa fengið að vera með. Fengið að vera með í þessum skemmtilega en þó oft ljúfsára leik. Þegar upp er staðið og tímabilið er tekið út eru það ekki endilega stóru sigrarnir sem standa upp úr, heldur viðleitn- in, einbeitingin, áhuginn, trúin, samstaðan, félagsskapurinn og smáu atriðin dýrmætu sem gerðu leikinn heildstæðan og fylltu hann tilgangi og gleði. Oft var leikurinn ljúfsár, tár og sviti féllu og jafnvel stundum blóð. En er það ekki hluti af öllu saman? Við komumst ekki í gegnum leikinn nema að taka þátt í honum, gefa okkur í hann, taka hann alvarlega. Þótt vissulega geti það oft reynst okkur allt að því um megn. Dómarinn tekur á sig brotin okkar Þannig er ævi okkar mannanna oft eins og knattspyrnuleikur. Nema hvað þar tekur dómarinn okkar brot á sig og tilreiknar okkur þau ekki framar svo við getum hald- ið áfram upprétt og af virðingu. Með hreinan skjöld. Algjörlega óverð- skuldað og óskiljan- legt. Nokkuð sem við getum harla lítið gert í annað en að taka á móti í barnslegri auð- mýkt og af þakklæti. Líf sem einkennist af lotningu og þakklæti Þökkum fyrir að fá að vera með í þeim skemmtilega en þó al- vöruþrungna, ljúfsára leik sem lífið er, þrátt fyrir allt. Og þökkum fyrir það að við eigum ekki allt undir okkur sjálfum komið. Leikurinn sá snýst ekki um okkar hæfni eða getu, heldur að fá óverð- skuldað að vera með af fullri virð- ingu. Leikurinn snýst um lífið sjálft. Um hann sem er lífið. Hann snýst um að komast af. Nokkuð sem við munum aldrei ráða við í eigin mætti. Hann snýst um það að við eigum bjargvætt sem elskar okkur út af lífinu, sannan frelsara. Leikurinn snýst um hann sem gaf okkur lífið. Um hann sem leiðir okkur og styður í gegnum hverja raun, í gegnum gleði og sigra, í gegnum vonbrigðin, sársaukann og ósigrana, og að lok- um í gegnum sjálfan dauðann. Beinum þakklæti okkar því til hans sem einn megnar að viðhalda lífinu okkar, einnig þegar ævinni lýkur. Felum okkur honum í með- vituðu, raunverulegu þakklæti sem kemur frá okkar innstu hjartarót- um. Gefum okkur tíma til þess, hvernig sem allt fer. Til þess hjálpi okkur sjálfur skaparinn kærleiks- ríki og lífgjafinn eilífi. Lifi lífið! Eins og knatt- spyrnuleikur Sigurbjörn Þorkelsson Knattspyrna Að mörgu leyti má líkja ævi okkar mannanna við knattspyrnuleik, segir Sigurbjörn Þorkelsson. Það ríkir eftirvænting, spenna og hraði. Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.