Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á mínu heimili hefst sumarið formlega hinn 23. júní. Ég veit að þetta þykir kannski heldur seint og ég viðurkenni að þetta er tveimur mánuðum seinna en dagatalið segir til um en stað- reyndunum er ekki hægt að hnika – sumarið kemur þennan dag. Reyndar vissi ég sjálf ekki af þessu fyrr en um daginn þegar litli harðstjórinn á heimilinu upplýsti þetta í óspurðum frétt- um. Við vorum eitthvað að dunda okkur, ég í þvotti og hann að teikna, þegar skyndilega gall í kauða: „Óóó, ég hlakka svo til þegar sumarið kemur af því að þá á ég afmæli.“ Það er ekki hægt að hrekja svona rökfærslu og auðvelt að skilja hvernig þessi nið- urstaða er fengin: „Ég á afmæli um sum- arið – ergó: sumarið kemur þeg- ar ég á afmæli!“ Svo að þegar ungi maðurinn bryddaði upp á þessu sá ég mitt óvænna og sam- þykkti þetta þegjandi og hljóða- laust, enda er afmælið stórt mál og mikilvægt og þar að auki frekar viðkvæmt síðan í fyrra. Það verður nefnilega að segj- ast eins og er að afmælishaldið árið 2001 reyndist eiga eftir að sitja óþægilega í afmælisbarninu svo ekki sé meira sagt. Í hvert sinn sem við mæðgin ætlum að hafa það huggulegt og skoða fjölskyldualbúmið (sem erfingj- anum þykir alla jafna afskaplega skemmtilegt) geri ég mitt besta til að fletta framhjá afmæl- ismyndunum því annars enda notalegheitin með ósköpum svo ekki sé meira sagt. Í hvert sinn sem afmæli bregður fyrir í sjón- varpinu verður málrómur son- arins grátklökkur og bitrar ásakanir taka að fjúka. Og ég er löngu hætt að forvitnast um það hvort einhver hafi átt afmæli í leikskólanum þann og þann dag- inn af sömu orsökum. Nei, það eina sem ég get von- að er að fimm ára afmælið, sem nú stendur fyrir dyrum, verði svo einstaklega vel heppnað í alla staði að minningin um fjög- urra ára afmælið dofni og falli smám saman í gleymskunnar dá. Afmælishaldið í fyrra byrjaði reyndar frekar vel með pakka að morgni afmælisdags sem féll í kramið svo um munaði. Þannig var að nokkrum dögum fyrir af- mælið höfðum við foreldrarnir innt afmælisbarnið eftir því hvað það óskaði sér í afmælisgjöf og fengum þau svör að það vildi fá „stóóóóran pakka“. Frekari upp- lýsingar voru ekki látnar í té. Nú var úr vöndu að ráða en eftir nokkra umhugsun ákváðum við að gefa barninu stæðilegt krakkatjald sem fékkst fyrir lít- inn pening í IKEA. Eftir að stráksi var sofnaður kvöldið fyr- ir afmælisdaginn tjölduðum við tjaldinu í forstofunni og pökk- uðum því inn uppsettu. Svei mér þá ef pappírinn utan um það kostaði ekki meir en tjaldið sjálft en hann var hverrar krónu virði því gleði þess sem fékk pakkann daginn eftir var ósvik- in. Þetta var sko „roooosalega stór pakki“ og það skyggði á allt annað. Síðar um daginn var svo af- mæliskaffi fyrir afana og ömm- urnar og alla fjölskylduna með tilheyrandi afmælisveitingum og Toy Story-borðbúnaði svo allt var eins og það átti að vera. Það var ekki fyrr en daginn eftir, þegar halda átti upp á afmælið í leikskólanum, sem mistökin af- drifaríku voru framin. Það hittist nefnilega þannig á að besti vinur unga mannsins á afmæli sama dag og hann og þar sem heimili beggja er rétt við leikskólann var ákveðið að bjóða allri deildinni heim á flöt í tjaldpartý. Af einskærri meðvit- und um óhóflegt sætindaát ungra barna í dag ákváðum við mæður piltanna tveggja að bregða ofurlítið út af vananum hvað veitingar snerti. Þannig var serverað í tjöldunum á túninu fí- nerís brauðmeti sem hvert fimmtugsafmæli gæti verið stolt af og í eftirmat voru sérsniðnir ávaxtakallar sem, þrátt fyrir at- hugasemdir um skort á afmæl- isköku, runnu ljúflega niður kverkar afmælisgestanna. Sjálf afmælisbörnin hreyfðu engum mótmælum og það var ekki laust við að við mömmurnar værum pínulítið stoltar yfir eigin snilld – að slá tvær flugur í einu höggi með því að troða blessuð börnin út af lífsnauðsynlegum vítam- ínum um leið og afmælið yrði einstaklega eftirminnilegt. Jú, afmælið reyndist verða eftirminnilegt hvað minn mann varðaði að minnsta kosti. Og hafi hann ekki gert athugasemdir við veitingarnar í þann mund sem þær voru fram bornar þá var það gert með tvöföldum krafti eftir á: „Það átti að vera kaka mamma. Hvers vegna var ekki kaka mamma? Það átti að vera.