Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ LEIKFANGAVERSLUNIN DÓTAKASSINN Á AKUREYRI ER TIL SÖLU Hér er um að ræða þekkta, mjög vel staðsetta sérverslun. Verslunin er í leiguhúsnæði. Upplýsingar gefur Hádegisfyrirlestur Í Háskólanum á Akureyri Á morgun, föstudaginn 14. júní, mun japanski sendiherrann, Mr. Masao KAWAI, flytja fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri. Fyrirlesturinn ber heitið „Possibilities of Relations between Japan and North Iceland". Fyrirlesturinn verður haldinn á Sólborg, stofu L101, og hefst kl. 12:15. Léttar veitingar verða í boði gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir. LÚÐRASVEIT Akureyrar verður 60 ára síðar á árinu og verður haldið upp á afmælið með ýmsum hætti þegar haust- ar. Nú eru blásarar úr lúðra- sveitinni ásamt Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri á leið til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem fyrirhugað er að leika fyrir heimamenn. Blásarar virkjaðir Ferðin er samstarfsverkefni Lúðrasveitarinnar og Tónlistar- skólans í tilefni afmælisins. „Samstarf við Tónlistarskólann og tónlistarunnendur er undir- staðan til að sameina krafta okkar og efla blásaratónlist og virkja blásara utan skólans til samstarfs og endurkomu,“ segir í nýlegu fréttabréfi lúðrasveit- arinnar. Nýkjörna stjórn Lúðrasveitar Akureyrar skipa Ormarr Ör- lygsson formaður, Alfreð Schi- öth gjaldkeri, Margrét Baldurs- dóttir ritari og meðstjórn- endurnir Einar G. Jónsson og Fróðný Hermundardóttir. Þá kemur fram í fréttabréfinu að stjórn, félagar og foreldrar hafi unnið ómælt starf við undirbúning og fjáröflun vegna Gautaborgarferðarinnar, án starfskrafta þeirra hefðu menn vart komist í ferðina. Í haust verða haldnir tón- leikar hér heima og einnig verð- ur gefið út afmælisrit. Blásarar á leið til Svíþjóðar SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð- inga fær 150 ha af óræktuðu landi jarðarinnar Saurbæjar í Eyja- fjarðarsveit til skógræktar. Sam- komulag hefur orðið um þetta við landbúnaðarráðuneytið og væntan- lega verður skrifað undir samning þessa efnis innan tíðar. Jörðin fór úr ábúð síðastliðið vor en stjórn félagsins hafði falast eft- ir jörðinni og átt viðræður við full- trúa ráðuneytis um með hvaða hætti það gæti fengið þar land til umráða. Vignir Sveinsson, formað- ur Skógræktarfélags Eyfirðinga, greindi frá því á aðalfundi félags- ins að niðurstaða lægi nú fyrir, fé- lagið fengi 150 ha óræktaðs lands á jörðinni til skógræktar, en bygg- ingar verða auglýstar til sölu sem og hluti ræktaðs lands. Hluti þeirra 150 ha sem félagið fær til umráða liggur að landi Háls, þar sem Skógræktarfélag Eyfirðinga leigir félagsmönnum spildur til skógræktar. Vignir væntir þess að gengið verði frá samningum innan tíðar. „Með því gefst kostur á að planta birkiplöntum sem nú bíða í bökkum og sáð var til með fræi sem var þjóðargjöf frá forseta Finnlands,“ sagði Vignir. Til út- plöntunar á birkifræinu þarf um 5–10 ha lands. „Þarna mun einnig skapast möguleiki á að koma til móts við eftirspurn einstaklinga, félagasamtaka og stofnana til skógræktar á svipuðum nótum og verið hefur á Hálsi,“ sagði Vignir. Fram kom einnig í máli for- mannsins að nýlega hefði borist yfirlýsing frá sveitarstjórn Arnar- neshrepps þar sem félaginu er af- hentur til umráða og umsjónar skógarreitur á Reiðholti, en hann er í eigu Skógræktarfélags Arn- arneshrepps. Þá hefði félaginu verið falin umhirða trjágróðurs í landi Hvamms. Stjórn Skógræktarfélags Eyfirð- inga hefur tekið jákvætt í hug- myndir sem fram hafa komið um að skipuleggja íbúðarbyggð á ströndinni frá þjóðvegi 1 þar sem hann tengist Vaðlareit. Stjórnin leggur áherslu á að góð umgengni um nágrennið verði tryggð og fyr- irbyggð verði hætta á skógareld- um. Tveir nýlegir samningar, við Norðurlandsskóga og Land- græðsluskóga, gera að verkum að framleiðsla gróðarstöðvarinnar í Kjarna mun tvöfaldast frá fyrra ári og sagði Vignir að hún yrði þar með ein hin stærsta á landinu með um 50 milljóna króna ársveltu. Framleiðsluaukningunni fylgdu einnig miklar fjárfestingar í gróð- urhúsum og vélbúnaði, eða sem næmi um 20 milljónum króna. Formaðurinn gat þess að ný og spennandi verkefni væru framund- an, framkvæmdir við uppbyggingu gróðrarstöðvarinnar og við aukin skógræktarsvæði. Óhætt væri því að segja að félagið væri öflugur þátttakandi í atvinnulífi svæðisins, en auknum verkefnum fylgdi fjölg- un starfa. Skógræktarfélag Eyfirðinga fær