Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 27 Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf Dregið 17. júní Veittu stuðning - vertu með! GENGI evrunnar gagnvart Banda- ríkjadollara hækkaði í gær á mark- aði í London og komst í 0,95 um hríð en lækkaði aftur í 0,9460. Evran hef- ur ekki náð jafnhátt síðan í janúar 2001 og velta menn nú fyrir sér hvort hún muni ná því marki að verða jafn- gild dollaranum. Ástæðan fyrir lægra gengi dollar- ans er meðal annars ótti við hryðju- verk vestra og áhyggjur af efnahags- málum. „Síðustu mánuði hefur án efa farið fram endurskoðun á viðhorfum gagnvart dollaranum og undirstöð- um hans og ljóst er að mikil hætta er á að óvæntir atburðir geti haft áhrif á markaðnum, til dæmis hryðju- verk,“ sagði Kamal Sharma sem stafar hjá Commerzbank. „Menn hafa enn áhyggjur af því að efnahag- ur Bandaríkjanna muni ekki verða jafnöflugur á seinni hluta ársins og áður hafði verið búist við.“ Daniel Hanna, hagfræðingur hjá fyrirtækinu Standard Chartered, sagði að Bandaríkin hefðu lengi ver- ið talin „trygg höfn“ fyrir alþjóðlega fjárfesta. Hótanir hryðjuverka- manna og upplýsingar um áform þeirra um aðgerðir eins og notkun geislasprengju valdi því að þessi ímynd hafi beðið hnekki. „Fólk geymir nú fé sitt heima,“ sagði Hanna. Evrunni vex ásmegin London. AFP. PAKISTANSKIR öryggislög- reglumenn hafa handtekið tvo menn, sem grunaðir eru um að hafa verið í sambandi við Abdullah al-Muhajir, sem er sagður hafa ætlað að sprengja svokallaða „skít- uga sprengju“ í Bandaríkjunum. Voru mennirnir handteknir við borgina Rawalpindi en al-Muhajir var í Lahore í Pakistan áður en hann kom til Bandaríkjanna 8. maí síðastliðinn. Haft er eftir heimild- um, að Pakistanar hafi orðið fyrstir til að vekja athygli Bandaríkja- manna á honum. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði sl. mánudag, að vitað væri eftir mörg- um leiðum, að al-Muhajir hefði ver- ið í nánu samstarfi við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. „Skítuga sprengjan“ Handtökur í Pakistan Islamabad. AFP. ÍSRAELAR drógu í gær her sinn frá borginni Ramallah á Vestur- bakkanum en þessi síðasta innrás þeirra stóð í tvo daga. Einn Ísraeli og 11 Palestínumenn hafa fallið fyr- ir ofbeldinu frá því á þriðjudag. Ísraelar hófu brottflutninginn um líkt leyti og Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, sneri heim eftir að hafa átt viðræður við ráðamenn í Washington og London. Boðskapur hans í þeim var sá, að ekki væri tímabært að ræða um frið í Mið- austurlöndum vegna ofbeldis Pal- estínumanna. Skellti hannn allri skuldinni á Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Meðan á hertöku Ramallah stóð í þetta sinn handtóku Ísraelar um 50 Palestínumenn, sem aftur sökuðu ísraelsku hermennina um að skjóta af handahófi á óbreytta borgara. Níu ára drengur skotinn Palestínskur hryðjuverkamaður varð sjálfum sér og 14 eða 15 ára gamalli ísraelskri stúlku að bana í fyrradag rétt við Tel Aviv. Að auki slösuðust um 10 manns. Síðustu tvo daga hafa Ísraelar fellt 11 Palest- ínumenn og þar á meðal einn níu ára gamlan dreng, Hussein Mitwi að nafni. Var hann inni á heimili sínu með móður sinni þegar hann var skotinn. Talsmenn ísraelska hersins segja, að þetta mál verði kannað. Eindreginn stuðningur George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, við Sharon og aðgerðir Ísraela á Vesturbakkanum hafa vakið mikla reiði meðal Palestínumanna. Segja þeir, að nú þurfi enginn að efast um það lengur, að Bandaríkin styðji Ísrael á hverju sem gengur. Ísraelar frá Ramallah Ramallah. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.