“ Þessum þungu orðum er gjarnan fylgt eftir með tárfyllt- um augum og spurn í svip sem einungis sá skrýðist, sem orðið hefur fyrir fullkomlega óskilj- anlegu óréttlæti. Oftar en ekki brotnar viðmælandi minn niður í kjölfarið með þvílíkum krafti að ekki einu sinni hlýr móðurfaðm- urinn megnar að stöðva grátinn. Enda ekki nema von þegar hinir opnu armar tilheyra svikaranum sjálfum! Ég veit ekki hvers vegna kökuleysið olli þessum geysi- mikla harmi; hvort það sé vegna þess að veislugestirnir hafi lýst frati á veitingarnar eftir á eða hvort afmælisbarnið hafi skyndi- lega fengið vitrun um að eitt- hvað vantaði þennan dag. Ég veit bara að í ár verður þetta öðruvísi. Varlega erum við farin að nefna afmælið á ný enda ekki seinna vænna að byrja und- irbúninginn. Eins og skilja má var fyrsta loforðið sem ég gaf í því sambandi að við skyldum búa til stóra súkkulaðiköku með rosalega miklu sælgæti á fyrir alla krakkana í leikskólanum. Og við það loforð ætla ég svo sannarlega að standa. Veislur og vandræði „Í hvert sinn sem afmæli bregður fyrir í sjónvarpinu verður málrómur son- arins grátklökkur og bitrar ásakanir taka að fjúka.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is „ÞÚ SKALT ekki morð fremja.“ Flest okkar eru kunnug þessu boðorði Guðs. Þetta kennir okkur í fyrsta lagi bókstaflega að við megum ekki drepa aðra manneskju. Í öðru lagi þýðir það að við skulum ekki taka þátt í tilraun til morðs í samfélaginu, eins og t.d. stríði. Í þriðja lagi getum við túlkað boðorðið þannig að við megum ekki drepa aðra manneskju andlega eða félagslega með því að útiloka eða deyða persónuleika hennar frá sam- skiptum og virðingu samfélagsins. Þegar við tökum meðvitaðan þátt í slíkri „útilokun“ kallast það einelti eða fordómar, og þegar slíkt er gert ómeðvitað getum við kallað það „af- neitun á tilveru manneskju“ eða „sinnuleysi“. Allt þetta eru and- stæður kærleika. Skoðum betur „útilokun“ per- sónuleika annarra. Þegar við útilokum persónuleika annars fólks úr lífi okkar byggist það fyrst og fremst á skorti á til- finningalegum sam- skiptum við viðkom- andi. Þegar t.d. einelti eða mismunun á sér stað á milli manna reynir gerandi slíks meðvitað að hætta að skilja tilfinningar þol- enda. Tilfinningaleg samskipti og tengsl trufla framkvæmd ein- eltis eða mismununar. Ef tilfinningalegt samskiptaleysi á sér stað ómeðvitað veldur það hins vegar fyrst og fremst sinnuleysi og virðingarleysi gagnvart öðrum. M.ö.o. ég er þess fullviss að hægt sé að minnka for- dóma og draga úr sinnuleysi með því að hvetja til ríkari tilfinninga- legra samskipta og tengsla á meðal ólíkra manna. Á þennan hátt met ég jákvætt hlutverk tilfinninga manna í for- varnarstarfi gegn fordómum. Engu að síður er venjulega talað um for- dóma nær eingöngu út frá sjón- armiði mannréttinda eða samfélags- fræða. Við gleymum oft og fylgjumst lítið með hinum tilfinn- ingalega þætti í þessum málum.Við fjöllum alvarlega um tilfinningar manna t.d. í ástarmálum eða í sál- gæslu fyrir syrgjendur. Aftur á móti er það fastheldin fagleg stefna víða hjá læknum, prestum, fé- lagsráðgjöfum o.fl. að „fagfólk á ekki að lenda í tilfinningalegum samskiptum eða fara yfir á tilfinn- ingalegt svið skjólstæðinga“. Þetta Tilfinning, fordómar og samkynhneigð Toshiki Toma Fordómar Innan kirkjunnar er enn að finna, segir Toshiki Toma, mikinn misskiln- ing og fordóma í garð samkynhneigðra. ANNAÐ slagið hef- ur sótt að mér sú hugsun að New York verði ekki miklu leng- ur ákjósanlegasta heimilisfang hinna Sameinuðu þjóða. Í raun hefur mig undrað sú opinbera afstaða aðildarríkj- anna að sætta sig við að höfuðstöðvar al- þingis þjóðanna séu í túninu heima hjá eina heimsveldi veraldar. Mér hefur þótt nokk- uð augljóst ójafnvægi í þessu. Auðvitað á þetta sínar sögulegu skýringar. Nóg ætti að vera að minnast á frumkvæði Woodrows Wilsons Bandaríkjafor- seta um stofnun Þjóðabandalagsins eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þessi stóra hugsjón Wilsons forseta