Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 53 KRÖFTUGT OFNÆMISLYF Lóri t ín Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 16.05.00. ® Sumarjakkar 25% afsláttur Kringlukast Flott tilboð á gallabuxum og bolum 17. júní fánar Heildsölubirgðir - frábært verð! Páll Pálsson ehf. sími 555 2200 FÉLAG um átjándu aldar fræði boð- ar til norrænnar ráðstefnu í Odda, húsi Háskóla Íslands, dagana 14.–15. júní kl. 9. Norðurlönd og Evrópa 1700–1830. Gagnkvæm menningar- áhrif. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er kr. 1.000. Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrif evrópskra menningarstrauma á Norðurlöndum og áhrif Norður- landa á evrópska menningu. Mark- miðið með ráðstefnunni er að skapa norrænan vettvang fyrir rannsóknir á tímabilinu 1700–1830 og mikilvægi þess fyrir norræna menningu eins og hún hefur þróast á síðustu tveimur öldum. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, setur ráðstefnuna. Haldnir verða 14 fyrirlestrar föstudaginn 14. og laugardaginn 15. júní, segir í fréttatilkynningu. Norræn ráðstefna Norðurlönd og Evrópa 1700–1830 ÞRIÐJA skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktar- félaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður fimmtudaginn 13. júní kl. 20.00. Skógargöngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru ókeypis og öllum opnar. Þessi skógarganga er í umsjá Skógrækt- arfélags Íslands. Gangan hefst við höfuðstöðvar RALA í Keldnaholti. Þorsteinn Tómasson, forstjóri, mun ganga með þátttakendum um tilraunasvæðin. Hann mun kynna samanburðartil- raunir á kynbættu birki og venju- legu birki og tilraunir Rannsókna- stöðvarinnar á Mógilsá með ýmsa víðiklóna. Þá verður farið að Korpu og skoðaðar tilraunir frá 1986, sem Skógræktarfélag Íslands og Rann- sóknastöðin á Mógilsá stóðu að. Óli Valur Hansson, garðyrkjusérfræð- ingur, mun annast þá kynningu. Gangan tekur um 2 tíma og er við allra hæfi. Skógarganga um Keldnaholt BOÐIÐ verður upp á fyrstu göngur sumarsins í þjóðgarðinum í Skafta- felli um helgina. Á laugardag kl. 10 hefst ganga í Bæjarstaðaskóg og kl. 15 verður gengið að Skaftafellsjökli. Öllum börnum frá 6–12 ára verður boðið í náttúruskoðun kl. 10–11.30 á sunnudag. Klukkan 15 hefst ganga að Skeiðará. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verð- ur öllum gestum boðið í skrúðgöngu kl. 13 frá Skaftafellsstofu í gegnum tjaldsvæðið og inn í Lambhaga. Þar verður lagið tekið. Að því loknu býðst þeim sem hafa áhuga göngu- ferð að Svartafossi. Í sumar býður þjóðgarðurinn upp á stuttar göngur tvisvar á dag alla virka daga, kl. 10 og 15. Á laugardög- um kl. 10 er gengið í Bæjarstaðaskóg og alla sunnudaga er sérstök dag- skrá í boði fyrir börnin. Þessi þjón- usta er í boði þjóðgarðsins í Skafta- felli og hefjast allar göngur við Skaftafellsstofu, segir í frétt frá Þjóðgarðinum í Skaftafelli. Gengið um þjóðgarðinn í Skaftafelli UNNAR B. Arnalds heldur fyrirlest- ur um verkefni sitt til meistaraprófs í eðlisfræði við raunvísindadeild Há- skóla Íslands. Verkefnið heitir „Smíði á smugsjá með atómupplausn“. Fyr- irlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 2–6. Smugsjá er öflugt tæki til rann- sókna og þróunar í nanótækni en með henni er unnt að taka myndir af yf- irborðum leiðandi efna með atómupp- lausn. Leiðbeinendur Unnars eru Sveinn Ólafsson, sérfræðingur á Raunvís- indastofnun Háskólans, og prófessor Hafliði P. Gíslason, Háskóla Íslands. Prófdómari er dr. Andrei Manolescu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Meistarafyrir- lestur í eðlisfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.