Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 52
FRÉTTIR 52 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 15% afsláttur af vö›lum V e i › i t i l b o › v i k u n n a r Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 79 92 06 /2 00 2 ...já hann var svona stór. LAXVEIÐI er aðeins að glæðast í Borgarfirði um þessar mundir. Áð- ur hafði verið sagt frá því að veiði- menn á bændadögum hefðu orðið varir við dálitla göngu og fengið nokkra fiska í Þverá á bændadög- um um helgina og á mánudaginn. Nú um miðja vikuna sagði Guð- mundur Viðarsson kokkur í Norð- urá frá hægum en öruggum bata í ánni, hollið í ánni væri komið með 12 laxa eftir einn og hálfan dag og með sama áframhaldi yrði lokatalan 20 til 25 laxar. „Það er kominn slangur af laxi, fallegum 9 til 12 punda fiski, og þetta er orðið nóg til að menn eru hættir að ávarpa einhverja örfáa laxa með nafni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði og að talsvert mikið vatn væri í ánni, örlítið skolað á köflum og lax væri farinn að ganga upp fyrir Glanna. Á milli fossa hafa veiðst nokkrir laxar, m.a. tveir í Kýrgróf í fyrrakvöld. Alls eru komnir um 40 laxar af aðalsvæði Norðurár og einhverjir til viðbótar úr Munaðarnesi og Stekk. Lítið hef- ur hins vegar heyrst af veiðiskap á Flóðatanga, t.d. var þar hópur um helgina sem veiddi lítið. Óformleg opnun Langár Fluguveiðiskólinn við Langá verður með eitt námskeið þessa sumarbyrjun og hefst það í dag. Samhliða náminu fer fram óform- lega opnun árinnar, en nemendur fá að spreyta sig með flugutæknina í straumvatni með veiðivon undir yf- irborðinu. Ingvi Hrafn leigutaki Langár og skólastjóri sagði nokkra laxa gengna í ána, þeir hefðu sést í Strengjunum og á Breiðunni fyrst 3.júní og væri því ekki ólíklegt að einhverjar nemenda sinna veiddu fyrsta lax Langár á sumrinu, eins og gerst hefur tvö síðustu sumur. Ingvi sagði samsetningu „bekkjar- ins“ að þessu sinni athyglisverða, af tíu nemendum væru átta konur. „Þær verða búnar að yfirtaka þetta sport eftir nokkur. Mér hugnast þetta bara vel,“ sagði Ingvi. Kennslu lýkur á hádegi laugardags og eftir hádegið verður formleg opnun árinnar. Fleiri ár opna þann dag, t.d. Miðfjarðará o.fl. Flýta opnun Elliðaánna SVFR hefur gripið til þess ráðs að flýta opnun Elliðaána fram á n.k. föstudag, en veiðin átti að hefjast á laugardaginn. Þetta stafar af því að borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gat ekki mætt á laug- ardaginn. Það verður að teljast vera veiðivon sem stendur, fyrstu lax- arnir gengu í ána í fyrrakvöld, en þá sýndu tveir sig í teljarakistunni við rafstöðina. Magnús Sigurðsson veiðivörður sagði ekki ólíklegt að fleiri laxar væru á ferli, en áin hefði verið örlítið skoluð að undanförnu og því erfitt að skyggna. Bleikjan komin í Breiðdalsá Tæplega 30 sjóbleikjur veiddust í Breiðdalsá er silungasvæði árinnar voru opnuð 1. júní. Síðan hefur veiðst vel og komnar yfir 200 bleikj- ur og reytingur af urriða á land. Mest er þetta akfeit 2–3 punda bleikja og hefur veiðst mest á Heimasætu og Kröflu í ósnum, en einnig hafa komið skot við Ytri- og Innri-Tanga, sem eru ofar á svæð- inu. Lax sást nýverið við brúna, sem er nánast í fjörunni. Sá synti aftur á haf út og hafa menn ekki séð lax svo snemma á ferð í Breiðdalnum fyrr. Fleiri silungatíðindi Nýlega veiddust 23 sjóbirtingar á einum degi í Litluá í Kelduhverfi. Veiddust allt að 10 punda fiskar og tveir mun stærri sluppu. Veiðin var nú mest í ármótunum við Jökulsá. Ágætisgangur hefur og verið á silungsveiði í Þingvallavatni, nýlega veiddist 6 punda urriði í Miðfells- landi og 6 punda bleikja í þjóðgarð- inum. Heyrst hefur að meðalstærð bleikju fari nú minnkandi. Um 250 urriðar hafa veiðst í Minnivallalæk, síðustu daga þó nokkrir 6 til 9 punda. Púpur og þurrflugur hafa gefist best í góða veðrinu að undanförnu. Glæðist í Borgarfirðinum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Helgi Björnsson með fyrsta lax sumarsins úr Laxá í Aðaldal. SÍÐASTI hópur nema sem útskrif- aður er frá Tækniskóla Íslands brautskráðist laugardaginn 1. júní síðastliðinn, en nú hefur Tæknihá- skóli Íslands tekið til starfa á undir- stöðum hins gamla Tækniskóla, er starfað hefur óslitið frá árinu 1964. Útskriftin fór fram í Bústaða- kirkju að viðstöddu fjölmenni. Þar á meðal voru Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Sigríður Jó- hannesdóttir þingkona, Jónína Guðjónsdóttir, formaður Félags geislafræðinga, og Einar H. Jóns- son, varaformaður Tæknifræðinga- félags Íslands, en þau fluttu öll ávarp á þessum tímamótum. Alls útskrifuðust 58 nemendur frá öllum deildum skólans, það er frumgreinadeild, byggingadeild, heilbrigðisdeild, rafmagnsdeild, rekstrardeild og véladeild. Þess má geta að útskrift að vori er að jafn- aði fámenn því aðalútskrift skólans fer fram í janúar og nú síðast brautskráðust til að mynda 166 nemendur frá TÍ. Annar sögulegur atburður átti sér einnig stað þennan dag en þá luku sex fyrstu geislafræðingar Ís- lands námi með B.Sc.