Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 13.06.2002, Síða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 53 KRÖFTUGT OFNÆMISLYF Lóri t ín Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnum með alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2-14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 16.05.00. ® Sumarjakkar 25% afsláttur Kringlukast Flott tilboð á gallabuxum og bolum 17. júní fánar Heildsölubirgðir - frábært verð! Páll Pálsson ehf. sími 555 2200 FÉLAG um átjándu aldar fræði boð- ar til norrænnar ráðstefnu í Odda, húsi Háskóla Íslands, dagana 14.–15. júní kl. 9. Norðurlönd og Evrópa 1700–1830. Gagnkvæm menningar- áhrif. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er kr. 1.000. Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrif evrópskra menningarstrauma á Norðurlöndum og áhrif Norður- landa á evrópska menningu. Mark- miðið með ráðstefnunni er að skapa norrænan vettvang fyrir rannsóknir á tímabilinu 1700–1830 og mikilvægi þess fyrir norræna menningu eins og hún hefur þróast á síðustu tveimur öldum. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, setur ráðstefnuna. Haldnir verða 14 fyrirlestrar föstudaginn 14. og laugardaginn 15. júní, segir í fréttatilkynningu. Norræn ráðstefna Norðurlönd og Evrópa 1700–1830 ÞRIÐJA skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktar- félaganna í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður fimmtudaginn 13. júní kl. 20.00. Skógargöngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands og eru ókeypis og öllum opnar. Þessi skógarganga er í umsjá Skógrækt- arfélags Íslands. Gangan hefst við höfuðstöðvar RALA í Keldnaholti. Þorsteinn Tómasson, forstjóri, mun ganga með þátttakendum um tilraunasvæðin. Hann mun kynna samanburðartil- raunir á kynbættu birki og venju- legu birki og tilraunir Rannsókna- stöðvarinnar á Mógilsá með ýmsa víðiklóna. Þá verður farið að Korpu og skoðaðar tilraunir frá 1986, sem Skógræktarfélag Íslands og Rann- sóknastöðin á Mógilsá stóðu að. Óli Valur Hansson, garðyrkjusérfræð- ingur, mun annast þá kynningu. Gangan tekur um 2 tíma og er við allra hæfi. Skógarganga um Keldnaholt BOÐIÐ verður upp á fyrstu göngur sumarsins í þjóðgarðinum í Skafta- felli um helgina. Á laugardag kl. 10 hefst ganga í Bæjarstaðaskóg og kl. 15 verður gengið að Skaftafellsjökli. Öllum börnum frá 6–12 ára verður boðið í náttúruskoðun kl. 10–11.30 á sunnudag. Klukkan 15 hefst ganga að Skeiðará. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verð- ur öllum gestum boðið í skrúðgöngu kl. 13 frá Skaftafellsstofu í gegnum tjaldsvæðið og inn í Lambhaga. Þar verður lagið tekið. Að því loknu býðst þeim sem hafa áhuga göngu- ferð að Svartafossi. Í sumar býður þjóðgarðurinn upp á stuttar göngur tvisvar á dag alla virka daga, kl. 10 og 15. Á laugardög- um kl. 10 er gengið í Bæjarstaðaskóg og alla sunnudaga er sérstök dag- skrá í boði fyrir börnin. Þessi þjón- usta er í boði þjóðgarðsins í Skafta- felli og hefjast allar göngur við Skaftafellsstofu, segir í frétt frá Þjóðgarðinum í Skaftafelli. Gengið um þjóðgarðinn í Skaftafelli UNNAR B. Arnalds heldur fyrirlest- ur um verkefni sitt til meistaraprófs í eðlisfræði við raunvísindadeild Há- skóla Íslands. Verkefnið heitir „Smíði á smugsjá með atómupplausn“. Fyr- irlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 2–6. Smugsjá er öflugt tæki til rann- sókna og þróunar í nanótækni en með henni er unnt að taka myndir af yf- irborðum leiðandi efna með atómupp- lausn. Leiðbeinendur Unnars eru Sveinn Ólafsson, sérfræðingur á Raunvís- indastofnun Háskólans, og prófessor Hafliði P. Gíslason, Háskóla Íslands. Prófdómari er dr. Andrei Manolescu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Meistarafyrir- lestur í eðlisfræði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.