óræktað land á Saurbæ til skógræktar Birkiplöntum úr þjóðargjöf Finnlands plantað í landið launanna. Hún hefur einnig hlotið viðurkenningu IBBY samtakanna. Akureyrardeild Félags kvenna í fræðslustörfum varð 25 ára fyrr í þessum mánuði en á 20 ára afmæli deildarinnar var ákveðið að heiðra AKUREYRARDEILD Félags kvenna í fræðslustörfum heiðraði Magneu Magnúsdóttur frá Kleifum nýlega. Félagskonur heiðruðu Magneu frá Kleifum fyrir framlag hennar til barnamenningar. Magnea er búsett á Akureyri og hefur skrifað 16 barnabækur og skapað margar ógleymanlegar sögupersónur. Þar má nefna Sossu sólskinsbarn í sam- nefndri sögu sem valin var besta barnabókin hér á landi árið 1991. Magna hefur tvívegis hlotið verð- laun Skólamálaráðs Reykjavíkur og þá hefur hún verið tilnefnd til hinna alþjóðlegu H.C. Andersen verðlauna sem og Norrænu barnabókaverð- á 5 ára fresti eina konu sem skarað hefði fram úr á sviði mennta- og menningarmála á félagssvæðinu. Þá varð fyrir valinu dr. Kristín Aðal- steinsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri. Akureyrardeild Félags kvenna í fræðslustörfum Ásta Heiðrún Jónsdóttir og Tinna Sif Sigurðardóttir lásu upp úr verk- um Magneu frá Kleifum, en við hlið hennar eru þær Margrét Björgvins- dóttir varaformaður og Helga Thorlacius formaður. Heiðra Magneu frá Kleifum MENOR, Menningarsamtök Norð- lendinga, minntust 20 ára afmælis síns um liðna helgi. Boðið var upp á fjölbreytta skemmtidagskrá í Laug- arborg af þessu tilefni. Ólafur Þ. Hallgrímsson formaður samtak- anna flutti ávarp, Þórhildur Örv- arsdóttir söng og Kristinn G. Jó- hannsson, fyrsti formaður félagsins, flutti ræðu dagsins. Þá las Björn Ingólfsson smásögu og Samkórinn Björk úr Austur- Húnaþingi söng nokkur lög. Vinn- ingshafar í einleikarakeppni Menor fluttu tónlist og Erlingur Sigurðar- son las eigin ljóð. Að lokum flutti Leikdeild UMF Eflingar atriði úr Fiðlaranum á þakinu. Á þeim 20 árum sem liðin eru frá stofnun samtakanna hefur verið unnið að margvíslegum menningar- málum á Norðurlandi, m.a. staðið fyrir keppni í ritun smásagna og ljóða. Öll verk sem unnið hafa til verðlauna á þessum árum hafa ver- ið gefin út á bók í tilefni afmælisins. Bókin nefnist Slóðir mannanna og er Jón Hjaltason ritstjóri. Menor hafa einnig staðið fyrir keppni í ritun leikrita og einþátt- unga, haldið einsöngvarakeppni og nú síðast á þessu vori haldið keppni í hljóðfæraleik meðal nemenda tón- listarskólanna. Á vegum Menor hefur málverka- sýning farið milli skóla á Norður- landi síðustu ár og eru tvær sýning- ar í gangi í einu, önnur á Norð- vesturlandi og hin á Norðaustur- landi. Menningarsamtök Norðlendinga 20 ára Afmælisdagskrá og bók gefin út Morgunblaðið/Kristján Þórhildur Örvarsdóttir söng einsöng við undirleik Helenar Bjarnadóttur á hátíðardagskrá Menor í Laugaborg. ÞURÍÐUR Vilhjálmsdóttir sópran- söngkona og Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari halda ljóðatónleika í Félagsheimilinu Laugarborg fimmtudaginn 13. júní og hefjast þeir kl. 20:30. Á efnisskrá tónleikanna eru ljóðasöngvar eftir Johannes Brahms og Edvard Grieg við ljóð ýmissa höf- unda. Þuríður lauk söngprófi frá Tónlist- arskólanum á Akureyri 1997 og hefur síðan starfað sem söngkona og verið raddþjálfi ýmissa kóra á Eyjafjarð- arsvæðinu. Hún hefur komið víða fram sem einsöngvari og um þessar mundir er hún ein þeirra sem standa að Söngvökum í Minjasafninu á Ak- ureyri. Helga Bryndís útskrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 með einleikarapróf og stundaði síðan framhaldsnám í Vínarborg og Hels- inki. Hún hefur starfað við Tónlistar- skólann á Akureyri frá 1992 en kemur auk þess reglulega fram sem einleik- ari og meðleikari. Efnisskrá tónleikanna verður end- urtekin í Þórshafnarkirkju laugar- daginn 15. júní kl. 16:00. Sala að- göngumiða fer fram á báðum stöðum við innganginn. Helga Bryndís Magnúsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir. Ljóðatónleikar í Laugarborg og á Þórshöfn STJÓRN Fasteigna Akureyrar hefur samþykkt tillögu forvals- nefndar varðandi boðkeppni um hönnun viðbyggingar við Brekku- skóla. Alls var sex arkitektastofum boðið að taka þátt, en þær eru AVH, Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks, Arkitektur.is, Arkitekta- stofan Form, Teiknistofa arki- tekta, Gylfi Guðjónsson og félagar, allar á Akureyri, og Arkís og Ark- þing í Reykjavík. Viðbygging við Brekkuskóla Sex stofur keppa ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.