-gráðu frá heilbrigðisdeild TÍ eftir fjögurra ára nám. Starfsheiti þeirra áður var röntgentæknir. Frá frumgreinadeild luku 29 nemendur raungreinadeildarprófi sem veitir þeim rétt til náms á há- skólastigi. Aðrar deildir útskrifuðu alls 29 nemendur og þar af sjö sem luku I. hluta náms til B.Sc.-gráðu í rafmagnstæknifræði. Þeir halda nú utan til að ljúka námi sínu. Gert er ráð fyrir að með tilkomu Tæknihá- skóla Íslands verði nemendum í rafmagnstæknifræði gert kleift að ljúka námi hér heima. Öflug tengsl við atvinnulífið Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, kom víða við í ávarpi sínu og sagði stöðu Tækniháskóla Íslands nú hafa verið staðfesta sem háskóla í skólakerfinu með nýjum lögum. Þá ræddi hann þá sérstöðu sem skólinn hefur markað sér með öflugum tengslum við atvinnulífið í landinu í gegnum verkefni nem- enda í samráði við fyrirtæki og stofnanir til að efla frumkvæði og nýsköpun. Tveir fulltrúar nemenda, þau Torfi Magnússon, nýútskrifaður nemandi frumgreinadeildar, og Arna Ásmundsdóttir úr hópi nýrra geislafræðinga, ávörpuðu samnem- endur og gesti. Guðbrandur Steinþórsson, rekt- or Tækniskóla Íslands, sem nú læt- ur af embætti eftir 12 ára starf, flutti ávarp í lok athafnarinnar. Nefndi rektor í ávarpi sínu meðal annars hversu ánægjulegt það væri að nú væri loks tryggð framtíð þeirra námsmöguleika sem TÍ stæði fyrir. Þá óskaði hann nýút- skrifuðum nemendum til hamingju með brautskráninguna og alls vel- farnaðar með þeirri von að Tækni- skólinn hefði veitt þeim það vega- nesti sem þeir þyrftu til frekara náms og framtíðarstarfa. Ljósmynd/Jóhannes Long Síðasta útskrift Tækniskólans STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur samþykkt einróma eftirfar- andi ályktun í tilefni af heimsókn Ji- ang Zemin, forseta Kína, hingað til lands: „Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á stjórnvöld á Íslandi að nota tækifærið þegar Jiang Zemin, for- seti Kína, kemur hingað til lands, að láta í ljós vanþóknun sína á þeim fjöldamorðum sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hinn 4. júní 1989 þar sem kínverskir stúd- entar höfðu forgöngu um að krefjast umbóta með friðsömum hætti. Stúd- entar, hér á landi og erlendis, hafa í gegnum tíðina verið aflvakar um- bóta, frelsis og mannréttinda. Hið grimmdarlega fjöldamorð sem fram- ið var af kínversku ríkisstjórninni á Torgi hins himneska friðar var því áfall fyrir stúdenta um allan heim. Þá hvetur Stúdentaráð stjórnvöld til þess að ræða þau fjölmörgu mannréttindabrot sem ennþá við- gangast í Kína en samkvæmt skýrslum Amnesty International eru að a.m.k. 195 manns ennþá í haldi vegna atburðanna á Torgi hins himneska friðar. Kínverskir náms- menn voru ekki að hvetja til bylt- ingar eða blóðsúthellinga heldur vildu á friðsaman hátt sýna ráða- mönnum í Kína fram á að breytinga væri þörf. Stúdentar munu ávallt standa saman um að sýna kínversk- um stúdentum virðingu og samstöðu því þótt grundvallarmannréttindi séu tryggð hér á Íslandi megum við ekki gleyma því að sums staðar í heiminum þarf fólk að berjast fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálf- sögð – og sumir gefa jafnvel líf sitt í þá baráttu. Ennfremur mótmælir Stúdenta- ráð aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart meðlimum Falun Gong. Óásættanlegt er að í lýðræðisríki skuli stjórnvöld koma í veg fyrir friðsamleg mótmæli gegn brotum á grundvallarmannréttindum, eins og skoðanafrelsi, með því að hindra inngöngu fjölda mótmælenda inn í landið. Slíkar aðgerðir eru í eðli sínu engu betri en það þegar stúdentar eru hraktir úr námi eða fangelsaðir fyrir skoðanir sínar, eins og við- gengst í alþýðulýðveldinu Kína.“ Hvetja stjórnvöld til að ræða mannréttindabrot HÓPUR leikara og söngvara úr Leikfélagi Sólheima mun syngja lög úr Hárinu föstudaginn 14. júní í Blómavali í Sigtúni kl. 17, þar sem Listhús Sólheima er í Reykjavík. Listhúsið á Græna torginu hefur á boðstólum: Sólheimakerti og Jurta- gull-hárvörur, vefnaðarvörur og keramiklistmuni, einnig hljóðfæri og tréútskurðarmuni. Lífrænt ræktaða grænmetið frá Sunnu er einnig að finna á Græna torginu. Leikhópurinn syngur einnig sama dag í Smáralind kl. 16 við helgar- markað sinn, beint á móti verslun- inni Hagkaupum. Á markaðnum eru listmunir sem búnir eru til á Sólheimum svo og líf- rænt ræktaða grænmetið frá Sunnu, segir í fréttatilkynningu. Syngja í Blómavali og Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.