féll ekki í kramið hjá Bandaríkjamönn- um sjálfum, enda hafnaði þingið aðild að bandalaginu. Næsti boðberi hugmyndarinnar um alheimsþing þjóðanna var Franklin Delano Roosevelt, forseti Bandaríkjanna 1933–45. Í þeirri tilraun heppnaðist sköpunarverkið mun betur og stofnfundur Samein- uðu þjóðanna var haldinn í San Francisco 1945. Höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna var valinn staður í New York. Endanlegt heimilisfang samtak- anna á Manhattan fékkst síðan þegar Rockefeller-fjölskyldan gaf lóð undir starfsemina á milli Fyrstu breiðgötu og 42. & 48. strætis heimsborgarinnar. Með stofnun Sameinuðu þjóð- anna verður í fyrsta sinn til sam- eiginlegur vettvangur fyrir íbúa jarðar þar sem fulltrúar flestra þjóða hittast og ræða og rífast um átaka- og framfaramál mannkyns. Með samtökunum er stigið stærsta skref sögunnar til að koma á form- legu og viðstöðulausu samskipta- kerfi milli þjóða heimsins. Sigurvegarar seinni heimsstyrj- aldarinnar stóðu að baki samtak- anna við stofnun þeirra, voru fjár- hagslegur bakhjarl þeirra, og á næstu árum og ára- tugum gengu flestar þjóðir heimsins í Sam- einuðu þjóðirnar – sem telja nú um 190 aðildarríki. Á ýmsu hefur geng- ið í sögu samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar voru t.d. meira og minna lamaðar á tím- um kalda stríðsins þegar stórveldi aust- urs og vesturs deildu um heimsmálin á Alls- herjarþinginu og í Ör- yggisráðinu þar sem neitunarvaldi 5-veld- anna var beitt á víxl. Fáum dettur þó í alvöru í hug að telja tilvist Sameinuðu þjóðanna mistök eða starfsemina litlu skipta. Sameinuðu þjóðirnar ásamt dótt- urstofnunum hafa unnið að lausn margra krefjandi vandamála og náð miklum árangri á ýmsum svið- um. Íslendingar hafa einnig lagt nokkuð til málanna, sérstaklega á sviði hafréttarmála, sem leiddi til hins sögulega Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1982 og varð að alþjóðalögum árið 1994. Umsvif Sameinuðu þjóðanna í New York Rekstur Sameinuðu þjóðanna hvílir á fjárframlögum aðildarríkj- anna. Af heildarfjárlögum þeirra (1999) koma yfir 72% frá eftirtöld- um sjö löndum: Bandaríkjunum (25%), Japan (18%), Þýskalandi (9,6%), Frakklandi (6,5%), Ítalíu (5,4%), Bretlandi (5,1%) og Rúss- landi (2,9%). Eins og kunnugt er hefur Bandaríkjaþing öðru hverju fryst þátttökugjöld sín til samtak- anna. Skoðum nánar umsvif Samein- uðu þjóðanna í New York: Starfsmannafjöldi höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í New York er um 4.500 manns. (Til saman- burðar eru starfsmenn Reykjavík- urborgar um 7.800.) Heildarstarfsmannafjöldi Sam- einuðu þjóðanna í heiminum – þ.e.a.s. framkvæmdastjórnarinnar og 29 annarra stofnana samtak- anna – er um 52.000 manns. (Til gamans má geta að fyrir McDo- nald’s-skyndibitakeðjuna vinna um 150.000 manns.) Samkvæmt upplýsingum frá fv. borgarstjóra New York, Rudolph W. Guiliani, leggur starfsemi Sam- einuðu þjóðanna, stofnanir þess og fastanefndir aðildarríkjanna, um 320 milljarða króna (3,2 milljarða dollara) á ári til hagkerfis New York-borgar einnar. Með starfsem- inni skapast um 31.000 störf í borg- inni. Framlag Sameinuðu þjóðanna til efnahagslífs New York-borgar er af svipaðri stærðargráðu og fjárfestingin í Kárahnjúkavirkjun ásamt álveri við Reyðarfjörð. Ísland, Vatnsmýrin og Sameinuðu þjóðirnar Getur hugsast að aðildarríkjum hinna Sameinuðu þjóða fari að þykja staðsetningin í New York óþægileg, m.a. vegna yfirburða- stöðu bandaríska heimsveldisins á flestum sviðum? Og eru þá einhverjar líkur á að þjóðir heimsins kjósi annað land en Bandaríkin og aðra borg en New York fyrir höfuðstöðvarnar? Frakkar benda stundum á að Sameinuðu þjóðirnar eigi ekki heima í New York. Eða hvað ætli Rússar og Kínverjar segi um stað- setninguna. Hugleiðingar um staðsetn- ingu höfuðstöðva Samein- uðu þjóðanna í New York Hans Kristján Árnason Höfuðstöðvar Er hugsanlegt að Ísland – og þá Reykjavík, spyr Hans Kristján Árnason, geti komið til greina sem framtíðarheimili fyrir Sameinuðu þjóð- irnar, eða einhverjar aðrar gildar alþjóða- stofnanir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.